Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 5 Siglufjörður: Þrjár skriður féllu á Strákaveginn Siglufirði. Snjóruðningur hefur gengið sæmilega hér á Siglufirði. Tölu- vert mikil snjókoma var helgina 27.-29. janúar og mikil hálka. Fimm til sex snjóplógar unnu við snjóruðning og féllu þijár skriður á Strákaveginn á sunnudag og mánu- dag. Nýja skíðasvæðið í Skarðdal er ekki enn komið í gagnið vegna raf- magnsleysis, en búist er við að hægt verði að nota það aðra vikuna í febrúar. - Matthías. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Snjóruðningur hefiir gengið sæmilega á Siglufirði. Norræn kvik- myndahátíð í Rúðuborg: Tvær kvik- myndir frá Islandi TVÆR íslenskar kvikmyndir verða sýndar á Norrænu kvik- myndahátíðinni I Rúðuborg í Frakklandi dagana 28. febrúar til 8. mars næstkomandi. Er þetta í annað sinn sem slik hátíð er haldin en hátíðin er eingöngu helguð kvikmyndum frá Norð- urlöndum. Að sögn Guðbrands Gíslasonar framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs, mun kvikmynd Hrafs Gunn- laugssonar, „í skugga hrafnsins", taka þátt í keppni um bestu Norr- ænu kvikmyndina. Þá verður sýnd stuttmyndin „Ferðalag Fríðu“, sem gerð er eftir handriti Stein- unnar Jóhannesdóttur og María Kristjánsdóttir leikstýrir. „Ferða- lag FYíðu“, er ein af þremur stutt- myndum, sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíð Listahátíðar. Reiknað er með að um fjorutíu kvikmyndir verði sýndar á hátí- ðinni. Hækkun á hundaleyfum BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að hækka leyfisgjald fyrir hunda í Reykjavík, úr 450 krón- um á mánuði í 600 krónur. Gjaldskráin hefur verið óbreytt frá því í mars 1977. BÍ og Samvinnu- tryggingar: 5900 tillögur í samkeppni um nýtt nafn 5900 TILLÖGUR bárust að nafni á sameinað tryggingafé- lag Brunabótafélagsins og Sam- vinnutrygginga. Skilafrestur í samkeppni um nafh á félagið er runninn út. „Þetta er stór- kostleg þátttaka,“ sagði Ingi R. Helgason. Að sögn Inga gætir mikillar fjöl- breytni í hugmyndum tillöguhöf- unda en frá niðurstöðum sam- keppninnar veðrur skýrt er hið nýja félag verður formlega stofn- að. Ætlunin er að veita höfundi verðlaunatillögunnar 200 þúsund króna verðlaun. Ef fleiri en einn leggur til sama nafn, verður nafn eins höfundar dregið út. BILL COSBY koininii aftur. Skyldi nokkur „pabbi“ nokkru sinni hafa dregið að sér jafn almenna athygli? Á hverju laugardagskvöldi. Födurleg ábending til auglýsenda. jQk. tf SJÓNVARPIÐ ekkert rugl. AUK/SlA k586-34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.