Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Minning: Karítas Ragnheið- ur Pétursdóttir Fæddll. september 1892 Dáin 1. janúar 1989 Nýársdagsmorgun síðastliðinn kvaddi þetta jarðlíf tengdamóðir mín, Karítas Ragnheiður Péturs- dóttir. Hún fæddist 11. september 1892 á bænum Veiðileysu í Ámes- hreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru þau Agústína Bene- diktsdóttir og Pétur bóndi Söebeck. Þau áttu 12 böm og er nú einn sonur þeirra lifandi, Óskar prent- ari, sem dvelur á dvalarheimili aldr- aðra við Dalbraut ásamt Lilju, konu sinni. Ég kynntist Rögnu fyrir 36 árum þegar ég gekk að eiga dóttur henn- ar, Önnu. Það er margs að minnast frá þessum áram. Ragnar réðst ung stúlka í kaupa- vinnu á Dröngum í sömu sveit. Þar kynntist hún Eiríki, yngri syninum á bænum, og úr því varð hjóna- band. Þau giftust 1916 og hófu búskap f sambýli við móður Eiríks og systkini. A Dröngum var þeirra heimili í nær 45 ár og með tímanum eignuð- ust þau alla jörðina. Þar fæddust þeim átta böm: Elstur er Guðmund- ur, kvæntur Valgerði Jónsdóttur. Aðalsteinn kom næstur, hann gekk aldrei heill til skógar og lést 26 ára. Ágústa er gift Magnúsi Jóns- syni, Anna Jakobína, gift Kára Þ. Kárasyni, Lilja var gift Friðbert Elí Gíslasyni, en hann lést á besta aldri, Elín, gift Aðalsteini Ömólfs- syni, Pétur, kvæntur Svanhildi Guð- mundsdóttur og Álfheiður, gift Þóri Kristinssyni. Eru afkomendur Eiríks og Karítasar Ragnheiðar nú nær eitt hundrað. Drangar era mikil hlunnindajörð. Þar er dúntekja, selveiði, mikill reki og flárbeit góð. Til að sitja svona jörð- þarf duglegt fólk, enda var Eiríkur bóndi tveggja manna maki að hverju sem hann gekk. Drangar vora forastuheimili. Á uppvaxtar- áram Eiríks var fenginn heimilis- kennari og nutu þess bæimir í kring. Einnig var fenginn kennari til að kenna systkinunum á orgel og alia tíð var músík í háegum höfð og söngur í öndvegi. Eiríkur fékk sér útvarp strax 1930 og seinna einnig talstöð, því svo afvega vora Drangar, að ekki þótti fært að leggja þangað sfma. Þegar ég fór mína fyrstu ferð að Dröngum að heimsækja unnustu mína varð mér ferðin minnisstæð. Frá Hólmavfk fór ég með flóa- t KRISTJÁN ALBERTSSON rithöfundur er látinn. Margrét Thors, Katrfn Thors. t Systir mín, PETRÍNA HALLDÓRSDÓTTIR KOHLBERG, andaöist í New York hinn 30. janúar sl. Hafliði Halldórsson. t LAUFEY PÁLSDÓTTIR, Laugarásvegi 33, andaðist aðfaranótt 31. janúar á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Ragna Blandon, Slguröur Haukur Lúðvfgsson. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG KETILSDÓTTIR, Kópavogsbraut 20, lóst í Borgarspítalanum 30. janúar. Sveinn Gamalfelsson, j Sólveig Sveinsdóttir, Gamalfel Sveinsson, Vilborg Gunnlaugsdóttir. t Maðurinn minn, STEFÁN PÁLSSON bóndi, Ásólfsstöðum, Gnúpverjahreppi, lést í Landspítalanum 30. janúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Bjarnadóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, HULDA LAXDAL, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Jón Laxdal og dætur. bátnum „Hörpunni". Guðmundur, bóndi í Ófeigsfirði, sótti mig á hest- um til 'Ingólfsfjarðar. Ég gisti í ofeigsfirði eina nótt, en daginn eft- ir fóra þau hjónin, Guðmundur og Elín, með mér að Dröngum, ríðandi yfir §öll, ár og dali. Það var mér sem ævintýri. Þegar að Dröngum kom var ekki í kot vísað; elskendur hittast og gleði í bæ yfir gestakomu frænda og vina. Mér er í minni hve hlýlega mér var tekið af tilvonandi tengda- foreldram. Eiríkur höfðinglegur og Ragna hlý og elskuleg. Þegar lokið var að heilsast beið okkar veisluborð og þvílíkar kræs- ingar — og var nær allt sem á borð- um var heimafengið. Dvölin á Dröngum er mér ógleymanleg. Á Dröngum vora allir aðdrættir af sjó, og það var oft erfitt hjá Rögnu að bíða milli vonar og ótta þegar ástvinir hennar vora að sækja björg í bú eða flyija afurðir búsins til kaupenda. En það vora fleiri unaðsstundimar í faðmi fagurrar náttúra og elskulegrar fjölskyldu sem hún átti. Þegar ekki var hægt að búa iengur á Dröngum vegna heilsuleysis og mannfæðar fluttu þau Ragna og Eiríkur suður í Kópa- vog og reistu sér fallegt hús við Kópavogsbraut. Eiríkur viðaði í húsM heima á Dröngum úr reka- viði. í Kópavogi áttu þau mörg góð ár, og var gott að koma til þeirra þar. Ragna missti Eirík mann sinn 1976 og eftir það dvaldi hún hjá okkur Onnu uns hún fékk pláss á Hrafnistu 1979 og þar dvaldi hún uns yfir lauk. Böm Rögnu sýndu móður sinni mikla ræktarsemi alla tíð og létu ekkert skorta á að hún mætti eiga sem best elliár. Alltaf ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni var Ragna heiðursgestur og naut hún þess að vera með hópnum sínum. Ég minnist hér á ættarmótið síðastliðið sumar, þegar nær eitt hundrað manns úr fjölskyldu henn- ar kom saman í Ámesi og gamla konan, 96 ára, var í öndvegi, glöð og kát meðal vina. Þegar kvennaskólinn Ósk á ísafirði hélt upp á 75 ára afmæli sitt í vor, þá flaug hún vestur með dætram sínum til að minnast skóladvalar sinnar þar 1914. Var henni fagnað og sómi sýndur í því hófi, og hafði hún mikla gleði af þeirri ferð. Öll ömmu-, langömmu- og langa- langömmubömin færá henni þakkir fyrir kærleika hennar til þeirra. Þegar þetta er skrifað, þá er búið að jarðsetja Rögnu að Ámesi í Ámeshreppi í Strandasýslu við hlið Eiríks, en það var hennar síðasta ósk til bama sinna. Þrátt fyrir erfíðan árstíma og vetrarveður tókst öll ferð og framkvæmd með eindæmum vel. Ámeshreppsbúar sýndu fjölskyldunni einstaka vin- semd og hjálpsemi og stuðluðu að því að allt fór þetta fram með virðu- leik og myndarskap. Við færam þessu góða fólki okkar innilegustu þakkir, svo og öllum þeim mörgu sem mættu við kveðjuathöfn í Kópavogskirkju.' Sömuleiðis viljum við færa þakklæti starfsfólki á E-gangi Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Guð blessi minningu góðrar konu. KÞK Guðjóna Jakohs- dóttir - Minning Fædd 25. júni 1925 Dáin 18. desember 1988 Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast Guðjónu Jakobsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir rúmum flórtán áram þegar elsta dóttir mín, Sigrún, giftist Ein- ari syni hennar, seinna giftist svo Anna dóttir mín Ólafí yngri synin- um. Guðjóna var fædd 25. júní 1925, á Skarði, Snæflallaströnd, dóttir hjónanna Símoníu Sigurðardóttur frá Skarði og Jakobs Siguijóns Kolbeinssonar frá Unaðsdal, Snæ- fjallaströnd. Ung giftist hún Þór- ami B. ólafssyni bifreiðastjóra, en hann lést 6. maí 1977. Þau eignuð- ust saman tólf böm en slitu sam- vistum þegar yngsta bamið var ungt. Bömin talin í aldursröð era: Kristján Bjamar, Kristlaug Dag- mar, Símonía Ellen, en hún ólst upp hjá Bjamveigu móðursystur sinni, Ingveldur Guðfinna, Helgi, Sigurð- ur Reynir, tvíburamir Kolbrún og Ragnheiður, Þórann Guðjóna, Einar Matthías, Jakob Siguijón og Ólaf- ur. Afkomendur Guðjónu era í dag orðin 54. Eins og gefur að skilja hefur vinnudagurinn verið ærið langur með svona stóran bamahóp en hún vann einnig mikið utan heimilis, meðal annars á læknavakt Reykjavíkur. Mér er kunnugt um að hún svaf stundum frekar lítið, því oft vann hún við símavörslu á nóttunni. Lengst af bjó Guðjóna á Tunguvegi 88 í Reykjavík. Bömin og ijölskyldur þeirra komu mikið til hennar svo oft var heimilið eins og hótel. Sjálfvirka kaffikannan suðaði allan daginn og dyrabjalla og sfmi þögnuðu varla, enda kunni hún því líka betur að fylgjast vel með sfnu fólki. En hve mikið sem Guðjóna vann og þó gestir streymdu nær stansiaust inn úr dyranum var alltaf jafii snyrtilegt hjá henni. Guðjóna var ákveðin og heil- steypt kona. Alltaf gat hún þrengt að sér þegar bömin vora tímabund- ið í húsnæðishraki eins og gengur. Fór hún þá stundum úr sínu svefn- herbergi en svaf sjálf í minna her- bergi til að það færi betur um aðra. Fyrir nokkram áram flutti Guð- jóna af Tunguveginum í minna húsnæði í Meðalholti 7 í Reykjavík og var búin að koma sér vel fyrir þar. Hún kenndi sér lasleika í sum- ar, lagðist inn á Borgarspítalann í haust og lést þar átjanda desember Upphaf minningarorða um Guð- mund Jónsson frá Kópsvatni eftir Valgerði Sigurðardóttur misfórst í prentun í blaðinu á laugardaginn var. Um leið og þessi kafli er birt- ur, eins og hann átti að vera, er beðist velvirðingar á mistökunum. „Vinur minn Guðmundur er lát- inn. Þegar Guðmundur kom til mín í hádeginu fyrir nokkrum dögum, hvarflaði ekki að mér að þetta yrði í síðasta skipti sem hann kæmi til mín. úr krabbameini. Sigurður sonur hennar var öllum frístundum hjá henni og hin börnin komu eins oft og mögulegt var og vöktu yfir henni síðustu sólarhringana. Ég og fjölskylda mín viljum votta aðstandendum hennar okkar inni- legustu samúð. Fanney Jóhannsdóttir Vinskapur okkar Guðmundar hefur staðið í nær 22 ár, eða allt frá því er ég 13 ára gömul fór í sveit að Kópsvatni, Hranamanna- hreppi. Þetta er eina sumarið mitt í sveit, og fór ég til bláókunnugs fólks, en það átti eftir að verða heilladijúgt og ánægjuríkt fyrir mig og síðan eiginmann minn og dæt- ur.“ + Maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir, GfSLI KÁRASON \ bifreiAastjóri, Fosshelði 46, Selfossi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti líknarstofn- anir njóta þess. Sigrfður Jónatansdóttir, Anna Edda Gísladóttir, Birglr Steinþórsson, Margrót Stefanía Gfsladóttir, Þórdfs Lilja Gfsladóttir, Þrálnn Hafsteinsson, Konráð Breiðfjörð Pálmason, Marfn Sigurgeirsdóttir. Leiðrétting Guðmundur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.