Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 25 Bókasafii Kópavogs: Vegg- og standmyndir í Listastofu Bókasafhs Kópa- vogs eru nú sýndar 20 vegg- og standmyndir úr stáli og steini eftir Grím M. Steindórs- son. Grímur hefur notið handleiðslu Asmundar Sveinssonar, Kjartans Guðjónssonar og Þorvaldar Skúla- sonar. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-21 og laug- ardaga frá kl. 11-14, og stendur hún til 28. febrúar. Eitt verka Gríms. Lög’fræðing’ar ræða störf umboðsmanns ALMENNUR félagsfúndur verður haldinn í Lögfræðinga- félagi íslands fimmtudaginn 2. febrúar nk. kl. 20.30. á Hótel Sögu, ráðstefhusal A á 2. hæð. Fundarefni: Störf umboðs- manns Alþingis. Frummælandi verður dr. Gaukur Jörundsson. Ljósmyndasýning og Eistlandsumræða í MIR Ljósmyndasýning verður opnuð i húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, fímmtudaginn 2. febrúar kl. 18.15. Myndunum á sýningunni má skipta í tvo efnisflokka: listrænar ljósmyndir fjölmargra mynda- smiða, þar sem myndefnið er tengt heimahögum og fóstuijörð, nátt- úru og mannlífí og myndir sem helgaðar eru æskufólki í Sovétríkj- unum, ljósmyndir sem fyrst og fremst hafa frásagnargildi, segja sögu fyrri tíma og greina frá nút- ímanum. Strax að lokinni opnun ljós- myndasýningarinnar munu þrír gestir frá Sovétlýðveldinu Eistl- andi greina frá nýjustu viðhorfum í þjóðmálum í heimalandi sínu og svara fyrirspumum. Þremenningamir eru til íslands komir í viðskipta- og verslunarer- indum og munu eiga viðræður við ýmsa forystumenn á sviði utanrík- isviðskipta íslendinga. Aðgangur að sýningunni og fræðslufundi MÍR er öllum heimill. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 31. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hnsta Lngsta Meðal- Magn Helldar- verð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskurósl. 54,00 46,00 52,41 2,765 144.911 Þorskurd.bl. 30,00 25,00 29,75 1,242 36.965 Ýsa 104,00 96,00 100,62 2,163 217.692 Ýsa ósl. 76,00 76,00 76,00 0,073 5.548 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,113 1.695 Ufsi ósl. 15,00 15,00 15,00 0,016 248 Steinbítur 47,00 40,00 46,14 0,562 25.953 Steinbítur ósl. 43,00 20,00 23,28 0,445 10.361 Koli 50,00 50,00 50,00 0,151 7.571 Langa 47,00 47,00 47,00 0,184 8.648 Langa ósl. 47,00 47,00 47,00 0,021 987 Lúða 300,00 250,00 263,10 0,203 53.435 Keila 19,00 14,00 18,08 0,262 4.738 Keila ósl. 14,00 14,00 14,00 0,421 5.887 Grálúöa 47,00 44,00 44,58 6,292 280.478 Samtals 53,98 14,915 805.117 Selt var úr Sigluvík Sl, Gullfara HF og frá Stakkholti í Ólafsvík og Nesveri í Grundarfirði. [ dag verður selt úr Ljósfara HF, Stakkavík ÁR og frá Tanga sf, alls um 28 tonn þorskur, 2-3 tonn ýsa og annaö. FAXAMARKAÐUR hf. Þorskur ósl. 58,00 í Reykjavík 46,00 47,92 1,180 56.551 l.bl. Þorskurósl. 34,00 25,00 28,58 1,894 54.132 d.bl. Þorskurósl. 42,00 36,00 40,52 11,984 485.549 1-2 n. Ýsaósl. 95,00 50,00 83,58 0,274 22,900 Ýsa undirm. 27,00 15,00 18,13 0,069 1.251 ósl. Hlýri 10,00 10,00 10,00 0,042 420 Rauömagi 55,00 50,00 50,92 0,359 18.279 Samtals 40,44 15,802 639.082 Seldur var bátafiskur. I dag verður selt úr Sigurey BA og Kross- nesi SH. Þorskur 100 tonn, ýsa 6 tonn, grálúða 1,5 tonn og steinbítur 0,8 tonn. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 63,50 47,00 53,48 33,821 1.808.706 Þorskur und- irm. 23,50 23,50 23,50 0,249 5.852 Ýsa(ósl.) 95,00 35,00 65,91 3,512 231.470 Ufsi 40,00 16,00 37,57 10,954 411.499 Karfi 23,50 15,00 20,50 2,480 50.839 Steinbítur 21,00 21,00 21,00 0,441 9.261 Blálanga 29,00 29,00 29,00 2,067 59.953 Langa 15,00 15,00 15,00 0,024 360 Keila 19,00 17,50 18,24 0,330 6.021 Hrogn 113,00 113,00 113,00 0,030 3.390 Lifur 20,00 20,00 20,00 0,030 600 Lúöa 260,00 195,00 249,61 0,268 66.923 Skarkoli 62,00 62,00 62,00 0,056 3.472 Skötuselursl. Samtals 142,00 142,00 142,00 49,04 0,029 54,292 4.118 2.662.464 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Hjalta KE, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, Sighvati GK og Hauki GK. I dag verður selt úr Skarfi GK um 35 tonn þorskur, 2 tonn ýsa, steinbítur og lúöa. Ef gefur verður einnig selt úr dagróðrabátum. Skákemvígið í Seattle: Jóhann tapaði annairi skákinni FVá Valgerði Hafetað, fréttaritara Morgunblaðsins f Seattle. Jóhann Hjartarson varðist sókn Anatolijs Karpovs lengi kvölds í annarri skák einvígisins á mánudag, en allt kom fyrir ekki. Jóhann, sem hafði svart, gaf skákina eftir 45 leiki, og fjögrura og hálfs klukkutima setu. Staðan í einviginu er þá sú, að Karpov hefúr IV2 vinning en Jóhann >/2. Þegar áhorfendur gengu í salinn á mánudagskvöld blöstu við þeim tvær breytingar frá því í fyrstu skákinni: sýningarborði hafði verið komið fyrir framan við hvíldar- herbergi keppenda svo þeir gætu virt fyrir sér stöðuna þaðan. Að beiðni Margeirs Péturssonar og Þráins Guðmundssonar hafði tveimur litlum klukkum að auki verið komið fyrir á sýningarborðinu sem að áhorfendum sneri, svo þeir gætu fylgst með því hvort keppend- ur væru í tímahraki. Klukkur þessar voru úr pappa og límdar á sýningarborðið. Þar Signr eftir uppskrift Karpovs Skék Yasser Seirawan Hvítt: Anatolíj Karpov Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur. 1. c4 - e5; 2. g3 —RfB; 3. Bg2 - d5!?; (Óvænt ákvörðun hjá Jóhanni. Þetta er í fyrsta skipti, svo ég viti til, að Jóhann beitir þessari vöm. Þetta er áhættusamt. Það jákvæða er að Jóhann kemur andstæðingi sínum á óvart og sneiðir þar með hjá undirbúnum leiðum Karpovs. En þar sem þessi vöm er Jóhanni ekki töm er eins gott að hann hafi unnið heimavinnuna sína vel.) 4. cxd5 — Rxd5; 5. Rc3 — Rb6; 6. Rf3 - Rc6; 7. 0-0 - Be7; 8. a3 -Be6; 9. b4 - 0-0; 10. Hbl (Kröftugur leikur. Enn sem kom- ið er hefur skákin fylgt þekktum leiðum. Textaleikurinn er ekki nýr, en hann er sjaldséður. Hugmyndin er að ráðast til atlögu við peðið á e5, með þvf að hóta 11. b5 — Rd4 og 12. Rxe5. Þetta var ekki hægt að gera strax, þar sem svartur gat eikið Bb3. Leikurirtn Hbl er þó varla hættulegur svörtum, þar sem hrókurinn stendur ekki vel á hálf- opinni c-línunni.) 10. - f6; 11. d3 - Dd7?! (Jóhann teflir eftir bókinni. Hann gat þó valið um tvær betri leiðir: 11. — a5 og 11. — Rd5. Eftir 11. - a5; 12. b5 - Rd4; 13. Rd2 — Rd5, er staðan mjög virk og möguleikar jafnir. Traustara framhald er 11. — Rd5 með það fyrir augum að skipta upp á riddur- um og leika síðan Bd5. Aftur hefur svartur jafnað taflið. Eftir texta- leikinn stendur drottningin hins vegar illa og svartur hefur tapað tempói.) 12. Re4 (Góður svarleikur. Hvítur bendir strax á gallann á síðasta leik svarts. Riddaranum er ætlað að fara til c5, og hrekja drottningu svarts af reit sínum. 12. - Rd5; 13. Dc2 (Vel teflt. Hvítur vill skipa upp á biskup og riddara með Rc5, en undirbýr að drepa á c5 með drottn- ingunni. eð ekki er notast við rafeindabún- aði í einvígi þessu, til að sýna leik- ina og hvað tímanum líður, stóðu tveir menn á sviðinu og færðu til taflmenn á sýningarborðunum, auk þess sem þeir færðu klukkuvísana af og til. Kostaði þetta mennina nokkur hlaup um sviðið, einkum í fyrstu leikjunum, sem voru hraðir og hlutust af hlaupunum bæði brak og brestir á sviðinu. í skákskýringarsalnum lék sov- éski stórmeistarinn Eduard Gufeld á als oddi eins og fyrri daginn. „Taflmennska er ekki bara leikur," sagði hann, „hún er eins og lífíð sjálft." Máli sínu til stuðnings sagði hann sögu af sovéska stórmeistar- anum Chukaev, sem var yfir sig ástfanginn af ungri konu sem ekki vildi eiga hann. Þá komst hann að því að hún hafði mikið dálæti á taflmennsku. Brá hann þá á það ráð, að yrkja til hennar ástarljóð hlaðið líkingum úr skákiþróttinni. Hann orti: „Þú ert sem drottning á áttunda reit. (Einfaldlega hræðilegur leikur. Það má líta á þennan leik sem tap- leikinn í skákinni. Jóhann lendir nú í vandræðum sem hann nær aldrei að vinna sig úr. Þessi leikur er slæmur af ýmsum ástæðum. „Hótunin“ 14. Rc5 er varla heims- endir. Hvítur nær uppskiptum en öðru ekki. Þess vegna er aðgerðin verri en sjúkdómurinn í þessu til- felli. Leikurinn grefur algerlega undan riddaranum á c6, og hann verður hrakinn brott á óheppilegu augnabliki. Svartur átti um nokkra kosti að velja. Hann gat leikið hægfara leik, 13. — a6, með það fyrir augum að ljúka stöðuuppbyggingunni með Had8 og Bh3. Hann gat einnig leikið 13. — a5, og svarað 14. b5 með Ra7. Þá myndi: 15. a4 — c6; 16. d4, leiða til taktískrar baráttu þar sem svartur ætti góða mögu- leika. Hins vegar myndi: 13. — a5; 14. Rc5! — Bxc5; 15. bxc5 gefa hvitum betri stöðu vegna þess að a-peðið stendur vel. Ef svarta peð- ið væri á a6 væri þessi staða þó ekki eins hættuleg.) 14. Bb2! - Hac8; (Svartur virðist ekki gera sér grein fyrir hættunni sem vofir yfir. Staða svarts krefst þess að hann leiki herskáum leikjum. Það er þó ekki eins auðvelt og ætla mætti. Ef svartur leikur 14. — f5 þá er 15. Reg5 óþægilegt. Til að létta á stöðunni er svartur sennilega neyddur til að fóma manni með: 14. - a5; 15. Hbcl - axb4; 16. Dxc6 — bxa3; 17. Bal.) 15. Hbcl —Rd4 (Jóhann er þvingaður í þessa útrás. Hefði hann leikið Rd8, eða Rb8, hefði staðan verið hræðileg eftir að hvítur brýst í gegn á mið- borðinu með 16. d4! 16. Bxd4 - exd4; 17. Dc6 (Upphafið á fallegri skiptamuns- fóm, sem gefur hvítum mjög góða taktíska stöðu í skákinni. Hinn möguleikinn var: 17. Rxd4 — Rxb4; 18. axb4 —Dxd4; 19. b5 og hvítur stendur greinilega betur.) 17. - Dxc6; 18. Hxc6 - Bd7; 19. Rxd4 - Bxc6; 20. Rxc6 (Stórkostleg staða hjá hvitum. Riddarinn á c6 bindur hróka svarts og kemur í veg fyrir mótspil. Hvítur á tvær hótanir: Rd2 og Bh3. Leik- ur svarts er þvingaður.) 20. - Hce8; 21. Hcl. (Svartur á í erfíðleikum. Riddar- inn hans hangir bókstaflega í lausu lofti. Hvítur hótar að leika riddar- anum til d2. Hann hefði einnig getað leikið: 21. Rd2 — Rc3; 22. Bf3. Svartur ætti þá ! erfiðleikum með að svara, 23. Hcl og að valda riddarann sinn. Þessi leið reyndist einnig leiða til vinnings fýrir hvítan.) 21. - f5; 22. Rd2 - Rffi; 23. Rxa7! (Hvítur hefur haft tvö peð upp úr krafsinu og léttu mennimir hans Ég aðeins peð á þeim sjöunda." Þetta kunni hin heittelskaða vel að meta og bauð skáldinu faðminn. Lifðu þau síðan í sátt og samlyndi alla tíð. í salnum þar sem einvígið fer fram var kyrrlátt, ef frá em talin einstaka hróp og köll frá skólalóð- inni og svolítið sírenuvæl. Um 150 áhorfendur vom í salnum, flestir karlar. Einstaka áhorfandi sat og las í bók, aðrir hvísluðust á, en flestir studdu hönd undir kinn og einblíndu á stöðuna. Einn sat með heymartól í eymm sér, dillaði höfð- inu til og frá og sló ákaft taktinn í kyrrlátum salnum. Aðstoðarmenn Karpovs vom ekki viðstaddir, enda em þeir ekki vanir að fylgja honum til keppni. Fréttaritari spurði formann sov- ésku sendinefndarinnar hveiju það sætti, en hann vildi ekki svara. Þriðja skák einvígisins verður tefld aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma og hefur Jóhann þá hvítt. standa mjög vel. Úrslitin em nú ráðin.) 23. - Bd6; 24. e3 - c5; 25. Rc4 - Bb8; 26. Rc6 -b5; 27. R4a5 —cxb4; 28. axb4 - Rd7; (Hvítur hótaði að leika 29. Rd4.) 29. d4?! (Ekki misskilja mig. Þetta er öflugur leikur sem leiðir til vinn- ings í skákinni, og það er svo sem ekkert að því. En eini möguleiki svarts liggur í sókn á kónsvæng og hvítur hefði getað komið í veg fyrir slíkt með þv! að leika 29. h4.) 29. - g5!; 30. Rxb8 - Hxb8; 31. Hc7 - Rffi; 32. Rc6 - Hb6; 33. Re7+ - Kh8; 34. Rxf5 (Þama fauk þriðja peðið, en nú hafa opnast línur fyrir mögulega sókn Jóhanns. Karpov hafði nú lok- ið 1 klukkustund og 55 mínútum af umhugsunartíma sínum) 34. - Ha6 (1:52); 35. Hcl! - Ha2?!; (Svartur tapar tempói. Sterkara var 35. — Ha4, með það fyrir aug- um að leika Hxb4 og síðan Hb2. Ef hvítur valdar b-peðið með 36. Hbl getur svartur leikið_Hc8!, og hrifsað c-línuna með raunhæfum sóknarmöguleikum.) 36. h3! (Hvítur ætlar að styrkja riddarann sinn með því að leika g4, og rúlla síðan miðborðspeðunum áfram. Svartur er vamarlaus.) 36. - Hb2; 37. e4 - Hxb4; 38. g4(l:58) - h5(l:52); 39. e5 — hxg4; 40. exffi — gxh3; 41. Bxh3? (Báðir skákmennimir hafa náð tímamörkunum. Karpov var greini- lega létt, en hann kom mér á óvart með því að leika hratt 41. leiknum. Be4 hefði verið mun árangursrík- ari leikur.) 41,- Hxffi; 42. Hc8+ - Kh7; 43. Hc7+ - Kg6?? (Síðasti afleikur Jóhanns. Eftir 43. — Kh8, hefði taflið verið tap- að, en aðeins eftir að allar tilraun- ir til að ná mótspili með b-peðinu væru runnar út í sandinn. Leikur Jóhanns leiðir kónginn hins vegar í mátnet.) 44. Hg7+ - Kh5; 46. f3 og Jóhann gaf. hanni. Honum tókst aldrei að ná þægilegri stöðu á meðan Karpov nýtti sér aðeins hagstæðari byijun á stórkostlegan hátt. Þessi sigur var eftir uppskrift Karpovs. * ¥

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.