Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Skagaströnd: Lausaganga hrossa í Engihlíðarhreppi skap- ar hættu í umferðinni Skagaströnd: HROSS hafa gert fólki lífíð leitt á veginum milli Skagastrandar og Blönduóss að undanförau. Hafa fímm ökumenn ekið á hross á u.þ.b. 5 km löngum kafla vegarins á einum mánuði. Slys á mönnum hafa verið óveru- leg en þijú hrossanna hefur þurft að aflífa á staðnum. Bflamir eru mismikið skemmdir allt frá því að verá gjörónýtir og niður í smádæld- ir. Auk áðurgreindra fímm bfla hafa að minnsta kosti tveir aðrir sloppið mjög naumlega en þó báðir snert hrossin um leið og þeir smeygðu sér framhjá þeim. Mikil óánægja ríkir á Skagaströnd með þetta ástand og vilja ökumenn ekki fallast á að hér sé ógætilegum akstri um að kenna. Nokkrar blind- hæðir eru á því svæði sem slysin hafa orðið en mörg dæmi eru þess að hrossin hafa stokkið fyrirvara- laust í veg fyrir bfla án sýnilegrar ástæðu. Að sögn Kristjáns Þorbjömsson- ar, lögregluvarðstjóra á Blönduósi, hefur sami bóndi átt öll þijú hrossin sem aflífuð hafa verið milli Skaga- strandar og Blönduóss. Auk þeirra hefur verið ekið á eitt hross í Langadal og annað í Torfalækjar- hreppi í þessum mánuði og hefur þurft áð aflífa þau bæði. Ekki var sami bóndi eigandi þeirra eins og hinna þriggja. Sagði Kristján að ekki væri vitað hver væri eigandi hinna hrossanna sem ekið var á því þau hlupu út í myrkrið. Lausaganga hrossa er ekki bönnuð í Engihlíðar- hreppi, þar sem flest slysin hafa orðið og því sagði Kristján að lög- reglan gæti lítið gert annað en að biðja eigandann vinsamlegast að fjarlægja þau. Sagði hann að það væri á valdi hreppsnefnda hvers hrepps að banna lausagöngu búflár en til þessa hefur ekki verið nægur áhugi fyrir því í hreppsnefnd Engihl- íðarhrepps. Tillaga þess efnis var líka tekin fyrir í sýslunefnd fyrir nokkru en var felld þar með töluverð- um mun. Eigandi hrossanna segist telja að óvenju mikil og langvarandi hálka á veginum sé megin ástæða slysanna að undanfomu. Hrossin hefur hann í hagagöngu fram á Laxárdal en þegar fer að harðna fara þau að sækja heim og verða þá að fara eft- ir þjóðveginum eins og þau hafa gert um áraraðir. Sagði eigandinn að sér þætti ákaflega sárt að vita til þess skaða sem menn hafa orðið fyrir með bíla sína. Segist hann hafa orðið fyrir töluverðu tjóni vegna hrossanna sem hafa verið aflífuð þó það sé sennilega ekki mikið miðað við tjón ökumannanna. - Ó.B. Bona Maros Handknattleiks- og sýningarhöll í Laugardal: Hringlaga byggingar henta illa til sýningarhalds - segja forsvarsmenn sýningarfyrirtækisins ITFI FORSVARSMENN sýningarfyrirtækisins ITFI, Industrial & Trade Fairs Interaational Ltd., iiafa hvatt íslendinga til að endurskoða hönnun handknattleikshallar, sem fyrirhuguð er við hlið Laugardals- hallar. Annars muni fyrirtækið endurskoða áætlanir sínar um sýning- arhald hér á landi. Síðasta ríkisstjóm gaf vilyrði skömmu fyrir ólympíuleikana í Seo- ul um byggingu handknattleiks- hallar í Laugardal vegna heims- meistarakeppninnar í handbolta, sem íslendingar sóttu um og fá að halda árið 1995. Gert er ráð fyrir að höllina megi og nota til að hýsa ýmsar stórar sýningar. ITFI hefur sent íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur bréf, þar sem fyrirtæk- ið telur þær hugmyndir, sem nú liggja fyrir um bygginguna, fráleit- ar. Rétthyrntar eða ferningslaga Patrieia Foster, forstöðumaður sjávarútvegssýninga ITF, segir að húsið sé vissulega fallegt ef dæma megi eftir þeim hugmyndadrögum, sem nú liggi fyrir. Hinsvegar hent- uðu hringlaga byggingar afar illa til sýningarhalds. Álqósanlegast væri að byggingamar væm rétt- hymtar eða jafnvel femingslaga. Forsvarsmenn fyrirtækisins em sammála íslendingum um að æski- legast væri að hafa af byggingunni sem-mest not. Þannig yrði hún að geta þjónað sem íþrótta-, skemmt- ana-, tónleika- og sýningarhöll svo dæmi séu tekin. Hvöttu þeir íslend- inga til að kynna sér sýningarhöll í Birmingham í Bretlandi sem reist hefur verið með tilliti til hámarks- nýtingar. Þá buðust þeir til að vera íslenskum aðilum innan handar ef þeir hefðu hug á að kynna sér slíkar byggingar í Bretlandi. Áætlanir endurskoðaðar Breska fyrirtækið hafði ráðgert stóra sjávarútvegssýningu í Laug- ardalshöll á næsta ári, árið 1990, en í bréfinu til íþrótta- og tóm- stundaráðs kom fram að af sýning- arhaldinu gæti ekki orðið ef fram- kvæmdir við nýbygginguna yrðu hafnar. Ekki yrði þá mögulegt að reisa færanlegar skemmur við hlið Laugardalshallar, eins og gert hefði verið til þessa. ITFI hefur haldið hér margar sýningar á liðnum árum og verður næst með stóra matvæla- sýningu í Laugardalshöll í maí nk. Að sögn Ómars Einarssonar, fram- kvæmdastjóra íþrótta- og tóm- stundaráðs, hefur breska'fyrirtækið hug á að endurskoða sinar áætlanir um sýningar hérlendis verði ný- byggingin reist samkvæmt þeim teikningum, sem nú liggja fyrir. „ITFI hefur bent á ýmislegt sem íslendingar hljóta að þurfa taka til- lit til þegar ráðist er í byggingu húss upp á fleiri hundruð milljónir króna og nota á ekki aðeins sem handknattleikshöll heldur einnig sem sýningarhöll," sagði Ómar. Heimsmeistarakeppnin 1995 Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður Handknattleikssambands ís- lands, sagði að þrátt fyrir stjómar- skipti, stæði vilyrði fyrrum ríkis- stjómar enn undir sér. „Ég til- kynnti Steingrími Hermannssyni strax við heimkomuna frá Seoul að við fengjum að halda heimsmeist- arakeppnina í handbolta árið 1995. Hahn kvaðst þá ætla að beitá sér fyrir því að loforð fyrri ríkisstjómar yrði efnt og hann myndi taka málið upp í ríkisstjóm þegar tími gæfíst," sagði Jón. Laugardalurinn hefur helst kom- ið til greina sem staðsetning nýju hallarinnar svo hægt sé að samnýta bflastæðin þar. Gert er ráð fyrir að höllin taki sjö til átta þúsund manns enda er sú stærð skilyrði af hálfu alþjóða handknattleikssambands- ins. Gísli Halldórsson arkitekt var fenginn til að gera tillögur um hvemig húsið gæti litið út og var hugmynd hans sett inn í kynning- arbækling, sem gefín var út í sam- bandi við umsókn íslands um heims- meistarakeppnina. Jón sagði að HSÍ vonaðist til að hægt yrði að koma á laggimar samstarfsnefnd þeirra, sem koma munu til með að eiga húsið. Hinsvegar væm þær teikn- ingar, sem nú lægju fyrir, aðeins tillögur. Þeim mætti breyta ef mönnum sýndist svo og yrði þá vissulega að taka tillit til flölnýti- möguleika hallarinnar. Sigmundur Guðbjaraarson rektor Háskóla íslands og Jóhann P. Malmquíst tóku á móti ávísuninni firá Radíóbúðinni, frá þeim Grími Laxdal og Karli Wernersyni. Haskólinn fær 8,5 milljómr RADÍÓBÚÐIN hf. hefur fært Háskóla íslands 8,5 milljónir króna að gjöf til rannsóknar- starfa. Gjöfín er afhent í tilefiii þess að á síðasta ári var gerður samningúr milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar hf. ásamt Apple, um sölu á tölvum til ríkisins og skóla. Um 1100 aðilar nýttu sér tilboðið. Marianne Eklöf og Tónlistarhátíðinni í Edinborg. Christian Zacharias þykir afar sjálfstæður í túlkun sinni á þeirri tónlist sem hann leikur. Jónas Ingimundarson ætlaði upphaflega að flytja Píanókonsertinn, en kaus að hætta við, er hann var endur- kjörinn formaður Verkefnavals- nefndar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Að lokum verður frumflutt nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Nóttin á herðum okkar, sem er ljóðasinfónía byggð á ljóðum eftir Jón Óskar. Atli Heimir segir, að verkið hafí verið í smíðum 1-20 ár. Upphaflega var það þrjú lög, samin fyrir djúpa kvenrödd og Ný ljóðasinfónía efitir Atla Heimi Sveinsson A áttundu áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands nk. fimmtudag, 2. febrú- ar, verða þijú verk á efnis- skránni. Fyrst verður flutt verkið Shadows eftir Aulis Sall- inen, síðan Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og loks ný ljóð- asinfónía, Nóttin á herðum okk- ar eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Shadows er nýlegt tónverk eft- ir Sallinen, en ekki hafa áður ver- ið flutt verk eftir hann hérlendis. Sallinen er fæddur árið 1953 í Salmi í Finnlandi, sem er rétt hjá sovésku landamærunum, og stundaði nám við Sibelíusar- akademíuna í Helsinki á árunum 1955-’60, en tók þá við fram- kvæmdastjóm hjá Finnsku út- varpshljómsveitinni í áratug. Frá 1963 til 1976 kenndi hann við Sibelíusar-akademíuna og var skipaður prófessor í listum árið 1976 til 1981. Sallinen hefur skrifað þijár ópemr, nokkrar sin- fóníur og mörg smærri verk. Á þessum tónleikum verður fluttur Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven, en allir einleikskon- sertar Beethovens em á efnisskrá hljómsveitarinnar í vetur. Beetho- ven frumflutti þennan konsert í aprfl árið 1803 í Vínarborg, en þar var Sinfónía nr. 2 frumflutt um leið. Einleikari á tónleikunum verður Þjóðveiji, Christian Zacharias að nafni. Hann er e.t.v. ekki þekktur hér heima, en hefur getið sér gott orð á tónlistarsviðinu í hei- malandi sínu og víðar. Hann er fæddur árið 1950 og stundaði tónlistamám í Þýskalandi. Hann hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir píanóleik, m.a. Ravel-verðlaunin í París árið 1975, sem opnuðu hon- um leiðir til alþjóðlegrar viður- kenningar. Hann hefur leikið ein- leik með sinfónfuhljómsveitum innan Þýskalands og utan og tek- ið þátt í tónlistarhátíðum víða í Evrópu, s.s. Salzburgarhátíðinni kammerhóp, en vatt smám saman upp á sig og endaði sem heil sin- fónía. Til að flytja verkið koma hingað tvær sænskar söngkonur, þær Ilona Maros, sópran og Mar- ianne Eklöf, messósópran. Þær hafa báðar sungið hér áður við góðar undirtektir og munu vita- skuld syngja á íslensku. Auk þess syngur Kvennakór íslensku ópe- mnnar með hljómsveitinni. Kór- stjóri er Catherine Williams. Marienne Eklöf lauk námi frá Konunglega sænska tónlistar- háskólanum í Stokkhólmi árið 1981. Hún stundaði framhalds- nám við Juilliard-tónlistarskólann í New York og Vera Rosza í Lund- únum. Frá árinu 1985 hefur hún verið fastráðin við Þjóðleikhúsið í Málmey í Svíþjóð, þar sem hún hefur sungið flest messósópran- hlutverk söngbókmenntanna. Marianne Eklöf hefur mikinn áhuga á nútímatónlist og hefur sungið við frumflutning verka nútfmatónskálda, sem margir hveijir hafa skrifað verkin fyrir hana. Ilona Maros stundaði nám í Stokkhólmi og Búdapest. Hún hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum víða í Evrópu og sungið í út- varpi, sjónvarpi og inn á hljóm- plötur. Síðustu ár hefur hún helg- að sig flutningi nútímatónlistar og hafa tónskáld skrifað verk sér- staklega fyrir hana. Hljómsveitarstjóri verður Finn- inn Petri Sakari, aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Auk starfa sinna hér stjómar hann öðmm hljómsveitum á Norðurl- öndum og leikur á fíðlu í tríói í Helsinki. Á stuttum ferli sínum hefur hann hlotið frábærar við- tökur og viðurkenningu. Tónleik- amir á fímmtudaginn hefjast klukkan 20.30 og er miðasaía í Gimli við Lækjargötu og f and- dyri Háskólabfós við upphaf tón- leikanna. Einnig stendur nú fyrir endumýjun áskriftarskírteina og geta áskrifendur nýtt forkaups- rétt sinn fram á föstudag. Fréttatilkynnirijf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.