Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 1
48 SIÐUR OG LESBOK
29. tbl. 77. árg.
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Tékkóslóvakía:
Þrengt að flokknum
^ Vín. Reuter.
Á ANNAÐ þúsund tékkneskir
listamenn hafa ritað nöfa sin und-
ir áskorun þess eftiis, að andófs-
maðurinn Vaclav Havel verði
Moskvuháskóli:
Nafti Súsl-
ovs útmáð
Moskvu. Reuter.
VEGGSKJÖLDUR með nafiii
Mikhaíls Súslovs, helsta hug-
myndafræðings sovéska komm-
únistaflokksins í valdatið Leoníds
heitins Brezhnevs, hefur verið
fjarlægður af einni af byggingum
Moskvuháskóla. Dagblaðið íz-
vestía, málgagn Sovétstjórnarinn-
ár, skýrði frá þessu á fimmtudag.
„Þetta er öldungis sanngjamt.
Súslov átti engan þátt í þróun þess-
arar miklu menntastofnunar," hafði
blaðið eftir kennara einum við há-
skólann. I fréttinni sagði að skjöldur-
inn hefði verið fjarlægður í samræmi
við þá ákvörðun stjómvalda að aftur-
kalla sérstaka samþykkt miðstjómar
flokksins frá árinu 1982 þar sem
Súslov var óspart lofaður fyrir fram-
göngu sína á vettvangi sovéskra
stjómmála.
Súslov, sem lést árið 1982, var
annálaður harðlínukommúnisti og
gekk næstur Brezhnev að völdum.
Súslov átti þátt í því að koma Níkíta
Khrústsjoff til valda árið 1957 og
hann gekk jafnframt vasklega fram
er flokksfoiystan ákvað að velta
Khrústsjoff úr sessi sjö árum síðar.
leystur úr haldi og stjórnvöld taki
upp viðræður við stjórnarandstöð-
Fjörutíu listamenn, sem hingað til
hafa verið þóknanlegir yfírvöldum,
áttu í fyrradag fund með Miroslav
Stepan, formanni ' kommúnista-
flokksins í Prag, og ræddu við hann
um áskorunina. Voru upphaflega 692
nöfn undir henni en síðan.hafa nokk-
ur hundruð manna bæst við og fjölg-
ar enn.
Listamennimir segja, að Stepan
hafi sagt, að viðræður við andstæð-
inga sósíalismans væm út í hött.
„Hvergi í heimi fyrirfinnst sá flokkur
eða forystumenn, sem vilja afsala sér
völdum þegjandi og hljóðalaust,"
höfðu þeir eftir honum.
Segja andófsmenn, að straum-
hvörf séu að verða í baráttunni gegn
einræði kommúnistaflokksins. Nú sé
fólk, sem starfar innan sjálfs kerfis-
ins, farið að þora að láta í sér heyra.
Reuter
Hermaður gefur sigurmerki með fingrunum eftir að byltingarmenn innan hersins höfðu náð á sitt
vald bækistöðvum forsetalifvarðarins. Alfredo Stroessner, sem ráðið hafði ríkjum í Paraguay I 24 ár,
var rekinn frá völdum og foringi uppreisnarmanna, Andres Rodriguez hershöfðingi, heftir tekið við
forsetaembættinu.
Stroessner steypt af stóli í Paraguay:
Heita að koma á lýðræð-
islegfum stj órnarháttum
Asuncion. Reuter.
HERBYLTING var gerð í
Paraguay i fyrrinótt og Alfredo
Stroessner forseta og einræðis-
Mílanó í mengunargreipum
Reuter
f Mílanó á Ítalíu er mengunin svo mikil, að hún er jafnvel talin geta
verið lífshættuleg heilsuveilu fólki, einkum í iðnaðarhverfum norður-
borgarinnar. Mengunin kemur frá bflum og verksmiðjum og er í sjálfri
sér ekkert meiri en venjulega en nú vill svo til, að í borginni og ná-
grenni hennar hefur ekki hreyft vind í langan tíma. Af þeim sökum
hefur óþverrinn ekki borist í burt. Götusóparinn á myndinni vinnur
verkin sín með öndunargrímu fyrir vitum og svo er einnig með marga
aðra Mílanóbúa.
herra steypt af stóli. Herforingj-
arnir, sem tóku völdin, segjast
ætla að koma á lýðræðislegum
stjórnarháttum en Stroessner,
sem ríkt hafði í 34 ár, er hafður
í haldi í herbúðum í höfiiðborg-
inni, Asuncion. Leiðtogi bylting-
armanna, Andres Rodriguez
hershöfðingi, sór í gær embættis-
eið sem forseti og almenningur
í Paraguay fagnaði fréttinni um
forsetaskiptin með þvi að dansa
á götum úti.
í yfírlýsingu frá Rodriguez hers-
höfðingja og forsprakka byltingar-
mannanna kvaðst hann hafa steypt
Stroessner „í nafni lýðræðisins" en
sjónarvottar segjast hafa séð lík 12
manna eftir átökin í fyrrinótt milli
uppreisnarmanna og lífvarða for-
setans. Útvarpsstöðvar skýrðu frá
því, að verið væri að leita uppi alla
helstu stuðningsmenn Stroessners
en að Sabino Augusto Montanaro
innanríkisráðherra hefði leitað hæl-
is í sendiráði Suður-Afríku í Asunc-
ion. Útvarpsstöð kaþólsku kirkjunn-
ar sagði einnig, að Stroessner yrði
sendur í útlegð til Chile en utanrík-
isráðuneytið þar í landi vildi ekki
staðfesta, að borist hefði bón þess
efnis.
í Asuncion, einu stórborginni f
Paraguay, búa um 700.000 manns
og tóku borgarbúar tíðindunum
með miklum fögnuði. Var dansað
og sungið á götum úti enda
Stroessner og stjóm hans helst
kunn fyrir mannréttindabrot og fyr-
ir að skjóta skjólshúsi yfír þýska
stríðsglæpamenn.
Þeir, sem stóðu að byltingunni,
voru eins og fyrr segir Andres Rodr-
iguez hershöfðingi og klofnings-
hópur úr stjómarflokknum, Col-
orado-flokknum. Dóttir Rodriguez
er raunar gift syni Stroessners en
haft er eftir heimildum, að
Stroessner hafi verið búinn að
ákveða að setja Rodriguez, sem er
64 ára að aldri, á eftirlaun.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjómar, sagði í gær, að
hún fylgdist grannt með þróun
mála í Paraguay og vonaði, að nýir
stjómendur stæðu við yfirlýsingar
sínar um aukið lýðræði í landinu.
Þjóðarleiðtogar í Rómönsku
Ameríku, sem nú eru margir í
Caracas vegna embættistöku Carl-
os Andres Perez, forseta Venezú-
ela, tóku í sama streng.
Sjá „Valdaskeiðinu lauk .
bls. 20.
“á
Grænlendingar í Washington:
Vilja traust samstaif
við Bandaríkjamenn
Washington, KaupnuuinahBlh. Frá ívari Guðmundaayni og Nils JBrgfen Bruun, frétta-
riturum Morgunblaðsins.
JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landstjómarinnar,
hefiu* hvatt til þess á fimdi með George Bush, Bandaríkjaforseta,
og forystumönnum á Bandarfkjaþingi, að Bandaríkjamenn breyti
engu í rekstri flugvallarins i Syðri-Straumfirði. Þá vilja þeir endur-
skoða vamarsamninginn við Bandarfldn frá 1951 þannig, að tekið
sé tillit til skoðana grænlensku heimastjómarinnar en þegar samn-
ingurinn var gerður var Grænland nýlenda Dana. Jafhframt sýndu
Grænlendingar áhuga á að svoneftidur varaflugvöllur yrði lagður
á Austur-Grænlandi.
Eftir fundina í Washington á
fimmtudag sagði Jonathan Motz-
feldt, að auk viðræðna við banda-
ríska ráðamenn hefði hann notað
ferðina til að vinna markaði fyrir
grænlenskar þorskafurðir. Hefði
hann haft samband við umsvifa-
mikinn fiskinnflytjanda og sagði,
að kanna mætti, hvort unnt væri
að flytja fiskinn til Bandaríkjanna
í samvinnu við íslendinga.
Bandaríkjamenn hafa dregið
saman seglin á Grænlandi og með-
al annars lokað einni stöð í DEW-
ratsjárkeðjunni og hafa uppi ráða-
gerðir um að loka annarri. Vilja
grænlensk stjómvöld spoma gegn
því að sparnaðaráform Bandaríkja-
stjómar komi niður á flugvellinum
í Syðri-Straumfirði. Á blaðamanna-
fundinum sagði Motzfeldt, að við
athugun á vamarsamningnum yrði
að líta á hve Grænlendingum væri
brýnt að búa við öruggt samgöngu-
kerfi, sem raskaðist ekki þótt
Bandaríkjamenn drægju úr starf-
semi sinni.
í för með Motzfeldt í Banda-
ríkjunum voru Lars Chemnitz, for-
seti landsþingsins, og Lars Vester-
brik, æðsti embættismaður land-
stjómarinnar.