Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR' 4.‘ PÉÉRÚ'ÁR'1989
Fiskmarkaðurinn í Haftiarfírði:
Fjarsala á gámafiskí
innanlands tekin upp
Fiskurinn keyptur óséður, en seljandi ábyrgist gæðin
Fiskmarkaðurinn hf. í Hafoarfirði hyggst nú bjóða viðskiptavinum
sinum upp á nýja þjónustu, Qarsölu á fiski. Aflinn getur þá verið í
vörzlu seljandans, hvar sem er á landinu, en hann tekur ábyrgð á
upplýsingum um fisktegund, stærð og vigt, aldur fisksins og gæði,
auk ákveðins afhendingarstaðar og tíma. Kaupandi aflans eða foll-
trúi hans verður hins að vera viðstaddur uppboðið.
„Þetta þýðir að það er ekkert því Einar sagði að með þessu yrði
til fyrirstöðu að fiskverkunarhús á
Sauðárkróki kaupi afla frá Homa-
firði, eða þá á hinn veginn,“ sagði
Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðarins. „Seijandinn þarf
aðeins að tilgreina ákveðið lág-
marksverð innan skynsamlegra
marka, sem hann vill fá fyrir fisk-
inn. Ef fiskurinn selst ekki fyrir það
verð, hefur seljandinn hann áfram
í sinni vörzlu og getur gert það sem
hann vill með hann.“ Að sögn Ein-
ars er gert ráð fyrir að fiskurinn
sé seldur í stórum einingum; gám-
um eða stórum bílförmum.
til nýr kostur fyrir þá sem hefðu
um það að velja að selja fiskinn
óunninn úr landi eða ráðstafa hon-
um á annan hátt. „Ef samgöngur
leyfa, er með þessu móti hægt að
selja físk í gegn um okkur hvert á
land sem er. Aflinn þarf ekkert
frekar að fara um Hafnarfjörð. Við
vonum að með þessu geti kannski
tekizt að ná ' meira af fiski, sem
annars færi úr landi,_ og koma hon-
um i vinnslu hér á íslandi. Hér er
oft verið að senda físk á erlenda
markaði, þótt aðra vanti vinnslu-
efni.“
fYrst um sinn verður fyrirkomu-
lag ijarsölunnar með þeim hætti
að fulltrúar kaupanda þurfa að vera
viðstaddir uppboðið. Þeir þurfa
einnig að hafa bankatryggingar hjá
markaðnum svo greiðslur séu
tryggðar. „Það er tæknilega hægt
að hafa þetta með öðrum hætti; en
til að byija með þurfum við að sjá
hvaða fyrirkomulag er hagkvæm-
ast. Það er enginn vafi á því að
þetta er það sem koma skal,“ sagði
Einar. „Við tökum við fiski hjá
þeim, sem þarf að selja, við tilboði
frá þeim sem vantar hann - og sá
sem vantar hann mest, borgar
hæst.“
Fiskmarkaðurinn hf. mun áfram
starfrækja gólfmarkað, en einnig
verða nú tekin upp uppboð á afla
um borð í veiðiskipum.
VEÐURHORFUR í DAG, 4. FEBRÚAR
YFIRUT f GÆR: Skammt norður af Húnaflóa er 958 mb lægð sem
hreyfist austnorðauetur en um 200 km vestur af iandinu er 954
mb lægð sem þokast austsuðaustur.
SPÁ: Norðanátt um allt land, víðast 5-7 vindstig. Snjókoma norðan-
lands en þurrt að mestu syðra. Frost 4-11 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustanátt og snjó-
koma um land allt, fyrst suðvestantil. Hiti um frostmark. MÁNU-
DAG: Norðan- og norðvestanátt. Él um norðanvert landið en létt-
skýjað syðra. Frost 5-10 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
y, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■\ 0 Hftastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
= Þoka
= Þokumóða
’, » Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
K
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hhi vsður
Akureyri 1 skýjað
Reykjavík +2 haglél
Bergen 7 akýjaS
Helsinki 8 léttskýjað
Kaupmannah. 5 þokumóða
Naresarasuaq +6 anjókoma
Nuuk +16 snjókoma
Ostó 10 tóttskýjað
Stokkhólmur 8 láttskýjað
Þórehöfn 9 alskýjað
Algarve 16 Mttskýjað
Amsterdam 3 þoka
Barcelona 13 mlstur
Berifn 1 þokumóða
Chlcago +8 snjóél
Feneyjar 9 þokumóða
Frankfurt +2 hrfmþoka
Glaagow 10 rignlng
Hamborg 2 þokumóða
La> Palmas 21 haiðskfrt
London 8 mistur
Loa Angalea 10 skýjað
Lúxemborg +4 hrfmþoka
Madrfd 8 þokumóöa
Malaga 16 léttskýjaö
Mallorca 16 skýjað
Montreal +13 snjókoma
New York 1 rignlng
Orlando 16 þokumóða
Parfa +2 hrfmþoka
R6m 11 þokumóða
San Dlego 12 akýjað
Vín 1 súld
Waahlngton 7 rtgning
Wlnnipeg +36 heiðskfrt
Sjúkraflugí Trékyllisvík
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, náði í botnlangasjúkling,
12 ára gamalt barn, í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík i gær
og var barnið lagt inn á Landspitalann. Barnið veiktist i fyrra-
kvöld. f gær var komið sæmilegt flugveður. Flugvél frá Emi á
ísafírði var höfð tilbúin til sjúkraflugsins en vegna ófærðar innan-
sveitar og erfiðleika við að koma sjúklingnum til flugvallarins á
Gjögri þótti heppilegra að fá þyrluna.
Einar
Úrskurðamefnd:
Niðurstaðan hef-
ur afgerandi áhrif
- segir Benedikt Daviðsson formaður SAL
„Þetta var tveggja tíma þrasfondur, þar sem engin efoisleg niður-
staða náðist, en það var ákveðið að hittast aftur á þriðjudaginn
kemur,“ sagði Benedikt Daviðsson, formaður Sambands almennra
lífeyrissjóða, aðspurður um fund forsvarsmanna lifeyrissjóðasam-
bandanna með ráðherrum Qármála og viðskipta um gildissvið
breyttrar lánskjaravísitölu á fimmtudag.
Benedikt sagði að nú væru sjóð-
imir að láta vinna lögfræðilega
álitsgerð á málinu í heild. Sjóðimir
hefðu ennþá ekki fengið álitsgerð
lögfræðinga ríkisstjómarinnar í
hendur um lögmæti þess að breyta
vísitölunni, en vilyrði hefði fengist
þar að lútandi án þess að því hefði
beinlínis verið lofað.
„Þetta inngrip úrskurðamefnd-
arinnar undir forystu Hallgrims
Snorrasonar, hagstofustjóra, sem
er jú ráðneytisstjóri í einu af ráðu-
neytum forsætisráðherra, hefur
auðvitað afgerandi áhrif. Þar kemst
nefndin að allt annari niðurstöðu
en forsætisráðherra, niðurstöðu
sem stangast alveg á við þau sjónar-
mið sem ráðherramir hafa verið að
kynna og þetta er sérfræðinefndin
í málinu," sagði Benedikt ennfrem-
ur um þá niðurstöðu nefodarinnar
að breyting á lánskjaravísitölu
jafngilti því að um nýja vísitölu
væri að ræða.
Nauðsynlegt að Sjálfstæð-
isflokkur og Kvennalisti
myndi næstu ríkisstjórn
—segir Halldór Blöndal alþingismaður
HALLDÓR Blöndal alþingismaður
Sjálfetæðisflokksins segir, að eftir
næstu kosningar sé nauðsynlegt
að Sjálfetæðisflokkur og Kvenna-
listi myndi ríkisstjórn saman.
Samkvæmt sfðustu skoðanakönn-
unum, sem birtar hafa verið í fjöl-
miðlum um fylgi stjórnmálaflokk-
anna, fengju þessir tveir flokkar
meirihluta þingmanna ef kosið
værí nú.
Halldór sagði við Morgunblaðið
að það hefði komið í ljós, að þessir
flokkar ættu mjög auðvelt með að
vinna saman í stjómarandstöðu, og
hann hikaði ekki við að fullyrða að
milli flokkanna ríkti gagnkvæmt
traust í vinnubrögðum og málsmeð-
ferð.
Hann sagði að það hefði komið
sér skemmtilega á óvart, hvað skoð-
anir Kvennalistans í atvinnumálum
væru nálægt skoðunum sjálfstæðis-
manna. Þannig legði Kvennalistinn
áherslu á það, eins og Sjálfstæðis-
flokkur, að atvinnufyrirtæki verði að
eiga mikið eigið fé, og það verði
ekki tryggt nema með því að skapa
almennan rekstrargnindvöll. Einnig
tæki Kvennalistinn undir það með
Sjálfstæðisflokknum, að nauðsynlegt
væri að fyrirtækin gætu lagt til hlið-
ar í góðærum, í nokkurskonar
sveiflusjóð.
Sjálfstæðisflokkurinn átti m.a.
viðræður við Kvennalista, í stjómar-
mynduninni árið 1987, en þá náðu
flokkamir ekki saman. Halldór sagði
um þetta, að þá hefðu flokkamir
ekki verið í þeirri stöðu á þingi, að
þeir tveir gætu myndað meirihiuta-
stjóm. Því hefðu tilraunir þessara
flokka verið meira og, minna fálm-
kenndar.
Halldór sagði að vissulega greindi
þessa flokka á um mikilvæg mál,
eins og öryggismál og utanríkismál.
Hann sagði aðspurður, að flokkamir
yrðu að leggja slík ágreiningsmál
niður f bili, á meðan reynt væri að
vinna að öðram hlutum. „Ég hef aldr-
ei látið mér detta í hug, að Sjálfstæð-
isflokkurinn og Kvennalistmn gætu
verið saman jáfn lengi og viðreisnar-
stjómin á sínum tíma, en ég held
að það sé einnig hollt fyrir Alþýðu-
flokkinn og Framsóknarflokkinn, að
þeir sjái að hægt sé að komast af
án þeirra við myndunar ríkisstjómar
á íslandi," sagði Halldór Blöndal.
Skotíð á bíl
úr loftriffli
LÖGREGLAN í N-Múlasýslu
rannsakar nú atvik sem átti
sér stað á Vopnafirði á mánu-
dag. Þá var skotið úr loft-
riffli í bifreið þar sem maður
sat, að sögn Sigurðar Helga-
sonar sýslumanns. Skotið
hæfði manninn ekki en fór í
gegnum rúðu og hafaaði í
sæti hans.
Að sögn sýslumanns hafa
farið fram yfírheyrslur vegna
þessa en ekki er upplýst hver
hleypti af skotinu. Sýslumaður
sagði að ekki væri íjóst hvort
um ásetningsverk hefði verið
að ræða.