Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ A-^EBBý&R ia&9
7
Síðari umræða um flárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Utgjöld aukast um 142
milljónir frá fyrri umræðu
Frá fundi borgar-
stjórnar á fimmtu-
daginn: Á myndinni
eru f.v.: Hilmar Guð-
laugsson, VUhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, Páll
Gíslason, Katrín
Fjeldsted og Árni
Sigfusson.
Morgunblaðið/Sverrir
samningum í sambandi við upp-
steypu og gerð þaksins. Hann bætti
við að fróðlegt væri að fara yfir
þau verkefni sem minnihlutinn hefði
gegnum tíðina kallað „gæluverkefni
borgarstjórans og meirihlutans".
Nefndi hann Nesjavallavirkjun í því
sambandi og minnti á bókun
Kristínar Ólafsdóttur og fleiri, þar
sem virkjunin er kölluð „óráðsíu-
verkefni". Sagði hann að tilburðir
minnihlutans gagnvart þessu og
öðrum þjóðþrifamálum, sem nú
væri unnið að í borginni, yrði þeim
ekki til framdráttar þegar fram í
sækti.
Milljón á dag í ráðhúsið
Sigurjón Pétursson (Abl) sagði
að nú stæðu minnihlutaflokkamir
sameiginlega að breytingartillögum
við ijárhagsáætlun í þriðja skipti á
þessu kjörtímabili. í þessum tillög-
um væri gert ráð fyrir betri inn-
heimtu útsvars og aðstöðugjalda en
í tiliögum meirihlutans, enda væri
það í samræmi við reynslu undan-
farinnar ára. Hann sagði að minni-
hlutinn teldi ástæðu til að verja
tekjunum í þarfari verkefni heldur
en þau, sem væru í uppáhaldi hjá
sjálfstæðismönnum. í tillögunum
fælist, að 600 milljónum yrði varið
á annan hátt en meirihlutinn legði
til og auk þess væru minnihluta-
flokkamir andvígir því að snúnings-
hús og bílageymslur yrðu byggðar
fyrir lánsfé.
Siguijón gagnrýndi þau áform
meirihlutans, að veija um
1.000.000 krónum á dag til ráðhús-
byggingarinnar á sama tíma og
smásálarskapur ríkti í Qárveiting-
um tii annarra mála. I tillögum
minnihlutans væri hins vegar miðað
að því að bæta hag almennings
með ýmsu móti. Siguijón sagði
síðan að borgarstjóri hefði farið
með staðlausa stafi um dagvistar-
mál; á valdatíma vinstri manna
hefði verið gert hlutfallslega meira
í þessum málaflokki en frá því sjálf-
stæðismenn komust aftur í meiri-
hluta í borgarstjórn. Að síðustu
kynnti hann bókun frá minnihlutan-
um, þar sem lögð var áhérsla á
Heilsugæslustöðvar í Reykjavík:
Framlag* ríkisins
60 milljónir í ár
DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, sagði við afgreiðslu fiárhagsáætiunar
Reykjavikur á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, að allt bendi nú
til þess að samningar náist milli borgaryfirvalda og fjárinálaráðu-
neytisins um framlög ríkisins til byggingar heilsugæslustöðva við
Hraunberg og Vesturgötu.
Borgarstjóri sagði að framlag
ríkisins til þessara tveggja heilsu-
gæslustöðva yrði samtals 60 millj-
ómr króna og sagðist hann þakka
íj'ármálaráðherra atbeina hans í
þessu máli. Stefnt er að því að taka
stöðina við Hraunberg í notkun sem
fyrst, en fresta kaupum á öllum
búnaði til stöðvarinnar við Vestur-
götu til næsta árs. Sagði borgar-
stjóri að engu að síður ætti að reyn-
ast unnt að taka þá heilsugæslustöð
í notkun á fyrrihluta næsta árs.
launahækkun hjá borgarstarfs-
mönnum.
Breytingartillögnr
minnihlutaflokkanna
Borgarfulltrúar minnihlutaflokk-
anna lögðu fram fjölmargar breýt-
ingartillögur við fjárhagsáætlunina
og voru 26 þeirra fluttar sem sér-
stakar ályktunartillögur. í þeim
fólst meðal annars aukið framlag
til dagvistarstofnana, félagsmið-
stöðva og stofnana aldraðra. Enn
fremur var lagt til að borgin léti
merkja gönguleið frá miðborginni
og upp í Heiðmörk, veitt yrði fram-
lag til starfslauna „skólalista-
manns" Reykjavíkur, í Laugardal
yrði sundstaðnum breytt og skapað-
ur „vatnaheimur" með leiktækjum
og borgin stæði fyrir a.m.k. 4 fjöl-
skyldudögum, með uppákomum
fyrir unga jafnt sem aldna.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fluttu frávísunartillögur
við flestar breytingartillögur minni-
hlutans, á þeim forsendum að þar
væri um að ræða yfirboð og sýndar-
mennsku og tillögumar væru ýmist
óraunhæfar eða óþarfar. Hins vegar
var tillögu minnihlutans um kaup
á snjóruðningstækjum til að hreinsa
gangstéttir vísað til gatnamála-
stjóra og tillögu um fjárveitingu til
byggingar geymslu í Árbæjarsafni
var vísað til menningarmálanefnd-
ar. Tillaga minnihlutans um 500
þúsund króna styrk til rithöfunda,
til kynningar verka sinna í skólum,
var felld af sjálfstæðismönnum.
Hins vegar lögðu þeir fram tillögu
um 250 þúsund króna fjárveitingu
í sama skyni.
Sjálfstæðismenn í borgarstjóm
samþykktu tillögur minnihlutans
um að lækka fjárveitingu til launa-
málanefndar borgarinnar úr 500
þúsund í 200 þúsund og um að
styrkja Tómstundaskólann um 400
þúsund krónur. Sjálfstæðismenn
greiddu einnig atkvæði með tillög-
um minnihlutans, sem fólu í sér
ívið hærri styrki til íþróttastarfs
aldraðra og bama- og mæðradeilda
Heilsuvemdarstöðvarinnar.
Söluskattur-
inn og Ríkis-
útvarpið
DAVIÐ Oddsson, borgarstjóri,
hefur beðið Morgunblaðið um
leiðréttingu vegna fréttar af
ræðu hans i Borgarstjórn í fyrra-
dag.
I ummælum borgarstjóra kom
fram, að Ríkisútvarpið greiddi ekki
söluskatt af auglýsingum. Sagði
hann þessi ummæli sín á misskiln-
ingi byggð; Ríkisútvarpið hefði
greitt þennan söluskatt um árabil.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar:
Einnar milljónar styrk-
ur frá Reykj avíkurborg
REYKJ AVÍKURBORG mun veita
Sinfóniuhljómsveit æskunnar
styrk að upphæð 1000.000 kr. á
þessu ári. Tillaga um þetta kom
fram við 2. umræðu um fjár-
hagsáætlun borgarinnar síðast-
liðinn fimmtudag.
Samkvæmt tillögum meirihluta
borgarstjómar voru styrkir til ýmis
konar menningar- og fræðslustarf-
semi hækkaðir um tæplega 5,3
milljónir við 2. umræðu. Munar þar
mest um byggingarstyrk til skóla
ísaks Jónssonar að upphæð
4.500.000 kr.
SÍDARI umræða um frumvarp
til fjárhagsáætlunar Reykjavík-
urborgar fyrir árið 1989 fór
fram siðastliðið fimmtudags-
kvöld og aðfaranótt föstudags.
Við síðari umræðu voru sam-
þykktar breytingartillögur
meirihluta Sjálfstæðisflokksins,
sem fela i sér um það bil 142
milljón króna útgjaldaaukningu
fyrir borgina. Þar af hækka
rekstrargjöld um 107,3 milljónir
króna en eignabreytingagjöid
um tæplega 34,7 milljónir. Minni-
hlutaflokkarnir lögðu sameigin-
lega fram breytingartillögur,
sem fólu I sér að 600 milljónum
yrði varið á annan veg en gert
var ráð fyrir í tillögum meirihlut-
ans. Enn fremur reiknuðu full-
trúar minnihlutans með því, að
tekjur borgarinnar af útsvörum
og aðstöðugjöldum yrðu 140
miUjón krónum hærri heldur
miðað var við í frumvarpinu.
Þesstun tiUögum minnihlutans
var flestum vísað frá.
Davíð Oddsson borgarstjóri
gerði grein fyrir breytingartillögum
meirihlutans. Sagði hann að gera
mætti ráð fyrir því að útsvarstekjur
borgarinnar myndu hækka um 142
milljónir frá því, sem gert var ráð
fyrir við fyrri umræðu um íjár-
hagsáætlunina. Tillögur meirihlut-
ans fælu í sér hækkun á gjaldaliðum
borgarsjóðs um tæpar 142 milljón-
ir; rekstrargjöld myndu hækka um
107,3 milljónir en eignabreytinga-
gjöld um 34,7 milljónir.
Borgarstjóri gerði síðan grein
fyrir hækkun styrkveitinga, sem
nemur í heild ríflega 36,4 milljónum
króna. Sagði hann að þar munaði
mestu um hækkun styrkja til fé-
lagsmála, sem hækka um 28,7 millj-
ónir. Styrkir til menningar- og
fræðslumála eiga að hækka um 5,3
milljónir frá frumvarpstölum en
framlög til íþróttamála um 13 millj-
ónir.
Eignabreytingagjöld borgarinnar
hækka alls um 34,7 milljónir. í
máli borgarstjóra kom meðal ann-
ars fram, að mest munaði þar um
hækkun á framlag til lokaáfanga
Seljaskóla úr 34 milljónum í 50
milljónir króna.
Pólitískur loddaraleikur
minnihlutans
Borgarstjóri vék að lokum nokkr-
um orðum að breytingartillögum
minnihlutans. Sagði hann þær
byggja á því að áætla heldur ríflegri
tekjur en meirihlutinn hefði gert.
Vel mætti vera, að slíkar áætlanir
gætu staðist, en þá hefði verðlag
sennilega hækkað á móti. Hann
benti einnig á hugmyndir um að
hægja á framkvæmdum við ráð-
húsið og sagði, að þeir sem vildu
vinna heiðarlega að þessu máli
hlytu að sameinast um að byggja
eins hratt og kostur væri á þessum
viðkvæma stað. Sagði hann tillögu-
flutning og málatilbúnáð minnihlut-
ans vera pólitískan loddaraskap;
þeir peningar sem minnihlutinn
væri að ráðstafa væru ekki til og
smávægileg yfirborð minnihluta-
flokkanna hér og þar væru lítils
virði.
Hann fjallaði síðan um dagvistar-
mál og sagði að framkvæmdir á
því sviði hefðu verið minni að magni
til á valdatíma vinstri flokkanna
1978 til 1982 heldur en í tíð sjálf-
stæðismanna, bæði fyrir þann tíma
og eftir. Reyndar hefði fjárhagur
borgarinnar batnað svo mikið á
undanfömum 6 árum að hægt hefði
verið að ráðast í verk eins og ráð-
húsbyggingu, án þess að það bitn-
aði á framkværhdum í hinum
„mýkri" málaflokkum.
„Gæluverkefiii“
Borgarstjóri sagði að lokum, að
tillaga minnihlutans um að fresta
framkvæmdum við útsýnishúsið á
Öskjuhiíð væri marklaust bull þar
sem gengið hefði verið frá öllum