Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Framtíð Amarflugs:
Meirihluti ríkisstjórnar
vill tryggja félaginu líf
VANDKVÆÐI og rekstrarörðugleikar Amarflugs eru enn að
velkjast í meðforum ríkisstjórnarinnar, en heimildir Morgun-
blaðsins herma að meirihluti ríkisstjómarinnar vilji tryggja félag-
inu líf. Þar með er líklegast að stoðum verði rennt undir rekstur
Arnarflugs, með aukningu hlutafjár og stóraukinni aðstoð ríkis-
ins, miðað við það sem hingað til hefur verið rætt um. Þetta
verður þó ekki nema ríkisstjórnin sannfeerist um getu félagsins
til þess að leggja sitt af mörkum til að rétta við hag sinn.
Samkvæmt mínum heimildum
kynnti Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra nýtt bréf og
upplýsingar frá forsvarsmönnum
Amarflugs á ríkisstjómarfundi á
fimmtudag. Þar mun hafa verið
greint frá því að Amarflug treysti
sér til þess að auka hlutafé félags-
ins um 60 milljónir króna, jafn-
framt' því sem tryggt væri að
hollenska flugfélagið KLM myndi
gefa fyrirtækinu eftir 40 milljóna
króna skuld. Því væri óskað eftir
því að ríkið legði sitt af mörkum,
svo tryggja mætti áframhaldandi
rekstur félagsins og var farið
fram á meiri fyrirgreiðslu en hing-
að til hefur verið rætt um, eða
150 milljóna króna hlutaflárfram-
lag, auk þess sem 150 milljóna
króna skuld félagsins við ríkið
væri afskrifuð.
í ríkisstjóminni mun vera
meirihlutavilji fyrir því að tryggja
megi áframhaldandi rekstur Am-
arflugs, en einna harðastur and-
stæðingur þessa mun vera
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra sem hallast frem-
ur að því að Flugleiðir yfírtaki
rekstur Amarflugs með einum
eða öðmm hætti.
Ákveðið hefur verið í ríkis-
stjóminni að samgönguráðherra
hefli viðræður við Flugleiðir, til
þess að kanna afstöðu fyrirtækis-
ins til sammna fyrirtækjanna,
yfirtöku Flugleiða á Amarflugi
eða samstarfs féiaganna tveggja,
án nokkurra skuldbindinga um
framhaldið. Þetta var ákveðið að
yrði eins konar millileikur, meðan
beðið væri eftir endanlegum, full-
nægjandi svömm frá Amarflugs-
mönnum.
Að mati ríkisstjómarinnar em
svör þau sem borist hafa frá KLM
ekki fullnægjandi, að því leyti að
ekki liggur fyrir hvort þessi 40
milljóna króna skuld Amarflugs
við KLM verður felld niður eða
hvort henni verður skuldbreytt.
Jafnframt vill ríkisstjómin fá
frekari skýringar á því hvað átt
er við þegar KLM býður Amar-
flugi upp á afsiátt.
Auk þess vili ríkisstjómin fá
úr því skorið hvort hlutafjárlof-
orðin sem safnast hafa em gild
og þar með hvort þessar 60 millj-
ónir muni skila sér inn í rekstur-
inn. Ástæða þessarar kröfu ríkis-
stjómarinnar er einfaldlega sú,
að enn em tugir milijóna óinn-
heimtir af fyrri hlutaQárloforðum.
Ráðhermm Framsóknarflokks-
ins og Aiþýðuflokksins hefur að
undanfömu verið það nokkurt
gamanefni, hversu mjög ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins, og þá
einkum Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra hafa haliast á
sveif með Flugleiðum í þessu
máli og hafa í því sambandi riflað
upp sín á milli stóiyrði allaballa
í gegnum tíðina í garð „stórkapí-
talisma Flugleiða og Eimskips".
Meirihluti ríkisstjómarinnar er
hins vegar þeirrar skoðunar að
ákjósanlegt væri fyrir íslenskt
þjóðfélag, að hér væri til flutn-
ingafyrirtæki til þess að koma í
veg fyrir allsheijar einokun „Flug-
leiðaklíkunnar" eins og það var
orðað.
Þessi sami meirihluti telur jafn-
framt að til þess að koma megi í
veg fyrir allsheijar einokun á sviði
vöm- og fólksflutninga til og frá
landi, og vísa þar með til Flug-
leiða og Eimskips, gæti verið full
ástæða til þess að kanna hvort
með einum eða öðmm hætti væri
hægt að ná fram nánu samstarfi
á milli Arnarflugs og t.d. Skipa-
deildar SÍS, en það mál mun þó
varla komið á rekspöl, þótt ákveð-
inn vilji sé vissulega fyrir hendi.
Ráðherrar í ríkisstjóminni telja
jafnvel koma til greina að þessi
tvö fyrirtæki myndi með sér eitt
félag. Því sé það þess virði að
kanna hvort einhveijir slíkir aðilar
vildu koma að málinu og leggja
fram meira fé.
Þó em vissar efasemdir meðal
ráðherra, sem vilja sjá hag Amar-
flugs borgið. Benda ákveðnir ráð-
herrar á að upplýsingagjöf for-
stöðumanna Amarflugs hafi eng-
an veginn verið sem skyldi, á
meðan þetta mál hafí verið til
umfjöllunar innan ríkisstjómar-
innar, allt frá sl. hausti. Sagt
hafi verið að fjárþörfín væri 90
milljónir króna. Bent er á að upp-
lýsingar um áætlaða afkomu fé-
lagsins á þessu ári hafi verið rang-
ar. Þá hafi þeir gefið rangar upp-
lýsingar um heildarskuldir fyrir-
tækisins. Auk þess hafi þeir greint
frá því að það væm góðar horfur
á að nýir hluthafar frá Þýskalandi
vildu fjárfesta í fyrirtækinu, en
það hafí gengið til baka. Þeir
hafí jaftiframt verið vongóðir
mjög um að KLM vildi koma inn-
í reksturinn, en það hafi ekki
komið á daginn, fyrr en
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hafí átt viðræður
við forstjóra KLM í Hollandi í
síðasta mánuði að slíkt var alls
ekki á döfinni hjá KLM og áhugi
fyrirtækisins fyrir slíku væri eng-
inn.
Þeir ráðherrar ríkisstjómarinn-
ar, sem þrátt fyrir ofangreint vilja
koma fótunum undir Amarflug á
nýjan leik, segja sem svo: Fyrir-
tækið er gjaldþrota. Því er fleytt
áfram af ríkissjóði frá degi til
dags. Það sem nú blasir við er
að taka af skarið um hvort hér
eigi tvö flugfélög að starfa hlið
við hlið og í samkeppni hvort við
annað, og líkast til verður það
niðurstaðan, þar sem það er vilji
meirihluta ríkisstjómarinnar.
Kvöldmess-
ur í Hall-
grímskirkju
ÁKVEÐIÐ hefur veríð að bjóða
að nýju til guðsþjónustuhalds I
Hallgrímskirkju klukkan 17.00 á
sunnudögum, auk venjubundinn-
ar guðsþjónustu klukkan 11.00.
Þetta er m.a. gert til að koma
til móts við þá sem ekki hafa tök
á að sækja guðsþjónustu á hefð-
bundnum tímum.
Hér er um að ræða guðsþjón-
ustur með altarisgöngu og stuttri
hugleiðingu. Fyrsta kvöldguðsþjón-
ustan að þessu sinni verður sunnu-
daginn 5. febrúar og hefst eins og
fyrr segir klukkan 17.00.
Myndasýning
í Hafiiarborg
LJÓSBROT, félag áhugamanna
um ljósmyndun í framhaldsskól-
um, stendur fyrir ljósmyndasýn-
ingu sem opnuð verður í Haftiar-
borg í dag laugardaginn 4. febrú-
ar.
Á sýningunni verða á annað
hundrað ljósmynda eftir félags-
menn víða af landinu. Sýningin
verður opin frá klukkan 14.00—
19.00 alla daga nema þriðjudaga
og henni lýkur sunnudaginn 19.
febrúar.
Breyting á
akstri leiðar 2
BREYTJNG verður gerð á akstri
leiðar 2 Grandi-Vogar, mánudag-
inn 6. febrúar nk.
Tímajöfnun á kvöldin og um
helgar flyst frá Hlemmi að Lækjar-
torgi og er þar með færð til baka
breyting sem gerð var 9. janúar sl.
Vagnamir hafa biðstöð í Hafnar-
stræti í sama stæði og leið 16 hef-
ur endastöð til um klukkan 19.00.
(Fréttatílkynning)
Leiðrétting
MISSAGT var 1 dagskrárblaði
Morgunblaðsins í gær að kamm-
ertónleikar íslensku hljómsveitar-
innar ættu að vera kl. 12.30 á
sunnudag. Hið rétta er að tónleik-
amir eru kl. 16.00 í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á þessum mistök-
um.
Fríkirkjan Hafnarfirði:
Sunnudaga-
skólinn í
ferðalag
BARNASTARF Fríkirkjunnar í
Haftiarfirði fer á morgun,
sunnudag, i heimsókn í Halí-
grimskirkju og tekur þar þátt í
barnasamkomu með sunnudaga-
skólum í Reykjavík.
Farið verður í rútu frá Fríkirkj-
unni klukkan 11.40 stundvíslega
og eru yngri bömin beðin að taka
með sér einhvem fullorðinn.
(Fréttatilkynning)
Frá kynningu á hinu nýja fræðsiuefni um líf og aðstæður fatlaðra.
Frá vinstrí: Helgi Hróðmarsson, starfsmaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands, Ásgerður Ingimars-
dóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands, Jón Sævar Al-
fonsson, varaformaður Landssamtakaima Þroskahjálpar, Andrés
Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar,
Arnþór Helgason, formaður Óryrkjabandalags íslands, Sigrún Stef-
ánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðsluvarps og Dóra S. Bjamason,
lektor.
„Haltur ríður hrossiu:
Nýtt fræðsluefiii
um líf og aðstæð-
ur fatlaðs fólks
ÖRYRKJABANDALAG íslands og Landssamtökin Þroskahjálp
hafa í samvinnu við Fræðsluvarp látið gera fimm sjónvarpsþætti
og rítað fræðsluefhi um líf og aðstæður fólks sem býr við and-
lega eða líkamlega skerðingu, en tekur samt virkan þátt í lífi og
starfi þjóðfélagsins og leggur þar sitt af mörkum. Sjónvarps-
þættirnir verða á dagskrá Fræðsluvarps næstu vikurnar, og verða
þeir sendir út með sérstökum texta fyrír heyrnarskerta.
Amþór Helgason, formaður
Öryrkjabandalags ísíands, segir
að hér sé um einstakt tækifæri
sem samtökum fatlaðra bjóðist í
áróðurs og kynningarstarfi fyrir
málefnum fatlaðra, en kostnaður
vegna gerðar fræðsluefnisins hafi
verið greiddur með tekjum frá ís-
lenskri Getspá.
Fræðslueftiið er ætlað nemend-
um á grunnskólastigi, framhalds-
skólastigi svo og nemendum í
ákveðnum greinum innan Háskóla
íslands, kennaraháskólanemum
og fleirum. Auk þess getur
fræðsluefnið gagnast foreldrafé-
lögum, félagasamtökum fatlaðra
og á vinnustöðum, en að sögn
Amþórs er öllum heimii notkun
sjónvarpsþáttanna, sem á annað
borð telja sig geta haft gagn af
þeim, og leyfilegt verður að afrita
þá á myndbönd.
Meginuppistaða myndefnisins
em viðtöl við fatlað fólk sem lifir
innihaldsríku lífi, sjálfu sér og
öðmm til gagns og ánægju, auk
viðtala við aðstandendur þess.
Flestir viðmælendur í þáttunum
hefðu tæpast átt þess kost fyrir
einum til tveimur áratugum að
geta notað sér almenna þjónustu
í sama mæli og nú, en það bendír
til þess að ákveðnar breytingar
hafi átt sér stað í viðhorfum al-
mennings til þeirra. Margir af við-
mælendunum em forgöngufólk
annarra fatlaðra, sem vilja leggja
sitt af mörkum við hlið ófatlaðra
og njóta sambærilegra kjara og
þeir.
Dóra S. Bjamason, lektor, er
höfundur bókarinnar sem gefin
verður út í tengslum við sjónvarps-
þættina með nánari skýringum á
ýmsu því sem fjallað verður um í
þáttunum, en hún og dr. Sigrún
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Fræðsluvarps, em höfundar hand-
rits og stjómendur upptöku sjón-
varpsþáttanna og vinnslu. Þátta-
röðin og væntanleg bók hafa hlot-
ið nafnið „Haltur ríður hrossi".
Að sögn Dóm er fyrsti þátturinn
hugsaður sem undirstaða þeirra
þátta sem fylgja í kjölfarið og fyall-
ar hann um viðhorf og viðmót
gagnvart fötluðu fólki í ljósi sög-
unnar, bókmennta, siðfræði og
kristinnar trúar. Síðari þættimir
byggja síðan hver um sig á þessum
fýrsta þætti, en þeir fjalla um
heimilið, skóla og dagheimiii,
vinnu, frístundir og vináttu. Hver
þáttur er um það bil 20 mínútur
að lengd. Dóra sagðist vera þakk-
lát því fólki sem hefði haft kjark
til þess að koma fram í þáttunum
og gefa þannig brot af reynslu
sinni, sem bæði væri um margt
sár og ánægjuleg, en auk þess
mjög sérstök.
Fyrsti þátturinn verður sýndur
mánudaginn 6. febrúar kl. 16.30,
og endursýndur laugardaginn 11.
febrúar kl. 11.30. Þumall kvik-
myndagerð annaðist klippingu og
framleiðslu. Þulur er Róbert Am-
finnsson leikari, en tónlist er eftir
Hjálmar H. Ragnarsson og Magn-
ús Blöndal Jóhannsson.
Fagnar sölu
á plastpokum
Náttúruverndarráð fagnar
þeim samningi, sem tekist hefúr
á milli Landverndar, Kaup-
mannasamtaka íslands og versl-
unardeildar SÍS um sölu plast-
poka í verslunum.
Sala þeirra poka mun vonandi
hafa í för með sér betri nýtingu
þeirra auk þess sem umtalsverður
hiuti af söluhagnaðinum mun
renna til umhverfismála, segir í
ályktun frá Náttúrvemdarráði.
Ennfremur segir að ráðið hafi
árum saman reynt að stuðla að
því að stjómvöld setji reglur um
notkun svokallaðra einnota um-
búða. Mikilvægt er að menn geri
sér grein fyrir að auðævi jarðar
eru ekki óþijótandi. Ráðið skorar
á stjómvöld að tryggja framgang
þessa máls sem er stórt fram-
faraskref í umhverfísmálum hér á
landi.