Morgunblaðið - 04.02.1989, Page 19

Morgunblaðið - 04.02.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 19 Nautgriparæktarfélögin: Mesta ársnyt frá upphafi skýrsluhalds mesta frá upphafi skýrsluhalds, 3.998 kg mjólkur að meðaltali, og vantaði því aðeins 2 kg upp á að meðaltalið næði 4.000 kílóa mark- inu. Árið 1987 var meðaltalið 3.986 kg og 3.936 árið 1986. Fyrir 6—7 árum var ársnytin innan við 3.800 kg, þrátt fyrir að þá hafi mun meira kjamfóður verið notað. Laufa á Efra-Ási, sem mjólkaði mest á síðasta ári, er dóttir Víðis 76004 og mjólkaði hún 9.462 kg Laufa á Efra-Ási mjólkaði mest o g Búrfell var með hæstu meðalafiirðirnar KÝRIN Laufa 130 á Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði mjólkaði mest á síðasta ári, 9.462 kg. Eru þetta næst mestu afurðir frá upphafi skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna. íslandsmetið á Fía á Hríshóli í Eyjafirði, en hún mjólkaði 9.551 kg árið 1983. Bú eiganda Laufu, Sverris Magnússonar á Efra-Ási var með næst mestu meðalaf- urðir eftir hverja kú í fyrra. Mestu afúrðimar vom hjá Jóni Eiríks- syni og Sigurbjörgu Geirsdóttur á Búrfelli i Miðfirði. Til saman- burðar má geta þess að meðaltalið í fyrra var 3.998 kg á árskú. Arsnyt kúnna í fyrra var sú yfir árið. Fjóla 286 á Hvanneyri í Borgarfirði kom næst með 8.919 kg, síðan Skvetta 88 á Syðri- Bægisá í Öxnadal 8.820 kg, Vigga 53 í Borgarholti í Biskupstungum 8.789 kg og Flóra 113 á Efra-Ási 8.632 kg. Aðrar kýr sem mjólkuðu yfir 8.000 kg eru Gullhúfa á Ytri- Reistará, Hjálma á Efri-Brunná, Linda í Leirulækjarseli, Sveitasæla á Búrfelli, Freyja á Ketu og Rín á Brakanda. Bú Jóns Eiríkssonar og Sigur- bjargar Geirsdóttur á Búrfelli í Mið- firði var með bestu meðalafurðim- ar, 5.940 kg og Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Hjaltadal var í öðru sæti, 5.879 kg. Önnur afurðahæstu búin em: Þorsteinn Tr. Þórðarson á Gmnd í Svínavatrishreppi, Krist- inn Markússon í Dísukoti í Djúpár- hreppi, Sturlaugur Eyjólfsson á Efri-Bmnná í Saurbæ í Dölum, Félagsbúið Efri-Brúnavöllum II á Skeiðum, Klemens Halldórsson á Dýrastöðum í Nprðurárdal í Borgar- firði, Viðar Þorsteinsson á Brak- anda í Eyjafírði, Guðlaugur Jónsson á Voðmúlastöðum í Austur-Land- eyjum og Sigurður Bjömsson á Stóm-Ökmm í Skagafirði. Mestu meðalafurðir eftir hveija árskú vora í fyrra í Skagafírði, sam- kvæmt uppgjöri nautgriparæktar- félaganna, 4.177 kg mjólkur. Síðan kom Vestur-Húnavatnssýsla (4.133), Vestfírðir (4.092), Eyja- fjörður (4.038 kg) og Suður-Þing- eyjarsýsla (4.038). í Ámessýslu vom meðalafurðimar 3.989 kg og í Borgarfirði 3.969 kg svo dæmi séu tekin. Minnstu meðalafurðimar vom á Austurlandi, 3.676 kg., en Guðrún Hrund Sigurðardóttir sem vann til verðlauna í keppni ungra Norrænna fatahönnuða. Keppni í fatahönnun: Islendingur einn af fímm signrvegnrum Kaupmannahöfn. GUÐRÚN Hrund Sigurðardóttir varð sigurvegari fslensku kepp- andanna í samkeppni ungra fata- hönnuða í keppninni „Smimoff Nordic Fashion Show“, sem hald- in var á Queen’s Garden, á Hótel Kong Fredrik i Kaupmannahöfn. Smimoff fyrirtækið sem stendur fyrir keppninni, hefur staðið fyrir samskonar keppni í Englandi und- anfarin 6 ár. Tilgangur keppninnar er að gefa ungum fatahönnuðum og nemendum í fataiðnaði sem og skólum sem kenna hönnun tæki- færi til að koma hugmyndum sínum á framfæri og styrkja jafnframt vinningshafana með peningaverð- launum. ' Fimm þátttakendur frá hveiju landi vora valdir og fslensku kepp- endumir vom þær: Jóna María Nordal, Inga Nína Matthíasdóttir, Bergdís Gunnarsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir og Guðrún Hmnd Sigurðardóttir. Verk íslendingana fimm vöktu athygli og þóttu virðulegar og vand- aðar flíkur. Þær fjórar fyrst nefndu, hafa allar numið fag sitt við fataiðn- aðardeild Iðnskólans í Reykjavík, en Guðrún Hmnd er að ljúka námi í Kaupmannahöfn við „Köbenhavns mode og designskole". Sigurvegaramir fimm fara til Lon- don eftir mánuð þar sem verk þeirra verða sýnd sérstaklega í úrslitum bresku keppninnar. það er rakið til vegna slæms árferð- is þar á síðasta árí. 828 kúabændur, með 23.788 kýr alls, tóku þátt í skýrsluhaldinu, en reiknað út frá mjólkurskeiði vom árskýr 18.402. 541 kg af kjam- fóðri var gefið á hveija árskú, sem er svipað og í fyrra og hittiðfyrra, en 200—300 kg minna en fyrir nokkmm áram. Jón Viðar Jón- mundsson ráðunautur hjá Búnaðar- félagi íslands, sem gerir skýrslum- ar upp, sagði að minnkandi kjam- fóðumotkun sé hin jákvæðu áhrif kvótakerfísins. Menn séu famir að framleiða á heimafengnu fóðri og nái góðum árangri. Þrátt fyrir að kjamfóðurgjöf minnki og sé raunar í lágmarki aukist afurðimar. Um ástæðu þess að afurðimar aukast ár frá ári sagði Jón Viðar að stofn- inn hefði verið að batna hægt og sígandi og stæðist árangur íslenskra kúabænda fyllilega sam- anburð við bændur í nágrannalönd- unum. Þá hefði orðið ákveðin grisj- un vegna kvótakerfisins. Og síðast en ekki síst þá væm bændur að ná betri tökum á heyverkuninni, auk þess sem síðustu ár hefðu ver- ið góð til heyöflunar. Hekla hf. sýnir nýjungar frá Pajero nú um helgina. Hekla sýnir nýj- ungar frá Pajero HEKLA hf. sem hefur umboð fyrir bUa frá Mitsubishi- og Volkswagen-verksmiðjunum efiiir til sérstakrar bílasýningar nú um helgina. Verða sýndir Pajero- og Range Rover-jeppar og Passat- og Colt-fólksbílar sem fengu m.a. viðurkenninguna Gullna stýrið í Þýskalandi fyrir síðustu áramót. Pajero-jeppamir hafa tekið ýms- um breytingum og á það bæði við um bflana með bensín- og díselvél- um. Bensínbfllinn hefur nýja þriggja lítra, 6 strokka vél sem er 141 hestafl og er hún með svonefndri rafstýrðri fjölinnsprautun. Þá er bfllinn nú með gormafjaðrir að aft- an í stað blaðfjaðra áður. Díselbfll- inn hefur einnig verið nokkuð end- urbættur. Með millikæli fæst nú um 17% betri orkunýting. Range Rov- er-jeppinn fæst nú með nýjum milli- kassa sem þýðir betra jafnvægi milli fram- og afturdrifanna og hann er einnig búinn nýrri klæðn- ingu að innan. Hins vegar hefur bfllinn ekki tekið neinum útlits- breytingum í allmörg ár. Bflasýning Heklu stendur á laugardag milli klukkan 10 og 17 og á sunnudag frá klukkan 13 til 17. Hljóðver á vegnm blindra BLINDRAFÉLAGBÐ hefúr ný- lega hafið starfrækslu hljóðvers, sem er sérstaklega ætlað tÚ hljóðritunar á töluðu máli. I hljóðveri Blindrafélagsins er aðstaða til alls kjms hljóðvinnslu á segulböndum, til dæmis til hljóðrit- unar á upplestri bóka, auglýsingum, námsefni og fræðsluefni. í hljóðver- inu er einnig aðstaða til viðgerða á eldri hljóðritunum, og möguleikar á að færa þær ásamt nýjum hljóðrit- unum yfir á stafrænt band. Þá er þar góð aðstaða til fjölföldunar á hljóðsnældum. (Úr frétttjtilkynningu) VERSLANIRNAR VATNSRÚM OG RÚMGOTT GANGA í EINA SÆNG UNDIR HEITINU VATNSRÚM - í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ SKEIFUNNI 11 OPNUM I DAG Nú lást á einum stað öti þau rúm sem þú getur látið þig dreyma um eða í. Lítil rúm, stór rúm, mjúk rúm, stinn rúm, dýr rúm, ódýr rúm, rúm lyrir einn, rúm fyrir tvo, og ennþá rúmþetri rúm... En umfram allt falleg rúm, vönduð rúm. Verið veikomin i glæsilega verslun okkar að Skeifunni 11. Vatnsrum hf SKEIFUNNI 11 - SlMI 688 466

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.