Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 21 Reuter Starfsmaður hafiiaryfirvalda í Bremerhaven skoðar gáma með kemískum efiium, sem senda átti til Líbýu. Lagt hefur verið hald á gámana en i þeim voru 255 tonn af efiiablöndu, sem nota má til framleiðslu efiiavopna. V estur-Þýzkaland: Eftiasending til Líbýu stöðvuð Bonn. Reuter. VESTUR-þýzk tollyfirvöld lögðu fyrir hálfiun mánuði hald á 17 gáma sem innihéldu 255 tonn af kemískum efiium og fara áttu til Líbýu, að því er talsmaður stjórnarinnar í Bonn staðfesti í gær. Hann sagði að nota mætti efiiið við framleiðslu efiiavopna. Hald var lagt á gámana í útskip- unarhöfninni í Bremerhaven og mun það vera fyrsta vörusending- in til Líbýu, sem stöðvuð er eftir að fram komu ásakanir um að vestur-þýzk fyrirtæki hefðu hjálp- að Líbýumönnum við smíði eitur- vopnaverksmiðju. Að sögn embættismanna reynd- ust gámamir innihalda efnablönd- una hexamethylene-tetramine. FVamleiðandi var vestur-þýzka fyrirtækið Degussa AG. Talsmenn þess sögðu í gær að fyrirtækið hefði selt Líbýumönnum efnabl- önduna í sex ár til áburðarfram- leiðslu. Hefði varan verið undan- þegin útflutningsleyfum, sam- kvæmt þýzkum lögum. Fækkun herafla í Evrópu og varn- arstöðin 1 Keflavík Morgunblaðinu bárust í gær tilmæli um að birta eftir- farandi athugasemd: í viðtali, sem Ríkisútvarpið átti við undirritaðan í frétt- atíma í gærkvöldi, mun frétta- maður hafa gefið í skyn þegar hann dró saman höfuðþætti við- talsins að ég teldi að til greina kæmi, á einhvem hátt, að fækka mannafla við vamarstöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík. Þetta er ekki skoðun undirritaðs og viðtalið rennir ekki stoðum undir þessa niður- stöðu fréttamannsins. I viðtalinu var fjallað um væntanlegar samningaviðræð- ur um hefðbundinn herafla í Evrópu og nýlega yfírlýsingu Gorbatsjovs um einhliða niður- skurð Sovétmanna. Benti ég á að í samningatillögu Atlants- hafsbandalagsins væri lögð mest áhersla á niðurskurð þeirra vopna, sem gera Varsjár- bandalaginu kleift að gera skyndiárás gegn Atlantshafs- bandalaginu, þ. á m. skrið- dreka, stórskotaliðsvopn, bryn- varin fótgönguliðstæki og að tillagan miðaði að því að koma á lægri, sameiginlegum mörk- um austurs og vesturs fyrir slík vopn. Af þessum sökum væri ekki stefnt fyrst og fremst að samningum um fækkun mann- afla, en líta mætti á slíka fækk- un sem óbeina afleiðingu af niðurskurði tækjabúnaðar. Ógnunin af hugsanlegum hem- aðaraðgerðum Varsjárbanda- lagsins stafaði ekki lengur af mannafla. Erfítt er að segja um það fyrirfram hvemig vamaráætl- un Atlantshafsbandalagsins yrði hagað eftir að dregið hefði úr árásarmætti Varsjárbanda- lagsins. Almenn ummæli mín um þetta efni ber hins vegar ekki að heimfæra á vamarstöð- ina í Keflavík, sem gegnir m.a. því lykilhlutverki að tryggja samvirkni ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins og liðs- flutninga á milli þeirra á ófrið- artímum. Ég vil nota tækifærið og árétta mikilvægi stöðvarinn- ar og þann skerf sem ísland leggur af mörkum til sameigin- legra vama Atlantshafsbanda- Iagsins í krafti vamarsamnings íslands og Bandaríkjanna. Reykjavík 3. febrúar, 1989. Henning Wegener, aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Sterkir oghlýir snjósleða- gallar. Loðfóðraðir snjósleðagallar með tvöfaldri ísetu og ytra byrði úr vatnsheldu nylonefni. Hlýir, þægilegir, sterkir og endingargóðir. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 _ 4ÉB ■ ' • ' 'v - . ■ : ■: :: ' Engjateig 9, sími 689155.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.