Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 22
esei SAð&íCJi ,tr. sítöA.ctiA.c'Siwj] m&wtMJZMfíW:
MÖRGUNBLÁÐIÐ LAUGÁRDÁGUR 4. FEBRUAr' Í989
Reuter
Mobutu — Gæti hann greitt erlendu skuldirnar úr eigin vasa?
Zaire:
Verður stjórnmálasam-
bandi við Belgíu slitið?
Einkaauður Mobutus sagður jafin mik-
ill erlendum skuldum þjóðarinnar
Brassel. Reuter.
Stjómarflokkurinn i Afríkurikinu Zaire samþykkti á fimmtu-
dag að leggja til við Mobutu Sese Seko forseta, að öllum sam-
skiptum og sambandi við Belgiustjóm yrði hætt fyrir fullt og
allt. Er búist við, að stjómmálasambandi ríkjanna verði slitið
um helgina. Hefur verið grunnt á þvi góða milli ríkisstjómanna
í þrjá mánuði eða siðan belgískir Qölmiðlar fluttu þær fregnir,
að Mobutu hefði stungið i eigin vasa þróunarhjálpinni frá Belgiu.
Talsmaður stjómarflokksins
sagði í Kinshasa, höfuðborg Za-
ire, að Belgar kæmust ekki lengur
upp með að óvirða Mobutu forseta
og Zairebúa og því hefði verið
ákveðið að leggja til við forset-
ann, að hann sliti öllu sambandi
við Belgíustjóm. í síðasta mánuði
rifti Mobutu tveimur samstarfs-
samningum við Belgíustjóm,
hætti að greiða af 1,2 milljarða
dollara skuld við Belga og lokaði
skrifstofum zaírskra ríkisfyrir-
tækja í Belgíu.
Eins og fyrr segir hófust þessar
deilur þegar belgískir fjölmiðlar
skýrðu frá því, að Mobutu hefði
stolið belgísku þróunaraðstoðinni,
og fyrir nokkrum dögum var sýnd
í belgíska sjónvarpinu bandarísk
heimildamynd þar sem því var
haldið fram, að einkaauður Mob-
utus væri jafn mikill öllum erlend-
um skuldum ríkisins.
Zaire er fyrrum belgísk nýlenda
og fékk fullt sjálfstæði árið 1960.
Hefur ríkið alla tíð fengið mikla
hjálp frá nýlenduheminum fyrr-
verandi en Belgíustjóm hefur nú
lýst yfir, að henni verði hætt.
Áðstoð Belga hefur numið helm-
ingi allrar erlendrar aðstoðar við
Zaire.
Finnski Jafiiaðarmannaflokkurinn:
Hætt við ráðherra-
skipti vegna mót-
mæla flokkskvenna
Helsinki. Renter.
HEIFTARLEG mótmæli flokkskvenna Jafiiaðarmannaflokksins í Finn-
landi neyddu flokksforystuna til að hætta við fyrirhuguð ráðherra-
skipti á fimmtudag, en þá átti kona að vfkja úr ríkisstjóminni.
Ætlun flokksforystunnar var, að
láta Önnu-Liisu Kasurinen menning-
armálaráðherra vílqa fyrir Matti
Ahde, fyrrverandi þingforseta, sem
fyrr í þessari viku varð að rýma for-
setastólinn fyrir Kalevi Sorsa, fráfar-
andi utanríkisráðherra, að sögn
heimildarmanna innan flokksins.
Heimildarmennimir sögðu, að ráð-
herrar jafnaðarmanna hefðu ákveðið
á fundi sínum á fimmtudag að fresta
framkvæmd málsins. Anna-Liisa
Kasurinen hefur ekki hlotið neina
gagnrýni fyrir embættisfærslu sína
í ráðherraembætti.
Hin hörðu viðbrögð jafiiaðar-
kvennanna komu flokksforystunni
sýnilega á óvart og drógu úr henni
kjarkinn. Tíu kvenfélög innan flokks-
ins hótuðu fjöldaúrsögnum. „Ef Kas-
urinen verður neydd til að segja af
sér, verða það eingöngu karlar, sem
halda upp á 90 ára afmæli flokksins
í sumar," sagði í yfirlýsingu eins
kvenfélagsins.
Fjórir af ráðherrum finnsku ríkis-
stjómarinnar, sem er samsteypu-
stjóm fjögurra flokka, eru konur.
Kasurinen er önnur tveggja kverrna
af átta ráðherrum Jafnaðarmanna-
flokksins.
í Noregi eru átta af átján ráð-
herrum konur, þar á meðal forsætis-
ráðherrann, Gro Harlem Brundtland.
í Svíþjóð gegna átta konur ráðherra-
dómi í 21 manns ráðuneyti Ingvars
Carlssons forsætisráðherra.
Yfirvöld í Eistlandi við-
urkenna Þj óðfylkingnna
Flokksmálgagnið segir Sovétmenn hafa hernumið landið
Moskvu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Sovétlýðveldinu
Eistlandi hafa heimilað með lög-
formlegum hætti starfsemi Þjóð-
fylkingarinnar, fjöldasamtaka
sem hyggjast bjóða fram fulltrúa
gegn frambjóðendum kommún-
istaflokksins í kosningum í lýð-
veldinu. í gær gerðist það í fyrsta
skipti að sagt var í blaðagrein í
Eistlandi að Sovétmenn hefðu
„hernumið" landið árið 1940.
Eistneskur blaðamaður sagði í
samtali við fréttamann Reuters-
fréttastofunnar í gær að stefnuskrá
Þjóðfylkingarinnar væri nú opinbert
plagg samkvæmt ákvörðun Æðsta
ráðs Eistlands. „Yfirvöld hafa nú
fyrst viðurkennt samtökin sem þýð-
ir að fulltrúar þeirra geta keppt við
fulltrúa stjómvalda í kosningum í
haust,“ bætti hann við. Þjóðfylking-
unni var komið á fót á síðasta ári
og er þegar orðin öflug fjöldahreyf-
ing. Sambærileg samtök hafa verið
stofnuð í hinum Eystrasaltsríkjun-
um, Lettlandi og Litháen, en eitt
helsta baráttumálið er að yfírvöld
hafni þeirri söguskýringu stjóm-
valda í Moskvu að ríkin þijú hafi
óskað eftir að sameinast Sovétríkj-
unum árið 1940 er þau höfðu notið
sjálfstæðis í rúma tvo áratugi.
í grein sem birtist í gær í mál-
gangi eistneska kommúnistaflokks-
ins, Sovetskajá Estonfa var þessari
skýringu vísað á bug og fullyrt að
Sovétmenn hefðu „hemumið"
landið árið 1940. Fræðimenn og
rithöfundar hafa löngum haldið
þessu fram en þetta er í fyrsta
skipti sem fullyrðing í þessa vem
birtist í opinberu málagni. í grein-
inni, sem sagnfræðingurinn Edgar
Mattisen ritaði, sagði að hemámið
hefði verið bein afleiðing griðasátt-
mála sem Sovétmenn og nasistar
gerðu með sér árið 1939.
Dali ánafiiaði Spán-
verjum eigur sínar
Madríd. Reuter.
SALVADOR Dali, sem lést í
síðustu viku, ánafiiaði spænsku
þjóðinni allar eigur sínar, að
sögn talsmanns menningar-
málaráðuneytis Spánar.
í erfðaskrá Dali stóð að ríkinu
bæri allar eigur hans, réttindi og
sköpunarverk, að sögn talsmanns
ráðuneytisins. Lögmaður Dalis
sagðist áætla að einkasafn lista-
mannsins og fasteignir væm að
verðmæti um 130 milljónir doll-
ara, eða jafnvirði 6,5 milljarða
íslenzkra króna. í erfðaskránni
sagðist Dali ætlast til þess að
verk hans yrðu varðveitt og jafnan
höfð til sýnis.
Dali dó í síðustu viku, en erfða-
skrána gerði hann í september
1982. Hann var á 85. aldursári.
Hann var síðasti stórmálarinn úr
röðum súrrealista.
Foreldrar!
Leyfið börnunum að rasa út. Reynsia okkar
er sú að börn losna við feimni og verða
öruggari í framkomu á að stunda danstíma.
Nú erum við búin að
vera með Jazz-funk
síðastliðin námskeið
og alveg geggjað
stuð. Því ætlum við
að bæta viðöðrum
hópumfyrir13-15
ára.
Nýjasta nýtt frá New
York.
Jazz-funk byggist upp
á meiri hreyfingu og
reynt að losa um
feimni og hlédrægni.
Eingöngu ernotuð
„house" músik.
Kennari: Bryndís Ein-
arsdóttir.
Innritun á Michael
Jackson námskeið
og Jazz-funk.
Byrjum 6. febrúar
með nómskeið fyrir
8-9 óra, 10-12 óra
og 13 óra og eldri
stelpur og stróka.
Innritun í símum
687701 og 687801.
MICHAEL JACKSON MÚSIK