Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 Reuter Glæsileikanum mótmælt Um 1.000 manns söfnuðust saman i Vínarborg í gær til að mótmæla glæsimennsku þeirri sem einkennir dansleik Vínaróperunnar sem haidinn er á ári hveiju. Ungt fólk var í meirihluta og lenti því saman við sveitir lögreglu sem beittu bareflum, vatnsdælum og reyksprengjum til að dreifa mannQöldanum. Atta manns slösuðust að sögn lögreglu og sex voru handteknir. Sú hefð hefúr skapast í Vínarborg að æskulýður mót- mæli dansleiknum en gestir létu sér fátt um fínnast og svifíi um gólfið likt og innfellda mynd- in sýnir. HONIG -merkið sem þú velurfyrst. Friðarverðlaun Nóbels: Reagan og Gorbatsjov tilnefndir í annað sinn Ósló. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna hafa verið tilnefndir til friðarverð- launa Nóbels í annað sinn, að sögn heimildarmanna innan Nóbelsstofíiunarinnar í Ósló í gær. Gorbatsjov og Reagan hafa ver- Joao Havelange, formaður Alþjóða ið tilnefndir sitt í hvoru lagi og sameiginlega til verðlaunanna. Jakob Sverdrup, forstjóri norsku Nóbelsstofnunarinnar, vildi ekki staðfesta þessar fregnir en venja er að halda því leyndu hveijir eru tilnefndir til Nóbels- verðlauna. Heimildarmennimir sögðu að Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbetbúa, tékkneski mannrétt- indafrömuðurinn og fyrrum ut- anríkisráðherra Tékkóslóvakíu, Jiri Hajek, og Brasilíumaðurinn knattspyrnusambandsins, hefðu einnig verið tilnefndir til friðar- verðlauna Nóbels árið 1989. Að sögn heimildarmannanna eru Corazon Aquino forseti Filippseyja, suður-afríski andófs- maðurinn og fanginn Nelson Mandela, Rajiv Gandhi forsætis- ráðherra Indlands, suður-afríska þingkonan Helen Suzman, sem barist hefur fyrir réttindum' blökkumanna í Suður-Afríku í yfir 30 ár, á meðal þeirra sem hafa verið tilnefndir. Leðursófasett og hornsófar Margar gerðir og litir. Gott verð. Halldór Svavarsson, umboðs- og heildverslun, Suðurlandsbraut 16, 2. hæð, sími 680755. MAZDA 626 STATION _7 w m IHIKID m • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaöur • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greidslukjör J? | BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.