Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. PEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ . LAUGARDAGUR 4. FPjBRÚAR 1989 25 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Halli ríkissjóðs Arangurinn af sameigin- legri fjármálastjóm formanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á sl. ári er ekki glæsilegur. Fjármála- ráðuneytið hefur nú upplýst formlega, að rekstrarhallinn á ríkissjóði á árinu 1988 hafí numið 7,2 milljörðum króna. Samkvæmt þeim ^árlögum, sem Alþingi samþykkti fyrir árið 1988 átti hins vegar eng- inn halli að verða á ríkissjóði á sl. ári. Hvað veldur þessum ósköpum? Skýring fjármála- ráðuneytis er sú, að útgjöld ríkissjóðs hafi farið 4 milljörð- um fram úr áætlun og tekjur hafí verið 3 milljörðum króna minni en áætlað var. Það er auðvelt að hefja pólitískar deilur um það hvað valdi hinni hörmulegu útkomu ríkissjóðs á síðasta ári. Það er hins vegar fánýtt tal. Hinir hefðbundnu stjómmálaflokk- ar bera allir einhverja ábyrgð á þessari niðurstöðu, þótt með mismunandi hætti sé. Það skiptir hins vegar meira máli, að íhuga hvað valdi því, að stjómmálamönnum gengur svo erfíðlega að hafa stjóm á ríkisfjármálum á sama tíma og þeir fella dóma út og suður um fjármálastjóm annarra, bæði ríkisstofnana, sjálfseign- arstofnana og fyrirtækja. Afgreiðsla fjárlaga fyrir næsta ár er meginverkefni Alþingis á ári hveiju. Er hugs- anlegt að óskhyggja ráði of oft ferðinni, þegar alþingis- menn em að ganga frá fjár- lögum? Ætla verður, að Al- þingi taki það hlutverk að ganga frá fjárlögum íslenzka ríkisins alvarlega. Ætlast verður til þess, að þingmenn freistist ekki til að ofmeta tekjur og vanmeta útgjöld. Spyija má, hvort upplýs- ingakerfí ríkisins sé nægilega öflugt. I upphafí sl. árs var lagt upp með fjárlög, sem voru hallalaus. Þegar kom fram á sumar taldi Jón Bald- vin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, að stefndi í 700 milljóna króna halla á ríkissjóði. Þegar komið var fram í október taldi Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, að hallinn yrði 3 milljarðar. Nú liggur fyrir, að hann varð 7,2 milljarðar eða tíu sinnum meiri en Jón Bald- vin gerði ráð fyrir á miðju ári. Hvemig má þetta vera? Morgunblaðinu kemur ekki til hugar, að fyrrverandi fjár- málaráðherra hafí gefíð vísvitandi rangar upplýsingar í júní eða að núverandi fjár- málaráðherra hafí gefíð vísvitandi rangar upplýsingar í október. En það er hins veg- ar alveg ljóst, að það atvinnu- fyrirtæki mundi ekki lifa lengi, sem byggði rekstur sinn á áætlanagerð og upplýsinga- streymi af þessu tagi. Er fjár- málastjómkerfí ríkisins í rúst? Er upplýsingastreymið á tölvuöld svo takmarkað, að ekki sé hægt að sjá fyrir í júní að hallinn verði ekki 700 milljónir heldur 7.000 milljón- ir?! Fjármálaráðuneytið ber fyrir sig mikil umskipti í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Það er rétt, að þau urðu töluverð á sl. ári. En hvar er tæki ríkis- ins til þess að bregðast strax við slíkum umskiptum. í nútíma flármálastjóm eiga menn að geta bmgðizt við breyttum aðstæðum þegar í stað með umtalsverðum niður- skurði. Það virðist ekki hægt hjá íslenzka ríkinu. Hvað veld- ur? Það fer ekkert á milli mála, að hveijum stjómmálamann- inum á fætur öðmm mistekst að ráða við ríkisfjármálin. Mistök þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar em hins vegar meira áberandi en ann- arra vegna þess, að þeir gáfu stóryrtari fyrirheit en aðrir. Nú er væntanlega öllum Ijóst, að stjómleysi í ríkisfjármálum er kjaminn í efnahagsvanda þjóðarinnar. Þess vegna er ekki fráleitt að varpa því fram, hvort tímabært sé orðið að fela öðmm en stjómmála- mönnum fjármálaráðherra- embættið. I Bandarílgunum t.d. hafa fjármálaráðherrar hvað eftir annað komið úr röðum manna, sem hafa sér- hæft sig í fjármálum eða úr hópi stjómenda stórra fyrir- tækja. Það gæti verið fróðlegt að sjá, hvemig Jjármálaráð- herra, sem hefði reynslu af rekstri stórfyrirtækis, gengi að fást við fjárhagsvanda íslenzka ríkisins. En svona getur þetta ekki gengið öllu lengur. Þegar kötturinn fer í kringum heita grautínn Fréttir r»v Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins: Tími til að ríkisstjórnin snúi sér að alvörumálum - og hætti þessum uppásnúningi sem er að fara með fólk og fyrirtæki „Þaö er eina hlutverk ríkis- igærheíöi veriöákveöiölágmarks- lofU en þvi sem viö þurfura aö búa stjómarinnar aö sjá til þess aö aö vcrö á flski. Síöan voru taldar upp viö. Ég get þama talaft út ffá minni gengið sé rétt skráö og að verö- einar tíu cða tólf tcgundir. Núna persónulegureynsluþarseméghef bólgan sé innan skynsamlegra heyrir maöur dramatiskar fréttir starfaö í Bandaríkjunum i tólf ár. Ég fullyröi aö ég eyöi aö minnsta kosti hclmingi meiri tima i starf mitt hér og hamingjan hjálpi mér að ég næ ekki tiunda hluta af þeim árangri scm ég náöi erlendis. Ekki fyrir þaö að ég hafi versnaö eða min vipn»hw^o hrevst held">- marka. Þaö er kominn timi til aö ríkissfjómin hætti aö hugsa um einhver smáatriöi" sagöi Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, á spástefnu Stjómunarfélagsins i gær. „Ég glevmi bvi aldrei þegar ée i gær heföi veriö ákveöið lágmarks- verö á fiski. Siöan voru taldar upp einar tíu cða tólf tegundir. Núna heyrir maöur dramatiskar fréttir af þvi aö fjármálaráðherrann er aö rcmbast viö aö ákveða hvort þaö eigi aö vera sjö eða átta tegundir af bjór i hillum áfengisverslana. Það er kominn tími til aö menn hætti svona vitieysu og fari aö tala um alvörumál. fyrir öll þarf aö gera þær ráöstafan- ir í þjóöfélaginu sem duga. Þaö þarf aö ná niöur veröbólgunni og siöan þarf aö skrá gengiö rétt. Samspil okkar viö önnur lönd er aö vcröa nánara með hverjum mánuöi sem liöur og viö höfum ekkcrt efni á þvi aö halda aö efna- hagslögmál gildi ekki á okkar kletti. Þetta er algjör blekking. ÞaQ harf p........... mikinn tima og mikið erfiöi ur þjóðinni. Þó þaö sé sjokkercndi þá þarf bara aö hafa hugrekki til þess aö leiörétta þessa vitleysu. Þaö þarf aö einbeita sér aö þvi aö ná fram- leiöshigetu þjóðfélagsins í háinark og halda henni þar. Siöan getum við lelkiö okkur að þvi að skipta þvi sem kakan biður upp á cflir þciin reglum sem tncnn sætta sig " «agöi Guöjón. eftir Þorstein Pálsson Spástefnur Stjórnunarfélagsins eru orðnar að föstum þætti í þjóð- málaumræðunni ár hvert. Málþing af þessu tagi geta verið athyglis- verð um margt. Við þau skilyrði að festa og stöðugleiki er í þjóð- félaginu geta menn horft fram í tímann af faglegum kögunarhól. Þegar upplausn og ringulreið ein- kenna á hinn bóginn stjómarhætti verða umræðumar eðlilega póli- tískar. í hinni hröðu framþróun sem nú á sér stað verður það æ mikilvæg- ara fyrir fyrirtæki að setja sér markmið og gera áætlanir til þess að ná þeim. Stöðugleiki í efnahags- málum og festa í stjómarháttum eru þvf forsendur fyrir framfömm og hagvexti. Frásagnir af umræðum á spá- stefnu Stjómunarfélagsins, sem haldin var í lok-'Síðustu viku, sýna að íslenskt atvinnulíf býr ekki við þær aðstæður að geta horft fram í tímann. Gagnrýni forstjóra Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, sem þar kom fram, er ljóst dæmi þar um. Og gagmýnin er athyglisverð í ljósi hinna nánu tengsla Framsókn- arflokksins og Sambands íslenskra samvinnufélaga. Eftiahagslögmálin gilda þrátt fyrir allt um SÍS Guðjón B. Ólafsson sagði á þess- um vettvangi að það væri eina hlut- verk ríkisstjómarinnar að sjá til þess að gengið sé rétt skráð og að verðbólga sé innan skynsamlegra marka. Og það er kominn tími til, sagði hann, að ríkisstjómin hætti að hugsa um einhver smáatriði. Þetta eru býsna stór orð. Að því er varðar þessi tvö meginhlutverk ríkisstjómarinnar, eins og forstjóri Sambandsins lýsir þeim, hefur hún í einu og öllu farið í gagnstæða átt við það sem hann telur rétt. Ríkis- stjómin neitar að skrá gengi krón- unnar miðað við þarfir útflutnings- framleiðslu og í þeim tilgangi að ná niður viðskiptahalla. Og ríkis- stjómin hefur með skattastefnu sinni og öðmm ákvörðunum staðið að því að auka verðbólguna veru- lega á nýjan leik. í stefnuræðu sinni síðastliðið haust sagði forsætisráðherra að það væri eitt meginatriðið í stefnu nú- verandi ríkisstjómar að hverfa frá almennt viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjóm efnahagsmála. Þessari stefnuræðu svarar Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, á spástefnu Stjómunarfélagsins með þvf að segja að samspil okkar við önnur lönd sé að verða nánara með hverjum mánuði sem líði og , við höfum ekki efni á því að halda að efnahagslögmál gildi ekki á okk- ar kletti. Það sé algjör blekking. Forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur með þessum orðum kveðið upp mjög alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjóminni, sem að formi til lýtur forystu Framsókn- arflokksins. Það fer ekki á milli mála, að stjómarstefnan er farin Þorsteinn Pálsson að sverfa að fyrirtækjum á lands- byggðinni, þegar samvinnuhreyf- ingin talar á þennan máta við for- ystu Framsóknar í ríkisstjóm. Ugglaust er það svo að þessum orðum er fyrst og fremst beint að formanni Alþýðubandalagsins, sem mótað hefur stefnu ríkisstjómarinn- ar í efnahags- og fjármálum. En Framsóknarflokkurinn getur hins- vegar ekki vikið sér undan því að hin formlega forysta í ríkisstjóm- inni er á hans hendi og forystumenn Framsóknar verða því ekki leystir undan ábyrgð í þessu efni. Ólaftir R. tekinn fram yfir sjávarútveginn Það á að heita svo að ríkisstjóm- in hafi nú í undirbúningi efnahags- aðgerðir. Augljóst er að þar er ver- ið að hlaupa í kringum aðalatriðin eins og kötturinn hleypur í kringum heita grautinn. Og grundvallar- hugsunin er sú að ísland sé eina landið í heiminum þar sem efna- hagslögmál gildi ekki. Með öðrum orðum, þrátt fyrir aðvörunarorð forstjóra Sambands- ins á að halda áfram á sömu braut. Sjávarútvegurinn verður skilinn eft- ir við mikinn hallárekstur og engar raunvemlegar ráðstafanir em gerð- ar til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur útflutnings og sam- keppnisiðnaðarins. Og vaxandi við- skiptahalli sýnist vera markmið en ekki vandi í augum stjómarflokk- anna. Forystumenn bæði í sjávarútvegi og iðnaði hafa varað ríkisstjómina við afleiðingum þessarar stjómar- stefnu. Og einn af foringjum íslenskra sjómanna, Óskar Vigfús- son, segir í viðtali við Þjóðviljann að gengisbreyting með viðeigandi hliðarráðstöfunum sé óumflýjanleg og hann snýst gegn þeim hugmynd- um sem sjávarútvegsráðherra hefur verið með um að auka við sjóða- báknið. Þannig virðist vera nákvæmlega sama hvar borið er niður. Gagnrýn- in á stjómarstefnuna verður æ þyngri og alvarlegri, en forysta Framsóknarflokksins lætur það eins og vind um eyru þjóta til þess að styggja ekki Olaf R. Grímsson. Nú setur enginn stólinn fyrir dyrnar Á sínum tíma gerðist vinstri arm- urinn í Framsóknarflokknum æði fyrirferðarmikill. Þeir sem þar vom í forystu mynduðu sérstaka hreyf- ingu sem kölluð var Möðmvalla- hreyfíng. Ólafur R. Grímsson var helsti forystumaður þessarar vinstri hreyfingar í Framsóknarflokknum. Ólafur Jóhannesson, sem þá var formaður Framsóknarflokksins, gerði sér á hinn bóginn mæta vel grein fyrir því að vinstri slagsíða myndi grafa undan trausti Fram- sóknarflokksins hjá borgaralegu ftjálslyndu fólki í landinu. Hann ákvað því að láta hart mæta hörðu. Afleiðingin varð sú að hluti hins róttæka arms Framsóknarflokksins gekk úr flokknum, en aðrir ákváðu að sitja um kyrrt og hafa hægt um sig. Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, er einn af forystumönnum í vinstri armi flokksins, sem ekki yfirgaf hann á „Það á að heita svo að ríkisstjórnin hafí nú í undirbúningi efiaahags- aðgerðir. Augljóst er að þar er verið að hlaupa í kringum aðal- atriðin eins og köttur- inn hleypur í kringum heita grautinn. Og grundvallarhugsunin er sú að Island sé eina landið í heiminum þar sem efnahagslögmál gildi ekki.“ sínum tíma. Nú hafa þessi öfl náð saman á nýjan leik, en sú breyting hefur orðið á að nú er engin forysta í Framsóknarflokknum sem setur vinstri arminum stólinn fyrir dyrn- ar. Flest bendir til þess að þessi gömlu tengsl Möðruvellinganna í vinstri armi Framsóknarflokksins og í núverandi forystu Alþýðu- bandalagsins séu meginástæðan fyrir því að Alþýðubandalagið hefur náð undirtökum í núverandi ríkis- stjórn með þeim afleiðingum fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf, sem enginn hefur lýst á einfaldari og skýrari hátt en forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Alþýðuflokkurinn víðsflarri boðskapnum Staða Alþýðuflokksins í þessari nýju samfylkingu vinstri aflanna er nokkuð sérkennileg. Upp á síðkastið hefur mikið borið á til- raunum formanns Alþýðuflokksins til þess að sameinast Álþýðubanda- laginu eða bindast því mjög nánum böndum. Afleiðingin virðist ætla að verða sú sama og hjá Framsókn að ftjálslynd borgaraleg öfl leita frá flokknum. Ritstjóri Alþýðublaðsins fjallar um þetta nýja hlutskipti Alþýðu- flokksins f ritstjómargrein síðastlið- inn miðvikudag. Þar segir: „Á einu og sama árinu hefur Jón skilið við íhaldið, vangað Framsókn og gefið Allaböllum undir fótinn." Hér er verið að lýsa formanni Alþýðu- fiokksins sem einhvers konar pólitískri lauslætiskonu. Það fer ekki á milli mála að Al- þýðuflokkurinn hefur verið að reyna að troða sér inn í hið nýja bandalag Möðruvallahreyfingarinnar í Fram- sókn og Alþýðubandalagsins með sameiningarhugmjmdunum. En um þetta segir Alþýðublaðið, að eins og sakir standa, sé hætt við að samnefnari þeirrar stefnu, sem flokkamir tveir gætu komið sér saman um, yrði víðs fjarri þeim hugmyndum sem Jón Baldvin hefur á síðari áram haft um framtíðar- samfélagið íslenska. Hér er fast að orði kveðið. Möguleikamir á mál- efnasamstöðu era vfðsfjarri boð- skap Alþýðuflokksins á undanföm- um áram. Undir forystu Jóns Sigurðssonar í efnahagsmálum er Alþýðuflokkur- inn að verða eins konar tákn um afturhvarf til fortfðarinnar. Hann er tákn um fráhvarf frá almennt viðurkenndum vestrænum aðferð- um við stjóm efnahagsmála. Hann er tákn þeirra, sem sætta sig við að Alþýðubandalagið hafí neitunar- vald um samstarf við erlenda aðila um uppbyggingu stóriðju og síðar stórvirkjana í landinu á vegum ís- lendinga. Hann er tákn um pólitfska stýringu á bankakerfínu. Hann er tákn fyrir auknar niðurgreiðslur og millifærslur. Velferðarkerfi fyrir- tækjanna í ríkissjóði blómstrar meir en nokkra sinni fyrr með atkvæðum Alþýðuflokksins. Áugljóst er að forysta Alþýðu- flokksins hefur ákveðið að yfírgefa stefnu sína, þannig að að dómi Al- þýðublaðsins fer því víðs fjarri að hún samræmist þeim boðskap sem fluttur hefur verið á undanfömum áram. Flokkurinn hefur valið sér það hlutverk að verða eins konar hækja. Möðravallahreyfingarinnar í Framsókn og Alþýðubandalagsins. Það fer sannarlega ekki mikið fyrir pólitískum metnaði á þeim bæ um þessar mundir. - Höfundur er formaður Sjálfstæð- isfíokksins. Efnahagsstefna og umheimur eftirdr. Jóhannes Nordal Efnahagsvandinn svokallaði hef- ur verið venju fremur mikið á dag- skrá hér á landi að undanfömu, og era menn þó ýmsu variir í þeim efnum. Á undanfömu hálfu öðra ári hefur verið gripið til efnahags- aðgerða á fárra mánaða fresti, og þess á milli hefur sjaldan verið langt hlé á efnahagsumræðum. Einna mestur hefur óróleikinn verið á sviði gengismála, en á síðustu ellefu mánuðum hefur gengi krónunnar verið lækkað fjóram sinnum, eftir að hafa verið nokkuð stöðugt í rúm- lega tvö ár þar á undan. Og enn á ný er þessa dagana verið að ræða um frekari aðgerðir bæði í gengis- málum og á fjármagnsmarkaði. Nú er það ekki ætlun mín í dag að leggja neitt beinlínis til umræð- unnar um þær aðgerðir, sem ýmsir telja nauðsynlegar á allra næstu dögum eða vikum. Jafnframt vil ég taka það skýrt fram; að ég hef ekki dregið í efa nauðsyn þess að gera öflugar ráðstafanir til að að- laga þróun þjóðarútgjalda breyttum ytri skilyrðum eftir þá ofþenslu og launahækkanir, sem áttu sér stað á árunum 1986 og 1987. Mig lang- ar hins vegar til þess að varpa fram þeirri spumingu, hvort viðbrögðin við þessum vandamálum hafí ekki um of einkennzt af skammtíma- lausnum, án tillits til þeirra langtímasjónarmiða, sem íslending- ar þurfa að hafa í huga í stjóm efnahagsmála. Við hljótum að spyija okkur, hvers vegna íslend- ingar hafa enn á ný fjarlægzt aðrar þjóðir í þeirri þróun í átt til meiri efnahagslegs stöðugjeika og opnara hagkerfís, sem hefur verið að eiga sér stað í öðram þróuðum löndum, ekki aðeins í Evrópu, heldur einnig utan hennar, t.d. í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Sveiflur í viðskiptakjörum Þegar slíkur samanburður er gerður, er því gjaman haldið fram, að hér sé ólíku saman að jafna. íslendingar eigi við að etja miklu meiri óstöðugleika og sveiflur í at- vinnuháttum en aðrar þjóðir vegna breytilegs afla og markaðsað- stæðna erlendis, svo að ekki sé við því að búast, að sömu hagstjómar- aðferðir eigi við hér á landi og ann- ars staðar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessi skoðun á við lítil rök að styðjast, þótt menn hafi hana hver eftir öðram án hugsunar eða samanburðar. Margar aðrar iðnvæddar þjóðir búa einnig við miklar sveiflur í viðskiptakjörum, raungengi og öðrum ytri aðstæðum, svo að ekki sé talað um þau vanda- mál á þessu sviði, sem mörg þróun- arlandanna eiga við að etja. Sé litið til okkar næstu nágranna, Norð- manna, er ljóst, að þeir hafa að undanfömu gengið í gegnum miklu meiri sveiflur I útflutningstekjum en íslendingar, sem valdið hafa þeim veralegum búsifjum. Þeir hafa hins vegar tekizt á við vandann með mun meiri festu og lagt meg- ináherzlu á stöðugleika í gengi og launamálum, svo að verðbólgu yrði haldið í skefjum, jafnframt því sem .aðhald í ríkisfjármálum og peninga- málum, samfara háum vöxtum, hefur dregið úr eftirspum. Vissu- lega hefur þessi stefna ekki forðað Norðmönnum frá sársaukafullri aðlögun, svo sem gjaldþrotum fyrir- tækja og minnkandi atvinnu, en nú era greinileg merki batnandi efna- hags þar í landi samfara meiri stöð- ugleika í verðlagi og efnahags- þróun. En Norðmenn era ekki eina dæmið í þessu efni. Á undanfömum áratug hefur orðið veraleg breyting á hagstjómaraðferðum meðal allra iðnvæddra þjóða. Hér vil ég aðeins nefna þijú mikilvæg atriði, sem ein- kenna þá efnahagsstefnu, sem þar er nú ríkjandi, og öll hljóta að vera okkur íslendingum íhugunarefni. í fyrsta lagi einkennist þessi stefna af því, að megináherzla er nú lögð á almennar hagstjómarað- gerðir, sem beitt er af sem mestum stöðugleika frá ári til árs. Á þetta einkum við um stefnuna í ríkis- fjármálum og skattamálum, jjróun peningamagns og gengis. I stað virkari hagstjómar, sem almennari var á sjötta og sjöunda áratugnum, er nú lögð áherzla á það, að búa þurfi atvinnurekendum og neytend- um sem stöðugust almenn skilyrði, svo að efnahagslegar ákvarðanir þeirra geti byggzt á sem traust- ustum granni. Þannig er leitazt við að skapa skilyrði þess, að verðlag sé sem stöðugast og fyrirtæki og einstaklingar geti sem bézt metið arðsemi þeirrar fjárfestingar, sem í er lagt. Dr. Jóhannes Nordal í öðra lagi hefur þessi stefna byggzt á auknum markaðsbúskap og aðgerðum til þess að draga úr hvers konar hömlum en hvetja í þess stað til aukinnar samkeppni. Jafnframt hefur bæði verið dregið úr opinberum stuðningi við einka- rekstur og ríkisfyrirtækjm breytt í hlutafélög, sem síðan hafa verið seld einkaaðilum. Einna mest hefur breytingin orðið á fjármagnsmark- aðnum, þar sem áður voru víða beinar hömlur á útlánastarfsemi og miðstýring vaxta. í stað þess hefur nú verið komið á víðtæku frjálsræði á fjármagnsmörkuðum undir eðli- legu eftirliti í þágu öryggis og heil- brigðra viðskiptahátta. Þetta þýðir, að beinum áhrifum stjómvalda á vaxtaákvarðanir er lokið, en þau geta þó eftir sem áður haft veraleg áhrif á vaxtaþróun með almennum aðgerðum, sem hafa áhrif á fram- boð og eftirspum á fjármagnsmark- aði. í þriðja lagi er svo að nefna hina miklu áherzlu, sem nú er lögð á nánari efnahagsleg samskipti þjóða og þá samræmingu í efnahags- stefnu, sem þeim verður að fylgja. I kjölfar þess ftjálsræðis, sem lengi hefur ríkt í vöraskiptum milli vest- rænna þjóða, hefur á síðustu áram verið lögð megináherzla á aukið ftjálsræði í fjármálaviðskiptum og þjónustuviðskiptum þjóða í milli. Þess virðist nú skammt að bíða, að allar Evrópuþjóðir, ekki aðeins inn- an Efnahagsbandalagsins, heldur einnig utan, hafí afnumið með öllu hvers konar hömlur á fjármála- og bankaviðskipti milli landa. Fyrir okkur íslendinga er sérstaklega nauðsynlegt að gefa gaum að þeirri öra þróun, sem á sér stað í þessum efnum í Evrópu, þar sem reikna má með, að allar gjaldeyrishömlur verði úr sögunni innan þriggja ára. ísland og Evrópa Ekki er auðvelt að segja fyrir um það á þessari stundu, hver verða hin formlegu tengsl íslands við hinn stóra Evrópumarkað í framtíðinni. Eitt virðist mér augljóst, að þau hljóti að verða náin og nánast úti- lokað, að íslendingar geti einir Evr- ópuþjóða rekið sjálfstæða gengis- steftiu og búið bæði við miklu meiri verðbólgu en aðrar þjóðir og margs konar höft í fjármagnsviðskiptum. Sé þetta svo, er vissulega tímabært að fara að hafa hliðsjón af þessu við mótun stefnunnar í efnahags- málum nú þegar, enda er skammur tími til stefnu. Þetta hafa hinar Norðurlandaþjóðimar, sem utan við Efnahagsbandalagið standa, þegar farið að gera, og er þó vandi þeirra í þessum efnum mun minni en okk- ar. Augljóst er, að gera þarf breyt- ingar á mörgum sviðum í stjórn efnahagsmála hér á landi, ef við eigum að geta slegizt í för með öðram þjóðum í þeirri öra þróun, sem nú á sér stað og framundan er. Tvo mikilvæga þætti þeirrar þróunar vil ég gera hér sérstaklega að umræðuefni, enda kunnugri þeim en ýmsum öðram. Á ég hér „Reynsla gengissam- starfs Evrópulanda er hins vegar sú, að aðhald í gengismálum og þröngar reglur um frá- vik frá föstu gengi geti verið mikilvægur grundvöllur aðhalds og aga á öðrum sviðum efnahagsmála. Þannig hafa þær þjóðir innan samstarfsins, sem áður bjuggu við mesta verð- bólgu, orðið að beita harðari aðhaldsaðgerð- um en aðrar, einkum í peningamálum og ríkis- Qármálum, til þess að geta orðið samstarfs- þjóðum sínum sam- ferða í gengismálum.“ við stefnuna í gengismálum og þró-. un fjármagnsmarkaðarins. Sífellt nánara samstarf og sam- ræming í gengisþróun hefur um langt árabil verið einn meginkjarni þeirrar stefnu Evrópuþjóða að sam- ræma sem bezt efnahagsstefnu sína og tengjast nánari viðskiptasam- böndum. Flestar þjóðir innan Efna- hagsbandalagsins hafa nú um margra ára skeið tekið þátt i geng- issamstarfi, þar sem stefnt er að sem mestum stöðugleika milli geng- is þátttökurikjanna, enda þótt viss- ar leiðréttingar á gengi séu leyfðar, ef um það næst samkomulag meðal þátttökuríkjanna. Reynslan af þessu gengissamstarfi er að allra dómi mjög jákvæð og hefur stöðug- leiki í gengi milli þessara ríkja far- ið vaxandi ár frá ári, jafnframt því sem samræming í gengisþróun hef- ur haft hagstæð áhrif á aðra þætti efnahagsmála. Sérstaklega er at- hyglisvert, hve mikil áhrif þessi samvinna hefur haft í þá átt að draga úr verðbólgu, einkum í þeim ríkjum, sem mesta verðbólgu höfðu í upphafi. Þannig hefur meðalverð- bólgan í þessum ríkjum lækkað á átta áram úr um 12% í rúmlega 2%, en mesta verðbólga í einstöku landi úr 21% í rúmlega 5%. Hliðstæð samræming hefur átt sér stað varð- andi aðra þætti efnahagsmála, svo sem í viðskiptajöfnuði og launaþró- un. Hinn aukni stöðugleiki í efna- hagsmálum, sem áunnizt hefur meðal þessara þjóða, hefur um leið skapað grandvöll betra jafnvægis, einnig fyrir þær þjóðir Evrópu, sem standa utan við sjálft gengissam- starfið. Hafa þær reyndar flestar hveijar lagt á það áherzlu að draga sem mest úr gengissveiflum á milli sín og samstarfsþjóðanna. Á þetta m.a. við um Norðurlöndin þrjú, Svíþjóð, Noreg og Finnland, en ekki síður Austurríki og Sviss. Á þennan hátt leitast þessar þjóðir við að bæta viðskiptastöðu sína inn- an Evrópu og búa í haginn fyrir nánari efnahagstengsl í framtíð- inni. Hafa menn þá ekki sízt í huga það markmið, sem margir sjá fyrir sér innan áratugar eða svo, að öll Evrópa verði orðin að einu gengis- svæði, sem fyrr eða síðar myndi taka upp einn sameiginlegan gjald- miðil. Aðhald og agi Nú er það vitaskuld ljóst, að yfir- lýsingar um stöðugt gengi era ekki nægilegar til þess að skapa festu í efnahagsmálum. Reynsla gengis- samstarfs Evrópulanda er hins veg- ar sú, að aðhald í gengismálum og þröngar reglur um frávik frá föstu gengi geti verið mikilvægur grand- völlur aðhalds og aga á öðram svið- um efnahagsmála. Þannig hafa þær þjóðir innan samstarfsins, sem áður bjuggu við mesta verðbólgu, orðið að beita harðari aðhaldsaðgerðum en aðrar, einkum í peningamálum og ríkisfjármálum, til þess að geta orðið samstarfsþjóðum sínum sam- ferða í gengismálum. Samkvæmt reglum samstarfsins er ekki leyft að breyta genginu með tilliti til afkomu tiltekinna atvinnuvega, eins og lengi hefur tíðkazt hér á landi, og ekki heldur til þess að bjarga atvinnurekendum og launþegum frá afleiðingum óraunhæfra kjara- samninga. í stað þess verður ríkis- valdið að einskorða sig við aðgerðir til þess að bæta hin almennu skil- yrði atvinnurekstrar í landinu með endurbótum í skattamálum, stuðn- ingi við tækniframfarir og ráðstöf- unum til að auka samkeppni, svo að nokkuð sé nefnt. í þessu sam- bandi er ástæða til að nefna, að jafnframt því sem menn réttlæta gengislækkanir hér á landi hvað eftir annað með vísun í erfiða eig- iníjárstöðu fyrirtækja, virðist lítill pólitískur áhugi fyrir því að bæta skattalega stöðu eigenda hlutaflár eða gera aðrar ráðstafanir til þess að auka eiginfjárframlög til at- vinnurekstrar í landinu. A því sviði sem og mörgum öðram búa at- vinnufyrirtæki hér á landi við mun lakari starfsskilyrði en keppinautar þeirra erlendis. Þróun fjármagiismarkaðarins Kem ég þá að lokum að þróun fjármagnsmarkaðarins, en þar hafa breytingar verið einna örastar hvar- vetna í heiminum á undanfömum áram. Hafa þessar breytingar bæði verið fólgnar í afnámi margs konar hafta, sem áður giltu á fjármagns- mörkuðum hvers lands fyrir sig, en ekki síður í þvi að brjóta niður múrana milli fjármagnsmarkaða einstakra landa. Hefur þannig skapazt gífurlega stór alþjóðlegur fjármagnsmarkaður, þar sem vextir era fijálsir og litlar sem engar tak- markanir á flutningi Qármagns milli landa. Þessi þróun á ekki ein- göngu rætur að rekja til breyttrar stefnu í efnahagsmálum og aukinn- ar trúar manna á hagkvæmni fijálsra fjármagnsviðskipta, heldur Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.