Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 Félag aldraðra stofiiað á Akranesi Akranesi. í undirbúningi er stofnun félags eldri borgara á Akranesi og er stofnfundur þess ákveðinn sunnudaginn 5. febrúar nk. Tilgangur félagsins er m.a. að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks á Akranesi. Því er ætlað að stuðla að úrbótum í húsnæðismál- um aldraðra og efla félags- og tóm- stundastarf bæði á vegum félagsins og utan þess. Þá kemur félagið til með að marka stefnu í atvinnumál- um aldraðra og kanna nýjar leiðir í þeim efnum. Félagið mun einnig hvetja fólk til að búa sig sem best undir eftir- launaaldurinn með fyrirhyggju og þjálfun við verkefni sem hugur stendur til og veita leiðbeiningar um slíkt með ýmsu móti. Fleira má til taka um tilgang félagsstofnunarinnar svo sem ýmis félagsleg réttindi aldraðra. Fólk er því hvatt til að fjölmenna á stofn- fundinn sem verður haldinn á Hótel Akranesi sunnudaginn 5. febrúar nk. og hefst kl. 14.00 stundvíslega. Rétt til að gerast félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri, eða eftirlaunaaldri, hafi þeir náð honum fyrr og einnig makar félagsmanna þó yngri séu. Einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanir geta orðið styrktaraðilar. - JG * Málm- og skipasmíðasamband Islands: Kaup launþega ekki or- sök eftiahagsvandans FUNDUR miðstjórnar Málm- og skipasmíðasambands íslands mót- mælir harðlega þeirri kjaraskerðingu, sem lögð er á launþega í formi hækkunar vöruverðs og skatta. í fréttatilkynningu frá Málm- og skipasmíðasambandinu segir að verðhækkanir rýri ekki aðeins kaupmátt gagnvart nauðsynjavöru, heldur leiði þær einnig til hækkunar á skuldum þeirra sem reyna að eignast eigið húsnæði. Þá sé þessi kjaraskerðing framkvæmd á sama tíma og verulegur samdráttur sé í tekjum vegna minnkandi atvinnu. ítrekar fundurinn að kaup launþega sé ekki orsök efnahagsavandans, heldur sé ofQárfesting, skipulags- leysi og of lítil framleiðni ásamt rangri stefnu ríkisvaldsins undan- farin ár í efnahags- og atvinnumál- um ástæður fyrir erfiðri stöðu sumra fyrirtækja. Bylgjan mótmæl- ir kvótaskerðingn SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé- lagið Bylgjan á ísafirði hefur mótmælt við sjávarútvegsráðu- neytið þeim aðferðum, sem not- aðar eru við útreikning afla- marks þeirra togara, sem réru á sóknarmarki á síðasta ári. Félag- ið telur kvótaskerðingu þeirra mun meiri en meðaltalið, eða allt að 70% skerðingu á grálúðuheim- Venus með 5.000 tonn FRYSTISKIPIÐ Venus HF 519 veiddi 5.004 tonn á síðasta ári, en ékki 4.868 tonn, eins og fram kom í frétt á bls. 7 hér i blaðinu í gær. Villa var í yfirliti LÍÚ um afla togaranna vegna rangra upplýsinga frá útgerðinni. ildum og 20% á þorskveiðiheim- ildum. Stjóm Bylgjunnar hefur vegna þessa sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Stjóm Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á Vest- fjörðum mótmælir harðlega þeim aðferðum sem notaðar eru til út- reiknings aflamarks þeirra togara sem rém á sóknarmarki 1988. Það er ljóst að veiðiheimildir vestfirskra togara lækka um allt að 70% í grá- lúðu og allt að 20% í þorski á sama tíma og heildarsamdráttur í veiðum er 10%. Stjómin bendir á að fisk- veiðiheimildir Vestfirðinga hafa þegar verið skomar það mikið niður í skjóli kvótakerfisins að ekki er á bætandi né veijandi gagnvart þeirri byggð sem á hvað erfiðast upp- dráttar í landinu. Stjómin ítrekar fyrri ályktanir félagsins og hvetur stjómvöld til að taka upp réttlátari stefnu í fiskveiðimálum." Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 63,00 63,00 63,00 2,701 170.220 Þorskur ósl. 57,00 57,00 57,00 0,083 4.731 Ýsa 115,00 81,00 101,15 1,083 109.548 Ýsa ósl. 101,00 85,00 87,36 3,742 326.942 Ýsa smá ósl. 35,00 35,00 35,00 0,401 14.053 Keila 18,00- 18,00 18,00 0,069 1.243 Ufsi 30,00 30,00 30,00 0,293 8.790 Steinbítur 50,00 35,00 38,41 0,865 33.244 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,014 435 Langa 15,00 15,00 15,00 0,024 368 Lúöa 255,00 255,00 255,00 0,021 5.355 Koli 69,00 69,00 69,00 0,048 3.347 Samtals 72,56 9,347 678.276 Selt var frá Hafbjörgu sf, Stakkholti hf, Fiskverkun Valdimars Elíassonar, Fiskverkun Sigurðar Valdimarssonar, Hliðra hf og Gunnari Ólafssyni. Næstkomandi mánudag verður seldur báta- fiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,50 50,50 50,50 1,000 50.500 Ýsa(óst) 86,00 86,00 86,00 1,500 129.000 Samtals 71,80 2,500 179.500 Selt var úr Sæljóma GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Menn voru misiðnir við Bíbliulesturinn. Sumir lásu með athygli — aðrir lágu útaf með lappirnar upp í loft. Kristileg skólasamtök: 60 á nýársnámskeiði FYRSTU helgina á nýbyijuðu ári komu um 60 félagar úr Kristilegu skólasamtökunum á nýársnámskeið, sem ævinlega er haldið í ársbyijun. Yfírskrift mótsins að þessu sinni var „Fijáls, til hvers?“. Náði mótið frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag og er markmið nám- skeiða af þessu tagi að fræða ungmennin um grundvallaratriði kristinnar trúar. Kristileg skólasamtök eru fyrir unglinga á aldrinum 15—20 ára og eru fundir á Amtmannsstíg 2B í Reykjavík á laugardags- kvöldum klukkan hálf níu, og eru allir velkomnir þangað. - PÞ Metþátttaka á Skákþingi Reykjavíkur SÆVAR Bjarnason varð skák- meistari Reykjavíkur 1989, en hann sigraði með 9 vinninga af 11 mögulegum á Skákþingi Reykjavikur sem lauk á fimmtu- daginn. Þröstur Þórhallsson og Snorri G. Bergsson urðu í 2.-3. sæti með 8V2 vinning. Metþátttaka var á Skákþinginu, að sögn Ólafs S. Ásgeirssonar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. 105 kepp- endur tefldu í opnum flokki. Með 8 vinninga voru Þröstur Ámason, Dan Hansson, Jón G. Við- arsson og Tómas Björgvinsson. 7V2 vinninga hlutu Hannes Hlífar Stefánsson, Daði Örn Jónsson, Ró- bert Harðarson, Jóhannes Ágústs- son, Áskell Öm Kárason og Héðinn Steingrímsson. Síðustu umferð mótsins lauk á miðvikudag og síðustu biðskákir vom tefldar í gærkvöldi. Skákþing Reykjavíkur var haldið í félagsheimili TR við Grensásveg. TR sá um framkvæmd mótsins. A sama stað verður hraðskákmót Reykjavíkur næstkomandi sunnu- dag og hefst kl. 14.00. Ratleikur á Miklatúni FIMM stofhanir, Námsgagna- stofnun, Skólaþróunardeild Menntamálaráðuneytisins, Kenn- araháskóli íslands, Fóstruskóli íslands og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, munu gangast fyrir nýstárlegri kynningu undir ber- um himni á Miklatúni á mánudag og þriðjudag. Er tilgangurinn sá, að benda kennurum, fóstrum og uppalendum á mikilvægi náttú- runnar i daglegu lífi og kennslu barna. Islensk verk í Listasafni í LISTASAFNI íslands standa nú yfir sýningar á islenskum verkum í eigu safnsins. Í sal 1 em kynnt verk Jó- hannesar Kjarvals, Jóns Stef- ánssonar og Gunnlaugs Sche- vings. Landlagsmálverk Þórar- ins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar em sýnd í sal 2. Á efri hæð safnsins em sýnd ný aðföng, málverk og skúlpt- úrar eftir íslenska listamenn. Leiðsögn um sýningar í húsinu í fylgd sérfræðings fer fram á sunnudögum klukkan 15.00 og em auglýstar. GENGISSKRÁNING Nr. 24. 3. febrúar 1889 Kr. Kr. Tofl- Eln. Kl. 09.16 Kaup 8«la otnal Dollari 50,08000 50,20000 50,03000 Sterip. 87,55700 87,76700 87,86500 Kan. dollari 42,15700 42,25800 42,23900 Dönsk kr. 6,87910 6,89560 6,89590 Norsk kr. 7,40010 7,41780 7,41790 Sænsk kr. 7,87920 7,89800 7,92490 Fi. mark 11,60600 11,63380 11,68650 Fr. íranki 7.84830 7,86710 7,87940 Belg. franki 1,27450 1,27760 1,27970 Sv. franki 31,45040 31,52570 31,49510 Holl. gyllini 23,65330 23,71000 23,73170 V-þ. mark 26,70430 26,76830 26,78700 ít. líra 0,03657 0,03666 0,03666 Austurr. sch. 3,79750 3,80660 3,80960 Port. escudo 0,32550 0,32630 0,32950 Sp. peseti 0,42480 0,42580 0,43250 Jap. yen 0,38775 0,38868 0,38528 írski pund 71,35100 71,52200 71,73800 SDR (Sérst.) 65,48410 65,64100 65,48180 ECU, evr.m. 55,73650 55,87010 55,95610 Tollgengí fyrir febrúar er sölugengi 30. janúar. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32.70. „Þetta er hugmynd sem við höf- um verið að smáþróa hjá okkur og þykir upplagt að reyna einmitt nú á þessum árstíma þegar fólk hikar gjaman við að fara með bömin út vegna veðurs og færðar," sagði Þórður Kristjánsson hjá Náms- gagnastofnun. Hann sagði að í vik- unni hefðu fulltrúar umræddra stofnanna unnið saman í vinnuhóp- um sem hver um sig hefði fjallað um einstaka þætti í náttúmnni. Þannig fékkst einn hópurinn við tré og plöntur, annar við snjór, vatn, er hún einnig afleiðing þeirrar tæknibyltingar, sem átt hefur sér stað í fjarskiptum og hvers konar samgöngum á milli landa. Með æ nánari tengslum milli þjóða, sem ferðalög og fjarskipti nútímans hafa í för með sér, verður sífellt óraun- hæfara að viðhalda þeim hömlum á sviði fjármagnsflutninga og þjón- ustuviðskipta milli landa sem sjálf- sagðar þóttu víðast hvar fyrir fáein- um ámm. Fyrir litla þjóð, eins og íslendinga, sem eiga alla lífsafkomu sína undir viðskiptum við erlendar þjóðir, er einangmnarstefna í þess- um efnum ekki aðeins óskynsamleg, heldur áreiðanlega óframkvæman- leg til lengdar. Allt þetta verðum við að hafa í huga, þegar teknar em ákvarðanir um þróun peningamarkaðsins hér á landi á næstu ámm og hugsanlegar hömlur á starfsemi hans. Enn höf- um við ekki nema þriggja til fjög- urra ára reynslu á starfsemi frjáls fjármagnsmarkaðs hér á landi, og því ekki að undra, þótt enn sé við ýmsa barnasjúkdóma að etja. Hins vegar er enginn vafí á því, að auk- ið fijálsræði og samkeppni á þess- um markaði hefur þegar leitt til stóraukins innlends spamaðar og tryggt öllum jafnari og greiðari aðgang að ijármagni { stað þess skömmtunarkerfis, sem áður var við lýði. Vissulega þurfti að koma til bætt ávöxtun sparifjár til þess að auka framboð á innlendu fjár- ís og veður og sá þriðji við jarðveg- ur. „Á mánudag og þriðjudag koma svo kennarar og fóstmr með böm á Miklatúnið og þar verður farið í nokkurs konar ratleik, þar sem fræðslu um hvem flokk er að fínna í hverri stöð. Þetta er tilraun hjá okkur og ef hún lofar góðu verður leikurinn endurtekinn í vor,“ sagði Þórður. Umrædda daga verður tvívegis efnt til ratleiks, sá fyrri stendur milli klukkan 10.00 og 11.30 og sá síðari milli klukkan 14.00 og 15.30. magni, en jafnframt hafa hærri ávöxtunarkröfur hvatt fyrirtæki til þess að nýta fjármagnið betur og taka tillit til raunvemlegs fjár- magnskostnaðar í landinu, þegar teknar em ákvarðanir um nýja fjár- festingu. Með því móti mun hinn fijálsi markaður smám saman leiða til hagstæðari rekstrar og bættrar afkomu. Sú staðreynd, að raunvextir hafa verið tiltölulega háir hér á landi að undanfömu hefur fyrst og fremst verið afleiðing jafnvægisleysis í íslenzkum þjóðarbúskap og sífelldr- ar óvissu um stjóm og stefnu í efna- hagsmálum. Áukinn stöðugleiki í þeim efnum mun áreiðanlega fljót- lega koma fram í lækkandi vöxtum, eins og dæmin hafa reyndar þegar sannað. Hér ber því allt að sama brunni. Þegar allt kemur til alls eiga íslend- ingar engra annarra kosta völ en að beina þróun efnahagsmála hér á landi inn á sömu brautir og ná- grannaþjóðir okkar, ef við eigum að forðast viðskiptalega og efna- hagslega einangrun í framtíðinni. Þetta markmið verður því að vera meira ráðandi í stjóm efnahags- mála á næstunni en verið hefur, í stað þeirra skammtíma sjónarmiða, sem hafa verið efst á baugi í þess- um efnum nú um skeið. Höfundur er formaður banka- stjórnar Seðlabanka íslands. Efhahagsstefna og umheimur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.