Morgunblaðið - 04.02.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
31
smáauglýsingar
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar |
□ GIMLI5989627 -1 Atkv., Fri.
□ MÍMIR 5989627 = 1 Frl.
Auöbrekku 2.200 Kópavogw
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
KFUM & KFUK 1899-1969
90 ár fyrir eeAbu lslands
KFUM og KFUK
Almenn samkoma á morgun kl.
16.30 á Amtmannstig 2b.
Bústaður Guðs! (Jes. 57,15).
Ræðumaður Benedikt Jasonar-
son. Barnasamkoma verður á
sama tíma. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir sunnudag-
inn 5. febrúar
1) Kl. 13.00 Þorlákshöfn - Hafn-
arskeið.
Ekið til Þorlákshafnar, gengið
með ströndinni í átt að Hafnar-
skeiði. Ekið að Óseyrarbrú. Verð
kr. 800,-
2) Kl. 13.00 Eldborg - Leiti -
Geitafell, skíðagöngur.
Verð kr. 800,-
Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bil.
Næsta myndakvöld verður mið-
vikudaginn 8. febrúar f Sóknar-
salnum, Skipholti 50a. Sýndar
myndir frá Breiðafjarðareyjum
og loftmyndir af hálendinu.
Ferðafélag íslands.
ÚtÍVÍSt, Giol'nni 1
Sunnudagur 5. febr.
kl. 13.00
Landnámsgangan 3. ferð
Strandgangan frá Blikastaðakró,
með Leirvogi að Víðinesi.
Áhugaverð leið. Stærstu sjávar-
fitjar á Suðvesturlandi.
Staðkunnugur heimamaður
slæst i hópinn og fræðir um
sitthvað sem fyrir augu ber. I
landnámsgöngunni er gengiö
með ströndinni frá Reykjavík i
Hvalfjörð og á mörkum land-
náms Ingólfs að Ölfusárósum i
21. ferð. Framhald af hinni vel-
heppnuðu strandgöngu i fyrra.
Verið með frá byrjun. Allir geta
verið með. Ferð nr. 2 verður far-
in í vor.
Verð 500,- kr. fritt f. börn m.
fullorönum. Brottför frá BSÍ,
bensinsölu. Viðurkenning veitt
fyrir góöa þátttöku.
Utivistarganga er besta heilsu-
bótin. Gerist Útivistarfélagar.
Fáið ykkur feröaáætlun Útivistar
1989. Útivist: Sími/símsvari:
14606. Sjáumst.
Útivist, ferðafélag.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almenn bænasamkoma i kvöld
kl. 20.30.
i dag kl. 14.00-17.00 eropiðhús
í Þribúðum, Hverfisgötu 42.
Lítiö inn og spjallið um daginn
og veginn. Heitt kaffi á könn-
unni. Við tökum lagiö og syngj-
um saman kóra kl. 15.30. Takið
með ykkur gesti.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Skrifstofan opin
Skrifstofa Týs er opin fyrir allt ungt fólk i
Kópavogi sem vill kynna sór sjálfstæöis-
stefnuna og starf Týs. Helgi Helgason,
formaður skólanefndar Týs verður við á
skrifstofu Týs sem hér segir: Mánudaga frá
kl. 16-17 og föstudaga frá kl. 16-17.
Skrifstofan er í Hamraborg 1, 3. hæð, sími
40708.
Stjóm Týs.
Akranes
Bæjarmálefni
Fundur um bæjar-
málefni verður hald-
inn í Sjálfstæðis-
húsinu við Heiðar-
gerði sunnudaginn
5. febrúar kl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæöisflokksins
mæta á fundinn.
Sjálfstæðisfólögin á
Akranesi.
Fyrirkomulag ökuprófa:
Lítilsvirðing við
landsbyggðina
eftir Gunnar Hallsson og
Kristján Rath Guðmundsson
Undanfarið hefur verið mikil um-
ræða um framkvæmd ökuprófa á
landsbyggðinni í kjöifar þess að Bif-
reiðaeftirliti ríkisins var lokað nú um
síðustu áramót.
Vegna þeirrar óánægju sem fram
hefur komið hjá landsbyggðarfólki
og þá sérstaklega á Vestfjörðum þá
hafði Morgunblaðið samband við
Hjalta Zóphóníasson, skrifstofu-
stjóra hjá dómsmálaráðuneytinu,
þann 17. janúar sl. Þar staðfesti
hann það að prófdómara er ætlað
að koma á Vestfírði einu sinni í
mánuði og það er athyglisvert að
hann byrjar á því að segja að þetta
sé auðvitað engin þjónusta. Það þyk-
ir okkur mikil lítilsvirðing við þá sem
þurfa á þessari þjónustu að halda á
árinu, og er auðvitað viðurkenning
á því sem við erum að segja, að
þetta fyrirkomulag ökuprófa geti
ekki gengið í þessum landsijórðungi
og þess vegna krefjumst við lagfær-
inga.
En það er ýmislegt annað í við-
talinu við Hjalta sem kallar á at-
hugasemdir aí okkar hálfu.
Hjalti nefnir það að nú sé að störf-
um nefnd sem fjallar um þessi mál
og framtíðarskipan þeirra, og að frá
þessari nefnd komi væntanlega til-
lögur um það, en hann segir jafn-
„ Allt tal um að hér
þurfí að þjálfa menn í
svo og svo langan tíma
svo að hægt verði að
löggilda þá er undan-
sláttur.“
framt að þær tillögur eigi eftir að
fara sinn gang í gegnum kerfið.
Landsmenn vita að það getur tekið
sinn tíma að ekki sé nú talað um
ef festa þarf þær með lögum frá
hinu háa Alþingi, þannig að bráða-
birgðafyrirkomulagið í eitt ár gæti
auðveldlega varað lengur en það.
Hjalti segir að þessar bráða-
birgðareglur hafi verið settar í sam-
ráði við ökukennara á landsbyggð-
inni.
Þetta á ekki við um okkur sem
störfum á Vestfjörðum því við okkur
hefur ekki verið talað um þessi mál
og allar upplýsingar um þetta fyrir-
komulag verið af mjög skomum
skammti.
Því verður seint trúað að menn í
dómsmálaráðuneyti lýðveldisins telji
Vestfírði ekki með landsbyggðinni.
Þá segir Hjalti að í athugun sé í
ráðuneytinu að fá trúnaðarmenn á
hveijum stað til að annast hin bók-
legu próf viku áður en nemandinn
fer í akstursprófið.
Þetta er auðvitað vísbending um
að menn eins og Hjalti geri sér grein
fyrir því að þetta fyrirkomulag getur
ekki gengið því þeir sem vinna við
ökufræðslu og þeir sem þessa
fræðslu eru að öðlast vita að mark-
miðið er að þreyta próf þegar þekk-
ing og hæfni hefur náð tilskildum
kröfum, en ekki þegar einhver í
ráðuneytinu ákveður að senda próf-
dómara á staðinn.
En mergur málsins er einmitt sá
að það er í höndum Hjalta að lag-
færa þetta ástand og það hið fyrsta.
Hjalti nefnir í viðtalinu að meðal
þess sem nefndin er að skoða er að
löggilda einstaklinga sem sinni þess-
um málum og fái greitt fyrir hveija
dæmingu. Hvað er því til fyrirstöðu
að gera tilraun með þetta fyrirkomu-
lag í eitt ár?
í öllum landsfjórðungum er val
hæfra manna til að sinna þessu verk-
efni, og allt tal um að hér þurfi að
þjálfa menn í svo og svo langan tíma
svo að hægt verði að löggilda þá er
undansláttur.
Að lokum þetta, það er víða pott-
ur brotinn í fyrirkomulagi öku-
kennslu hér á landi og um það
mætti rita margar línur, en við und-
irritaðir viljum fá aðstöðu til að
vanda sem best fræðslu og þjálfun
þeirra einstaklinga, sem til okkar
leita og gerum þess vegna kröfu til
þess að fá aðstöðu til þess. Þetta
fyrirkomulag ökuprófa er ekki til
þess fallið að stuðla að því, miklu
frekar að ökunámið snúist um það
hvenær prófdómari kemur næst
frekar en að prófið verði þreytt þeg-
ar þekkingu og hæfni er náð.
Höfundar eru ökukennarar i Bol-
ungarvík og ísaSrði.
Allir vegir í Strandasýslu ófserir
Laugarhóli, Bjarnarfírði. M/
SAMKVÆMT upplýsingum Vegagerðarinnar er ófært frá Brú í
Hólmavík og allir vegir norðan Hólmavíkur eru ófærir, þar með
taldir vegir um Bjarnarfjörð og um Drangsnes og vegurinn um
SteingrímsQarðarheiði.
Vegurinn um Bjamarfjörð var
opnaður á miðvikudag og gripu
menn þá tækifærið og fóm á
Hólmavík að versla.
Einnig hélt hússtjóm félags-
heimilisins Laugarhóls fund hér.
Þegar fundi hússtjómarinnar lauk
var komið nokkuð snjókóf og jókst
það stöðugt eftir því sem leið á
kvöldið. Um miðnætti var svo kom-
ið aftakaveður. Vegurinn sem opn-
aður var á miðvikudag er því alger-
lega orðinn ófær.
Fyrir skömmu var settur upp nýr
spennir á raflínuna í Bjamarfirði,
við Sandnes, og búum við nú að
því og höfum hér mun stöðugra
rafmagn og betri spennu. En áður
gat spennan fallið niður í 203 volt.
Þá hefur sími hér á þessu svæði
haldið, þegar þetta er ritað á há-
degi á fimmtudag.
Skólar em lokaðir hér um slóðir
nema heimavistarskólamir og í
Broddanesi, þar sem ekki er heima-
vistarskóli en skólastjórinn lætur
bömin sofa í herbergjum í íbúð
sinni.
Enginn býst við að sólin setjist
í heiði í kvöld, svo vera kann að
ekki þurfi að vænta svo mikilla
snjóa upp úr þessu, samanber
gamla spádóminn „Ef í heiði sólin
sest á sjálfa kyndilmessu, snjóa
vænta máttu mest, maður upp frá
þessu.“
- SHÞ
Matarskattur
á bókvitið
eftir Kristin Má
Gunnarsson
Frá örófi alda hafa íslendingar
lagt stund á ritun bókmennta. Eng-
in þjóð á jafnmiklar heimildir um
upphaf byggðar sinnar og menning-
ar og við. Bókmenntimar hafa flutt
þekkingu milli kynslóða um aldir
og vonandi gera þær það um
ókomna framtíð.
Nú á dögum búum við í velferð-
arríki, þar sem hugtakið penntun
er á hvers manns vörum. Aður fyrr
var menntun forréttindi fárra. Það
var líka ríkjandi viðhorf fyrr á
tímum að bókvitið yrði ekki í askana
látið. Þetta viðhorf hefur breyst;
enginn þykir maður með mönnum
nema vera skólagenginn. Menn
hljóta jafnvel ekki starfsréttindi
nema hafa tilskilda menntun.
Bókvitið verður með öðmm orð-
um í askana látið. Og þetta virðast
stjómvöld hafa hent á lofti: fyrst
sömu lögmál eru farin að gilda um
menntun og mat, skattleggjum við
hvort tveggja. Matarskattur er
lagður á matvælin, en á skólabækur
er lagður 20% söluskattur.
Ég gerði' samantekt á þvi hvað
það kostaði fyrir nýnema að heija
nám í framhaldsskóla í Reykjavík.
Útkoman var vægast sagt skelfileg.
Það kostar hátt á þriðja tug þús-
unda að setjast í framhaldsskóla.
Það sem veldur því að námsbækur
eru svona dýrar, er að stórum hluta
20% söluskattur stjórnvalda.
Það virðist orðinn gamaldags
hugsunarháttur að ríkisstjómin sé
fyrir fólkið; til þess að auðvelda því
lífsbaráttuna. Nú er fólkið til fyrir
stjómina - námsmenn líka.
Niðurfelling skatta af náms-
bókum ætti að vera sjálfsagt mál
í augum stjórnmálamanna, sem
básúna það á mannamótum að jafn-
rétti eigi að ríkja til náms og styðja
beri ungmenni í leit sinni að mennt-
un. Nám skilar sér nefnilega, ef til
langs tíma er litið. Það gildir það
sama um menntunina og atvinnu-
Kristinn Már Gunnarsson
„Bókvitið verður í
askana látið, O g þetta
virðast stjórnvöld hafa
hent á loffci; fyrst sömu
lögrnál gilda um mennt-
un og mat, skattleggj-
um við hvort tveggja.“
vegina, að hvort tveggja þrífst bet-
ur, ef því er ekki íþyngt með skat-
taklafa hins opinbera. Það má jafn-
vel færa rök fyrir því að menntun
sé undirstöðuatvinnuvegur ekki
síðar en sjávarútvegur, hún er að
minnsta kosti undirstaða atvinnu-
veganna.
Höfundur er nemi i FjölbrauUi-
skólanum við Ármúla.