Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Foldaskóla í Grafar-
vogshverfi laugardag kl. 11 ár-
degis. Þátttaka barna úr kirkju-
og sunnudagaskóla Árbæjar-
sóknar í sameiginlegri barna-
guðsþjónustu kirkjusókna
Reykjavíkurprófastsdæmis í
Hallgrímskirkju sunnudag kl.
11.15. Guðsþjónusta í Árbæjar-
kirkju kl. 14. Orgelleikari Jón
Mýrdal. Æskulýðsfundur í safn-
aðarheimilinu sunnudagskvöld
kl. 20.30. Miðvikudag opið hús
fyrir eldri borgara Árbæjarsóknar
í safnaðarheimili kirkjunnar kl.
13.30. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta:
Vegna ferðar í Hallgrímskirkju
eru börnin beðin að mæta í Ás-
kirkju kl. 10.45. Guðsþjónusta kl.
14. Þriðjudag 7. febr. aðalfundur
safnaðarfélags Ásprestakalls í
safnaðarheimili Askirkju kl.
20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál. Miðvikudag 8. febr.
föstumessa í Áskirkju kl. 20.30.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta: Þátttaka í sameig-
inlegri barnaguðsþjónustu
Reykjavíkurprófastsdæmis í Hall-
grímskirkju kl. 11.15. Rútuferð
frá Breiðholtskirkju kl. 10.45.
Æskilegt að yngri börnin séu í
fylgd með fullorðnum. Áríðandi
að mæta tímanlega. Guðsþjón-
usta kl. 14, altarisganga. Organ-
isti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudag
7. febr. bænaguðsþjónusta kl.
18.15. Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta: Sameiginleg barna-
guðsþjónusta Reykjavíkurpró-
fastsdæmis í Hallgrímskirkju
sunnudag kl. 11.15. Ferð verður
frá Bústaðakirkju kl. 10.45. Guðs-
þjónusta kl. 14. Félagsstarf eldri
borgara miðvikudag kl. 13.30-17.
Æskulýðsstarf miðvikudags-
kvöld. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta: Þátttaka í
sameiginlegri barnaguðsþjón-
ustu. Bílferð frá safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 10.45.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
DÓMKIRKJAN: Laugardag 4.
febr. Barnasamkoma kl. 10.30,
Egill og Ólafía. Sunnudag 5. febr.
kl. 11 prestsvígsla: Biskup ís-
lands herra Pétur Sigurgeirsson
vígir Magnús Gamalíel Gunnars-
son kandídat í guðfræði sem
aðstoðarprest í ísafjarðarpresta-
kalli. Vígsluvottar: Sr. Baldur Vil-
helmsson, prófastur. Sr. Bern-
harður Guðmundsson, fræðslu-
stjóri. Doktor Björn Björnsson,
prófessor. Sr. Jakob Hjálmars-
son sem einnlg lýsir vígslu. Sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson,
settur dómkirkjuprestur, annast
altarisþjónustu ásamt biskupi.
Kl. 14. messa. Sr. Hjalti Guð-
mundsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Baldur Sig-
urðsson. Föstumessa miðviku-
dag kl. 18. Örnólfur Ólafsson
guðfræðinemi prédikar.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Sunnudag 5. febr. barnaguðs-
þjónusta: Farið verður í Hall-
grímskirkju með rútum frá Fella-
og Hólakirkju. Mæting 10.15.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson.
Organisti Guðný M. Magnús-
dóttir. Mánudagskvöld kl. 20.30
Æskulýðsfélagið. Þriðjudag kl.
17-18-30 starf fyrir 12 ára börn.
Miðvikudagskvöld ki. 20 messa
með altarisgöngu. Sóknarprest-
ar.
FRÍKIRKJAN f Reykjavfk: Barna-
samkoma kl. 11. Messa kl. 14.
Orgelleikari Violetta Smid. Sr.
Cecil Haraldsson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirðl: Börn
í sunnudagaskóla og foreldrar
þeirra athugið: Farið í heimsókn
í Hallgrímskirkju á sunnudag.
Mæting í kirkjunni kl. 10.30. Far-
ið með rútu kl. 10.40. Æskilegt
að yngri börn séu í fylgd með
fullorðnum. í Hallgrímskirkju
verður sótt barnasamkoma með
sunnudagaskólum í Reykjavík.
Fjölbreytt dagskrá. Ef mögulegt
er tilkynnið þátttöku í síma
651478. Miðvikudag 8. febr. kl.
20 Biblíulestur og fræðslustund
í safnaðarheimilinu Austurgötu
24. Sr. Einar Eyjólfsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma: Þátttaka í sameiginlegri
barnaguðsþjónustu sunnudaga-
skóla í Reykjavíkurprófastsdæmi
í Hallgrímskirkju kl. 11.15 á
sunnudag. Messa kl. 14. Sr.
Halldór S. Gröndal prédikar. Org-
elleikari Árni Arinbjarnarson.
Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Sameigin-
leg barnaguðsþjónusta barna-
starfsins í Reykjavíkurprófasts-
dæmi upp úr kl. 11. Þriðjudag,
fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið-
vikudag, opið hús fyrir aldraða
kl. 14.30. Landspítalinn messa
kl. 10 á sunnudag. Sr. Sigurður
Pálsson. Messa kl. 17 sunnudag,
altarisganga. Sr. Sigurður Páls-
son. Föstumessa nk. miðvikudag
8. febr. kl. 20.30. Sr. Björn Jóns-
son sóknarprestur á Akranesi
prédikar. Kirkjukór Akraneskirkju
syngur. Organisti Jón Ól. Sig-
urðsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Sr. Arngrímur Jónsson. Þátttaka
í sameiginlegri barnaguðsþjón-
ustu sunnudagaskóla Reykjavík-
urprófastsdæmis í Hallgríms-
kirkju. Bílferð frá Háteigskirkju
kl. 10.55. Æskilegt að yngri börn
séu í fylgd með fullorðnum.
Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins-
son. Kvöldbænir kl. 18 miðviku-
dag. Beðið fyrir sjúkum. Prest-
arnir. Miðvikudagskvöld kl. 20.30
föstuguðsþjónusta. Sr. Tómas
Sveinsson.
HJALLAPRESTAKALL: Þátttaka
í sameiginlegri barnaguðsþjón-
ustu Reykjavíkurprófastsdæmis
í Hallgrímskirkju. Rútuferð frá
Digranesskóla kl. 10.45. Áríðandi
að mæta tímanlega. Nauðsyn-
legt að foreldrar komi með börn-
um sínum ef þau eru ekki komin
á skólaaldur. Athugið: Áður aug-
lýst síðdegismessa sem vera átti
kl. 17 fellur niður. Sr. Kristján
Einar Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma: Þátttaka í sameigin-
legri barnaguðsþjónustu í Hall-
grímskirkju kl. 11.15. Guösþjón-
usta kl. 14. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Þátttaka í
sameiginlegri barnaguðsþjón-
ustu. Farið verður í Hallgríms-
kirkju. Börnin eru beðin að mæta
við Langholtskirkju kl. 10.55.
Messa kl. 14. Sr. Sigurður Hauk-
ur Guðmundsson. Heitt á könn-
unni eftir messu. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
daginn 4. febr. guðsþjónusta í
Hátúni 10b kl. 11. Sunnudag 5.
febr. guðsþjónusta kl. 11. Ferm-
ingarbörn aðstoða. Barnastund
er samtímis guðsþjónustunni.
Eftir guðsþjónustuna verður kaffi
á könnunni og félagar úr æsku-
lýðsfélaginu selja heitar vöfflur.
Þriðjudag fundur á vegum Sam-
taka um sorg og sorgarviðbrögð
kl. 20.30. Fimmtudag 9. febr.
Guðspjall dagsins:
Matt.3.:
Skírn Krists
Kyrrðarstund í hádeginu. Orgel-
leikur frá kl. 12. Altarisganga og
fyrirbænir kl. 12.10. Léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu
kl. 12.30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta: Farið verður í Hallgríms-
kirkju. Mæting í Neskirkju 10.55.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur
Jóhannsson. Sigurbjörn Einars-
son flytur erindi eftir guðsþjón-
ustuna. Fyrirbænamessa fellur
niður á miðvikudag. Föstuguðs-
þjónusta kl. 20 á fimmtudag. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta er
í Seljahlíð laugardaginn 4. febr.
kl. 11. Barnaguðsþjónusta fellur
inn í sameiginlega barnaguðs-
þjónustu í Hallgrímskirkju. Farið
verður frá Seljakirkju kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 14. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Orgelleik-
ar Kjartan Sigurjónsson. Æsku-
lýðsfélagsfundur mánudag kl.20.
Áðalfundur kvenfélags Selja-
sóknar er í kirkjunni þriðjudag kl.
20. Fyrirbænaguðsþjónusta er í
kirkjunni föstudagskv. 10. febr.
kl. 22. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta: Þátttaka í
sameiginlegri barnaguðsþjón-
ustu í Hallgrímskirkju kl. 11.15.
Farið verður frá Seltjarnarnes-
kirkju í rútu kl. 10.45. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Sighvatur
Jónasson. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Mánud.
kl. 20.30. Æskulýðsfundur
þriðjud. kl. 18. Opið hús fyrir
10-12 ára börn. Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: Almenn guðsþjónusta kl.
20. Ræðumaður Dick Morman
frá Bandaríkjunum.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Þessi messa er stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk mesa kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 16 og
hjálpræðissamkoma kl. 16.30.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju
kl. 11. Altarisganga. Sr. Birgir
Ásgeirsson.
GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í
Garðakirkju kl. 14. Bjarni Karls-
son stud. theol. prédikar. Organ-
isti Þorvaldur Björnsson. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson. Barna-
samkoma í Kirkjuhvoli kl. 13.
Bænastund og Biblíulestur í
Kirkjuhvoli alla laugardaga kl. 11.
VÍÐISTAÐASÓKN: Laugardagur
4. febr. kirkjuskólinn kl. 11.
Sunnudag 5. febr. guðsþjónusta
í Víðistaðakirkju kl. 11. Kór Víði-
staðasóknar syngur. Organisti
Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sig-
urður Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið
sunnudagaskólabílinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Helgi
Bragason. Sr. Gunnþór Ingason.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 10.30.
KAPELLAN St. Jósefsspít.: Há-
messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
er lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Frank
Herlufsen. Sr. Bragi Friðriksson.
HVALSNESKIRKJA: Föstuguðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Frank
Herlufsen. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 14. Vænst er þátttöku ferm-
ingarbarna og foreldra þeirra.
Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org-
anisti Örn Falkner. Sóknarprest-
ur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11. Haldið verður
áfram lestri framhaldssögunnar.
Messa kl. 14 og verður sérstak-
lega fjallað um hjónabandið og
fjölskylduna í prédikun. Þessi
dagur er sumstaðar erlendis
haldinn sem dagur hjónabands-
ins og eru hjón sérstaklega hvött
til að sækja saman messu þenn-
an dag. Vænta má sórstakrar
þátttöku hjóna úr hreyfingunni
Lúthersk hjónahelgi (Lutheran
Marriage Encounter). Bænasam-
komur alla þriðjudaga kl. 20.30
þar sem sungnir eru sálmar og
andleg Ijóð, lesið úr Ritningunni
og beðið fyrir sjúkum. Kaffi og
umræður í Safnaðarheimilinu eft-
ir samkomu. Sr. Örn Bárður Jóns-
son.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
messa kl. 11 í umsjá Kristínar
Sigfúsdóttur. Messa kl. 14.
Æskulýðsfundur kl. 20. Sr. Tóm-
as Guðmundsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14. Organ-
isti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn
Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta kl. 10 í Borgarnes-
kirkju og messa í Borgarneskirkju
kl. 11. Sóknarprestur.
Þröstur Eiríksson orgelleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Kristján
Stephensen óbóleikari.
Tónleikar í Garðakirkju
_________Brids____________
Arnór Ragnarssqn
Bridsfélag HafnarQarðar
Síðastliðið mánudagskvöld hófst
barómetertvímenningur hjá brids-
félagi Hafnarfjarðar.
Að loknum 6 umferðum eru þess-
ir efstir:
Ársæll - Trausti 49
Bjöm — Ólafur T. 40
Ólafur G. - Sigurður A. 40
Gunnlaugur - Sigurður 34
Njáll — Marinó 31
Gunnar B. - Eiríkur 30
Eins og sjá mé er keppnin mjög
jöfn. Ekki verður spilað hjá félaginu
næsta mánudag vegna bridshátíðar
í Reylq'avík, en næstu umferðir í
barómetemum verða spilaðar
mánudagskvöldið 13. febrúar.
Bridsdeild
Rangæingafélagsins
Þegar búið er að spila 8 um-
ferðir af 13 er heldur betur farið
að hitna í toppbaráttunni en staða
efstu sveita er nú þessi:
Ingólfur Jónsson 159
Daníel Halldórsson 156
Rafn Kristjánsson 149
Ingólfur Böðvarsson 139
Lilja Halldórsdóttir 136
Baldur Guðmundsson 129
Sigurleifur Guðjónsson 128
Sæmundur Jónsson 125
Næstu tvær umferðir verða spil-
aðar á miðvikudaginn kemur kl.
19.30 í Ármúla 40. Keppnisstjóri
er Siguijón Tryggvason.
Brídsfélag kvenna
Nú er 8 umferðum lokið í aðal-
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita þannig:
Sv. Öldu Hansen 158
Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 140
Sv. Gunnþórunnar Erlingsd. 140
Sv. Steinunnar Snorradóttur 130
Sv. Höllu Ólafsdóttur 128 \
Sv. Aldísar Schram 125
Nk. mánudag verður ekki spilað
vegna Bridshátíðar á Loftleiðum.
Bridsdeild Barð-
strendingafélagsins
Lokið er 6 umferðum í aðalsveita-
keppninni og er staða efstu sveita
þessi: Þórarinn Araason 149
Þorsteinn Þorsteinsson 141
Leifur Jóhannesson 139
Friðjón Guðmundsson 126
Brídsdeild
Húnvetningafélagsins
Lokið er 8 umferðum af 13 í
sveitakeppninni. Spilaðir eru 2 sex-
tán spila leikir á kvöldi.
Staðan:
JónÓlafsson 173
Kári Sigutjónsson 151
Gísli Víglundsson 145
Magnús Sverrisson 133
Skúli Hartmannsson 120
Tvær næstu umferðir verða spil-
aðar á miðvikudagskvöld kl. 19.30
í Skeifunni 17, þriðju hæð.
Bridsfélag Breiðholts
Þegar átta umferðum er lokið í
sveitakeppni félagsins er staða
efstu sveita þessi:
Guðmundur Baldursson 156
Ólafur H. Ólafsson 134
Garðar V. Jónsson 132
María Asmundsdóttir 128
Fram 123
Leifur Kristjánsson 122
Sveitakeppninni lýkur næsta
þriðjudag. Þriðjudaginn 14. febrúar
verður spilaður eins kvölds
tvímenningur.
LISTASJÓÐUR Tónlistarskóla
Garðabæjar heldur tónleika í
Garðakirkju, þriðjudaginn 7.
febrúar klukkan 20.30. A tónleik-
um þessum kom fram þeir Krist-
ján Stephensen óbóleikari, Þröst-
ur Eiríksson orgelleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari, en
þeir eru allir kennarar við Tón-
listarskóla Garðabæjar.
Þeir Þröstur og Kristján leika
saman Partíu í C-dúr og Partíu í
d-moli eftir Johann Wilhelm Hertel
(1727—1789), Þröstur leikur
Prelúdu og fúgu í h-moll eftir Jo-
hann Sebastian Bach (1685—1750)
og Gunnar leikur Svítu fyrir ein-
leiksselló eftir Johann Sebastian
Bach.
Allur ágóði af tónleikum þessum
rennur í Listasjóð Tónlistarskóla
Garðabæjar, en sjóðurinn veitir
ferðastyrki til neménda sem huga
á framhaldsnám erlendis, til kenn-
ara sem sækja endurmenntunar-
nám erlendis og kaupir listaverk til
þess að prýða húsakynni tónlistar-
skólans.