Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
33
Dýraverndunarfélög:
Hænsnahald
í búrum
kannað
STJÓRN Sambands dýravernd-
unarfélaga íslands hefiir rök-
studdan grun um að mikið
skorti á að farið sé eftir reglu-
gerð um hænsnahald í búrum
sem sett var fyrir tæpum tveim-
ur árum, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá samtök-
unum. Stjórnin er nú að láta
kanna ástandið.
Trúnaðarmönnum Sambands
dýraverndunarfélaga íslands er
ætlað að skoða búin og gefa SDÍ
skýrslu um ástand þeirra. í frétt
SDÍ kemur fram að þegar stjóm-
in hefur kynnt sér þessar skýrslur
ætíar hún að ákveða til hvaða
aðgerða verður gripið ef reglu-
gerðin er brotin í einhverjum
hænsnabúum. Jafnframt verður
þeim búum sem halda hænsni í
samræmi við gildandi reglugerð
veitt sérstök viðurkenning.
Myndirgam-
alla meist-
ara í Borg
í GALLERÍ Borg, Pósthús-
stræti 9, stendur nú yfir sýning
á myndum gömlu meistaranna
sem galleríið hefúr til sölu.
Þar eru t.d. myndir eftir Jó-
hannes S. Kjarval, Kristínu Jóns-
dóttur, Jóhann Briem, Ásgrím
Jónsson, Jón Þorleifsson, Svein
Þórarinsson, Snorra Arinbjamar
og fleiri.
Opnunartími Gallerís Borgar
er frá kl. 10—18 virka daga.
Sunnudaginn 12. febrúar verð-
ur uppboð á vegum gallerísins á
Hótel Borg.-Þeir sem áhuga hafa
á að koma myndum á uppboð
hafi samband við Gallerí Borg.
Rúnar Georgsson
Rúnar Ge-
orgs í Heita
pottínum
RÚNAR Georgsson saxófón-
leikari leikur sunnudagskvöld-
ið 5. febrúar í djassklúbbi Reyk-
víkinga, Heita pottinum í Du-
us-húsi.
Rúnar hefur um langa hríð
verið einn af þekktustu djasslei-
kumm landsins. Hann varð at-
vinnumaður í tónlist snemma á
sjöunda áratugnum og hefur síðan
leikið með miklum fjölda hljóm-
sveita og spilað inn á hljómplötur.
Tríó Kristjáns Magnússonar
píanóleikara mun spila með Rún-
ari á sunnudagskvöldið, en það
skipa auk Kristjáns þeir Guð-
mundur R. Einarsson trommuleik-
ari og Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikari. Tónleikamir
heíjast kl. 21.30.
(Fréttatilkynning).
Leiðrétting
í frétt Morgunblaðsins um punga-
próf nýlega var sagt að menn þyrftu
ekki réttindi á minnstu- bátanna.
Þetta er ekki rétt. í gildandi lögum
um atvinnuréttindi skipstjóra og
vélstjóra er krafa um að maður
með réttindi sé um borð í bátum
allt niður í sex metra á lengd. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
AfinæUskveðja:
Sigríður
Guðmundsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir, Hring-
braut 56, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag. Hún fæddist í Vest-
mannaeyjum 4. febrúar 1914.
Foreldrar hennar voru merkis-
hjónin Guðmundur Magnússon og
Sigríður Ólafsdóttir og eignuðust
þau hjónin sjö böm, Emelíu, Jónu,
Þórð, Hönnu, Elísu, Mejrvant Lút-
her og Sigríði.
Sigríður eða Sísí eins og við köll-
um hana öll, byijaði ung að vinna
hjá Ellingsen og vann hún þar í
nokkur ár. Síðan réð hún sig til
starfa hjá Pósti og síma í Reykjavík
og vann þar til fjölda ára.
Heimilið á Hringbrautinni hefur
verið hennar heimili alla tíð. Faðir
hennar og móðir byggðu sér þetta
heimili og bjuggu hjá þeim í gegn-
um árin þau Hanna frænka og
Bói, einnig ólu þau upp Margréti
Siguijónsdóttur, sem er elsta
bamabam þeirra Guðmundar og
Sigríðar. Gréta ólst upp hjá ömmu
sinni og afa, síðan tók Sísí við upp-
eldinu, þegar þau vom fallin frá.
Þess er að minnast að þau systkin-
in Hanna, Bói og Sísí önnuðust for-
eldra sína á þeirra síðustu ámm.
Var sú umhyggja þeirra allra til
fyrirmyndar, en þau létust á sama
árinu, Guðmundur lést 19.4.1954
og Sigríður 23.12. sama ár. Einnig
urðu systkinin að fylgja Bóa, bróður
sínum, en hann lést langt um aldur
fram. Sísí hefur þurft að horfa á
eftir þeim öllum með söknuði og í
dag era þau aðeins tvö eftir, Þórður
og Sísí. Sísí frænka hefur aldrei
gifst og ekki orðið bama auðið en
Grétu systurdóttur sína hefur hún
tekið eins og sína eigin dóttur og
alið önn fyrir henni alla tíð.
Sísí heáir alltaf borið mikla um-
hyggju fyrir öllu sínu fólki. Það
þekkjum við best sem þekkjum
hana.
Afkomendur þeirra Guðmundar
og Sigríðar em gæfusamir að eiga
slíka konu í fjölskyldunni. Ég veit
ekki um neinn í þessari fjölskyldu
sem hún hefur ekki hjálpað á ein-
hvem hátt eða stutt í gegnum erfið-
leika. Við emm mörg sem eigum
henni mikið að þakka og vil ég
koma hér á framfæri þakklæti frá
mér, hún studdi mig á sínum tíma
og það gleymist aldrei.
Sísí hefur ferðast mikið um önn-
ur lönd og er það eitt af hennar
áhugamálum og á hún ömgglega
eftir að ferðast meira í framtíðinni.
Sísí frænka er sú huggulegasta
kona á besta aldri sem ég hef séð.
Það er alls staðar tekið eftir henni
þar sem hún kemur. Tengdamóðir
mín sagði við mig fyrir nokkm, að
fyrst þegar hún sá Sísí, fannst henni
þessi kona bera af. Létt á fæti, eins
og ung stúlka, glæsilega klædd og
gaf af sér fallegan þokka. Þar finnst
mér henni vera rétt lýst, og mættum
við konurnar í fjölskyldunni taka
hana til fyrirmyndar.
Heimili hennar við Hringbraut
er fallega búið og er alltaf jafn
gaman að koma til hennar, því
gestrisin er hún með eindæmum og
em Sísíar-sérréttirnir og Sísíar-
bollurnar alveg frábærar. Hún get-
ur hreinlega búið til veislumat úr
engu og kann að nýta vel allt sem
viðkemur matargerð. Sísí er í miklu
uppáhaldi hjá bömunum í fjölskyld-
unni og hefur verið það í mörg ár.
Mörg af þeim líta á hana sem sína
bestu ömmu og lái ég þeim það
ekki. Það má segja að Sigríður
Guðmundsdóttir sé höfuð fjölskyldu
okkar og verði hún það sem allra
lengst. Vona ég að hún eigi eftir
að njóta lífsins enn lengur.
Sendum við þér, Sísí mín, innileg-
ar kveðjur frá Lísu og hennar fjöl-
skyldu á Ítalíu og Hönnu Siggu.
Lifðu heil um langa daga.
Veiga frænka í Keflavík.
Sigríður tekur á móti gestum sínum
í dag, afmælisdaginn, á heimi dótt-
ur sinnar í Flúðaseli 14 eftir kl. 15.
SKRIFSTOFUTÆKM
Hópar að byrja í
Reykjavík og Keflavík
Upplýsingaroginnritunídagfrákl. 12-17 ísímum
687590 og 686790.
Hringdu og við sendum þér bæklinginn.
Ath! Verðum með námskeið í ENABLE hugbúnaði fljótlega.
^TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28
Simai 35408 og8303S
GAMLI BÆRINN
Hverfisgata 4-62
Lindargata 39-63
AUSTURBÆR
Heiðargerði
Fellsmúli
OFNHITASTILLAR OG BAÐBLÖNDUNARTÆKI
NORÐURBÆR
Voga-ogHeimahverfi
BREIÐHOLT
Stekkir I
Stjórntæki í efnahagsráðstöfunum heimilisins.
Gæta ítrustu sparsemi án þess að skerða þjónustuna.
= HEÐINN =
seljavegi 2, sími 624260 gœtir hófsemi
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
ARGUS/SÍA