Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 •;r rv ‘t-f UA-1 ar(l MUl' Guðrún Bernhöft Marr — Minning Fædd 26. júlí 1914 Dáin 15. október 1988 Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá - en sumir þora ei til þess að hlakka, sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu sem Guð þeim sendir menn gera kvíðann að hlíf og kvíða því sem aldrei hendir og enda með kvíða sitt líf. (G. Kamban, úr Víkivaka.) Undirritaður var á árum áður námsmaður í háskólaborginni Edin- borg og var svo lánsamur að vera leigjandi hjá frú Guðrúnu að Dean Park Crescent. Þessi hending eftir Guðmund Kamban er dæmigerð fyrir þá hvatningu er hún gaf mér í erfiðu námi á framandi grund. Mun ég eftirfarandi greina frá kynnum mínum af hennar lífi og stórbrotnum persónuleika er batt okkur óijúfanlegum vinaböndum til dauðadags. Guðrún Bemhöft fæddist í Reykjavík í Bankastræti 2 og var dóttir Vilhelms Bemhöft og Lilju Linnet. Aðeins fimm ára gömul missti Guðrún móður sína og ólst eftir það upp hjá afa sínum Daníel Bemhöft og seinni konu hans, Sigríði. Vilhelm giftist síðar Önnu Magnúsdóttur og eignuðust 24 ámm eftir fæðingu Guðrúnar henn- ar eina systkini, Lilju Bemhöft. Guðrún ólst upp í Bankastræti. Þegar hún er orðin gjafvaxta stúlka þykir hún ættstór og bera af í glæsi- leik kvenna. Lífshlaup hennar verð- Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafiuarstræti 85, Akureyri. Einn vetur stundaði Odd nam við Kvennaskólann var mun meiri en almen síðar vlð almenna kenn: | Hún var mikil hannyrða Kvennaskólann á Blönd Árið 1955 hófu systur Guðrúnar og Pálma á Bj sunnan Másstaða. Þar Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. ur talsvert frábrugðið annarra íslenskra samtíðarkvenna. Á tvítugsaldri kynnist hún ungum glæsilegum skoskum kolakaup- manni er hét Harvay Marr. Var hann kominn af skosku hástéttar- fólki en féll fyrir persónuleika og fegurð þessarar ungu stúlku frá íslandi. Bundust þau ástum og gift- ust. Vegna fjölskyldufyrirtækis og talsverðra umsvifa eiginmanns síns lögðu ungu hjónin saman á lífsbraut staðráðin í því að sigrast á öllum landamerkjum og settust að í Lon- don. En myrkur grúfði yfir örlögum ungu hjónanna. Heimsstyrjöldin var skollin á og hinn ungi eiginmaður kallaður til starfa á vegum leyni- þjónustu breska hersins, skosku herdeildarinnar. Guðrún varð að flytja út í sveit vegna stanslausra sprengjuárása á borgina. Tengda- móðir Guðrúnar bar ekki þá gæfu til að sætta sig við hjónaband einka- sonar síns, en þar eð stríðið dróst á langinn flutti Guðrún til hennar, en herra Marr var látinn. Sam- skipti þeirra fjölskyldu voru af- skiptalaus. Frú Guðrún sagði mér frá þessum erfiðleikatímum. Matar- skömmtunin var þannig að smjör- skammturinn var jafnstór um sig og eldspýtustokkur og kjötskammt- urinn eitt pund á viku. Fólk hrein- lega þjáðist af næringarskorti og lifði á bjór. En stríðið tók enda, þótt Harvey kæmi heim lifandi hafði eitthvað hræðilegt gerst í lífi hans. Hann hafði dáið andlega. Ári eftir styij- aldarlokin lá hann á banabeði sínu. Kvaddi þessa veröld með því að stijúka vanga eiginkonu sinnar og biðja hana afsökunar. Ári síðar lést tengdamóðir Guðrúnar. Mann- vonska stríðsins hafði tekið sinn toll. Tekið frá Guðrúnu eina mann- inn sem hún gat nokkru sinni elsk- að. Hún var komin af þýsk-íslensk- um ættum og hún var engan veginn reiðubúin að gefást upp. Nú fór hún að vinna ýmis störf. Lengst af rak hún hárgreiðslustofu ásamt Betty vinkonu sinni. Jafn- framt leigði hún námsmönnum í tveim herbergjum. Árið 1976, er undirritaður fór til háskólanáms í Edinborg tók á móti mér í Dean Park Cres. fasmikil kona og skap- sterk. Hún sagði við mig: Þú ert næstum jafn glæsilegur og hann Geir minn Hallgrímsson. Svo strunsaði hún með mig rakleiðis til herbergis míns. Frú Guðrún var hreinskilin og sterk kona sem lífið hafði reynt að beygja án árangurs. Hún hélt sam- bandi við íslenska vini og ættmenn. Skoskir vinir hennar, Betty, Lou, Dorothy og Steward-fjölskyldan, voru hennar einlægu vinir og aðdá- endur alla tíð. Einnig voru sterk t Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför móður okkar, ÖNNU MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá ísafirði, Hátúni 10a. Jóhahna Kristjánsdóttir, Þórey Kristjánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN MAGNÚSSON loftskeytamaður, Hrafnhólum 6, áður Víghólastíg 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Guðrún Sigurjónsdóttir, Magnina Sveinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðrún R. Sveinsdóttir, Eiríkur Sigurfinnsson, Páll R. Sveinsson, Sigrfður Jakobsdóttir, Sigrún R. Sveinsdóttir, Andrés Sigurjónsson, Þurfður H. Sveinsdóttir, Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. bönd við frú Ingibjörgu og Sigur- stein Magnússon í Leith, sem var móðurbróðir Lilju systur hennar. Frú Guðrún bjó í einu af fínu hverfunum í Edingborg og var ís- lendingur til dauðadags. Ef einhver landi hennar átti í erfíðleikum var leitað til hennar og þar var ekki í kot vísað. Mig hefur oft furðað að miðað við alla þá þjóðkunnu menn er hennar hjálp þáðu og þekktu að hún öðlaðist aldrei opinberar viður- kenningar af Islands hálfu, það sýnir hve fljót við erum að gleyma öflugum stuðningi svo snemma á lífsleiðinni. Um 1980 seldi hún fyrmefnda eign sína og flutti í litla íbúð í næstu götu, St. Bamards Cres. Henni fylgdi þangað dásamleg tík af Labrador-kyni, sem hún eignað- ist árið 1977. Guðrún eignaðist aldrei bam. Ég sá nú nýja hlið á henni en það var umhyggja hennar fyrir málleysingjanum sínum. Hún minntist jafnan á hana í bréfum sínum til mín. Ég hef í þessum skrifum sagt frá þeim sem voru hjartfólgnustu vinir Guðrúnar, en augasteinn hennar Iðunn I. Sigurðardóttir fírá Kúfhóli - Minning Fædd 17. september 1921 Dáin 1. janúar 1989 Mig langar að kveðja elskulega tengdamóður mina, Iðunni Ingi- björgu Sigurðardóttur frá Kúfhóli, A-Landeyjum, með örfáum orðum. Ég kynntist henni fyrir tæpum 6 árum. Hún var þá á Heilsuvemdar- stöðinni við Barónsstíg og var þá nýlega komin þangað. Hún átti við mikil veikindi að stríða í hartnær 25 ár, hægt versnandi í gegnum árin og dvaldi á hinum ýmsu stofn- unum. Iðunn fæddist á Kufhóli, Austur-Landeyjum, og elst níu systkina. Foreldrar hennar vom Sigurður Þorsteinsson og Guðríður Ólafsdóttir. Lifír hún dóttur sína. Ung fór Iðunn til Reykjavíkur og vann hin ýmsu störf meðan heilsan leyfði. Hún átti því láni að fagna að eignast tvo syni. Sá eldri, Sigurð- ur Öm Jónsson, bakari og glímu- maður, (f. 1948), er giftur Helgu Leifsdóttur og eiga þau eiun son, Ingiberg Jón. Árið 1962 gekk Iðunn að eiga Þorlák Haldorsen, listmál- ára, og eignaðist með honum soninn Haldor Gunnar (f. 1963). Er hann kennari, giftur undirritaðri og eiga þau dótturina Hrafnhildi. Haldor var sólargeislinn hennar og vom þau bundin afar sterkum böndum. Iðunn gat þó ekki alið hann upp sjálf, bamið sem hún þráði svo mjög. Þennan stutta tíma er ég þekkti hana dáðist ég alltaf að rósemi hennar og þrautseigju, og hve hún tók því sem að höndum bar með miklu jafnaðargeði. Alltaf lifði hún í voninni um að lækning fyndist, og hélt það henni gangandi. Vil ég þakka starfsfólki Heilsuvemdar- stöðvarinnar allt það góða sem það Minning: Ólafur Vigfusson, Seyðisfirði Fæddur30. september 1912 Dáinn 12. desember 1988 Þann 19. desember 1988 var útför Ólafs Vigfússonar gerð frá Seyðisfjarðarkirkju. Hann lést á heimili sínu þann 12. desember 1988. . Afí var fæddur hér á Seyðisfírði 30. september 1912. Hann var son- ur hjónanna Sigríðar Einarsdóttur og Vigfúsar Jónssonar sem vom ábúendur í Fjarðarseli í Seyðisfirði. Hann ólst upp hjá foreldmm sínum ásamt systur sinni, Tómasínu, hér á Seyðisfírði. Móðursystir afa, Sól- veig Einarsdóttir, bjó hjá þeim um tíma og var hún þeim sem systir. Hún fluttist svo búferlum norður til Akureyrar og fór Tómasína ung norður í vist til Sollu frænku, em þær nú báðar látnar. Foreldrar afa fluttu einnig til Akureyrar. Afi giftist eftirlifandi konu sinni, Þórhildi Kristbjörgu Jakobsdóttur frá ísafirði, 30. september 1941. Þau hófu búskap hér í bæ en 1942. fara þau í Fjarðarsel og er afi þar vélgæslumaður hjá Fjarðarsels- virkjun í 7 ár. Á þeim ámm vom störfin sem vélgæslumenn þurftu að inna af hencli erfiðari heldur en þau em í dag. Á þessum ámm eign- uðust þau fjögur böm, sem em Sólveig Hugrún, gift Óskari Frið- rikssyni, búsett á Seyðisfirði ogeiga 4 böm; Ellen Huldís, gift Þorleifí Þorleifssyni, búsett í Þorlákshöfn . og eiga þau 3 börn; Sigríður Vigdís, sem búið hefur í foreldrahúsum ásamt syni sínum Amari Þór; Einar Ólafur Berg, giftur Emilíu Jóns- dóttur, og em þau búsett í Reykjavík og eiga 2 böm, auk þess á Éinar son á Egilsstöðum. Um það bil sem bömin byija i skóla flytja afi og amma aftur út í bæ og kaupa þá efri hæð hússins Austurvegi 17b. Fæðist þar yngsta dóttir þeirra, Hallbjörg Gíslína, sem gift er Tom Hansen og búa þau í Kaup- mannahöfn og eiga 2. böm. Seinna kaupa þau svo neðri hæð hússins líka og kom sér vel að afi var lag- tækur, þar sem að ýmsu þurfti að dytta meðal annars leggja nýja raf- lögn og miðstöð, var þetta heimili þeirra alla tíð. Afi var trésmiður og lærði hann þá iðn hjá Þorbimi Amólfssyni og eftir að hann hætti hjá Fjarðarsels- var á íslandi, en það er Lilja systir hennar. Tryggðaböndin milli þeirra rofnuðu aldrei þrátt fyrir fjarlægð- ina. Hin síðari ár ævi sinnar stundaði frú Guðrún störf sem tengdust starfí fyrir aidraða og sjúka í heima- húsum og á elliheimilum. Þetta fólk hafði mikið dálæti á þessari íslensku konu sem að sögn vann ómetanleg störf í þágu þess. Hinn 15. október fékk Guðrún aðsvif á heimili sínu. Vinkona henn- ar Dorothy kom henni til hjálpar og flutti hana í sjúkrahús. Er þang- að kom var hún látin. Hjarta þessar- ar þrekmiklu konu var hætt að slá. Drottinn hafði tekið til sín þessa konu sem neitað hafði að gefast upp í ólgusjó lífsins. Mannvinurinn og kvenskörung- urinn Guðrún Bemhöft Marr er komin til feðra sinna. Megi Drottinn blessa minningu stórbrotinnar konu og vinar. Ragnar Haraldsson, Keflavík. gerði fyrir hana, stytti henni stund- ir og létti undir með henni. Elsku Iðunni þakka ég fyrir allar góðu stundimar, ég vildi að við hefðum getað kynnst betur. Nu líður henni vel, er búin að fá lang- þráða hvíld. Ég bið góðan Guð að vera með henni á nýjum slóðum. Katrin Helga Ámadóttir virkjun vann hann ýmiss konar smíðavinnu, bæði viðhald og líka verkstæðisvinnu. Hann var mjög laginn í höndunum og sótti fólk eftir að koma með hluti til hans í viðgerð sem aðrir réðu ekki við því alltaf fann hann lausn og urðu gamlir hlutir sem nýir hjá honum. Sem ungur maður veiktist hann af berklum og bar þess merki æ síðan. Árið 1965 veiktist hann aftur og var um tíma á Vífílsstöðum og eft- ir það var afi öiyrki. Upp frá því var hann við störf heima og vann heimilisstörfin en amma fór á fullu út á vinnumarkaðinn. Þegar hugsað er til baka eru minningamar margar. Ávallt var gott að koma til afa hvort sem var í eldhúsið þar sem hann bauð upp á te og eitthvað í svanginn eða á verkstæðið þar sem hann vann við ýmiss konar viðgerðir. Þar fékk hann okkur krökkunum alltaf eitt- hvað að dunda við eða hann leið- beindi okkur svo við gætum hjálpað til. Ég man ekki eftir því að afi skipti skapi. Hann var ávallt góður og kátur. Þo hann hastaði á okkur var það undir eins búið aftur. Það sem háði afa mest síðustu árin var að hann missti mikið sjón vegna gláku. Var svo komið fyrir honum að hann átti erfítt með lest- ur og aðra vinnu, en verst þótti honum að geta ekki lengur keyrt bflinn. Síðastliðið hálft ár dvaldi hann á sjúkrahúsinu hér á Seyðisfirði sök- um veikinda, en var þó orðinn svo hress núna í desember að hann fékk að fara heim, þaðan sem hann var svo skyndilega kallaður. Þökk fyrir þrautir bomar, þökk ástvin samfylgdina, eflaust aftur morgnar og þá finnst hópur vina. Hvíl í fold í friði, fagna þér himn- esk jólin, á legstað þinn blómskrúð breiðir brosmild hækkandi sólin. Blessuð sé minning hans. Kveðja frá konu, bömum, tengdabömum, bamabörnum og bamabami. Unnur Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.