Morgunblaðið - 04.02.1989, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989
fclk í
fréttum
lctljnJ'i yok*nic tuiurc IkIie* u» fnváy rtame !l»
peopic art 'v;ir~. natura) hof wai«r (ÍIi* outóxn vwintmim
poois. #ml evcn thc tconomy i* mxrhatiiitp Jmi *
throw frcm thc Arriic C.irdr, Osthertn* Bouiscr ihuwcd
nmtcr Ihc mUinight sun. PJuxojiaplu hy Boh Krist
►•**- Istmd multli
BRETLAND:
„Það er hlýtt á íslandi og
þar er margt að sjá“
- segir í grein í The Sunday Telegraph
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
Það er hlýtt á íslandi,
fólkið gott i viðkynn-
mgu og þar er margt að sjá,“
segir í grein um ísland í blauð-
auka The Sunday Telegrapb
síðastliðinn sunnudag.
Blaðamaður blaðsins segir í
ferðadálki, að ísland sé land
nútfmans, þar sé vöxtur í öllum
hlutum og á síðustu árum séu
jafnvel trén farin að teygja sig
hærra en áður. í aðalverslunar-
götu Reykjavíkur megi sjá merki
þess mikla vaxtar, sem sé f efna-
hagslífínu.
I greininni er sagt í örstuttu
máli frá aðalatriðunum í sögu
lands og þjóðar og þeim land-
kostum, sem fískimiðin eru. Þess
er getið, að ísland hafí verið fá-
tækt land vel fram á þessa öld,
en sé nú í hópi ríkustu þjóða. Það
sé vel þekkt með fátæklinga, að
þeir séu ákafír í að njóta nýfeng-
ins auðs, og það eigi einnig við
um íslendinga. Fólk vinni mikið
og margir hafí tvö störf til að
uppfylla ströngustu kröfur um
lífsgæði. Unglingar taki sér
gjama aukastörf til að afla sér
tekna og það komi niður á skóla->
náminu.
Þess er getið, að nú ríki verð-
stöðvun, ýmsar blikur séu á lofti
í atvinnulífinu og verðbólgan á
þessari eyju sé eins og kraumandi
jarðeldur. En það er haft eftir
Asgeiri Sverrissyni, blaðamanni á
Morgunblaðinu, að fólk hafí á til-
fínningunni, að þetta sé ekkert
nýtt. Það sé hins vegar meiri
ástæða til að hafa áhyggjur af
framtíð þjóðarinnar eftir 1992.
Sagt er, að þjóðin sé veisluglöð
þrátt fyrir stefnu ríkisvaldsins í
áfengismálum, sem sé arfleifð
öflugrar góðtemplarareglu, en 1.
mars næstkomandi fái landsmenn
að drekka bjór í fyrsta skipti síðan
1915. Þar megi iíka fínna íslenskt
brennivín, sem menn drekki án
nokkurs tillits til næsta dags.
Blaðamaður The Sunday Te-
legraph greinir frá herferð til að
græða landið, Þingvöllum, heitu
hverunum og hitaveitunni. í lokin
er lögð áhersla á sterka þjóðemis-
vitund íslendinga.
Með greininni fylgja stórar lit-
myndir frá Svaitsengi, Vest-
mannaeyjum, Reykjavík og
Skógafossi.
HRAU STMENNI
SUNDSPRETTURIPO-FLJOTI
Tórínó. Frá Brynju Tómer,
fréttaritara Morgunblaðsins
Mikil veðurblíða hefiir verið
í vetur á Ítalíu, enda hefur
lítið snjóað í Norðurhlutanum og
lítið rignt á Suður-Ítalíu. Það
mælir þess vegna ekkert á móti
því að stinga sér til sunds í Pó-
fljótinu um miðjan vetur. Eða
það finnst „ísbjörnunum" að
minnsta kosti ekki.
Hópur sundfólks í Tóríno, sem
kallar sig „ísbimina", hefur haft
það fyrir venju í 90 ár að stinga
sér til sunds í Pó-fljóti síðasta
sunnudag í janúar. „ísbimimir"
brugðu ekki út af venjunni í ár og
á sunnudaginn mátti sjá 60 manns
á svamli í menguðu fljótinu. „Ifyrir
90 árum voru aðeins þijú hraust-
menni í borginni sem stungu sér
til sunds hér,“ segir einn „ísbjöm-
inn“ stoltur. „í dag erum við hins
vegar 60, sá elsti, Ademaro Sco-
velli, er áttræður og sú yngsta,
Roberta Panaretto, er aðeins sex
ára.“
„ísbimir" á svamli í Pó-fljóti.
Morgunblaðið/Bryiya Tomer
„ísbimimir" voru sammála um
að í ár væri vatnið óvenju heitt. „En
það skiptir ekki máli hvemig veðrið
er, við gerum þetta á hveiju ári
meðan yfírvöld gefa okkur leyfí til
þess,“ segja bimimir. Pó-fljótið,
Iengsta fljót á Ítalíu, á upptök sín
við rætur fjallsins Mon Viso. Það
rennur 652 kílómetra leið um ger-
valla Norður-Italíu og til sjávar í
Adríahaf.
Raquel Welch
var kyntákn í
kvikmyndum
en hefur nú
snúið sér að
annarskonar
hlutverkum.
Nýleg mynd
af Raquel
Welch.
ÞRIÐJI SKILNAÐURINN
Raquel og André skilin
Eftir átta ára hjónaband eru þau
Raquel Welch, 48 ára, og hinn
franski André Weinfeld, 42 ára,
skilin að skiptum. André er oftast
í New York að skrifa handrit en
Raquel að leika í kvikmyndum hér
og þar. Þannig hefur það verið
síðastliðin ár. Að sögn Raquel hefur
hjónaband þeirra aldrei verið neitt
„venjulegt" og gráti þau ekki skiln-
aðinn.
„Kærleikurinn getur varað allt
lífíð þvort sem maður er giftur eður
ei. Ég trúi á þann lífsmáta sem
hjónabandið býður upp á, jafnvel
þó að ég sé að skilja í þriðja skipti,"
segir Raquel. Hún hefur hjálpað
André að koma undir sig fótunum
sem kvikmyndaframleiðanda og
handritahöfund. Nú hefur honum
gengið allt í haginn og segja illar
tungur að hann þurfí ekki lengur á
Raquel að halda til þess að koma
sér á framfæri.
Raquel Welch er fögur kona og
hafa bæði karlar og konur sþurt
hana um leyndarmál fegurðarinnar.
Er það líkamsrækt og fegmnarað-
gerðir eins og hjá flestum? Nei, því
þvemeitar Raquel. „Fegurðin kem-
ur innan frá. Hugleiðsla gefur mér
styrk og kemur mér í það jafnvægi
sem er nauðsynlegt," segir hún.
Um árabil lék Raquel fagrar kon-
ur og fávísar en í kvikmyndum frá
því í lok síðasta áratugar fór að
kveða við annan tón. Þar fyrir utan
kom hún aðallega fram í leiknum
sjónvarpsþáttum. í nýjustu kvik-
myndinni, „Síðasta árstíðin" er hún
í hlutverki miðaldra konu með
MS-sjúkdóm sem situr í hjólastól.
COSPER
COSPER
10730
—Þú getuyr ekki hætt.gestimir hafa skipt um skoðun, þeir
vilja fá niðursoðna sfld en ekki steikta rauðsprettu.