Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 48
SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDÍR JS Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1989 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Morgunblaðið/Bjarni Sigrar í veganesti ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lék síðari landsleik sinn gegn Norðmönnum í Laugardalshöll í gær- kvöldi og sigraði með eins marks mun eins og í leiknum í fyrrakvöld. Leikurinn í gær var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir B-heimsmeistarakeppnina í Frakklandi sem hefst 15. febrúar. Á myndinni stekkur Július Jónasson upp fyrir framan vöm norska liðsins áður en hann lætur skot ríða af. Sjá nánar um leikinn á bls. 47. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag: og loks hafi verið miðað við raun- gengisgrundvöll frá 1972, og miðað við þann grundvöll kæmi í ljós að í dag væri hann 100,08. Þetta mun vera helsti rökstuðning- ur alþýðuflokks- og alþýðubanda- lagsmanna fyrir því að það sé út í hött að 8 til 10% nafngengisbreyting sé nauðsynleg, til þess að ná grund- vellinum niður fyrir 100, miðað við árið 1980. Segja þeir að „slík gengis- kollsteypa" myndi ekki skila því raungengi sem stefnt væri að. Held- ur myndi hún einungis hækka nafn- byrðir á skuldum skuldugra fyrir- tækja og ríkis; auka verðbólgu og sprengja upp vaxta- og launastefn- una. Segja þeir raungengislækkun vera í því fólgna að halda í skeflum kostnaði innanlands, í samanburði við útlönd. Telja ekki nauðsyn á gengisfellingu TIL þess að lækka raungengi um 4 tíl 5% þyrfti nafngengislækkun að verða um 8 tíl 10%, ef ekkert væri annað að gert, að matí Steingríms Hermannssonar, forsætísráðherra, „en slikt stendur bara alls ekki til,“ segir Steingrfmur. Hann sagði i samtali við Morgunblaðið að raungeng- ið hefði á örskömmum tirna lækkað um 15%, en langmest hefði það lækkað eftir 3% gengisfellinguna i september á sl. ári. Ráðherrar Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags telja raunar að gengisfelling sé ekki nauðsynleg. „Þetta fer allt eftir því hvað okkur tekst að lækka raunvexti, halda aftur af verðlagshækkunum og launa- hækkunum, hvemig til tekst að ná niður raungenginu," sagði forsætis- ráðherra. Innan Framsóknarflokksins eru deildar meiningar um það hversu mikillar gengisfellingar sé þörf og því er búist við miklum átökum I þingflokki framsóknarmanna nú um helgina, þegar reynt verður að ganga endanlega frá útfærslunni á efna- hagsaðgerðum ríkisstjómarinnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra þeirrar skoðunar að nauðsyn sé á því að fella gengið um a.m.k. 10%, sem er mun meiri gengisfelling en samstarfsflokkar Framsóknar í ríkisstjóm telja nauð- synlega. ' Um þetta segir forsætisráðherra: „Halldór hefur náttúrlega áhyggjur af því hver staða sjávarútvegsins er og hann vill auka tekjur hans. Það kann vel að vera að hann sé hvað harðastur í þeirri afstöðu að það verði að ná ákveðinni raungengis- lækkun." í útreikningum þeim sem lagðir hafa verið til grundvallar í undirbún- ingsvinnu stjómarflokkanna hefur m.a. verið litið til þess raungengis sem var árið 1980 á mælikvarða launakostnaðar og það borið saman við raungengi dagsins í dag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins telur ríkisstjómin að miðað við þann mælikvarða sé raungengið nú 102, en hafi þegar verst hafí látið, árið 1987 farið upp í 113. Miðað við sams- konar meðaltalsmælikvarða frá 1960, segja heimildir úr ríkisstjóm- inni að raungengið nú sé um 104, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Japanir kaupa meira af loðnuhrognum en áður Tókýó, firá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gengu í gær frá samningum um sölu á fryst- um loðnuhrognum til japanskra kaupenda á þessari vertíð. Um verulega aukningu á magni er að ræða. Nú verða seld um 2.500 tonn að verðmætí nálægt tveim- ur milljörðum króna en heildar- magn á siðustu vertíð var um 1.500 tonn. Samningar um sölu á heilfrystri kvenloðnu hafa ekki náðst endan- lega. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku er samningamenn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna leggja stöðu mála fyrir framleið- endur. Þó er ljóst, verði af samning- um, að magn og verðmæti munu aukast verulega. íslensk kona síðust sendiráðs- manna til að yfirgefa Kabúl Á myndinni er Katrín Petit lengst til hægri með móður sinni Margréti Jónsdóttur íjósmóður, dóttur sinni Björgu Hauksdóttur ÍSLENSK kona, Katrín Petit, er enn í Kabúl með manni sínum, franska sendiráðsritaranum Raymond Petit, sem hefur veitt sendiráði Frakka forstöðu eftir að sendiherrann var kallaður heim. I grein í síðasta tölublaði Sunday Times um ástandið i Afganistan undir heitínu „Hið sovéska Saigon?" segir að Frakkamir hafi verið þeir einu sem haldið hafi ró sinni, allt annað sendiráðsfólk sé flúið. Fréttamaðurinn bætir síðan við að franski sendiráðsritarinn, sem sé vietnamskur í aðra ætt- ina, sé þar kyrr ásamt islenskri eiginkonu sinni, aðeins um- kringdur lifvörðum sinum sem munu vera Afganar. Katrín og Raymond Petit eru öllu vön, voru m.a. í Guatemala þegar verst gegndi þar og í Ghana þegar þar var gerð uppreisn, auk þess sem þau hafa víðar verið á hættustundum. Nú er búið að loka og dótturdótturinui Knstinu Eik. franska sendiráðinu, enda féll á það sprengja, og Frakkar hafa verið að flytja sitt fólk heim. Síðust til að yfirgefa staðinn verða Katrín og Raymond Petit, sem koma til Parísar í vikunni. Raymond Petit starfaði við sendiráð Frakka í Reykjavík upp úr 1970. Þau Katrín komu til Is- lands í vor og fóru þá með þeim til Afganistans dóttir Katrínar, Björg Hauksdóttir, maður hennar, Gústaf Adolf Gústafsson, og dætur þeirra tvær, 8 og 10 ára gamlar. Þau voru þar í 3 mánuði og fóru svo með Katrínu til Parísar, þegar konumar fóru heim. Eftir áramótin sneri Katrín svo aftur til Kabúl til manns síns. Þegar breski frétta- maðurinn spurði Raymond Petit um þessi vandræði þar nú, svaraði hann bara: „Hvaða vandræði? Hér er sól. Alveg eins og á Rivierunni!" Björg, dóttir Katrínar, segir það líkt honum, en ekki sé það svona vandræðalaust. Er þau voru í Kabúl sáu þau sprengju fljúga yfír hús þeirra og lenda hinum megin við homið. Meðan á þessu gekk lágu þau undir sófa með kodda yfir höfðinu. Annars segir Björg að þetta hafi ekki verið svo slæmt og þau ekki hrædd, en dvölin þama hafi þó verið þeim mikil lífsreynsla. Björg hefur síðustu daga beðið frétta af móður sinni en hefur ekki getað haft samband við hana. Gylfi Þór Magnússon einn fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði í samtali við Morgunblaðið í Tókýó, að ávallt væri erfitt að semja um sölu á við- kvæmum afurðum inn á þennan markað, samkeppnin væri mikil. íslendingar réðu í raun markaðnum fyrir loðnuhrogn en sala annarra hrogna á markaðinn, yfirleitt ódýr- ari, svo sem síldarhrogna, hefði mikil áhrif. Það væri mikilvægt fyrir Islend- inga að gera sér grein fyrir því að Japanir væm einu kaupendur í heimi að frystum loðnuhrognum og á sama hátt íslendingar einu seljendur slíkra afurða. Því yrðu þessar þjóðir að koma sér fyrst saman um um magn og gæði, síðan verð. Erfiðleikar í íslenskum sjávar- útvegi yrðu tæpast fluttir út í formi verðbólgu. Gylfi sagði ennfremur að sér lit- ist vel á gang mála en eins og venjulega réðu framleiðendur heima hvort þeir vildu selja og hvetjum. Gylfi sagði að lokum að sér þætti óneitanlega gott að hafa náð samningum sem tvöfölduðu útflutningsverðmæti frystra hrogna á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hafa jafn- framt í bakhöndinni möguleika á verulegri aukningu á útflutningi á frystri loðnu þó enn væri ekki búið að ganga frá þeim samningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.