Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 10
10 eset HAúflaa'5 .vt fluoAauTaöa aiaAjanuoaoM MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 Auglýst eftir stefnu stj órnvalda í ferðamálum eftirErnu Hauksdóttur í umræðum ráðamanna um at- vinnumál, ber ferðaþjónustu sjaldan á góma nema í viðeigandi skálaræð- um. Trúlega er það vegna þess hversu fyrirferðarmiklir í umræð- unni atvinnuvegimir tveir eru, sjáv- arútvegur og landbúnaður. Sjávar- útvegurinn, vegna þess hversu hátt hlutfall hann er af heildarútflutn- ingsverðmæti, u.þ.b. 50%, og land- búnaðurinn, vegna þeirra útgjalda og vandræða sem hann hefur vald- ið íslenskum skattgreiðendum. Þó hlýtur hinn illseðjandi ríkiskassa að muna um þá 7 milljarða sem ferða- þjónustan skilar nú á ári í erlendum gjaldeyri. Nú um áramótin kom í ljós að erlendum ferðamönnum fækkaði frá fyrra ári, en þeim hafði ijölgað verulega ár frá ári um langt skeið. Þessi þróun blasti reyndar við þegar vorið 1988 þegar ljóst var að ferða- menn frá Bandaríkjunum myndu bregðast. Ástæður voru nokkuð augljósar. Söluskattur hafði verið lagður af fullum þunga á veitingar í upphafi árs 1988 auk þess sem gengi íslensku krónunnar var mjög hátt skráð í vorbyijun þegar fyrir- spumir um verð vom sem mestar. Hótel og veitingahús em undir- staða ferðaþjónustu og hefur mikil §ölgun þeirra víða um land gert kleift að taka á móti þeim tæplega 130 þúsund erlendu ferðamönnum sem nú koma árlega til landsins, auk þess að sinna innlenda mark- aðnum. Það er því nauðsynlegt að kanna hvers konar rekstrarskilyrði em nauðsynleg til þess að ferða- þjónusta geti orðið traustur at- vinnuvegur. Skattpínd heilsulind Þrátt fyrir augljóst áhugaleysi stjómvalda á ferðaþjónustu kvikn- aði þó ljós nú í skammdeginu. For- sætisráðherra upplýsti í blaðaviðtali að breskir ferðamálasérfræðingar hefðu uppgötvað þessa stórkostlegu eyju og boðist til þess, ókeypis, að vinna að því að ísland verði heilsu- lind alheimsins. Forsætisráðherra segfir m.a. að sérfræðingar treysti sér til þess með fulltingi heima- manna að fjölga breskum ferða- mönnum hér á landi úr 10 þúsund í 40 þúsund. Þessir menn hugsa hátt. Þrátt fyrir ókeypis sérfræð- inga mun slíkt markaðsátak kosta ótaldar milljónir. Hvar ætlar for- sætisráðherra að taka peningana? Em það e.t.v. fríhafnarpeningamir sem ríkissjóður skuldar Ferðamála- ráði? Um leið og við, sem að ferða- þjónustu stöndum, fögnum þessum áhuga þá spyijum við: Er verið að byija á réttum enda? Hefur forsæt- isáðherra eða aðrir í ríkisstjóminni nokkuð velt ferðaþjónustu sem at- vinnugrein fyrir sér? Hvað færir hún þjóðinni? Gæti hún gefið meira af sér ef betur væri að staðið? Er ekki einmitt núna mnninn upp tími endurskoðunar þegar þessi jákvæða þróun stöðvast og gengur skref afturábak? Hvemig væri að spyija ferðamennina sjálfa? Þeir sem starfa að ferðaþjónustu þekkja öll helstu svörin. Til að upp- lýsa forsætisráðherra og aðra þá, sem ekki þekkja til er helsta svarið þetta: ísland er of dýrt land og þar vegur matarverðið þyngst? Þegar búið er að leggja heimsins hæsta söluskatt, 25%, ofan á heimsins dýrasta hráefni og greiða þar að auki alla þá síauknu fyrirtækja- skatta sem fundnir em upp hér á landi, er matarverðið orðið svo hátt að erlendir ferðamenn segja „hing- að og ekki lengra". Því viljum við segja: Lækkið söluskattinn á veit- ingahúsin, og þið fáið það margfalt til baka í auknum viðskiptum, og þykja það nú ekki nein ný sann- indi. Ef íslendingar lækka skatta og gjöld á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hreinsa mesta mslið í kringum sig, þá gæti ísland orðið hin fram- bærilegasta heilsulind. Það er ekki nægilegt að stofna heilsulindir, ef Tónlist Jón Ásgeirsson Einn af gmnnþáttum tónlistar er tónninn, sem er afmarkað fyrir- bæri innan alls þess er einu nafni nefnist hljóð. Á löngum tíma varð^ til tónskipunarkerfi, er gerði mönn- um kleift að skynja breytilega tón- stöðu í formi laglína. Tónfirringin hófst með því að hinu lagbundna tónskipunarkerfí var hafnað, en þó ekki tóninum. Með tilkomu raf- tækninnar varð tónfirringin stað- reynd og hljóðið í öllum sínum margbreytileik orðið viðfangsefni til listsköpunar. Einn galli var þó á þessum nýja vettvangi að maðurinn var ekki viðstaddur eða þátttakandi í flutningi slíkra verka. Áheyrendur hlustuðu sem sagt á tæki. Enn sem komið er hafa menn ekki leyst „hljóðlistina" undan mannfirring- unni og ekki séð svo verði á næst- unni. Hljóðleikar (sbr. tónleikar) á veg- um Myrkra músíkdaga vom haldnir í Norræna húsinu og flutt hljóðverk eftir Jonathan Harvey, Paul Lansky, Þorstein Hauksson, Alista- ferðamennimir missa heilsuna við að sjá matarreikninginn. Þess vegna var í upphafi spurt: Er ekki forsætisráðherra að byija á vitlaus- um enda? Ríkið og svarti markaðurinn Ekki em það aðeins skattamir sem skapa fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu vanda. Tveir helstu samkeppn- isaðilar veitingahúsanna em ríkið og félagsheimilin. Stærsti veitingasali landsins er ríkið með öll sín mötuneyti þar sem skattgreiðendur niðurgreiða máltíð- ir ofan í opinbera starfsmenn og jafnvel vini þeirra og ættingja. Jafn- framt er svo komið að opinberar veislur em í síauknum mæli haldnar í félagsheimili hins opinbera í Borg- artúni 6. Það er heldur hlálegt að ríkisstjórnin skuli vera búin að skattpína svo veitingahúsin, að hún tími ekki lengur sjálf að skipta við þau. Með svarta markaðnum er átt við hvers kyns félagsheimili og einkasali víðs vegar um land. I Reykjavík er svipaður stólafjöldi í félagsheiminum og á hinum al- mennu skemmtistöðum. Það er öll- um ljóst að stór hluti starfseminnar í félagsheimilunum tilheyrir neðan- ir AJacDonald og Kaija Saariaho. Fyrsta verkið, Mortuos Plago, Vivos Voco, eftir Harvey er samið úr klukknahljóðum og drengjasöng. Þar gat að heyra margt mjög fal- legt í samspili þessara tveggja hljóðefna og merkilegt nokk, verkið er ekki að öllu leyti tónfirrt, því bæði var úrvinnslan á drengjarödd- inni og klukkunum oft skemmtilega samhljómandi og minnti jafnvel á kórsöng. Annað verkið var Idle Chatter (Fánýtt þvaður) eftir Lansky og var þetta að mestu byggt á mjög stutt- um talhljóðum er mynduðu hryn- fastan hljóðbálk. Það, sem var sér- kennilegt, var að ákveðinn grunn- tónn var ríkjandi og þó að tónstað- an breyttist er leið á verkið endaði það samt á hlómskipan, er á tón- fræðimáli nefnist „fersexundar- hljómur“. í heild var „þvaðrið" skemmtilegt áheymar. Chantouria eftir Þorstein Hauksson er um „ímyndað land söngva og dansa, töfra og galdra, ljóss og myrkurs" en nafnið mætti íslenska sem „Söngvaríu" (Sbr. Bavaríu). Þetta er áhrifamikið verk þar sem náttúr- ulíkingar og ógnvænleg vélmennsk- an takast á en víkja á endanum fyrir óljósu bergmáli af sönglagi. Þriðja verkið, (Inter)play, eftir MacDonald var skemmtilegt áheymar og byggist formskipan þess á endurtekningum. A-kaflinn var válegur og dýrslega ógnandi en B-kaflinn byggður á liggjandi bassatón á móti veikum leik með tónklasa á mjög háu tónsviði er undir lokin líkist fuglatísti. Við end- urtekningum A-kaflans var unnið meira úr efninu en verkið endað á eins konar coda, sem unninn var úr „fuglatístinu". í heild var þetta mjög áhrifamikið verk. Síðasta verkið, Jardin Secret eftir Saariaho, var hins vegar leiðinlegt. Mikið var unnið með breytilega tónskipan, sem „spönuð“ var upp auknum hraða, þá var mokkuð um glissando er minnti jafnvel á japanska tónlist til foma og verkið endaði á tilbreyt- ingarlausu bjölluglamri. Þessir að öðru leyti skemmtilegu tónleikar, sem nutu flutningstækja frá Stúdíó Stemmu og aðstoðar Sigurðar Jóns- sonar, enduðu á því að verkið Þor- steins „Söngvaría" var endurflutt. jarðarhagkerfinu, söluskatti ekki skilað, laun ekki gefin upp og þar með eru launatengd gjöld ekki greidd, skemmtanaskatti og STEF-gjöldum ekki skilað, auk þess sem ekkert eftirlit er með aldri gesta, áfengisneyslu, bmnavömum, heilbrigðismálum og svo mætti lengi telja. Síðan söluskatturinn var lagður að fullu á veitingahúsin hafa árshátíðimar streymt inn í félags- heimilin. Það virðist flestum nema stjómvöldum ljóst að ef við viljum hafa hér á landi boðleg hótel og veitingahús m.a. vegna þjónustu við ferðamenn á sumrin, þá verða þessi sömu fyrirtæki að hafa aðgang að innlenda markaðnum á vetuma. Ferðaþjónusta - loðdýrarækt Fyrir nokkmm ámm vom bænd- ur hvattir til þess að hefja alls kyns aukabúgreinar og var loðdýrarækt þar ofarlega á blaði. Fjöldi bænda sem búskussa tók sig til og hóf loðdýrarækt. Þessi atvinnugrein skilaði á síðasta ári rúmlega 100 milljónum í erlendum gjaldeyri eða eins og eitt meðalhótel í Reykjavík. Nú hefur harðnað á dalnum í loðdýrarækt, eins og víða í öðmm atvinnugreinum, en þar á bæjum fara menn aldeilis ekki á hausinn eins og veitingahúsin. Ríkisstjómin tók sig til nú nýlega og ákvað að styrkja loðdýraræktina um hálfan milljarð króna eða nær fimmfalt árlegt útflutningsverð- mæti! Það er ekki aldeilis ónýtt að hvíla sig í skjóli landbúnaðarins. Skyldi ferðaþjónustan e.t.v. líka eiga að fá fimmfalt útflutningsverð- mæti í styrk? Em það ekki einir 35 milljarðar? Skv. lögum um ferða- mál frá 1976 á Ferðamálaráð að fá 10% af vömsölu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli til ráðstöfun- ar. Ráðið hefur fram að þessu að- eins fengið hluta af upphæðinni, árið 1989 er vömsala Fríhafnar áætluð 1.100 milljónir, en Ferða- málaráð á að fá 28 milljónir, eða rúm 25%. Afganginn hefur ríkis- sjóður gert upptækan og notað í annað, ugglaust þarfara. Ifyrirtækj- um innan ferðaþjónustu er gert að skila launaskatti, jafnvel þótt tekjur margra þeirra séu allt að 80% í erlendum gjaldeyri. Aðrar gjaldeyr- isskapandi atvinnugreinar losna við MYNDLIST BragiÁsgeirsson Gallerí list í Skipholti 50 kynnir þessa dagana og til 19. febrúar 24 akrylverk eftir sænsku listakonuna Elsu Rook frá Arkelstorp í ná- grenni Kristianstad. Elsa var búsett í Bandaríkjunum í 17 ár og vann sem textílhönnuð- ur, en hóf að mála er hún fluttist aftur heim til Svíþjóðar og hafði þá áður sótt ýmis myndlistamám- skeið í virtum listaskólum. Myndlistarkonan er öðm fremur upptekin af alls konar háspekileg- um hugleiðingum í sértæku mynd- rænu formi (abstrakt) er hún nýtir sér akryl-tæknina, en í annarri tækni, t.d. olíu og vatnslit, málar frúin hlutlægt, svo sem blóm og dýr. Það er lífið sjálft og sköpunin, sem vakir fyrir Elsu Rook í mynd- heimi hennar mettuðum flatarmáls- táknum, hringum, ferningum, þríhymingum og öðmm frumform- um er hún staðsetur af mikilli ná- kvæmni á myndfletinum. Hún er upptekin af ljósinu, hinni hvítu lit- lausu birtu, sem sólin gefur frá Erna Hauksdóttir „Það er ekki nægilegt að stofina heilsulindir, ef ferðamennirnir missa heilsuna við að sjá matarreikninginn. Þess vegna var í upp- hafi spurt: Er ekki for- sætisráðherra að byrja á vitiausum enda?“ þann skatt. Síauknir skattar em lagðir á veitingahús og vegur 25% söluskattur þar þyngst. Síðan eiga fyrirtæki, sem ekki standa undir sér, þann eina kost að verða gjald- þrota. Það væri óneitanlega skynsam- legt að endurskoða þær atvinnu- greinar, sem búið er að fjárfesta í og arðvænlegar þykja víðast hvar til frambúðar s.s. ferðaþjónustu, áður en skattgreiðendum er íþyngt með nýjum landbúnaðargreinum. Ferðaþjónusta er orðin sú at- vinnugrein í veröldinni sem veltir hæstu upphæðinni, tók við því sæti af olíuiðnaðinum fyrir nokkmm ámm. Með síauknum frítíma fólks og auknum tekjum hefur þeim árangri verið náð. Flestar þjóðir líta á ferðaþjónustu sem mjög arðvæn- legan og heppilegan atvinnuveg m.a. vegna þess hve gjaldeyrisskap- andi hann er og vinnuaflsfrekur og má nefna að hér á íslandi em hátt í 5—6 þúsund manns við störf tengd ferðaþjónustu. Islensk ferðaþjónusta á í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði eins og aðrar gjaldeyrisskapandi at- vinnugreinar og kallar því bæði á langþráð jafnvægi í efnahagsstjóm landsins og lífvænlegri rekstrarskil- yrði en henni em nú búin. Að öðmm kosti færir hún ekki þjóðarbúinu það sem af henni er ætlast til. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- oggistihúsa. sér, er verður svo að heilu litrófi er sólargeislinn sker regndropann. Myndveraldir sínar byggir Elsa upp á neti óteljandi eininga svo að á stundum minna vinnubrögðin á ýmsa þekkta fulltrúa strangflatar- listarinnar og þá einkum Victor Vasarely. En í höndum hennar líkist þetta þó öllu fremur æfíngum í lita- fræðitímum listaskóla. Myndirnar em vel og nostursam- lega gerðar og víst liggur að baki þeirra heilmikil einlægni ásamt því að hún les annað úr föngum sínum en þeir myndlistarmenn er glíma einvörðungu við litina og formið í sjálfu sér. Hún er þannig öllu meira í hinu huglæga og háspekilega inni- haldi þannig að myndir hennar nálgast á stundum að minna á upp- hafin trúarleg tákn. Og þegar þau ná valdi á gerandanum þá gerist það iðulega á kostnað markvissrar uppbyggingar formanna. Og þann- ig hugnuðust mér aðallega myndir hreinnar formrænnar myndbygg- ingar svo sem „Mótaður átthyming- ur“ (Framed Octagon) og „Hjúpað ljós“ (Veiled Light), en síðartalda myndin hefur einnig svip af ein- hveiju mjög upphöfnu og trúarlegu. Stjómunarfélag Islands Ráðningarviðtöl eru ávallt umdeild. Samt eru þau lykillinn að vali hæfasta starfsmannsins. Ráðning hæfasta mannsins spar- ar fyrirtækinu stórfé. Mistök við ráðningar má alltof oft rekja tíl vanþekkingar við starfsmannaval. Námskeið þetta er ætlaö öllum þeim er annast ráðningar starfsmanna í fyrirtækjum. Námskeiðið fer fram á ensku. LeiAbeinandi er Paul Loftus, sem um árabil hefur leiðbeint á nám- skeiðum um samskipti á vinnu- stað. Hann iauk meistaraprófi í vinnusálfræði frá Lamar háskóla í Texas. TÍMIOG STAÐUR: 21 -22. febrúar kl. 09:00-17:00 í Ánanaustum 15. Tónfirring HU GSPEKILEG SÉRTEKNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.