Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 29 Jóhann Guðmundsson, Akureyri — Minning Fæddur 22. nóvember 1916 Dáinn 10. febrúar 1989 Það var föstudaginn 10. febrúar sl., að ég hringdi í móður konu minnar til að segja henni, að dóttir hennar væri á leiðinni til Akureyri til að vera við sjúkrabeð föður síns, sem þá hafði verið fluttur á sjúkra- hús tveimur dögum áður. Þá sagði tengdamóðir mín: „Já Óli minn þetta er nú búið hjá honum Jóa mínum, hann er dáinn, verst að Hulda skuli ekki vita þetta áður en hún kemur." Mig setti hljóðan við þessi yfirveguðu og tillitsömu orð tengdamóður minnar, sem voru mæld af munni þess, sem margt hefur reynt á langri lífsleið og ávallt hugsað fyrst um aðra og seinast um sjálfan sig. Jóhann Guðlaugur Guðmundsson, en svo hét tengdafaðir minn fullu nafni, fæddist á Glerárbakka í Glæsi- bæjarhreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur Hafiiðason f. 5. maí 1873 og kona hans Stefanía Tryggvadóttir f. 10. mars 1872. Jó- hann var yngstur barna þeirra, en þau voru Kristjana, Sigurlína og Hafliði, sem öll eru látin, og Sigríður Okkur langar með fáum orðum að minnast okkar elskulegu tengda- móður Sjönu einsog hún var kölluð. Hún fæddist í Hnífsdal, dóttir Jónu Þorláksdóttur og Einars Thomsens. Ung fór hún í fóstur til vandalausra og var lífsbaráttan oft hörð. Ekki var hún gömul er hún þurfti að fara að vinna hörðum höndum við ýmis- legt sem til féll. Einn hálfbróður átti hún, Karl Thomsen og var mjög kært með þeim systkinum, var Sjönu það mikið áfall er Karl féll frá í blóma lífsins. Karl var kvæntur Sigríði Sæmundsdóttur og eignuðust þau fimm böm. og Tryggvi, sem lifa bróður sinn. 5. apríl 1941 kvæntist Jóhann eft- irlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Ingi- marsdóttur f. 12. júni 1918. Foreldr- ar Ólafar voru Ingimar Jónsson f. 18. júlí 1882 og kona hans María Kristjánsdóttir f. 8. ágúst 1887 á Kerhóli í Sölvadal í Eyjafirði. Jóhann og Ólöf eignuðust þrjár dætur og einn son, er lést við fæð- ingu. Dætumar eru Hulda Róselia ræstingastjóri f. 23. janúar 1941 gift Jóhannesi Óla Garðarssyni vall- arstjóra í Reykjavík og eiga þau þijá syni, Jóhann Garðar, Brynjar og Ölaf Hrein og bamabömin Huldu Björk Brynjarsdóttur og Arnar Ólafsson. Guðlaug Kristjana verslunarmær á Akureyri f. 6. október 1947, fráskil- in, en maður hennar var Sæmundur Hrólfsson rafvélavirki á Akureyri og áttu þau saman synina Ólaf Jóhann og Bjöm Sæberg. Stefanía Hallfríður húsfreyja f. 14. desember 1951 gift Vöggi Magnússyni fisksala í Reylq'avík, böm þeirra em Magnús Viktor er lést af slysförum aðeins 5 ára, Ólöf Huld, Zanný og Marteinn. Þegar hugað er að lífshlaupi Jó- hann Guðmundssonar þarf ekki að Ung fór Sjana til Reykjavíkur og reyndist það hennar mesta gæfu- spor, þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Róbert Schmidt, rennismið. Þau giftust 30. maí 1936. Var hjónaband þeirra sérlega gott og ástríkt. Eignuðust þau Qóra syni þá Reyni, Ágúst, Grétar og Leó. Eru bamabömin orðin 16 og bamabama- bömin 4. Hún Sjana var sem hressandi and- blær og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún fór. Alltaf hlökkuðum við til að fá Sjönu og Róbert í heim- sókn, því alltaf var glatt á hjalla er þau komu. Sökum við þess nú að fara í langa upptalningu á vinnuveit- endum og vinnustöðum, hans starfs- staður var einn. Hann hóf störf hjá Ullarverksmiðjunni Geflunni 17 ára gamall og starfaði þar samfleytt í 52 ár, lengst af sem verkstjóri. Það em svona menn, sem gera Akureyri að þeim iðnaðarbæ, sem hún er. Menn sem ekki láta glepjast af stund- argróða heldur una glaðir við sitt og skilja að sígandi lukka er best. Jóhann var Þórsari ( húð og hár og gekk ungur til liðs við félagið. Hann lék knattspymu, fyrst í yngri flokkum og loks mörg ár í meistara- flokki félagsins við góðan orðstír og átti margar ánægjulegar endurminn- ingar frá þessum ámm, sem hann miðlaði mér oft af á þeim liðlega 30 ámm, sem við vomm tengdir. Marg- ar ferðimar fómm við saman á völl- inn, enda knattspyman sameiginlegt áhugamál okkar. Hann var ötull við að gefa dóttursonum sínum góð ráð og hvatti þá óspart til dáða og fylgd- ist með þeim á knattspymuvellinum frá yngsta flokki og upp f meistara- flokk bæði norðan og sunnan heiða, þó enginn þeirra yrði Þórsari eins og hann. Jóhann var vel liðtækur bridgespil- ari og spilaði töluvert framan af ævi og var félagi í Bridgefélagi Akur- eyrar. Hann komst snemma í kynni við golfiþróttina og var upphaf þeirra kynna á þann veg, að hann gerðist kylfusveinn hjá eldri bróður sínum Hafliða, sem um mörg ár var í hópi bestu golfleikara á Akureyri. Margir góðir golfleikarar stigu sín fyrstu spor á golfvellinum á Akureyri, sem kylfusveinar Hafliða Guðmundsson- ar og nægir að nefna þá frændur mína, Viðar og Björgvin Þorsteins- syni, margfalda meistara í golfi. En Jóhann lét af embætti kylfu- sveins hjá stóra bróður og aðrir tóku við. Hann hóf nú að leika golf og lék flesta daga á sumri hveiju og oftast með sömu félögunum f nokkra ára- tugi. Hann náði góðum tökum á golfinu og spilaði farsælt golf og hafði eignast stórt safn verðlauna- eiga ekki von á henni oftar. Okkar elskulegi tengdafaðir var henni stoð og stytta í veikindunum og annaðist hana heima, þar til hún fór á sjúkrahús. Elsti sonur þeirra Reynir og kona hans Bryndís reynd- ust þeim afskaplega vel og erum við öll sérstaklega þakklát, þar sem við áttum ekki heimagengt. Við þökkum elsku Sjönu allt og minning hennar mun ávallt lifa í hugum okkar. Sárt er hennar sakn- að, en það er huggun harmi gegn að nú hvílist hún laus við allar þján- ingar. Við biðjum algóðan guð að styrkja okkur öll, sérstaklega þó Róbert, þar sem hans missir er mest- ur Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt (V.Briem) Tengdadætur og barna- börn á Suðureyri. gripa, sem Ólöf sá um að ekki sæist nokkur blettur á enda oft og vel pússaðir hjá henni. Þær voru margar ánægjustundim- ar, sem ég og vinur minn Ingólfur Gíslason í Garðabæ áttum með meistaranum, eins og við nefndum Jóhann oft þegar við vorum þrír sam- an á golfvellinum á árunum fyrir og í kringum 1970. Við gopamir um þrítugt ætluðum að gera allt af kröft- um, en Jóhann hinn reyndi miðaldra maður með sitt sérstaka en farsæla golf bað okkur fyrir alla muni að slaka á. Jóhann var með afbrigðum sam- viskusamur og húsbóndahollur f störfum sínum, en hann var fyrst og fremst mikill og góður heimilis- faðir og síðar einnig dásamlegur afí og Jangafi. Ég vil að leiðarlokum kveðja Jó-. hann tengdaföður minn og þakka honum það sem hann var mér og Huldu og þá fyrirmynd sem hann var sonum okkar, sem allir dáðu afa sinn. Elsku amma, við biðjum góðan guð að blessa þig og við vitum að minningin um afa mun styrkja þig á sorgarstundu. Jóhannes Óli Garðarsson Ég trúi á Guð þó titri hjartað veika og tárin blindi augna minna ljós, ég trúi, þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin rós ég trúi, því að alit er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. (Matt Joch.) Þegar mamma sagði okkur að hann afí á Akureyri væri dáinn sögðum við öll það sama. Hvað verður um ömmu? Nú er hún ein. Okkur finnst þetta bara vera draumur, hann afi getur ekki verið dáinn, hann sem alltaf var svo góð- ur og vildi allt fyrir okkur gera. En við erum víst of ung til að skilja lögmál lffsins. Og við ætlum að þakka afa fyrir allt sem hann var okkur. Hann mun lifa f huga okkar sem hinn blíði og góði afí. Elsku amma, við biðjum góðan guð að styrkja þig og styðja. Við vitum að afi er núna hjá Magnúsi bróður okkar. Blessuð sé minning þeirra. Ólöf Huld, Zanny og Marteinn. Kristjana Einarsdóttir Schinidt - Minning smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar I.O.O.F. 12 = 170170Z8'/2 = 9. III. Blblíufræðslan í Grensáskirkju á morgun fellur niður, en bæna- stundin veröur eins og venjulega kl. 11.15. Afmælistilkynning frá Skíðafélagi Reykjavfkur Skíðafélag Reykjavíkur er 45 ára sunnudaginn 26. febrúar nk. Kaffisamsæti veröur I veitinga- sal (Sf, Iþróttamiðstöðinni I Laugardal um kvöldið 26. febrú- ar frá kl. 20.30-23.00. Skíðafó- lagar sem vilja taka þátt í kaffi- samsætinu sæki aögöngumiða á skrifstofu félagsins, Amt- mannsstig 2, nk. laugardag 18. febrúar milli kl. 14.00 og 15.00. Sfmi 12371. Stjóm Skíðafélags Reykjavikur. Frá Guðspeki- fólaginu Ingólfsstrœti 22. Áskriftarsími Ganglera er 39573. í kvöld kl. 21.00: Karl Sigurös- son, Þú ert það. Á morgun kl. 15.30: Geir Ágústsson. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 18.-19. febrúar Sklöagönguferö I Innstadal. Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan á skiðum f áningarstað. Gist i húsi. Brottför kl. 08.00 laugar- dag. Komið meö og njótiö vetr- arríkisins I Innstadal. Kjörin æf- ingaferð fyrir skiðagöngufólk. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferðafélag Islands. M Útivist Árshátíð Útivistar verður laugardaginn 18. febr. í Skíöaskálanum i Hveradölum. Brottför kl. 18.30. Nokkrir miðar eftir. Pantið strax. Sunnudagsferðir 19. febr. kl. 13: 1. Fossvallaklif-Selfjall-Botna- hellirinn. 2. Ný skíðagönguleið: Bláfjöll-Heiðmörk. Mónudagakvöid 20. febr. kl. 20: Tunglskinsganga. Landnáms- gangan 4. ferð. Viöines-Álfsnes. Strandganga fyrir alla. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Helgarferðir i Tindfjöll og Þórs- mörk 24.-26. febr. Góðar vetrar- ferðir. Tilvalið að hafa með gönguskíöi. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, sfmar 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. Utsala á plötum, kassettum og geisla- diskum. 20-80% afsláttur. kferslunin hjn2 106 ÞeyViov* « 20/Í5/251S5 Lmm raðauglýsingar \ "'t Opið hús verður i neðri deild Valhallar í dag, föstudaginn 17. febnjar, í tilefni 62 óra afmælis Heimdallar. Léttar veitingar og fjör aö vanda. Húsiö opnað kl. 22.00. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. Keflavík Sjálfstæðiskvennafólagið Sókn heldur fólagsfund laugardaginn 18. þessa mánaðar í Iðnsveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7, kl. 15.00. Gestir fundarins verða Stella Björk Baldvinsdóttir og Jónína Guð- mundsdóttir. Kaffiveitingar og spilað verður bingó. Stjórnin. Bolungarvík - bæjarmál Sameiginlegur félagsfundur sjálfstæðisfélaganna I Bolungarvík verð- ur haldinn laugardaginn 18. febrúar nk. i kaffistofu Vélsmiöju Bolung- arvíkur hf. Hefst fundurinn kl. 15.00. Fundarefni: 1. Fjárhagsáætlun Bolungarvikurkaupstaðar fyrir árið 1989. 2. Onnur mól. Kaffiveitlngar. Takið með ykkur gesti. Sjálfstæðisfélögin, Bolungarvík. Vörður FUS Akureyri Vörður, félag ungra sjólfstæðismanna, heldur kynningu á félaginu og starfsemi þess nk. laugardag þann 18. febrúar milli kl. 16.30 og 18.00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta I húsnæðl félagsins sem er í Kaupangi við Mýrarveg, 2. hæð. Kaffi og veitingar. Stjómin. Akranes Fjárhagsáætlun 1989 Fundur í Sjálfstæðishúsinu, Heiðargeröi 20, mánudaginn 20. febrúar 1989 kl. 20.30. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, gerir grein fyrir fjárhagsóætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1989. Sjálfstæöisfélögin é Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.