Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 2511 Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Næsta námskeid hefst 21. febrúar r Æk. ] -j ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTAND! ÆFINGAR Byrjendur i og II og framhald i FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðir flokkar ROLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega 'É KERFI MEGRUNARFLOKKAR ^ Fjórum sinnum í viku H FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja:þrek-jazz. Eidfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu „LOW IMPACK" - STRANGIR TIMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing SKOLAFOLK Hörku púl og svitatímar HÍ11 - kútinn slffii * ATH! Nú eru einnig timar á laugardögum ít+7 unðii siiotn Baiu 09 0* Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 Israel: Þingmenn ræða við leiðtoga Pal- estínumanna Jerúsalem. Reuter. Yossi Beilin, aðstoðarQármálaráðherra ísraels og helsti ráðgjaS Shimons Peres, Qármálaráðherra, og nokkrir þingmenn Verka- mannaflokksins áttu fund með leiðtogum Palestínumanna á Vestur- bakkanum í Jerúsalem á miðvikudag. ísraelskir þingmenn og leið- togar Palestínumanna, hliðhollir Frelsissamtökum Palestínumanna (PLO), hafa hist alls þrisvar sinnum á laun á þessu ári. Á þriðjudag ræddu þeir samskipti Palestínumanna og ísraela á hóteli í miðborg Jerúsalem og töldu þeir víst að um fleiri fúndi yrði að ræða. Faisal al-Husseini, einn helsti fylgismaður PLO á herteknu svæð- unum sem var látinn laus úr fang- elsi í ísrael fyrir tveimur vikum eftir 18 mánaða varðhald án réttar- halda, var einn af sjö Palestínu- mönnum sem tóku þátt í viðræðun- um. „Við ræddum almennt um ástandið á herteknu svæðunum en komumst ekki að neinu samkomu- lagi,“ sagði Husseini. Hann sagðist ennfremur trúa því að leiðtogar PLO væru hlynntir viðræðum hans við þingmenn Verkamannaflokksin. Helsti ráðgjafi Yitzhaks Shamirs sagði hins vegar í gær að fundimir væru með öllu tilgangslausir. Flokksbræður Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra úr Líkúd-flokkn- um gagnrýndu þingmenn Verka- mannaflokksins harðlega fyrir að eiga fundi með Palestínumönnum. „Þessir menn eru algjörlega valda- lausir. . .Við vitum ekki hver þessi Faisal Husseini er sem þingmenn og aðrir biðla til í skjóli nætur," sagði Yossi Ahimeir, skrifstofustjóri Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra. „Ég er viss um að í náinni framtíð verða fundir ísraelskra stjómmála- manna og leiðtoga Palestínumanna frá Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu, sem hliðhollir eru PLO- samtökunum, tíðari og yfirgrips- meiri,“ sagði Yair Tsaban, þing- maður vinstriflokksins Mapam. Ríkisstjóm ísraels hefur bannað öll samskipti við PLO en leitast við að koma á sambandi við leiðtoga Palestínumanna á herteknu svæð- unum. Ariel Sharon, viðskipta- og iðn- aðarráðherra ísraels, sagði á þing- inu á þriðjudag að komnir væru siðferðislegir brestir í ísraelsku þjóðina og að hún horfði þegjandi á, þegar verið væri að stofna sjálf- stætt ríki Palestínumanna. Andrei Sakharov í Kanada: Bíður útnefiiingar vísindaakademíunnar Winnipeg. Reuter. SOVÉSKI mannréttíndafrömuð- urinn Andrei Sakharov sagði í fyrradag, að hanu ætlaði því aðeins að bjóða sig fram í kosn- ingunum í Sovétríkjunum í mars, að sovéska vísindaakademían út- nefiidi hann. Sakharov, sem nú er staddur í Kanada, sagði, að vísindaakadem- ían ætlaði að halda sérstakan fund í mars til að ræða betur ákvörðun- ina frá 18. janúar um að Sakharov yrði ekki einn af 25 mönnum, sem akademían hefur rétt til á sovéska fulltrúaþinginu. Olli þessi afstaða mikilli óánægju meðal vísinda- og menntamanna en kjósendur í Moskvu og nokkrum öðrum kjör- dæmum vildu þá fá Sakharov sem sinn frambjóðanda. Sakharov kvaðst hins vegar vera búinn að gera upp hug sinn og væri ákveðinn í að fara ekki í fram- boð nema útnefningin kæmi frá vísindaakademíunni. Sakharov og Jelena, kona hans, Reuter í Kanadaferðinni tók Sakharov meðal annars við heiðursdokt- orstitli við háskólann í Ottawa. voru í gær í Winnipeg þar sem hann tók þátt í umræðum og veitti viðtöku einnar milljón króna viður- kenningu fyrir störf að mannúðar- og mannréttindamálum. Kosningarnar á Sri Lanka: Premadasa ber hæni hlut Colombo. Reuter. Sameinaði þjóðarflokkurinn og Ranasunghe Premadasa forseti nnnn öruggan sigur í þingkosningum, sem fram fóru á Sri Lanka á miðviku- dag, þeim blóðugustu, sem um getur í landinu. Bar hann hærri hlut i 110 kjördæmum af 225 og fékk að auki 15 landskjörna þingmenn. Að minnsta kosti 400 manns voru drepnir meðan á kosningabaráttunni stóð og þar af 40 á kjördegi. Premad- asa forseti, sem hefur heitið því að koma á röð og regiu í landinu, hvatti í gær til þjóðarsáttar og sagði, að landsmenn hefðu sýnt það í kosning- unum, að þeir væru andhverfír öllu ofbeldi. Helsti stjómarandstöðu- flokkurinn, Frelsisflokkur Sri Lanka undir forystu Siríma Bandaranaike, fyrrum forsætisráðherra, fékk 67 þingsæti alls. Preamadasa sagði í kosningabar- áttunni, að hann vildi efna til við- ræðna við tamfla á norðausturhluta eyjarinnar og liðsmenn Frelsisfylk- ingar alþýðu en þeir hafa aðallega látið að sér kveða í suðurhluta lands- ins. Stefna þeir að þvi að koma á kommúnisma á Sri Lanka og eru taldir bera meginábyrgð á mann- drápunum að undanfömu. Hafa fáir mikla trú á, að viðræður við þá eða tamflska aðskilnaðarsinna geti boríð árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.