Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 Hryðjuverkið yfír Lockerbie: Sprengjan var falin inni í útvarpstæki Lockerbie, Montreal. Reuter. SPRENGJAN, sem sprakk um borð í Jumbo-þotu frá Pan American- flugfélaginu yfir Skotlandi i desember, var falin inni í sambyggðu útvarps- og segulbandstæki. Skýrði breska lögreglan frá þessu í gær en með vélinni fórust 270 manns. Þátttakendur í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Montreal um flugöryggi voru sammála um að auka eftirlit í flughöfnum um allan heim. 15 manns farast í gassprengingu Reuter FIMMTÁN manns að minnsta kosti létust þegar mikil sprenging varð í fimm hæða háu húsi i gamla bænum i Toulon i Frakklandi í fyrra- kvöld. 36 manns slösuðust og i gærmorgun voru enn fimm manneskjur innilokaðar i rústunum. Augljóst þykir, að gasleki hafi valdið sprenging- unni. Húsið, sem var tveggja alda gamalt, hrundi til grunna í sprengingunni og svo öflug var hún, að vegfarendur á nálægum götum ruku um koll og gluggarúður brotnuðu vítt um kring. Selveiðideilan: Heitt í kolunum milli Svía og Norðmanna Kaupmannahftfri. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgiublaftsins. DEILAN um selveiðar Norðmanna hefúr nú snúist upp í eins konar strið á milli þeirra og Svia eftir að Svíakonungur sá ástæðu til að hnýta í Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs. í Sviþjóð hafa sumir krafist þess, að fólk sniðgangi allt, sem norskt er, hverju nafni sem nefiiist, og norska sendiráðinu og ræðismannsskrifstof- unni í Stokkhólmi hafa borist margar hótanir. Kunnir dýralæknar hafa hins vegar lýst yfir, að selir drepist strax við fyrsta högg á hnakkann og þvi sé harla óliklegt, að nokkur sé fieginn lifandi. Sænskir stjómmálamenn og þeir, sem vita hvað Svíkonungur má láta út úr sér opinberlega, eru nú önnum kafnir við að gera sem minnst úr yfirlýsingum Karls Gústafs XVI um selveiðamar og Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs. Haft er eftir stjórhlagafræðingi, að vissulega hafi konungurinn gengið of langt og Sten Anderson, utanríkisráð- herra Svía, segir, að yfirlýsingar hans hátignar hafi verið ákaflega heimskulegar. Þær hafa hins vegar orðið til að vekja enn meiri athygli á selveiðideilunni en ella. Brundtland sagði í gær á norska þinginu, að nýskipuð rannsóknar- nefnd myndi skoða selveiðimyndina, kanna allar skýrslur selveiðieftir- litsmanna frá 1982 og segja síðan sitt álit á því hvort reglumar hefðu verið brotnar. Bjame Mörk Eidem sjávarútvegsráðherra tók einnig til máls og vísaði því á bug, að hann bæri einhveija ábyrgð á uppákom- unni. , Seiir eru rotaðir eins og það er kallað eða drepnir þannig, að þeir eru slegnir í hnakkann með sljórri kylfu, og er það nú haft eftir kunn- um dýralæknum, að þeir drepist strax við fyrsta högg. Af myndinni er ekki hægt að ráða hvort selimir eru lífs eða liðnir en vegna þess, að það er flengst með þá eftir ísnum getur áhorfandinn ímyndað sér, að eitthvert lífsmark leynist með þeim. Stærsta blað á Norðurlöndum, Expressen í Svíþjóð, hefur hafið undirskriftasöfnun og hvetur les- endur til að senda norska forsætis- ráðherranum bréf og krefjast þess, að selveiðunum verði hætt. í mörg- um sænskum blöðum hefur þess einnig verið krafist, að Brundtland John Orr, sem stýrði rannsókn á flugslysinu í Lockerbie, sagði, að sprengjan hefði líklega komið um borð í Frankfurt en þaðan var ferð- inni heitið til New York með við- komu í London. Um hefði verið að ræða svokallað plastsprengiefni og hefði rannsóknin leitt í ljós, að sprengjan hefði verið inni í sam- byggðu útvarps- og segulbands- tæki. ísraelskur embættismaður sagði á þriðjudag, að vestrænar leyni- þjónustur væru þegar vissar um, að Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu undir forystu Ahmeds Jibrils hefði staðið að ódæðinu og haft um það samvinnu við írönsk segj af sér og aðrir heimta, að allt, sem norskt er, verði sniðgengið, listir, menning, íþróttir, ferðalög, bensín og margt fleira. Bamabóka- höfundurinn Astrid Lindgren hefur komið sinni eigin áskorun á fram- færi við Brundtland og síðustu daga hafa norska sendiherranum, ræðis- manninum og útsölustöðum norska ríkisolíufélagsins Statoil borist margar hótanir. Rannsóknamefndin hefur erfitt verk með höndum því eins og fyrr segir upplýsir myndin ekkert um það hvort selimir eru lifandi eða dauðir. Höfundur hennar, Odd Lindberg, segist nefnilega ekki ætla að birta nein fleiri gögn fyrr en norska sjávarútvegsráðuneytið biðj- ist opinberlega afsökunar á því að hafa ekki tekið mark á skýrslunni hans á sínum tíma. öfgasamtök, sem nú tækju þátt í valdabaráttunni þar. Á ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðimar héldu í Montreal um flug- öryggi, vom þátttakendur sammála um að efla eftirlit í flughöfnöm í því skyni að koma í veg fyrir hiyðjuverk. Paul Channon, sam- gönguráðherra Bretlands, sagði á ráðstefnunni þegar fréttir höfðu borist um rannsóknina á Lockerbie- slysinu, að hugsanlegt væri meðal annars að banna farþegum að hafa útvörp og önnur slík tæki með sér um borð í flugvélar. Fimmtug kona áformar að hlaupa eftir endilöngum Kína-múmum Houston, Texas. Reuter. FYRRIJM fegurðardrottn- ing frá Arkansas, Sally M. Purdue, hefúr talið kínversk stjórnvöld á að leyfa sér að hlaupa eftir endilöngum Kínamúmum. Purdue, sem er fímmtug að aldri, vonast til, að þetta 2500 kílómetra langa hlaup sitt verði kínverskum og banda- rískum konum á öllum aldri hvatning til dáða. „Það gleddi mig sannarlega, ef hlaupið yrði til að auka tiltrú fólks á sjálft sig, á hvaða aldri sem það er,“ sagði hún „Og þá hef ég ekki síst í huga konur á mínu reki. Ég undrast það, hversu margir í hópi jafnaldra minna sætta sig við, að lífið sé sama sem búið og tilgangs- laust sé að eiga sér drauma eða stefna að einhveiju marki.“ Purdue ætlar að fara 40 kílómetra á dag og verður tvo og hálfan mánuð á leiðinni. Hún leggur af stað 27. ágúst. Færeyjar: Niðurskurður á flárlögunum Kaupmannahöfri. Frá Níls Jftrgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. STEFNT er að umtalsverðum sparnaði í færeysku fiárlögunum fyrir þetta ár, að því er fram kem- ur í Qárlagafrumvarpi þvf, sem landstjórnin hefúr lagt fyrir lög- þingið. Samkvæmt frumvarpinu á niður- skurður útgjalda að nema 104 millj- ónum danskra króna (um 730 millj. ísl. kr.). Miðað við fjárlagafrum- varpið, sem áður hafði verið lagt fram, reiknar landstjómin einnig með, að landssjóður fái 95 millj. d. kr. tekjuauka. Þó er ékki ætlunin að hækka skatta. Tekjur og gjöld samkvæmt §ár- lagafrumvarpinu eru 3,1 milljarður d. kr. (um 21 milljarður ísl. kr.). Markmiðið með niðurskurðinum og áætluðum tekjuauka, alls um 200 millj. d. kr. (1400 millj. ísl. kr.), er að takmarka vöxt opinberra út- gjalda, bæta greiðslustöðu landssjóðs og treysta efnahagslífíð. Reuter Kyndugur dauðdagi Ixigreglumaður f New York virðir fyrir sér fætur innbrotsþjófs sem týndi lífi þegar hann reyndi að bijóta sér leið inn á veitinga- stað í borginni. Ekki vildi betur til en að innbrotsþjófúrinn festist f loftræstikerfinu og kafiiaði. Eigandi veitingahússins var að vonum skelfingu lostinn þegar hann sá fætur stigamannsins hanga neðan úr loftopinu þegar hann kom til vinnu næsta dag. Grænlendingar bjóða EB 4.000 tonna kvóta fyrir 57 milljónir króna Lagt til aö tilboðinu verði tekið Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fr Grænlendingar hafa boðið Evrópubandalaginu (EB) 4.000 tonna aukakvóta á þorski í ár umfram þau 12.000 tonn, sem samningar eru um milli þeirra og EB. Framkvæmdastjórn EB leggur til við sjávarútvegsráð- herra bandalagsþjóðanna, að þeir samþykki tilboðið. Þrátt fyrir samninga EB og Grænlendinga um að skip frá bandalagsríkjunum megi árlega veiða allt að 12.000 tonnum af þorski í grænlenskri lögsögu, hefur grænlenska landsstjómin ekki heimilað svo miklar veiðar til þessa. í fyrra fékk EB aðeins 4.000 tonna þorskkvóta í sinn hlut, sem að vísu var hækkaður í 7.000 tonn sl. haust. uritara Morgunblaðsins. í ár ætla Grænlendingar að heim- ila EB-skipum að veiða allt að 16.000 tonn af þorski, ef samningar takast um 4.000 tonna aukakvót- ann. Fyrir hann vilja Grænlending- ar fá eina milljón ECU (þ.e. evróp- skar mynteiningar) sem er jafnvirði 57 milljóna ísl. króna. Vegna fisk- veiðisamningsins í heild greiðir EB Grænlendingum á ári 26,5 milljónir ECU, þ.e. 1.510 milljónir ísl. kr.. Búist er við því, að sjávarútvegs- ráðherramir verði ekki á einu máli um að greiða það verð, sem Græn- lendingar hafa sett upp fyrir 4.000 tonnin, þ.e. rúmlega 14 krónur á kílóið af óséðum þorski í sjó. Við- miðunarverð á þorski í ár er um 70 kr. kílóið á EB-mörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.