Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐH) ÍÞRÓTTIR PÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
(>fc
41
KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Bikarkeppnin:
KRmætir
Njarðvfk
ÍR gegn B-liði Njarð-
víkurí undanúrsíitum
Liðin sem léku til úrslita í
bikarkeppni KKÍ í fyrra,
KR og Njarðvik, mætast í und-
anúrslitum bikarkeppninnar í
næstu viku. Fyrri leikurinn fer
fram i íþróttahúsi Hagaskólans
þriðjudaginn 21. febrúar en sá
síðari í Njarðvík, tveimur dögum
síðar.
Njarðvíkingar sigruðu KR-
inga í úrslitaleiknum í fyrra,
104:103.
Fyrri leikur ÍR og UMFN b
verður í Njarðvík á þriðjudaginn
og sá síðari í Seljaskólanum á
fimmtudaginn.
í bikarkeppni kvenna mætast
annars vegar Haukar og ÍR og
hins vegar ÍBK og UMF?J. Ekki
hefur verið ákveðið hvenær
þessir leikir verða.
ÍBK sigraði Hauka f úrsiita-
leik bikarkeppni kvenna f fyrra,
76:00.
Tindastóll sigraði
en KR í undanúrslit
ÞRJÚ hundruð áhorfendur sáu
besta og skemmtilegasta leikr
sem fram hefur farið á Sauðár-
króki í vetur, er Tindastólf sigr-
aði KR með 10 stiga mun í átta
liða úrslitum bikarkeppninnar í
gœrkvöldi. KR sigraði hins veg-
ar í fyrri leik liðanna með 13
stiga mun og heldur því áfram
í undanúrslit, en Tindastóll er
úr leik. Lokatölur urðu 91:81,
en í hálfleik höfðu heimamenn
sjö stiga forystu, 43:36.
Leikurinn var æsispennandi og
jafnvel hættulegur „pumpunni"
í sumum. Spennan náði hámarki
ér mínúta var til leiksloka, heima-
menn 10 stigum
yfir. Þá brugðu
KR-ingar á það ráð
að leika langar
sóknir, heimamenn
léku maður á mann, en yfirvegaður
leikur gestanna tryggði þeim sæti
í undanúrslitum.
Frá
Bimi
Bjömssyni
á Sauöárkróki
ISLANDSMOTIÐ
Spenna á Akureyri
Dýrmæt stig til Grindvíkinga
Grindvíkingar nældu sér í tvö
dýrmæt stig á Akureyri er
þeir unnu Þór í gærkvöldi, 97:89.
Grindvíkingar fóru vel af stað og
höfðu náð 20 stiga
Reynir forskoti um miðjan
Einksson fyrri hálfleik og virt-
sknfarfrá ist allt stefna í stór-
sigur þeirra. En
Þórsarar neituðu að gefast upp og
með Konráð Óskarsson í broddi
fylkingar söxuðu þeir á forskot
Grindvíkinga og náðu að minnka
muninn í þijú stig, 79:82, þegar
fimm mínútur voru til leiksloka.
Þórsara vantaði herslumuninn og
Grindvíkingar juku forskot sitt og
sigruðu.
Konráð Óskarsson var hreint
óstöðvandi f sfðari hálfleik og gerði
þá 27 stig. Guðmundur Bragason
átti mjög góðan leik fyrir Grindvík-
inga og gerði 31 stig.
Auðvett hjá Valsmönnum
Valsmenn unnu fyrirhafnarlítinn
sigur á Stúdentum í gær-
kvöldi, 64:78. Leikurinn var af-
spymuslakur og engu likara en að
leikmenn væru að
spila körfuknattleik
í fyrsta sinn. Hittni
var lítil sem engin
og Valsmenn, sem
berjast um sæti í úrslitakeppninni,
fóru niður á saman plan og Stúdent-
ar og þá er ekki von á góðu.
Hörður
Magnússon
skrífar
HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA
Allt eftir bókinni
FH sigraði nágranna sína úr
Haukum nœsta auðveldlega er
liðin mœttust á miðvikudag.
Leikurinn endaði 25:16, eftir
að FH hafði leitt í leikhlói 11:8.
í Digranesi lák Fram við Stjörn-
una og fór með sigur af hólmi
ídaufum leik, 14:12. Staðan í
leikhléi var 9:5 fyrir Fram.
Haukastúlkur byijuðu leikinn
gegn erkifjendunum úr FH af
krafti og höfðu yfirhöndina framan
af. Þær náðu þriggja marka for-
skoti um miðjan
Katrín fyrri hálfleik, en þá
Fríöríksen kom góður leikkafli
sknfar hjá FH og þær skor-
uðu fimm mörk í röð
án þess að Haukar næðu að svara
fyrir. FH leiddi í leikhléi, 11:8.
Haukar skomðu fyrsta markið
eftir hlé og minnkuðu muninn í tvö
mörk, en síðan var sera allur vindur
væri úr þeim og FH-stúlkurnar tóku
leikinn í sínar hendur. Á skömmum
tíma breyttist staðan úr 14:10 í
21:10 og munaði þar mest um hrað-
aupphlaup FH. Sóknir Hauka voru
á þessum tíma ráðleysislegar, enda
var aðalskytta þeirra Margrét The-
ódórsdóttir í strangri gæslu. Leikn-
um lauk sem fyrr segir með stór-
jsigri FH, 26:15.
Mörk FH: Rut Baldursdóttir 8/3, Arndís Ara-
dóttir 4/1, Inga Einarsdóttir og Eva Baldura-
dóttir 3, Heiða Einarsdóttir, Kristín Péturs-
dóttir, Heiða Einaredóttir og Björg Gilsdóttir
2, Berglind og María Sigurðardóttir eitt mark
hvor.
Mörk Hauka: Margrét Theódóredóttir 6/2,
Elva Guðmundsdóttir 4, Þórunn Sigurðardótt-
ir og Hrafnhildur Pálsdóttir 2 og Steinunn
Þoreteinsdóttir eitt mark.
Naumt hjá Fram
Leikur Stjömunnar og Fram var
fremur tilþrifalítill. Fram byijaði
betur, leiddi allan fyrri hálfleik, og
varyfir í leikhléi 9:5. Síðari hálfleik-
ur var jafnari. Stjömustúlkumar
breyttu um vamartaktík og náðu
að breyta stöðunni úr 7:12 í 11:12,
en herslumuninn vantaði og Fram-
liðið seig aftur fram úr og sigraði
14:12. Framliðið spilaði sterka vöm
sem hinar ungu Stjömustúlkur
komust lítt áleiðis gegn og Kolbrún
Jóhannsdóttir var góð í markinu.
Reyndar var þetta leikur hinna
sterku varna eins og markatalan
segir til um.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 6/2,
Helga Sigmundsdóttir og Ingibjöm Andrés-
dóttir 2, Ragnheiður Stephensen, Guðný Gunn-
steinsdóttir og Herdís Sigurbergsdóttir eitt
mark hver.
Mörk Fram: Guðrfður Guðjónsdóttir 5/3, ósk
Víðisdóttir 8, Ama Steinsen 2, Ingunn Bemót-
usdóttir, Sigrún Blomsterberg, Hafdís Guð-
jónsdóttir og Margrét Blöndal eitt mark hver.
Valur Inglmundarson gerði 37
stig fyrir Sauðkrækinga. Það var þó
ekki nóg til að komast áfram.
Þór—UMFG
89 : 97
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið
í körfuknattleik, fimmtudaginn 16,
febrúar 1989.
Gangur leiksins: 8:10, 16:32, 27:47,
45:58, 56:74, 69:77, 79:82, 89:97.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 33,
Eiríkur Sigurðsson 17, Kristján Rafns-
son 16, Guðmundur Bjömsson 14,
Bjöm Sveinsson 5, Jóhann Sigurðsson
2 og Einar Karlsson 2.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 31,
Steinþór Helgason 22, Jón Páll Har-
aldsson 14, Hjálmar Hallgrimsson 13,
Rúnar Ámason 10, Óli Þór Jóhannsson
3, Eyjólfur Guðlaugsson 2 og Svein-
bjöm Sigurðsson 2.
Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson
og Leifur Garðareon. Dæmdu ágæt-
lega.
Ahorfendur: 67.
Guðmundur Bragason UMFG Konráð
Óskarsson Þór.
Steinþór Helgason, UMFG.
Prufu-hitamælar
50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
SfloMmcg)(ui(f’ cJk&0Tjæ®c5)irö
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 146S0 - 21480
Fyrstú fimm mínútumar var
jafnræði með liðunum og þau skipt-
ust á að hafa forystuna. Um miðjan
fyrri hálfleik tóku heimamenn
frumkvæðið í sínar hendur og náðu
mest 10 stiga forystu, en KR-ingar
léku af harðfylgni og náðu að
minnka muninn fyrir hlé.
Bæði lið mættu mjög ákveðin til
leiks eftir hlé og eftir skamman
tíma var munurinn aðeins eitt stig,
67:66. Á þessum tíma var Jóhannes
Kristbjömsson mjög atkvæðamikill
hjá KR, en hann skoraði 25 stig
og þar af 21 í seinni hálfleik. Eftir
þetta var allt í jámum, en þegar
þijár mínútur voru til leiksloka
komst KR þremur stigum yfir. En
heimamenn sýndu mjög góðan leik
það sem eftir var og fögnuðu góðum
sigri — góður fyrirboði fyrir æfinga-
leikinn gegn landsliðinu í kvöld á
sama stað.
Valur Ingimundarson var yfir-
burðarmaður á vellinum og Kári
Marísson lék sinn besta leik í vet-
ur. Eyjólfur Sverrisson og Haraldur
Leifsson voru einnig góðir hjá
heimamönnum.
Jóhannes Kristbjömsson var frá-
bær í seinni hálfleik og Guðni
Guðnason og Birgir Mikaelsson áttu
ágæta spretti hjá KR.
Stig UMFT: Valur Ingimundareon 37, Eyjólf-
ur Sverrisson 20, Sverrir Sverrisson 10, Har-
aldur Leifsson 8, Kári Marisson 7, Bjöm Sig-
tryggsson 7, Ágúst Kárason 2.
Stig KR: Jóhannes Kristbjömsson 25, Guðni
Guðnason 15, Birgir Mikaelsson 14, ívar
Webster 13, ólafur Guðmundsson 10, Hörður
G. Gunnarsson 4, Matthías Einarsson 3,
Böðvar Guðjónsson 2.
IS—Valur
64 : 78
íþróttahús Kennaraháskólans, íslands-
mótið í körfuknattleik, fimmtudaginn
16. febrúar 1989.
Gangur leiksins: 1:2, 5:10, 9:19,
14:24, 18:32, 30:34, 32:40, 32:44,
40:50, 48:53, 48:61, 52:68, 57:70,
62:74, 64:78.
Stíg ÍS: Guðmundur Jóhannsson 18,
Jón Júlíusson 12, Kristján Oddsson 10,
Valdimar Guðlaugsson 10, Bjami
Hjarðar 8, Heimir Jónasson 3, Gísli
Pálsson 2 og Sólmundur Jónsson 1.
Stíg Vals: Tómas Holton 23, Hreinn
Þorkelsson 15, Bárður Eyþórsson 12,
Ragnar Jónsson 10, Matthías Matthías-
son 9, Amór Guðmundsson 4, Ari
Gunnarsson 3 og Bjöm Zoega 2.
Dómarar: Jón Otti ólafsson og Krist-
inn Albertsson. Voru bestu menn vall-
arins.
Áhorfendur: 3.
Morgunblaðið/Rúnar Antonssoo
Bojan Tanavskl, júgóslavneski
leikmaðurinn sem leikur með Þór í
sumar, er kominn til "Akureyi*ar og
byijaður að æfa með liðinu.
ÍÞRÚmR
FOLK
I ÞORSTEINN Gunnarsson,
markvörður ÍBV, er á förum til
Svíþjóðar í nám í fjölmiðlafræði.
Hann var í Gautaborg um helgina
og æfði þá með Hácken sem Ágúst
Már Jónsson og Gunnar Gislason
leika með. Forráðamenn Hficken
sýndu áhuga á að útvega Þorsteini
samning hjá liðinu eða öðru liði í
Gautaborg. Þorsteinn fer utan {
lok mars.
■ MILAN Djuricic, Júgóslav-
inn sem þjálfar knattspymulið
Þórs í 1. deild í sumar, er kominn
aftur til íslands og fór til Akur-
eyrar á mánudaginn. Djuricic kom
fyrst til Akureyrar í byijun nóvem-
ber og lagði þá línumar fyrir leik-
menn og skrifaði formlega undir
samning við Þór. Hann er nú al-
kominn og stjómar æfingum hjá
félaginu.
■ BOJAN Tanavski, júgóslav-
neski knattspymumaðurinn sem
leikur með Þór í sumar, er byrjaður
að æfa með liðinu. Hann hefur ver-
ið fyrir norðan í viku og líkar vel.
Tanavski er 23 ára framheiji og
hefur leikið með unglingalandsliði
Júgóslava. Hann lék með 1. deild-
arliði Olympia í Ljubljana á
síðasta keppnistímabili.
■ PÓLVERJINN Lubanski
verður aðalþjálfari á knattspymun-
ámskeiði sem islenskum knatt-
spymumönnum á aldrinum fjórtán
til tuttugu ára stendur til boða að
taka þátt í - í Lokeren í Belgiu
29. apríl til 7 maí. Samvinnuferð-
ir/Landsýn bjóða upp á þetta nám-
skeið og fjöldi þátttakenda frá ís-
landi takmarkað við tólf til fimmt-
án. Einnig gefst.þjálfuram tæki-
færi að auka við þekkingu sína í
tengslun við skólann.
Apallo
hártoppar
Nýjar festingar
Tilkynningaránýjum
festingumá Apallo
hártoppana, senda fram-
leiðendur fulltrúa
ogmodel (þannsem erá
myndunum) til að kynna
þessar nýjungar, dagana
23.-26. febrúar.
HARSNYRTISTOFAN
GREIFIM
HRINGBRAUT 119 «22077
V