Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 44
SJÓVÁ-ALMENNAR Nýtt félaf: með sterkar nrtur EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUMg FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hækkun bílatrygginga: Tillaga um 25,8% -hækkun iðgjalda IÐGJALD af tryggingTi lítils fólksbíls hækkar úr 23.101 krónu í 29.060 kr. eða um 25,8%, ef Tryggingaeftirlit riksins gerir ekki athugasemd- ir við tillögur tryggingafélaganna um hækkanir á bifreiðatryggingum fyrir næsta tryggingatímabil, sem hefst 1. mars. Inn i þessum tölum er Abyrgðartrygging með 50% afslætti, framrúðutrygging og slysa- trygging ökumanns. Að beiðni Tryggingaeftirlitsins skila tryggingafélögin nú hvert fyrir sig tillögum að bifreiðaiðgjöldum fyrir næsta ár, en hingað til hefur Samstarfsnefnd tryggingafélaganna gert tillögur um hækkanir á iðgjöld- um til Tryggingaeftirlitsins. Sam- starfsnefndin hefur hins vegar látið vinna könnun á hækkunarþörfinni - «g samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru tillögur tryggingafélag- anna í samræmi við fliðurstöðu henn- ar. Viðmælendur Morgunblaðsins hjá tryggingafélögunum sögðu einn- ig að samkeppni félaganna kæmi fram með ýmsum öðrum hætti en með undirboðum. Þar mætti nefna þjónustu þegar um tjón væri að ræða, reglur um afslætti, iðgjalds- laus ár, fleiri en einn gjalddaga á iðgjöldum og annað. Samkvæmt könnuninni þarf „ ®9Syrgðartrygging ökutækis að hækka um 20% að meðaltali, en hækkunin er nokkuð mismunandi eftir iðgjaldaflokkum, húftrygging og framrúðutrygging um 24% hvor um sig og slysatrygging ökumanns og farþega um 34% eða úr 3.200 krónum í 4.300 krónur. í flestu til- liti samsvara þessar hækkanir breyt- ingum á tjónavisitölu á milli áranna, nema hvað slysatryggingu öku- manns og farþega varðar. Þar má rekja 16% til verðlagshækkunar milli áranna. Mismuninn má rekja til leið- réttingar á grunni iðgjaldsins, sem þykir nauðsynlegur að fenginni reynslu, en ár er liðið frá því þessi trygging var tekin upp. Tillögur um hækkun ábyrgðar- tryggingar er talsvert mismunandi eftir stærð og gerð biffeiðar. Þannig hækkar ábyrgðartrygging af litlum fólksbíl um 24%, af millistærð um 16% og af stórum bíl um 24%. Ábyrgðartrygging á leigubifreiðum hækkar um 30% og á bílaleigubif- reiðum um 10%. Ábyrgðartrygging á vörubifreiðum til atvinnureksturs hækkar um 30% og sama gildir um sendibifreiðar verði tillögumar sam- þykktar. Hótel Ork auglýst tíl sölu í næstu víku Framkvæmdasjóður íslands fékk með fógetaúrskurði full yfirráð yfir Hótel Örk í gær. Aðilar, sem leigt höfðu hótelið af Hótel Örk hf. og Helga Þór Jónssyni, voru, með fógetaaðgerð sviptir yfir- ráðtun yfir hótelinu og að henni lokinni lýsti fógeti þvi yfir að Framkvæmdasjóður hefði öll yfirráð yfir fasteigninni. Að sögn Hróbjarts Jónatanssonar lög- manns Framkvæmdasjóðs verð- ur hótelið auglýst til sölu í næstu viku. uppboðinu gerði Framkvæmdasjóð- ur athugasemdir við samning Helga við Hótel Örk hf. og taldi sig ekki bundinn af þeim samningi. Sigurður Hall og lögmaður hans samþykktu fógetaaðgerðina í gær og gekk hún því greiðlega fyrir sig. Hróbjartur Jónatansson lögmaður Framkvæmdasjóðs sagði að áður en hóteiið yrði selt þyrfti að sinna viðhaldi og koma húsinu 5 gott horf. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/RAX Eyrún á strandstað við Keflavík. Strandaði við Keflavíkurslipp Vélbáturinn Eyrún ÁR 66 strandaði skammt vestan við Keflavíkurslipp síðdegis i gær, en báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður. Vél Eyrúnar stöðvaðist stuttu eftir að báturinn var kominn á flot og rak hann stjómlaust upp í grýtta Qöruna. Tveir menn vora á bátnum og sakaði þá ekki. Eyrún er 24 tonna nýuppgerður trébátur og var verið að byggja hvalbak á hann í Keflavik. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins voru á strand- stað í gærkvöldi var Eyrún á þurru, en óvíst um björgunarmöguleika vegna slæmrar veðurspár í nótt er leið. Undir miðnætti var björgunarskipið Goðinn á leið á strandstað, en ætlunin var að freista þess að draga Eyrúnu út á flóðinu í nótt. Háflæði var um klukkan 5 í nótt, en Veðurstofan spáði suðaust- an roki fram eftir nóttu áður en vindáttin sneri sér til suðvesturs, en sú átt er mun hagstæðari á strand- stað með tilliti til björgunaraðgerða. Enginn sjór var kominn í Eyrúnu um miðnætti í nótt. Hundruð manna án vínnu í nokkrum sjávarplássum Með þessum aðgerðum sagði Hróbjartur Jónatansson að yfirráð- um Hótels Arkar hf. og Helga Þórs Jónssonar yfir hótelinu væri lokið. Hótel Örk var slegið Framkvæmda- sjóði á uppboði 6. október síðastlið- inn fyrir 200 milljónir króna. Skömmu áður en það gerðist hafði Helgi Þór Jónsson framleigt hótelið til Hótels Arkar hf., sem hann var aðalhluthafi í. Hótel Örk hf. leigði nokkru síðar Sigurði Hall og konu hans veitingaaðstöðuna í hótelinu og hótelið allt um síðustu helgi. Á ATVINNUÁSTAND er alvar- legt í nokkrum sjávarplássanna. Morgunblaðið hafði samband við atvinnuleysisskráningu á nokkrum þeirra staða þar sem ástandið er einna verst og reyndust alls um 700 manns vera atvinnulausir. Á Stöðvar- firði eru til dæmis 70 atvinnu- lausir og er það tæplega 50% atvinnuleysi. Á Akranesi eru 180 atvinnulausir og 140 í Keflavík. 70 eru án vinnu á Stokkseyri, Hvammstanga og Ólafsfirði, 65 i Siglufirði, 50 í Ölfushreppi, 40 á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík og 32 á Pat- reksfirði. Öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar var sagt upp störf- um 1. desember og í janúar bætt- ust 20 starfsmenn saltfiskverkun- arinnar Færabaks á atvinnuleysis- skrána, að sögn Bjöms Hafþórs Guðmundssonar sveitarstjóra. Atvinnuleysið á Akranesi er aðallega vegna lokunar þriggja fyrirtækja, Akrapijóns, Hensons og Hafamarins. „Við munum leggja töluvert í sölumar til að koma Hafeminum í gang aftur," sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri. í Keflavík unnu flestir þeirra sem nú em atvinnulausir í fiski og hjá Ragnarsbakaríi en Guðfinnur Sig- urvinsson bæjarstjóri sagði að 100 fengju vinnu við loðnufrystingu næsta mánuðinn. Á Stokkseyri lagar loðnufrystingin einnig ástandið því þar vom flestir þeirra 70 atvinnulausu að fá vinnu við loðnufrystinguna. Á Hvammstanga er búið að segja upp öllu starfsfólki rælq'u- vinnslunnar, 20—25 manns, vegna hráefnisskorts, en fyrir vom 70 á atvinnuleysisskrá. Sorppökkunarstöðin: Fleiri staðir athugaðir BORG ARYFIRV ÖLD eru að kanna fleiri möguleika á stað- setningu fyrirhugaðrar sorp- pökkunarstöðvar. Kom þetta fram í máli Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á fundi borgar- stjóraar i gærkvöldi. Sagði hann að meðal annars hefðu átt sér stað viðræður við bæjar- yfirvöld í Hafiiarfirði um að stöðinni yrði komið upp f landi þess bæjarfélags. Borgarstjóri sagði það vilyrði, sem borgarráð hefði gefið Sorp- eyðingu höfuðbórgarsvæðisins varðandi lóð undir sorppökkun í Hádegismóum austan við Árbæ, vera háð margvíslegum skilyrð- um, m.a. að Hollustuvemd ríkisins og Náttúruvemdarráð tækju já- kvætt í þessa starfsemi. Hins veg- ar hefði nokkuð borið á óróleika í nálægum íbúðarhverfum og væri þar oft ónógri kynningu um að kenna. Borgaryfírvöld teldu því að efla þyrfti kynningu á þessari starfsemi og jafnframt huga að öðmm kostum hvað varðar stað- setningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.