Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 fclk í fréttum Morgunblaöiö/Bjami Bogdan tekur umbúðirnar utan af gjöfinni, sem honum var afhent. A myndinni eru einnig Eysteinn Helgason og Hannes Guðmundsson, sem sæti áttu í stjórn handknattleiksdeildar Víkings árið 1978, þegar Bogdan var ráðinn hingað til starfa. HANDBOLTI BOGDAN KVADDUR Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari í handknattleik hélt af landi brott á sunnudaginn eftir að hafa starfað hér sem þjálfari í rúm 10 ár eða lengur en nokkur annar erlendur handknattleiksþjálfari. Nokkrir vinir Bogdans og for- ráðamenn í handknattleiknum héldu honum kveðjuhóf s.l. föstu- dagskvöld og afhentu honum gjöf sem þakklæti fyrir frábært starf í gegnum árin. Bogdan ri§aði upp nokkrar minningar úr starfi sínu hér og sagði að honum og §öl- skyldu hans hefði liðið ákafiega vel hér á Islandi. Bogdan sagði að margir hefðu fært honum þakkir en einnig hefði hann verið skam- maður. Sagði hann sögu af Hafn- firðingi einum, sem hefði hringt í sig um miðja nótt og ætlað að skammast. Bogdan sagði mannin- um að hann skildi ekki annað en þýzku og það mál yrði hann að læra ef hann ætlaði að skamma sig. Þremur mánuðum seinna hringdi síminn um miðja nótt. Var það Hafnfírðingurinn, sem hafði lært nógu mikið í þýzku til að hund- skamma Bogdan! Bogdan kom hingað fyrst haustið 1978 sem þjálfari handknattleiks- manna Víkings. Undir hans stjóm urðu Víkingar íslandsmeistarar í fjögur ár og bikarmeistarar þrisvar. Hann hefur verið landsliðsþjálfari síðan 1984 og undir hans stjórn hefur landsliðið náð betri árangri en nokkru sinni áður. Það kom fram í þakkarræðum í hófinu, að líklega hefði enginn þjálfari haft eins mik- il áhrif á íslenzkan handknattleik og Bogdan. Eftir B-heimsmeistarakeppnina sem hefst í Frakklandi í þessari viku heldur Bogdan heim til Pól- lands ásamt eiginkonu og tveimur sonum, en þar ætlar fjölskyldan að setjast að. Þess má að lokum geta að eiginkonan og synimir vom dug- legri við málanámið en húsbóndinn og tala öll íslenzku. AFMÆLI Stangveiði- félag Reykja- víkur 50 ára Föstudagskvöldið 3. febrúar síðastliðinn var haldinn á Hótel Sögu afmælisfagnaður Stangveiði- félags Reykjavíkur og þar voru meðfylgjandi myndir teknar. Ymis skemmtiatriði voru á dagskrá í til- efni 50 ára afmælis félagsins og var margt um manninn. Meðal veislugesta voru Sigfús Haraldsson, tannlæknir, Sjöfn Björns- dóttir, og Ragnar Halldórsson, stjórnarformaður ISAL. ann 26. október síðastliðinn sæmdi forseti íslands próf- essor Michael Brennan riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir aðstoð hans við íslenska lækna í Kanada sem og fyrir að- stoð hans við eflingu heimilis- læknisftæðinnar á íslandi. John Ragnar Johnson, ræðis- maður íslands í Toronto, afhenti Dr. Brennan orðuna við athöfn á heimili þess síðamefnda í London, Ontario, að viðstöddum fulltrúum heimilislækningadeildarinnar við University of Westem Ontario auk nokkurra íslenskra lækna. Michael Brennan fæddist í Dýflinni á írlandi en fluttist til Kanada að loknu læknanámi og starfsþjálfun í heimalandinu. Eftir læknisstörf í stijálbýli Kanada í rúman áratug tók hann upp heim- ilislæknisstörf í London, Ontario, árið 1970 og gerðist jafnframt einn af fyrstu kennumm nýstof- naðrar heimilislækningadeildar við háskólann þar. Deildin naut snemma álits sem kennslustofnun í heimilislækningum og eftir að svonefnt „masters“-nám í heimil- islækningum hófst við deildina árið 1978 má segja að hún hafi gegnt forystuhlutverki í þróun fræðigreinarinnar. Fyrir tilstilli Dr. Brennans fengu nokkrir íslenskir læknar námsstyrki frá Kellogg-stofnuninni í Banda- ríkjunum til að stunda „mast- ers“-námið, en markmið þess er þjálfun og réttindi til kennslu í heimilislækningum. Hingað til hafa sjö íslenskir læknar notið kennslu og hand- leiðslu Michaels Brennans og hef- ur hann reynst þeim og fjölskyid- um þeirra einstaklega vel. Dr. Brennan hefur tvisvar komið til íslands. Hann hefur á margvísleg- an hátt stutt við bakið á Félagi íslenskra heimilislækna, sem stofnað var 1979 og einnig hefur hann tekið þátt í viðræðum við fulltrúa frá læknadeild Háskóla Islands og heilbrigðisráðuneytinu um undirbúning að sérnámi í heimilislækningum á íslandi. HEIMILISLÆKNINGAR Prófessor Michael Brennan sæmdur riddarakrossi Dr. Brennan og nokkrir gamlir nemendur hans. Fremst á mynd- inni eru ræðismaður íslands í Kanada, John Ragnar Johnson (til vinstri) og orðuþeginn. Fyrir aftan þá standa, 64 vinstri: Lúðvík Olafsson, Leifúr Dungal, heilsugæslulæknar í Reykjavík, Gísli G. Auðunsson á Húsavík og Ólafur H. Oddsson á Akureyri. Morgunblaðið/Sverrír Þessir heiðursmenn skipuðu skemmtineínd og skipulögðu gleðskap- inn. Frá vinstri Einar Sigfússon, Arni Pétursson og Stefán A. Magn- ússon. Hér má sjá formann Stangveiðifélagsins, Jón G. Baldvinsson og eiginkonu hans, Elínu Möller, Steingrím J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, heiðursgest kvöldsins, ásamt eiginkonu sinni, Bergný Marvinsdótt- ur, einnig Friðrik Þ. Stefánsson, varaformann Stangveiðifélagsins og eiginkonu hans, Margréti Hauks- dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.