Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 40. tbl. 77. árg.__________________________________FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins George Bush um afganska skæruliða: Vopnaaðstoð verður ekki stöðvuð strax De Cuellar íhugar að hamla gegn aðdráttum skæruliða frá Pakistan Washington, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gærkvöldi vera að íhuga hvort fallast bæri á þá beiðni Sovétmanna að Sameinuðu þjóðirnar kæmu upp útvarð- arstöðvum til að loka vopnaflutningaleiðum til afganskra skæruliða frá Pakistan. George Bush Bandarikjaforseti kvaðst vera tregur til að binda enda á hernaðarstuðning Bandarílq'a- manna við afganska skæruliða. Hætta væri á að stjórnar- herinn í Afganistan væri betur settur en þeir vegna mikils Qölda vopna sem Sovétmenn hefðu skilið eftir í landinu. De Cuellar sagði á blaðamanna- fundi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tæki ákvörðun um hvort Sameinuðu þjóðimar ættu að loka flutningaleiðunum frá Pakistan og hann hefði ekki rætt þetta við ráðið. Hann kvaðst ætla að ræða við James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í næsta mánuði um áform Bandaríkja- stjómar varðandi áframhaldandi aðstoð við afgönsku skæruliðana. George Bush sagði í samtali við nokkra fréttamenn í Hvíta húsinu í gærkvöldi að ekki væri sann- gjamt að stöðva vopnaflutninga til andspymuhreyfinganna í Afg- anistan eftir að Sovétmenn hefðu skilið eftir vopn handa her lepp- stjómarinnar. Hann hvatti til þess að fundin yrði friðsamleg lausn á vanda Afgana og lét í Ijós þá von að ekki kæmi til frekari íhlutana Sovétmanna í innanríkismálefni Afgana. ííl Enn bætist í raðir afganskra flóttamanna í Pakistan sést maður grafa holu fyrir utan tjald sitt í borginni Reuter . Á myndinni Peshawar. Islamskir heittrúarmenn og bók Rushdies: Hótað að granda farþega- þotnm Breta með sprengjum Nýju Delí. Bombay. London. Washington. INDVERSK stjórnvöld juku mjög varúðarráðstafanir á flugvöllum í landinu og hófu eftirlit með irönskum stúdentum í gær vegna nafnlausra símahótana um að farþegaþotur breska flugfélags- ins British Airways á flugleiðum milli Bretlands og Indlands yrðu Reuter. sprengdar í loft upp. Var sagt í símtalinu að þessu yrði haldið áfram þar til „Salman Rushdie yrði rekinn úr fylgsni sínu.“ Rushdie, sem er höfundur hinnar umdeildu bókar, „Söngvar Satans“, er sakaður um guðlast af strangtrú- uðum múslimum og hefur Ajatolla Reuter Harðir bardagar í Austur-Beirút Harðir bardagar brutust enn út í gær milli stríðandi fylkinga krist- inna manna í Austur-Beirút og nágrenni þrátt fyrir að samið hafí verið um vopnahlé fyrir atbeina kirkjunnar. Að minnsta kosti 56 manns hafa fallið og 130 særst í þessarí viku í bardögunum, sem taldir eru vera þeir hörðustu síðan árið 1986. Á myndinni ganga starfsmenn Rauða krossins fram hjá jarðsprengjum er stutt hlé var gert á bardögunum í gær. Khomeini, .erkiklerkur og voldug- asti maður írans, hvatt til þess að Rushdie verði drepinn. Símhringingin barst indverskri fréttastofu í Bombay, þar sem Rushdie ólst upp. Sagðist maðurinn tala í nafni „írönsku varðanna" og hótaði hann jafnframt að fjórir þekktir Indveijar, sem gagnrýnt hafa hótanir Khomeinis, yrðu drepnir. Stjómmálamenn á Vesturlöndum hafa harðlega gagnrýnt morðhótan- ir Khomeinis og hefur utanríkisráð- herra Hollands frestað heimsókn til írans. Útgefandi bókar Rushdies á Ítalíu hefur frestað um sinn að gefa hana út og segir að ekki sé hægt að stofna mannslífum og eignum útgáfufyrirtækisins í hættu, í Finnlandi og Frakklandi bíða útgefendur einnig átekta. Samtök rithöfunda í Afríku og Asíu hafa vísað ummælum Khomeinis um Rushdie á bug. „Við lifum ekki á miðöldum," sagði aðstoðarfram- kvæmdastjóri samtakanna, Pa- lestínumaðurinn Abdel Fettah. Ózon-raimsókiHr: Fundugat álaginu vesturaf Grænlandi Toronto, Kaupmannahöfh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. KANADÍSKIR vísindamenn staðfestu á miðvikudag að þeir hefðu fundið ský yfir BafSnslandi, gerð af fros- inni nitric-sýru, er ætu gat á ózonlagið sem vemdar jörð- ina fyrir útQólubláum geisl- um utan úr geimnum. Áður hafa fimdist sams konar göt yfir Suðurskautslandinu og telja vísindamenn að notkun efiia sem notuð eru i úða- brúsa, eigi m.a. þátt í að mynda götin. Að sögn Kanadamannanna er gatið um 19-24 km í þvermál. Niðurstöður rannsókna þeirra verða ræddar á þingi vísinda- manna og sérfræðinga í al- þjóðarétti sem hefst í Ottawa í Kanada á næstunni. Þar verð- ur rætt um möguleikann á al- þjóðlegum samningi varðandi mengunarvalda í háloftunum. Álitið er að skerðist ózonlagið geti það aukið tíðni húðkrabba, valdið uppskerubresti og skað- að líf í hafínu. Danskir vísindamenn hafa í vetur stundað rannsóknir af sama toga frá bækistöð í Syðri-Straumfirði, auk þess sem þeir hafa sent upp loft- belgi frá Scoresbysundi og Ammassalik á austurströnd- inni. Engin göt hafa fundist og virðist allt með felldu. Rann- sóknir Dana eru liður í víðtækri áætlun sem Bandaríska geim- vísindastofnunin (NASA), Rannsóknastofnun Frakklands og háskólar.í Róm og Bremen standa að. Ástand ózonlagsins verður kannað jrfír Síberíu, Al- aska, Kanada, Hjaltlandi, Sval- barða, Bjamareyju og Norður- Noregi. Áuk belgjanna eru not- aðar tvær bandarískar flugvél- ar, svonefndar U-2 njósnavélar, sem breytt hefur verið í þessu skyni. Gagnrýni Svíakonungs vegna selveiða Norðmanna: Sænskir stj ómmálamenn taka undir með konungi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgwibladsins. 1 ■ KARL Gústaf XVI Svfakonung- ur sagði í viðtali við sænska út- varpið í gær að hann iðraðist ekki gagnrýni sinnar á Gro Harl- em Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, fyrir að stöðva ekki selveiðar Norðmanna. Hann sagðist telja nauðsynlegt að fitja upp á umhverfismálum á ferðum sinum erlendis. Sænskir stjóm- málamenn hafa tekið undir um- mæli konungs. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem nú er staddur í opinberri heimsókn í Afríkuríkinu Zimbabwe, vill ekkert tjá sig um deilur Norðmanna og Svía vegna gagnrýni Svíakonungs. Sagðist hann fyrst verða að sjá ummælin orðrétt. Svíakonungur er talsmaður Al- þjóðanáttúruvemdarráðsins. Hann sagði í viðtalinu að náttúravemd væri seint og um síðir farin að verða mikiivægt málefni í auðugum ríkjum. „Því meiri umræða þeim mun betra,“ sagði Karl Gústaf. Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fór í gær til Noregs til að ræða selveiðideiluna og fleiri mál við hinn norska starfsbróður sinn, Thorvald Stoltenberg. Tals- menn allra stjómmálaflokka í sænska þinginu hafa lýst yfir stuðningi við gagnrýni konungs og málið er enn forsíðuefni dagblaða, viku eftir að umdeild mynd um veiðamar var sýnd í sjónvarpinu. Sjá ennfremur bls. 20: „Heitt í kolunum . . .“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.