Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 39 Þessir hringdu .. Þakklæti Júlíana Þorfínnsdóttir vill koma á framfæri kveðju og þakklæti til læknanna Hannesar Finnboga- sonar, Bjama Þjóðleifssonar og Hallgrims Guðjónssonar á Land- spítalanum fyrir góða læknis- þjónustu. Ennfremur til hjúk- runarfólks á deild 11A og 13D. Spurning til sjónvarpsins H.Þ. hríngdi: Hveiju þjónar það, þegar sýnt er áhugavert talað orð í sjón- varpi, að um leið er spiluð hávaða músík svo áhrif talaðs orðs fá ekki notið sín. Hver ber ábyrgð á þessu og hvenær getum við áhorf- endur sjónvarpsins átt von á að þessu linni? Snjóskófla Kona hringdi: Mig langar til að biðja þann sem var svo hirðusamur að taka til handargagns stóra snjóskóflu, hvort hann vildi ekki vera svo elskulegur að skila henni á homið á Urðarstekk og Hamarstekk. Fyrirspurn 6350-7148: Þegar versta veðrið gekk yfír, hvað varð þá um kindumar sem voru settar út í Vestmannaeyjum? Ég vænti þess að fá svar. Tapað - fundið Kona hringdi og sagðist hafa tapað blárri nælontösku, þegar hún var að koma frá London 6. febrúar. Töskuna lagði hún frá sér á bekk þegar hún kom út úr tollinum á Keflavíkurflugvelli og gleymdi henni þar. í töskunni var heimatilbúið sælgæti, skartgripir og sjal. Skilvís fínnandi vinsam- legast hringi í síma 43575. Afsláttarkort Afsláttarkort í rútuna frá Guð- mundi Jónassyni upp'í Bláfjöll tapaðist. Á kortinu er nafn eigan- dans, Kjartans og skíðafélagsins Ármanns. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73365. Sjónvarpsvísir Linda Karlsdóttir hringdi: Ég vil taka undir með mannin- um sem skrifaði um Sjónvarpsví- sinn í Velvakanda. Ég hef ekki fengið hann í tvo mánuði og þeg- ar ég fæ hann kemur hann oft ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Ég vil fá hann, en hann kemur að litlu gagni þegar hann berst svona seint. Gullhringur Gullhringur með svartri plötu tapaðist mánudaginn 6. febrúar. Þeir staðir sem koma til greina að hringurinn hafí týnst á eru utan við Kringluna, göngugatan í Kringlunni, fyrir utan eða inni í versluninni Hagkaup, Skeifunni. Finnandi hringi í síma 30984. Fundarlaun. Úrtapaðist Tíu ára drengur tapaði úrinu sínu í leikfimi í Miðbæjarskóla 24. janúar. Skilvís fínnandi vinsam- legast hringi í síma 12607. Nytjadýr ekki bara augnayndi Vísindin efla alla dáð, orkuna styrlga vilja hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum veQa lýð og láð. (Jónas Hallgrímsson.) Vísindarannsóknir eru líka nauð- synlegar á lífríki hafsins. Skáldinu hefði fundist nauðsynlegra fyrir umhverfísvemdarfólkið í Vestur- Þýskalandi, að láta líta eftir skóg- unum þar í landi, en banna fólki að kaupa hreinustu sjávarafurðir í heimi, og lofa mönnum að veiða lífsnauðsynjamar úr sjónum. Vísindin geta best jafnað fæðuöfl- unina, bæði fyrir menn og dýr. Nytjadýrin eiga ekki bara að vera augnayndi fyrir fólk í dýra- görðum stórborganna. Útflutningur okkar á sjávarafurðum er ekki meiri en það, að við getum selt aflann okkar allan til stórþjóða, sem skilja það að fólkið þarf það mikið til lífsviðurværis, að það verður að fá að borða nytjafiskana ekki síður en landbúnaðarafurðimar. Á dögum Jónasar Hallgrímsson- ar lofaði fólkið guð ef hval rak á land. Þá stóð hungurvofa í hverri gátt á útmánuðum. Einokunarversl- unin frá 1602 hafði verið versta plága landsmanna. Verslun hafði verið gefín frjáls nokkm áður og breytingamar ekki famar að njóta sín. Nú á dögum er hungrið í heim- inum aldrei meira og er það mest og best hungurhagfræði marx- lenín-stalínismans að kenna, en umhverfísvemdarfólkið vill ekki sjá þetta, þó Gorbatstjov sé alltaf að sýna heiminum fram á það að marx- isminn sé ómögulegur í fram- kvæmd. Eins og gamlir kommúnist- ar segja núna: „Það er ekkert í marxismanum sem ekki þarf að breyta.“ Þrátt fyrir þessa reynslu getur KGB látið fólk undir öllum mögu- legum nöfnum vinna fyrir sig til skaða og vandræða í lýðræðisríkj- unum. Eg vil ráðleggja þessu fólki, sem vill dýrunum allt hið besta, að fara til Inci'ands og sjá með eigin aug- um, hvemig trúin á heilögu dýrin þar fer með fólkið. í því landi sér maður fyrst og fremst betlarana. í Indlandi getur maður séð fallegasta hús í heimi, Taj-Mahal, en eftir að hafa séð það þá færi ég ekki til Indlands hvað sem í boði væri. Húsmóðir fl I h Vidtalstími borgarfulltrúa '% Sj&lfstæðisflokksius i Reykjavik '% Borgarfulitrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 18. febrúar verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar Reykjavíkur og varaformaður stjórnar verkamannabústaða, og Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, varaformaðurferðamálanefndar og umhverfismálaráðs. Á morgun verðum við loks búin að þreyja þorrann og þá kemur góan. Við í Veitingahöll- inni tökum forskot á sæluna og bjóðum í kvöld- verð í kvöld og í hádegis- og kvöldverð á morgun girnilegt og gómsætt góuhlaðborð fyriraðeins Og nú er bara að hrista af sér þorradrungann v og koma í sólskinsskapi í Veitingahöllina og borða eins og menn geta í sig látið af þessum kræsingum. GÓUVEISLIIBORDID Fískréttir: k Graflax meö sinnepssósu 'k Skelfisksalat meóglóóuöu brauói n Heitir sjávarréttir í brauökollum k Fiskipaella Kjötféitir: ★ Roast beefmeö remúlaöi ogsteiktum lauk k Fylltar skinkurúllur meö kartöfiusalati ★ Saxaö nautabujf meö camembertosti ogrifsberjasultu k Grísarif meö hrísgrjónum oghvítlauksbrauöi k Villibráöarkryddaöurpottréttur meö hrásalati k Ofnsteiktfiylltgrísarúlla meö sykurbrúnuöum kartöflum, rauökáli og rauövínssósu X Blandaöur súrmatur í trogi meö rófustöppu VEITINGAHÖLLIN ER MATARHÖLL FJÖLSKYLDUNNAR HÚSIVERSLUNARINNAR - SÍMAR 33272 - 685018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.