Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAJÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 23 Útgefandi ðttMtt&ifr Árvakur, Reykjavík F>-annkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Höfundi hótað lífláti Um þessar mundir er þess minnst í Moskvu af frjálshuga mönnum er starfa á slqön við stjómvöld, að 25 ár em liðin frá því að nóbels- verðlaunahafínn Alexander Solzhenítsyn yfírgaf Sovétrík- in. Ritverk hans eru enn bönn- uð þar í landi. Solzhenítsyn hefur í bókum sínum flett ofan af grimmdarverkum Stalíns og haldið minningu fómar- lamba harðstjórans á loft. Þrátt fyrir áskoranir tugþús- unda sovéskra borgara og þrátt fyrir glasnost og pere- strojku fást bækur Solzhenít- syns ekki gefnar út í Sovétríkj- unum. Honum er sjálfum óheimilt að snúa þangað úr útlegðinni í Bandarflq'unum. Solzhenítsyn hefur orðið að þola margt vegna ritstarfa sinna. Sovéskir einræðisherrar gáfu þó aldrei fyrirmæli um að hann yrði tekinn af lífí, þótt þeir óttuðust boðskap hans og bækur. Kremlveijar úthúðuðu Solzhenítsyn og lflctu honum við hið versta sem þeim kom til hugar, lítilsvirtu hann sem mest þeir máttu og settu bækur hans í bann. I þessu efni gengu þeir aðeins skemmra en Khomeini erki- klerkur í íran hefur gert. Hann hefur dæmt rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyr- ir bók hans, sem nefnd hefur verið Söngvar Satans á íslensku. ' Bókin hefur vakið mikla reiði meðal ofstækis- fullra múhameðstrúarmanna, sem telja að í henni sé spá- manni þeirra sýnt virðingar- leysi. 10 ár eru nú liðin frá því að Khomeini erkiklerkur og menn hans náðu undirtökun- um í íran. Síðan hefur heiftin og grimmdin sett svip sinn á þjóðfélagið. Hefur þessi óáran brotist fram í mörgum mynd- um. Líflátsdómurinn yfír Rushdie er ein þeirra. Hótan- imar frá Iran, sem beinast ekki aðeins gegnt höfundi bókarinnar heldur öllum sem að útgáfu hennar standa, sýna svart á hvítu, hvílíkt ofstæki er unnt að magna upp í nafni múhameðstrúar. Morðhótan- imar eru ekki bundnar við írani eina. Frá Pakistan berast að auki fréttir um viðskipta- bann á útgefanda bókar Rushdies. Er líklegt að haturs- bylgjan sem hófst í Teheran eigi eftir að fara vítt og breitt um ríki múhameðstrúar- manna. Allt á að gera til að þagga niður í höfundi þessa skáldverks, sem hæpið er að þeir hafí lesið, er hæst mæla gegn því. Af eðlilegum ástæðum beina þessar hótanir og kröf- umar um að bókin Söngvar Satans sé bönnuð huganum að því, sem gerðist undir stjóm nasista Hitlers. Þá voru bækur brenndar og höfundar máttu þola ofsóknir bæði vegna þess sem þeir sögðu og vegna upp- runa síns. En þurfum við að fara 50 ár aftur í tímann til að fínna einstrengingslegt þjóðfélag einræðisherra? Eru ekki örlög Alexanders Solz- henítsyns og bóka hans okkur áminning um, að öfgamar eru ekki bundnar við þá, sem að- hyllast múhameðstrú? Stúdentar í eigin hús- næði Vökublaðið, málgagn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta við Háskóla íslands, fól Skáís að kanna fyrir sig viðhorf stúdenta til ýmissa mála, meðal annars eigin húsnæðis. Niðurstaða þeirrar könnunar er með þeim hætti að flesta rekur í roga- stans, svo að notað sé orðalag Vökublaðsins. Það kom nefni- lega í ljós, að 33% stúdenta búa í eigin húsnæði. Svo til allir stúdentar stefna að því að eignast eigið þak yfír höf- uðið og gera ráð fyrir að það takist innan 15 ára en flestir innan 10 ára. Sú þjóð er ekki á flæðiskeri stödd, sem hefur komið ár sinni þannig fyrir borð, að 33% háskólastúdenta búa í eigin húsnæði. Er gleðilegt til þess að vita, að þeir sem stunda langskólanám skuli í jafn ríkum mæli og þessar tölur sýna hafa getað komið undir sig fótunum með þessum hætti. Hitt er einnig ánægju- legt, að sjálfseignarstefnan í húsnæðismálum eigi jafn miklu fylgi að fagna og þessar tölur bera með sér. Hún er eitt af séreinkennum íslensks þjóðfélags. Morgunblaðið/Julíus Frá fiindi SUS á Hótel Borg. í ræðustól er Hreinn Loftsson, varaformaður SUS og fundarstjóri en við borðið sitja, frá vinstri: Theodór Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar lagmetis, Tómas Ingi Olrich, Halldór Ásgrímsson og Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur. Tómas Ingi Olrich, varaþingmaður: Hvalveiðisteftian í bága við Haft'éttarsáttmálann TÓMAS Ingi Olrich, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að framganga islenzkra stjórnvalda í hvalamálinu btjóti í bága við ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á Qölsóttum fundi, sem Sam- band ungra sjálfstæðismanna hélt um hvalveiðar í gær, deildu þeir Tóm- as Ingi og Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra, sem neitaði þvi að sáttmálinn hefði verið brotinn. Tómas Ingi sagðist telja að sam- kvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmál- ans væri ísland bundið af ákvörðun- um Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ráðið hefði árið 1982 samþykkt hvalveiði- bann, sem endurskoða ætti árið 1990 í ljósi vísindalegra athugana. „Al- þingi ákvað í febrúar 1983, gegn vilja þáverandi sjávarútvegsráð- herra, að mótmæla ekki hvalveiði- banninu. Talsmaður meirihluta þing- nefndar, sem ekki vildi mótmæla banninu, hafði að formanni Halldór Ásgrímsson, núverandi sjávarút- vegsráðherra," sagði Tómas Ingi. „Vísindaveiðamar em byggðar á leyfi frá íslenzkum stjómvöldum ein- um. Það er staðreynd að þrátt fyrir að stjómvöld hafi samþykkt að hætta hvalveiðum, þá var þeim ekki hætt.“ Tómas Ingi sagði að það lægi fyr- ir að vísindaveiðamar væm ekki í samræmi við ítekuð tilmæli Alþjóða- hvalveiðiráðsins. „Það verður trauðla séð hvemig Islenzk stjómvöld geta skotið sér undan því að fara að til- mælum ráðsins þegar litið er á þær skuldbindingar sem felast I Hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað varðar hvali og hvalveiðar," sagði varaþingmaðurinn. Tómas sagði að sjávarútvegsráð- herra hefði hótað því að íslendingar segðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, þótt ekki yrði séð að Hafréttarsátt- málinn heimilaði slíkan einleik. Það skyti líka skökku við að taka ekki mark á sáttmálanum í hvalamálinu, þar sem íslendingar hefðu stuðzt við ákvæði sáttmálans í ýmsum öðmm málum, sem skiptu okkur miklu, til dæmis hvað varðaði kröfur til Roc- kall-svæðisins og fullrar lögsögu við Jan Mayen. „Það er rangt að við höfum að einhverju leyti breytt gegn Hafrétt- arsáttmálanum. Hann hefur I fyrsta lagi ekki tekið gildi, vegna þess að aðeins 38 þjóðir hafa undirritað hann, en 60 þarf til að hann teljist gildur. í öðm lagi gerir sáttmálinn ráð fyrir samvinnu þjóða í milli hvað varðar hvalastofna, en engar skuld- bindingar," sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. Hann sagði að íslendingar myndu ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni nema við væmm meðlimir í alþjóðlegum samtökum. „Það er ekki þar með sagt að það verði Alþjóðahvalveiðir- áðið. Það getur verið önnur stofnun samkvæmt Hafréttarsáttmálanum," sagði ráðherra. Framkvæmdasljórar sjúkrahúsa um tilmæli Heilbrigðisráðuneytis um 4 prósent niðurskurð: Óttast uppsagnir, lokanir deilda og nið- urskurð á yfirvinnu Heilbrigðis- og Tryggingarráðuneytið hefiir sent sjúkra- og heilbrigðis- stofnunum bréf með tilmælum um 4 prósenta niðurskurð á launaliðum þeirra á þessu ári. Samþykkt var 1,5 prósent lækkun við þriðju um- ræðu fjárlaga og síðan hefúr geriðsluáætlun hverrar stofiiunar verið lækkuð um 2,5 prósent til viðbótar. Hjá Landsspitalanum, Borgarspíta- lanum og Landakoti er hér samtals um rúmlega 200 milljónir króna að ræða, en þó er sagan ekki öll sögð, því stofiianirnar þurfa fyrst að ná niður umframeyðslu sinni miðað við áætlun úr síðustu fíárlögum. Þess má geta þess, að rúmar 200 milljónir er sú upphæð sem þarf til að reka sjúkrahús Sauðárkróks í heilt ár. „Það er erfitt ár að hefjast, erfið- ara en mörg á undan. Þessi til- mæli ráðuneytisins gera það að verkum, að við verðum að beita harðari aðhaldsaðgerðum en áður og eru slíkar aðgerðir þó dijúgar fyrir. Það verður ákveðið fljótlega hvaða leiðir verða famar til að ná þessu markmiði, en ein þeirra hlýt- ur að vera niðurskurður á yfir- vinnu. Það er þó afar erfitt í fram- kvæmd, t.d. slysavarðsstofan er með sólarhringsvakt allt árið og það er þjónusta sem ekki má leggja niður,“ sagði Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans í samtali við Morgunblaðið. Jóhann- es sagði einnig, að hjá Borgarspíta- lanum væri um 60 milljónir króna að ræða, auk 30 til 40 milljóna sem spítalinn væri yfir fyrir, eða allt að 100 milljónum. „Maður vonar það besta, en það hlýtur að verða sam- dráttur og lakari þjónusta og vissu- lega er möguleiki á því að grípa verði til uppsagna á starfsfólki." bætti Jóhannes við. „Við höfum verið að skoða þessi mál og það verður farið ofan í allt varðandi reksturinn. Stefnt er að því að ná saman nógu mörgum litl- um þáttum til þess að ná stórri heild. Þó kemur til greina að það þurfi að loka deildum, fækka starfs- fólki og skera yfírvinnu verulega niður, sagði Davíð Á. Gunnarsson forstjóri hjá Ríkisspítölum í samtali við Morgunblaðið. Hann tók í sama streng og Jó- hannes varðandi rauntölu niður- skurðarins, „fyrir okkur þýðir þetta í raun 8 til 9 prósenta niðurskurð á launum, því við fórum yfir á lau- naútgjöldum þó heildarútgjöld Ríkisspítala hafi verið innan ramma fíárlaga á árinu 1988,“ sagði Davíð og taldi að heildarspamaðartalan sem Ríkisspítalaspítalamir yrðu að ná væri um 200 milljónir I launalið- um. „Frá því að ég tók við þessu starfi hjá Ríkisspítölum hafa stjóm og stjómendur þessarar stofnunnar reynt að gera sitt besta og tekið öll tilmæli stjómvalda um spamað hátíðlega. Það má hins vegar segja að við séum orðinn langþreytt, því ár eftir ár horfum við svo upp á önnur fyrirtæki sem fara Iangt út fyrir ramma fjárlaga ríkissjóðs, en fá svo allt bætt og leiðrétt að því er virðist,“ sagði Davíð að lokum. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Akureyrar sagði að reikna mætti með alhliða sam- drætti sem vissulega gæti dregið úr nauðsynlegri og æskilegri þjón- ustu. „Við gætum orðið að loka rúmum eða jafnvel deildum, jafnvel segja upp starfsfólki," sagði Hall- dór. Hættur sem bíða íslendinga á erlendri grund: Hálfrar milljónar króna reikn- ingnr fyrir botnlangaskurð í Miami íslenskur námsmaður varð féþúfa fégráðugra lækna Flórída, firá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „Umfram allt, skrifaðu aldrei undir nokkurn hlut, fyrr en að vel athuguðu máli,“ var heilræði sem Þórir Gröndal, ræðismaður íslands í Suður-FIórída, gaf fslenzkum námsmanni sem þar dvelur ásamt fjölskyldu sinni. Það hafði til tíðinda borið þjá námsmannin- um, að dóttir hans fékk bráða botnlangabólgu og þurfti læknisað- stoð og sjúkrahúsvist samkvæmt því. En heilræði ræðismannsins kom of seint f þessu tilfelli. Stúlkan var komin f sjúkrahúsið og búið var að undirrita skjöl, sem sfðar reyndust alldýr. Reikningurinn fyrir botnlangaskurðinn varð 9.617.05 dollarar eða tæplega hálf milfjón króna. íslendingar gera sér allt of sjaldan grein fyrir þvf hvaða regin- munur er á heilbrigðiskerfi íslands og annarra Norðurlanda og ýmissa annarra landa t.d. Bandarfkjanna og Spánar, þar sem ís- lendingar eru tíðir gestir f stórum hópum. Oft er hægt að flýta sér heim og komast undir væng íslenzka kerfisins. En stundum ber veikindi og sjúkdóma svo brátt að, að sú leið lokast. Dularfullir reikningar Það var um hátíðimar, sem dóttir námsmannsins í Flórída fékk slæmsku í magann. Læknir var kallaður til og kvað þetta sak- lausa magakveisu sem myndi lag- ast fljótt. Fyrir þann úrskurð krafðist hann 125 dollara, um 7500 króna. En telpunni elnaði sóttin og læknirinn var aftur til kallaður. Þá sá hann að um bráða botnlangabólgu var að ræða og kvað uppskurð óumflýjanlegan. Aftur krafðist hann 125 dollara fyrir stutt viðvik sitt, sem vart hefði átt að líða vegna mistaka hans í fyrri heimsókninni. En á slíkum stundum er jag og rifrildi fjær fólki en nauðsynin á læknis- hjálp og þessi heimilislæknir fékk því „mikið fyrir lítið“. Við innlögn sjúklingsins varð að sjálfsögðu að skrifa undir nokk- ur skjöl og setja tryggingu, sem gert var með greiðslukorti. Telpan var 66 klst. á sjúkrahús- inu eða tæpa 3 sólarhringa. Ekk- ert óvenjulegt kom upp og aðgerð- in því eins auðveld og botnlanga- skurður getur verið. Gleði for- eldranna var að vonum mikil er þau sóttu dóttur sína í sjúkrahúsið að lokinni aðgerð. En svo kom reikningurinn og reyndist sex vélritaðar síður, eða „sex fet“ eins og Þórir Gröndal ræðismaður komst að orði í kvört- unarbréfi sínu til sjúkrahússins. Aðalliðir hans eru tólf, eða þessir: 1.283 dollarar fyrir vist á gjör- gæzludeild, 48 dollarar fyrir önd- unarvél, 78 dollarar fyrir röntgen- myndatöku, 207 dollarar fyir sneiðmyndatöku, 876 dollarar fyr- ir vinnu innta af hendi á rannsókn- arstofu, 7 dollarar fyrir sýklapróf, 1.610 dollarar fyrir sprautulyf, 33 dollarar fyrir verkjatöflur, 487 dollarar fyrir næringu í æð, 625 dollarar fyrir ýmsa hluti úr birgða- deild skurðstofu, 948 dollarar fyr- ir ýmsa hluti úr aðalbirgðastöð, 822 dollarar fyrir sjúkrahúsvistina (274 dollarar á dag). Allir þessir aðalliðir eru sundur- liðaðir, þannig að gjald kemur fyrir sérhvert viðvik og sérhvert áhald, sem unnt hefur verið að nota við þessa algengu skurðað- gerð. Saumurinn í skurðinn kost- aði t.d. 108 dollara en nálin var frí. Afnot af „rafmagnsblýanti", líklega til að teikna fyrirhugaðan skurð, kosta 41.75 dollara, lök á skurðborðið rúma 32 dollara stykkið, svampar 18-20 dollarar stykkið o.s.frv. o.s.fvr. Allt er sett á reikninginn, m.a. sloppar lækn- anna. Sjúkrahúsið krefst samtals 6.622.85 dollara en til viðbótar krefíast skurðlæknirinn og svæf- ingalæknirinn samtals 2.995 doll- ara fyrir sinn snúð, þannig að heildarupphæðin verður 9.617,85 eins og fyrr segir. Þórir Gröndal ræðismaður spurðist fyir um kostnað við slíka aðgerð í Minneapolis og Was- hington DC. í ljós kom að í Minneapolis myndi heildarreikn- ingurinn vera um 2.600 dollara en um 3.300 dollarar í Washington DC. Á íslandi kostar samskonar aðgerð innan við 2.000 dollara. Læknar í Minneapolis lögðu til að greiddir yrðu 2.600 til 3.300 doll- arar inn á reikninginn og látið á það reyna hvort frekari innheimtu- aðgerðir yrðu reyndar. Þá hafði námsmanninum þegar tekist að greiða eða setja tryggingu fyrir mun hærri upphæð. Við könnun kom í ljós, að regl- ur Tryggingastofnunar ríkisins um þátttöku í kostnaði vegna veik- inda eða slysa íslendinga erlendis kveða á um endurgreiðslu kostn- aðar að því marki, sem samskonar tilvik hefði kostað á íslandi. Sé um sjúkrahúslegu að ræða greiðir sjúkrasamlag sem nemur dag- gjaldi á Borgarspítalanum pr. legudag. Sé um meiri kostnað að ræða tekur sjúkratryggingadeild þátt í honum þannig, að af fyrstu 1.000 dollurunum eða jafnvirði greiðast 50%, en 75% af þeim kostnaði sem er umfram þá upphæð. Sú sérfegla er í gildi, að fyrir námsfólk við nám erlendis og ein- staklinga, sem njóta sjúkratrygg- ingar, greiðast 75% af fyrstu þús- und dollurum eða jafnvirði en 10% af þeirri upphæð sem umfram er. „í útlöndum er ekkert skjól“ Ræðismaðurinn hefur bréflega óskað þess, að reikningur sjúkra- hússins og læknanna verði tekinn til endurskoðunar og lækkunar. Um miðjan febrúar hafði ekkert svar borist við þeirri málaleitan. Þessi hálfrar milljónar króna botnlangaskurður í Miami er ís- lendingum því lærdómsríkur fyrir margra hluta sakir. Hann kennir fólki að „flýta sér hægt“, undirrita ekkert fyrr en að vel athuguðu máli og leita sér aðstoðar og ráða strax í upphafi — en ekki einhvem tíma seinna. Hann kennir fólki að setja ekki greiðslukort sín til tryggingar hvaða reikningi sem er og kannski umfram allt, að fullyrða ekki að „ríkið" eða trygg- ingarnar borgi allt, því þá er eins og fjandinn sé laus í reikningsað- gerðinni. Hann kennir fólki einnig að meta rétt þær góðu sjúkra- tryggingar, sem íslendingar og aðrir Norðurlandabúar njóta. Víða annars staðar virðist litla huggun að finna hjá heilbrigðisþjónustunni — eins og reyndar I svo mörgum öðrum þjónustugreinum. Sjálfsagt koma ýmsum þá ! hug orð Hall- dórs Laxness: „í útlöndum er ekk- ert skjól, eilífur stormbeljandi...“ Þau orð hafa oft mikið sannleiks- gildi, þó fólk hrærist í hlýju lofts- lagi og glampandi sól. UM HVAÐ SNÝST HVALAMÁLIÐ? eítir Hjálmar Vilhjálmsson Það er guðsþakkar vert ef fólk er almennt farið að gera sér grein fyrir því á hverju við lifum í þessu landi og megum við vera þakklátir græn- friðungum fyrir það. Á seinustu vik- um og mánuðum virðist mikil hræðsla hafa gripið um sig meðal landsmanna við áhrifamátt þessara samtaka sem kenna sig við umhverf- isvemd. Engu er líkara en margir telji okkur standa á barmi einhvers konar efnahagslegs hyldýpis sem grænfriðungar muni hrinda okkur í ef ekki er farið að vilja þeirra í hvala- málinu svokallaða. Hins vegar efast ég stórlega um að áhrifamáttur grænfriðunga sé í raun sá sem reynt er að telja okkur trú um. Fyrir um hálfu ári var mikil áróð- ursherferð í Bandaríkjunum gegn kaupum á íslenskum sjávarafurðum sem þar I landi þykja gæðavara og hafa verið verðlagðar samkvæmt þvl. Ýmsar sviptingar hafa verið I sölumálum þar vestra og kannski eitthvað meiri á seinustu missirum en endranær. Þær eiga þó áreiðan- lega ekkert síður rætur að rekja til tímabundinnar aukningar á öðru og ódýrara hráefni, sem I sumum tilfell- um gat komið I stað betri en dýrari vöru frá íslandi, heldur en til áróðurs- herferðar grænfriðunga. Sama máli gegnir um Bretlandsmarkaðinn. Þar I landi fóru sömu samtök af stað með sams konar herferð fyrir um hálfu ári en án sýnilegs árangurs. Það er svo ekki fyrr en I Þýskalandi að eitthvað áþreifanlegt er að gerast nú upp á síðkastið. Þar hefur Aldi- verslunarkeðjan sem sé sagt upp samningum niðurlagðar sjávarafurð- ir frá Islandi, þar á meðai mikið af niðursoðinni rækju. í desember 1988 barst Hafrann- sóknastofnun rækjusýni til rann- sókna. Það er raunar ekki I frásögur færandi nema vegna þess að rækjan var með grænleitum blæ og öll hin ókræsilegasta. Græni liturinn reynd- ist stafa af þörungum og ekki hættu- legur I sjálfii sér en með því að þarna var á ferðinni útflutningsvara og hafrannsóknamenn forvitnir eins og rannsóknamönnum ber, smökkuðu nokkrir þeirra góðgætið. Er skemmst frá því að segja að græna rækjan stóð ekki lengi við I munni nokkurs smakkarans en var send sömu leið til baka, og I vaskinn. Nei, lesendur góðir, það er ekki fyrr en reynt er að pranga lélegri — og I þessu til- felli óætri — vöru inn á neytandann að einhver viðbrögð sem mark er takandi á koma fram við áróðurs- stríði grænfriðunga. Við íslendingar eigum því láni að fagna að eiga stutt að sækja I eftir- sóttar fisktegundir, tegundir eins og t.d. þorsk og ýsu sem I Norðursjó, Barentshafí og við Nýfundnaland og Labrador standa mjög höllum fæti um þessar mundir af ýmsum ástæð- um. Síðan I kreppunni miklu höfum við ekki átt I teljandi erfiðleikum við að selja fiskinn okkar að því tilskildu að vel hafi verið með hann farið og verði stillt I nokkurt hóf. Og svo mun enn verða hvað sem líður öllum áróð- ursstriðum á hefðbundnum mörkuð- um. Auk þess eru Asíulöndin nánast óplægður akur en það skiptir sjálf- sagt ekki máli ef rétt er að senda eigi grænu rækjuna á Japansmark- aðinn með næstu ferð. En lítum nú aðeins á það um hvað öll lætin snúast I raun og veru. Því er gjaman haldið fram að allt okkar baks sé til þess eins að fyrirtæki Kristjáns Loftssonar geti selt hval- kjöt og aðrar hvalafurðir fyrir nokk- ur hundruð milljónir króna á ári eða fáeinar íbúar á Akranesi og Hval- fjarðarströnd hafi atvinnu. Og raun- ar hef ég nýverið heyrt að Hafrann- sóknastofnun sé ijármögnuð með sölu hvalafurða!! Þessu fer vitanlega víðsfjarri. Málið er miklu alvarlegra og varðar bæði öflun þekkingar á mikilvægum þætti lífríkis hafsins, ákvörðunarrétt þjóða til nýtingar Hjálmar Vilhjálmsson „ Að minu vití stöndum við því í rauninni í einu land- helgisstríðinu enn þar sem baráttan stendur um það hvort við eigum sjálf að ráða nýtingu fiskimiðanna, vitan- lega í samvinnu við ná- grannana þar sem það á við eða hvort við verðum að hlíta þvi að biðja misviturt fólk í Qarlægum heimshlut- um að leyfa okkur náðar- samlegast að draga fram lífíð. Þess vegna er nú meira en timi til kominn að leggja niður innanlands deilur um hvalamálið og sameinast um að fylgja þeirri steftiu sem mörkuð hefúr verið til sig- urs.“ sjávarauðlinda og síðast en ekki síst leikreglur I mannlegum samskiptum. Mun nú nánar að þessu vikið. Á slnum tlma samþykkti Alþingi að íslendingar skyldu hlíta ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um tíma- bundið bann við hvalveiðum og jafn- framt að leggja sitt af mörkum til þess að gera vísindanefnd ráðsins kleift að ljúka allsherjar úttekt á ástandi hvalastofna fyrir 1990. í framhaldi af þessu var Hafrann- sóknastofnuninni falið að gera fjög- urra ára áætlun um rannsóknir á stærð og lífftæði hvalastofna við ís- land og á nálægum hafsvæðum og þátt þeirra I vistkerfinu. Áætlunin var svo lögð fram árið 1985 og var þar gert ráð fyrir að beita öllum þekktum aðferðum, þar með taldar rannsóknir á takmörkuðum fjölda veiddra dýra, og samstarfi við er- lenda vísindamenn og stofnanir. Frá og með árinu 1986 hefur svo verið unnið eftir þessari áætlun undir for- ystu Jóhanns Siguijónssonar og með þeim ágætum að algerlega er ljóst og viðurkennt á .alþjóðlegum vett- vangi að engin af þeim tegundum sem íslendingar stunduðu veiðar á til skamms tíma var I hinni minnstu hættu vegna ofveiði. Eins og við mátti búast brugðust samtök umhverfissinna með græn- friðunga I broddi fylkingar hart við þeirri ákvörðun íslendinga að veiða hval I vísindaskyni á árunum 1986— 1989. Þetta var öfur eðlilegt að því tilskildu að menn tiyðu því almennt að hvalastofnar væru illa á sig komn- ir og ekki síður því að hægt væri að ná markmiðum íslensku rann- sóknaáætlunarinnar án þess að drepa hvali. Það er vitanlega ekki hægt eða hvemig ætla menn að reikna út vöxt og viðkomu án þess að gera vaxtar- mælingar né fylgjast með hinni breytilegu þungunartíðni? Og hvem- ig er hægt að meta áhrif tegundar- innar I vistkerfinu án þess að fylgj- ast með magainnihaldi svo dæmi séu tekin? Hvað vom hinir fjölmörgn „heilögu" hnúfubakar til að mynda að gera á loðnumiðunum I haust og vetur? Þeir voru sennilega að éta loðnu og líklega mikið af henni en hvort svo var I raun og hvað mikið var étið veit enginn meðan rannsókn- ir em ekki gerðar á dauðum dýmm. Nei, hvalrannsóknir án veiða eru álíka ófullnægjandi og bergmálsmæl- ingar á stærð sfldar- og loðnustofn- anna án sýnatöku. Þetta mega marg- ir þeir best vita sem hátt láta hér heima um tilgangsleysi rannsókna- veiða. Það hefur verið afar fróðlegt að skoða viðbrögð hvalfriðunarsinna eftir því sem upplýsingar aukast og batna um gott ástand nær allra teg- unda. Þau hafa nefnilega eingöngu verið I þá átt að auka mótmæli gegn hvalveiðum I rannsóknaskyni sem em jú einu hvalveiðamar sem héðan em stundaðar eins og er. Og til að kóróna þvæluna er því enn haldið fram að verið sé að drepa síðasta hvalinn. Á sama tíma heyrist næsta lítið um viðskiptaþvinganir eða önnur mótmæli vegna þeirra tugþúsunda höfrunga sem farast við túnfiskveið- ar Bandaríkjamanna. Af þessu er varla hægt að draga aðra ályktun en þá að aðrar ástæður en vemdun dýrategunda I útrýmingarhættu, sem er hinn besti málstaður sem allir ættu að láta sig nokkm varða, ráði ferðinni. Og það þarf ekki svo ýkja ftjótt ímyndunarafl til þess að koma auga á aðalatriðið, peninga. Þörfin fyrir umhverfisvemd hefur stóraukist á undanfömum ámm með sívaxandi mengun lofts, lands og sjávar. Ástæðumar geta legið á milli hluta I sjálfu sér en iðnaður I ýmsum myndum á mjög stóran hlut að máli. Það hefur sýnt sig að viðhlítandi mengunarvamir em mjög dýrar og framleiðendur iðnvamings ófúsir að kosta til þeirra eins og þyrfti. Það hefur líka sýnt sig að samtök um- hverfisvemdarsinna hafa átt erfitt með að afla íjármagns I stómm stfl til áróðursherferða vegna mengunar- vama. Þetta stafar einfaldj,ega af því að mengun er oft svæðisbundin auk þess sem menn verða samdauna óþverranum eða taka ekki eftir hon- um af því að hann er ekki beinlinis sjáanlegur. Vexndun dýrategunda, sem auðvitað er liður I umhverfis- vemd, er allt annars eðlis, einkum ef einstaklingamir em nógu stór- vaxnir og háttemið framandi og myndrænt. Þá er auðvelt að selja áróður með því að höfða til tilfinning- anna, einkum og sér I lagi ef maður er ekki alltof vandur að meðulum. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta, auk hagsmunabaráttu á mat- vælamarkaðnum, séu I dag aðalá- stæður þeirrar ófrægingarherferðar sem nú á sér stað gegn rannsókna- veiðum á hvölum og hvalveiðum I norðanverðu Atlantshafi yfírleitt. Það sem við stöndum frammi fyr- ir er því I rauninni ekki hvort íslend- ingar fá að veiða nokkur hundmð hvali árlega I framtíðinni að ekki sé talað um að stunda hvalrannsóknir I friði. Aðalatriðið er að baráttan fyrir betri heimi er I þessu tilfelli komin út I öfgar og rekin á fölskum forsendum. Ef slíkt er endurtekið nægilega oft og það er engin ástæða til að ætla annað en sagan endurtaki sig, munu afleiðingamar verða skelfilegar. Almenningur mun eiga sífellt erfiðara með að átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt og er þó ástandið nógu slæmt fyrir. Og raunar hafa aðgerðir umhverfís- vemdarsinna þegar leitt hörmungar- ástand yfir veiðimannasamfélög I Norður-Ámeriku, Grænlandi ogjafn- vel víðar þrátt fyrir ítrekaðar yfírlýs- ingar sömu samtaka um að það hafi alls ekki verið tilgangurinn. Að mínu viti stöndum við því I rauninni I einu landhelgisstríðinu enn þar sem baráttan stendur um það hvort við eigum sjálf að ráða nýtingu fiskimiðanna, vitanlega I samvinnu við nágrannana þar sem það á við eða hvort við verðum að hlíta því að biðja misviturt fólk I fjarlægum heimshlutum að leyfa okkur náðar- samlegast að draga fram lífið. Þess vegna er nú meira en tími til kominn að leggja niður innanlands deilur um hvalamálið og sameinast um að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð hef- ur verið til sigurs. Að öðrum kosti mun það engan endi hafa. í febrúar 1989. Höfimdur er Bskifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.