Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 AKUREYRI Frumsýning hjá Leikfélagi Akureyrar: „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ í kvöld LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið „Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf?“ eftir bandariska leikritahöfundinn Edward Albee. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikárið 1964-65 í leik- stjóm Baldvins Halldórssonar. Þá fóru þau Helga Valtýsdóttir og Róbert Arnfinnsson með hlutverk hjónanna Mörtu og Georgs, en Anna Herskind og Gísli Alfreðsson léku ungu hjónin. Persónur og leikendur í upp- færslu Leikfélags Akureyrar eru þau hjón Helgi Skúlason og Helga Bachmann, sem leika Georg og Mörtu. Ragnheiður Tryggvadóttir leikur Honey og Ellert Ingimundar- son fer með hlutverk Nicks. Helgi og Helga leika hér gestaleik, en þau eru bæði fastráðnir leikarar Þjóð- leikhússins. Þetta er í fyrsta skipti sem þau hjón vinna með Leikfélagi Akureyrar. Hins vegar eru þau Ell- ert og Ragnheiður leikhúsgestum á Akureyri að góðu kunn, en bæði hafa þau áður tekið þátt í fleiri en einni sýningu á vegum LA. Höfundur verksins, Edward Albee fæddist árið 1928 í Wash- íngton. Mánaðargömlum var honum komið í fóstur í New York, þar sem hann ólst upp og fékk brennandi áhuga á leiklist frá fósturforeldrum sínum. Hann stundaði nám við Col- umbia-háskólann, en fór mjög snemma að skrifa, þótt ekki slægi hann í gegn fyrr en um þrítugt. Árið 1962 var frumsýnt á Broad- way nýtt leikrit eftir þennan unga leikritahöfund. Það var strax ljóst að hér var ekki um að ræða neitt venjulegt Broadway-leikrit enda var Albee þá þegar þekktur í leik- húsheiminum af einþáttungum sínum í anda „absúrdismans", Zoo Story og The American Dream. Fá leikrit seinni tíma hafa komið af stað jafn miklu fjaðrafoki og þetta fyrsta stóra leikverk Edwards Albee, „Hver er hræddur við Virg- iníu Woolf?“. Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um ágæti, boðskap eða tilverurétt leikverksins, og jafn- vel höfundarins, en engum stóð á sama. Hann var ýmist krýndur og kallaður til konungdóms í ríki leik- ritunar, arftaki O’Neills, Williams, Becketts eða Pinters, svo einhverjir séu nefndir af þeim, sem honum hefur verið líkt við, eða dæmdur hættulegur og ómerkilegur, og leik- rit hans léleg nútímastæling á Strindberg og fleirum. Inga Bjarnason hætt leikstjóm: Hefengar skýring- ar fengið - segir Arnór Benónýsson leikhússtjóri „ÉG HEF engar skýringar fengið á því hveiju þetta sætir. Það varð að samkomulagi milli mín og Ingu að hún færi suður fyrir þremur vikum og að ég myndi stjóraa þeim æfingum, sem eftir voru. Samt sem áður yrði hún skrifuð fyrir Ieikstjórn í sam- vinnu við mig. Hinsvegar gerist það síðastliðinn þriðjudag að formanni leikhúsráðs berst skeyti þar sem farið er fram á að nafh hennar yrði ekki opin- berlega nefiut í sambandi við sýn- inguna,“ sagði Arnór Benónýs- son, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, í samtali við Morgun- blaðið. Inga var í upphafi ráðin leik- stjóri verksins „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?" en Amór kom til samstarfs skömmu eftir að æf- ingar hófust á Akureyri. Amór sagði að sá aðili, sem séð hefði um leikstjóm á verkinu í samvinnu við hann, hefði óskað eftir því að nafn hans yrði ekki nefnt í opinberum kynningum né í leikskrá sýningar- innar. Það sama ætti við um höfund tónlistar og hönnuð leikmyndar og búninga. Leikhúsið hefur orðið við þeirri beiðni. Guðrún Svava Svavarsdóttir er leikmjmda- og búningahönnuður og Leifur Þórarinsson höfundur tón- listar. Þau óskuðu jafnframt eftir því í sama skeyti að nöfn þeirra yrðu hvorki nefnd opinberlega í sambandi við sýninguna né í leik- skrá. Þau hafa hinsvegar skilað af sér því verki, sem þeim var ætlað að vinna. „Leikhúsið verður að sjálf- sögðu við þessari ósk þeirra," sagði Amór. Hann bætti því við að þrátt fyrir þetta upphlaup, stæði sýningin fullkomlega fyrir sínu enda hefði mikil vinna verið lögð í hana að undanfomu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson GERTKLÁRT Skipveijar á Oddeyrinni EA 210 voru í gær að gera við troll skipsins. Voru þeir að gera klárt fyrir veiðiferð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá æfíngu á Ieikritinu „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“. 150 lítrum af vodka smyglað til Akureyrar Níu skipverjar á Hofsjökli játuðu NÍU skipveijar á ms. Hofsjökli landsins rúmlega 150 lítrum af hafa játað að hafa smyglað til vodka. Söluandvirði þessa magns myndi vera um það bil 360 þúsund krónur. Hofsjökull kom að bryggju á Akur- eyri sl. mánuag og var þá að koma frá Múrmansk í Rússlandi með við- komu á austfjarðahöfnum. „Við sáum þegar skipveijar bám vaming í land um hábjartan dag á mánudag, út í bfl, sem þeir höfðu til umráða. Bflnum var síðan ekið út í verbúð í Sandgerðisbót sem skipvetjamir höfðu fengið að láni fyrr um daginn hjá aðila á Akureyri. Þar voru tveir skipverjanna handteknir. Um það bil 60 lítrar af vodka í plastbrúsum fundust í bflnum og inni í verbúðinni fundust 40 lítrar. Við leit í Hofsjökli fundust 43 lítrar til viðbótar í íbúðum skipveija auk tíu vodka-flaskna, bjórs og tóbaks," sagði Daníel Snorrason rannsóknalögreglumaður. Eldur í bíl á verkstæði Flugvirkjar skipta um nefþjól Náttfara. Morsunblaðiö/Rúnar Þ6r Bjömaaon Fokkervél Flugleiða: Unnið að rannsókn óhappsins „MÁLIÐ er ekki fullrannsakað og þvi ekki tfmabært að segja neitt um ástæður óhappsins," segir Skúli Jón Sigurðarson, deildar- stjóri Loftferðaeftiriits Flug- málastjóraar, um ástæður þess að Náttfari, Fokker vél Flugleiða, hlekktist á við lendingu á Akur- eyTarflugvelli í fyrradag. Skúli sagði að firumrannsókn hefði far- ið fram á Akureyri f fyrradag. Vélinni var flogið til Reykjavíkur í gær og verður skoðuð nánar f dag, að sögn Skúla. Flugvirkjar Flugleiða komust til Akureyrar seint í fýrrakvöld og hófu þá bráðabirgðaviðgerð á Náttfara. Nýtt nefhjól og hjólabúnaður var settur undir. Gerðar voru nauðsyn- legar prófanir á vélinni fyrir feiju- flug til Reykjavíkur og um miðjan dag í gær var henni flogið suður. Hún var sett inn í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Einar Sigurðsson fréttafulltrúi Flugleiða segir að ekki sé ljóst hvað tjón Flugleiða sé mikið vegna at- burðarins. Skemmdir virðist minni en á horfðist þegar hún sat í skaflin- um utan flugbrautar á Akureyri. Hann sagði að vélin færi aftur í loft- ið að loknum viðgerðum og prófun- um. ELDUR kom upp í bflaverkstæð- inu Bflaveri við Draupnisgötu á Akureyri um kl. 15 f gær. Eldurinn kom upp í vélarhúsi bif- reiðar og urðu töluverðar skemmdir á bílnum. Starfsmönnum tókst að koma honum út og reyndu síðan að slökkva eld, er farinn var að loga í verkstæðinu sjálfu. Líklegasta orsök eldsins eru sú að leki hafi komið af leiðslu og bensín úðast yfír vélina. Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn og réð niðurlögum eldsins. Brotíst inn í rútur BROTIST var inn f tvær rútur við Tjarnarlund aðfaranótt sfðast- liðns laugardags. Úr þeim var m.a. stolið mynd- bandstæki, skjalatöskum og verk- færatösku. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið við mannaferðir að láta vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.