Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Kappræðufimdur Verkfræðingafélagsins: Sala á kvóta eða bætt kvótakerfi Á RÍKIÐ að selja veiðileyfi? var umræðuefiiið á kappræðufimdi sem kynningarnefnd Verkfræðingafélags íslands hélt í gærkvöldi. Þorkell Helgason prófessor mælti með kvótasölu og sagði hana vera óvilhalla aðferð til úthlutunar sem myndi stuðla að hagkvæmni i útgerð. Finn- bogi Jónsson forstjóri Sildarvinnslunnar hf. á Neskaupstað mælti gegn kvótasölu og taldi nær að betrumbæta núverandi kvótakerfi. Þorkell sagði kvótakerfi í ein- hefðu á hveiju ári. Kvótasölu taldi hveiju formi vera nauðsynlegt. Kvótakerfið frá 1984 væri til bóta, en á því væru þó annmarkar, m.a. hefði verið ágreiningur um úthlutun, það væri ranglátt gegn nýjum aðilum og heft framsal hindraði hagkvæmni. Þá særði það réttlætiskennd margra, að verið væri að gefa þröng- um hópi hlut í þjóðareign. Kostir kvótasölu væri aukin hagkvæmni þar sem þeir sem væru með besta rekst- urinn myndu kaupa kvóta og þetta væri sanngjöm útdeiling þjóðareign- ar. Það ætti ekki að gefa sumum þessi verðmæti en öðrum ekki. Loks mætti nota þetta kerfi til að jafna aðstöðu atvinnuveganna, sem hag- stjómartæki til sveiflujöfnunar og til tekjuöflunar fyrir ríkið. Finnbogi Jónsson sagði að kvóta- sala, auðlindaskattur, hefði ekkert með aukna hagkvæmni í útgerð að gera, en það væri helsta röksemd talsmanna hennar auk tals um sann- gimissjónarmið. Það sem skipti máli varðandi hagkvæmni væri að menn vissu hvað miklar afiaheimildir þeir hann hins vegar geta leitt til mis- skiptingar og hætta væri á því, að pólitísk sjónarmið réðu ferðinni ef kvóti yrði seldur á föstu verði. Ef um útboð yrði að ræða myndu aftur á móti rekstrarlega hagkvæmustu útgerðimar hreppa kvótann. Það þyrfti þó ekki að vera þjóðhagslega besti kosturinn. í lok fundarins greiddu fundar- menn atkvæði og féllu þau þannig að flórtán vom andvígir kvótasölu en þrettán hlynntir. Lífeyrissj óðirnir: Morgunblaðið/Ámi Sœberg Skoðunarstöðin til Vestmannaeyja Skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar íslands fór til Vestmannaeyja í gær með Esjunni eftir tfu daga töf. Stöðin kemst ekki með Herjólfi, þar sem skutlúgan er of lág og Esjan hefur orðið fyrir töfiun vegna veðursins og þurfti síðan að sinna verkefimm á Vestflörðum. Bíða þurfti flóðs til að aka stöðinni um borð, því annars var aðkoman of brött. Skoðunarstöðin verður 16-20 daga í Eyjum og fer eftir það á Snæfellsnesið. Talið er að hátt í þúsund bílar séu f Eyjum, en um 1.300 eru skráðir þar. Reynt til þrautar að ná samkomulagi um vísitöluna _ / * _ _ _ EKKI varð af fundi forsvarsmanna lífeyrissjóðasambandanna og for- V P\| |Y* h/PKK/i sætisráðherra f gær, eins og vonast hafði verið til, en ákveðinn hefiir ” ■ CA'IUU* verið fimdur með viðskipta- og Qármálaráðherra fyrir hádegið f dag, þar sem fjallaö verður um þær breytingar sem gerðar voru á grund- velli lánskjaravfsitölunnar með reglugerð f janúar. Á stjórnarfiindum lffeyrissjóðasambandanna f gærmorgun var ákveðið að halda áfram óbreyttri stefiiu og reyna til þrautar að ná samkomulagi við stjórn- völd, þar sem þessi mál þyrftu að komast á hreint áður en viðræður um skuldabréfakaup lffeyrissjóðanna af Byggingarsjóði gætu hafist. BANKARNIR, að undanskildum T jmHahanltnniini, (ilkynntu Seðla- bankanum vaxtahækkanir f gær- dag, mismunandi eftir bönkum. Sem dæmi nm hækkanir má nefna að innlánsvextir hækkn á bilinu 1-2,5%. Forvextir víxla hækkuðu f 18-20%. Vextir á almennum skuldabréfum hækkuðu f 19-19,7%. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans segir að hann geri ráð fyrir að tillögur um vaxtahækkanir hjá þeim verði lagðar fyrir bankaráð fyrir 1. mars er næst veröur möguleiki á þeim. Hann segir að eftir þessar hækkanir hinna bank- anna séu vextir Landsbankans f lægri kantinum. Lögfræðlegar álitsgerðir sem lífeyrissjóðimir hafa látið vinna ann- ars vegar og viðskiptaráðuneytið hins vegar ganga sitt í hvora áttina hvað varðar lögmæti þess að láta launavísitölu vega Va í grunni láns- kjaravfsitölu á móti þriðjungsvægi framfærslu- og byggingarvísitölu hvorrar um sig. Hæstaréttarlög- mennimir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ragnar Aðaisteinsson hafa unnið álitsgerð lífeyrissjóðina. Þeir komast Kristján Jóhannsson syngnr í Háskólabíói KRISTJÁN Jóhannsson, óperu- söngvari, heldur tónleika f Há- skólabfói næstkomandi laugar- dag. Undirleik annast Lára Rafnsdóttir. Kristján hefiir ekki sungið i Reykjavfk sfðan hann söng f Tosca fyrir nokkr- um misserum. Hann er hér f fríi frá sviðinu til mánaðamóta, en þá taka við óperur vfða um heim. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið, að á söngskránni nú kenndi ýmissa nýrra grasa, bæði laga sem hann hefði ekki sungið áður í Reykjavík og laga, sem hann hefði aldrei sungið áð- ur. Meðal annars mætti nefna tvö falleg lög eftir Jón Ásgeirsson og tvö önnur eftir Sigfús Einarsson. Sönglög og þjóðlög frá Skand- inavíu eftir Grieg, Sfbelfus og Sjö- berg og tvær óperuaríur, báðar nýjar af nálinni. Kristján verður hér til mánað- arloka f frfi frá sviðinu, eins og hann orðar það, því hann er jafn- framt afl undirbúa flutning hlut- verka f þremur óperum á vordög- um. Héðan fer hann til New York, þar sem hann syngur í ópemnni Manon Lescaut eftir Puccini, en hún verður flutt í marz. Þaðan liggur leiðin svo til Monte Carlo Kristján Jóhannsson óperu- söngvari. til að syngja í ópemnni Norma eftir Bellini. í maí syngur Kristján í Verdi-óperunni Vespri Siciliani í Venesuela og í júlf tekur hann þátt f afmælisuppfærslu á ópem eftir Giordano í Marseille, en hún fjallar um fi-önsku byltinguna fyr- ir 200 ámm. Að lokum liggur leið- in til Chicago þar sem Kristján syngur á móti ungversku söng- konunni Evu Marton í Tosca. Tónleikar Kristjáns og Lám verða f Háskólabfói næstkomandi laugardag klukkan 17.00. að þeirri niðurstöðu að ákvæði Ólaf- slaga nr. 13/1979 heimili ekki beina viðmiðun við launabreytingar f grandvelli lánskjaravísitölu. Mark- mið laganna sé að veita heimildir til að vemda fjárskuldbindingar gegn verðrýmun krónunnar af völdum verðbólgu. Til þess að ná því mark- miði sé nauðsynlegt að sú viðmiðun sem notast er við mæli almennar breytingar á verðlagi í landinu. Launabreytingar geti ekki talist gera það nema að því marki sem þær hafi áhrif á verðlag. Þannig sé vel hugsanlegt að laun hækki eða lækki án þess að það leiði til almennra verðlagshækkana. í öðm lagi telja lögfræðingarnir að jafnvel þó heimil væri viðmiðun við launabreytingar þá verði ekki talið að aðili lánssamnings sem gerð- ur var á giidistfð eldri lánskjaravf- sitölu þurfi gegn vilja sfnum að sæta breytingum til samræmis við hina nýju lánskjaravísitölu, nema um það séu ótvíræð ákvæði í lánssamningn- um. Allar stjómvaldsaðgerðir sem miða að því að skerða meðal annars eignir manna þarfnist ótvfræðrar lagaheimildar. Sé raunar hugsanlegt að ótvíræð lagaheimild dugi ekki nema fullar bætur komi fyrir þá eign sem skert er. Skuld sem gerð var upp í febrúar hækkaði minna miðað við nýja lánskjaravfsitölu en þá eldri og það dugi skammt að vísa til þess að vísitölumar mæli nokkum veginn það sama sé til langs tíma litið. í álitsgerð Gests Jónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem hann hefur unnið fyrir ríkisvaldið, kemur fram að hann telji að nóg hefði ver- ið að breyta lánskjaravfsitölunni með auglýsingu Seðlabanka íslands, ef þess væri gætt að gmnnurinn væri samansettur úr opinberum og skráð- um vísitölum og tengt á milli eins og lög gera ráð fyrir. Þessi skoðun styðjist meðal annnars við að Seðla- bankinn hafi oft gert breytingar á grunninum, án þess að vera talinn fara út fyrir mörk laga. Um eldri samninga sem tryggðir hafi verið með lánskjaravfsitölu segir að lang- sótt sé að halda þvf fram að aðilar slfkra samninga gætu treyst því að grundvöllur vísitölunnar yrði um alla framtíð sá sami. Jafht hjá Jóhanniog Júsúpov JÓHANN Hjartarson og Art- ur Júsúpov gerðu jafiitefli I þriðju umferð skákmótsins i Linares. Upp kom Reti-byij- un og sömdu þeir um jafn- tefli eftir 20 Ieiki. Jóhann er nú í öðru sæti á mótinu. Önnur helstu úrslit urðu að Anatólí Karpov vann Beljavskíj, Ivantsjúk vann Short, Sokolov og Ljúbójevítsj gerðu jafntefli og skák þeirra Portisch og Gulkov fór f bið. Portisch mun hafa betri stöðu. Ivantsjúk er nú efstur á mótinu með 2 vinninga og yfir- setu. í öðm sæti em þeir Ljúbójevítsj, Júsúpov og Jó- hann með 2 vinninga. Karpov er nú í fjórða sæti með 1,5 vinn- ing. Mariane Danielsen: Nokkur tilboð komin í brottflutning flaksins „NOKKUR tilboð hafit komið i flutning Mariane Danielsen af strand- stað við Grindavík," sagði Valgarð Briem, lögfræðingur norska trygg- mgafélagsins Skuld, sem ábyrgðartryggir skipið. Hann sagði að fram- kvæmdastjóri hinnar dönsku deildar Skuld kæmi um næstu mánaða- mót og ákvæði þá hvað gert yrði í þessu máli. Samkvæmt siglingalög- um og hafharreglugerð beri eigendum skipsins skylda til að Qarlægja flakið og Grindavfkurbær hefði gert kröfii um að það yrði gert. Tilboði Björgunar hf. um að flar- bæjarins hefði verið falið að fylgja lægja flakið var ekki tekið, en fleiri hafa gert tilboð f verkið. Meðal þeirra er fyrirtækið Járnsmfði í Kópavogi og sagöi ómar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri, að við góðar aðstæður tæki 3 til 4 mánuði að búta flakið niður. Það gæti þó tekið mun iengri tíma þar sem aðstæður á strandstað væm ekki góðar. Eðvarð Júlfusson, forseti bæjar- stjómar í Grindavík, sagði að Grindvíkingar hefðu frá upphafi lagt mikla áherslu á að skipsflakið yrði fjarlægt af strandstað og lögfiæðingi því eftir. Valgarð Briem sagði að Grinda- víkurbær hefði gert kröfu um að flak- ið verði fjarlægt en ekki gefið neinn ákveðinn frest til þess. „Ábyrgðar- trygging skipa á að greiða kostnað- inn við slík verk að ákveðnu marki,“ sagöi Valgarð Briem. Hann sagði að tryggingafélag Mariane Danielsen hefði ákveðið að greiða eigendum skipsins bætur vegna strandsins og kærði sig ekki um að eiga flakið. Hallvarður Einarsson, ríkissak- sóknari, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort skipsfjórinn á Mariane Danielsen yrði ákærður vegna þáttar hans í strandi skipsins. Siglingamálastofnun ríkisins hefði málið til umsagnar. Hallvarður sagði að ef höfðað yrði refsimál á hendur skipstjóranum mætti búast við að það yrði rekið fyrir dönskum dóm- stólum. Samningar á milli íslands og Danmerkur tryggðu að ekkert væri því til fyrirstöðu að saksækja manninn í hans heimalandi vegna máls af þessu tagi. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri, sagðist ekki geta svarað því hvenær Siglingamálastofnun gæti skilað umsögn um mál skip- stjórans á Mariane Danielsen. „Það er venjan í öllum slfkum málum að leita fyrst umsagnar Siglingamála- stofiiunar til að tiyggja að þau fái faglega meðferð," sagði Magnús Jó- hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.