Morgunblaðið - 22.02.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 22.02.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 21 Kvörtunum rigndi yfir Gorbatsiov í Kænugarði Moskvu. Reuter. ^ * MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið- togi, fékk yfir sig skæðadrífu kvartana er hann ræddi við al- menning á götu úti í Kænugarði, höfuðborg Ukrainu, í fyrradag. Snerust kvartanimar um kröpp lífskjör og ótta almennings við að mæla fyrir umbótum. Sagði Gorb- atsjov að það væri undir fólkinu komið að umbótastefiia hans næði fram að ganga. Sýnt var frá gönguferð Gorb- atsjovs í sovézka sjónvarpinu og við- ræðum hans við gangandi vegfarend- ur. „Ef þið eruð ósátt við gang mála eigið þið að taka höndum saman og knýja fram breytingar," sagði Gorb- atsjov. Hann sagði umbótastefnu sína standa og falla með því hvaða undirtektir hún fengi hjá almenn- ingi. Án áhuga hans og þátttöku næðist ekkert fram. „En fólkið er ennþá lafhrætt við að láta í sér heyra,“ sagði kona í hópi áheyrenda er leiðtoginn hvatti þá til dáða. Viðstaddir kvörtuðu undan flokks- broddum, sem beittu bolabrögðum til þess að hafa áhrif á val frambjóð- enda við kosningar til sovézka þings- ins er fram fara í næsta mánuði. Fregnir hafa borizt af því að víða um land hafi foiystumenn í komm- Míkhaíl S. Gorbatsjov. únistaflokknum smalað jábræðrum sínum á kjörfundi til þess að koma sínum manni að. Sovézkir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að víða í Úkraínu bafi verið ákveðið í trássi við kosn- ingalög að birta aðeins nafn eins frambjóðanda á kjörseðlum. Þegar vegfarendur kvörtuðu undan þessu við Gorbatsjov brást hann reiður við og sagði að um ranglæti væri að ræða. Hann sagðist þó ekki geta leyst öll mál á einni nóttu og það væri lýðskrum ef hann héldi öðru fram. í fylgdarliði Gorbatsjovs voru Ra- isa kona hans og Vladimír Stsjerbítskíj, leiðtogi flokksdeildar- innar í Úkraínu, en hann er einn örfárra flokksleiðtoga, sem komst til áhrifa á tíma Leoníds Brezhnevs, og enn er við völd. Stsjerbítskíj var ekki skemmt og átti jafnvel til að hreyta ónotum í fólk eða sýna því aðra ókurteisi er það bar upp kvartanir sínar við Gorbatsjov. Þúsundir manna hafa safnazt saman hvem dag að undanfömu á torgi októberbyltingarinnar í Kænu- garði og efnt þar til mótmæla, sem beinzt hafa gegn Stsjerbítskíj; vali hans og annarra frambjóðenda vegna þingkosninganna. Lögreglan hefur látið mótmælin afskiptalaus. Gorbatsjov var spurður um um- deildar áætlanir um byggingu kjam- orkuvers á norðanverðum Krimskaga. Hann sagði að sérstök sérfræðinganefnd mjmdi taka ákvörðun um framhald málsins, sem sætt hefur gagnrýni eftir Tsjemó- býl-slysið. Moskvuútvarpið hafði eft- ir Gorbatsjov að hann myndi heim- sækja Tsjemóbýl í Úkraínuferð sinni. Fornleifafundur: Fundu ævafomt leir- ker og krýningarolíu New York Times. ÍSRAELSKIR fomleifafræðingar hafa fundið leirker með olíu í sem talið er að sé 2.000 ára gamalt i helli í grennd við. Dauðahaf- ið. Olian var notuð til að smyija konunga Júdeu og er talið að henni hafi verið komið fyrir i leirkerinu á dögum Krists. Olían var enn i fljótandi formi þegar kerið fannst og efnasamsetning hennar upprunaleg. ítarlegar eftiafræðirannsóknir, sem staðið hafa yfir í marga mánuði, leiddu í ijós að olían var unnin úr vissrí tegund döðluplómatijáa sem nú era útdauð. Fyrir mörgum öldum tiðkaðist að vinna ilmefni úr þeirri tegund tijáa sem var afar verðmætt og notað við trúarathafiiir og til lyíjagerðar. Fomleifafundurinn hefur vakið entimetra af olíu. Pálmablöð vom mikinn áhuga meðal vísinda- manna „sökum þess að olían er ævafom og hefur auk þess haldið efiiiseiginleikum sínum furðu vel,“ segir Joseph Patrich frá há- skólanum í Haifa. Hann fór fyrir hópi fomleifafræðinga sem fann leirkerið í helli í Qumran við Dauðahaf síðasta sumar. Patrick segir að þrátt fyrir að engar áreiðanlegar heimildir séu til frá þessu tímabili þá hafi rabb- ínar síðar sagt frá því að olíu úr döðluplómutrjám hafi verið hellt yfir höfuð konunga Júdeu þegar þeir vora krýndir. Kerið er um 12,8 sentimetrar í þvermál og innihélt um 45 fers- vafin utan um kerið og því hafði verið komið fyrir í holu sem var einn metri á dýpt innst í hellinum. Þykir það benda til þess að eig- andi kersins hafí viljað koma því á öruggan geymslustað vegna þess hversu verðmæt olían var. Stútur er á kerinu en auk þess lítil hola á hlið þess, svo auðveld- ara væri að hella litlu magni af olíunni úr kerinu. Steinn hafði verið settur í stútinn til að loka honum. Þegar komið var með kerið út í sólarbirtu lak þykk olían út um gatið og fomleifafræðingamir sneru kerinu við í skyndi til að stöðva lekann. í leirkerinu var olía sem kon- ungar Júdeu voru smurðir með þá er þeir voru krýndir. Olían var nnnin úr döðluplómatijám sem nú era útdauð. í fyrstu var þetta ekki talinn sérlega merkilegur fundur og það var ekki fyrr en fomleifafræðing- amir komust að því að olía var í kerinu að þeir fylltust áhuga. Sýnishom af olíunni voru send til Kína en þar era aðferðir til aldursgreiningar olíu lengst á veg komnar. Fyrir 36 árum fundust bron- stöflur í sama helli í Qumran. Á þær vora skráðar upplýsingar hvar 60 muni væri að finna, sem fjarlægðir höfðu verið úr musteri gyðinga árin 66 og 68 eftir Krists- burð þegar her Rómveija nálgað- ist Jerúsalem. Neyðarlög og út- göngubaxm í Kabúl Moskvu. Islamabad. Reuter. LEPPSTJÓRN Najibullahs í Afg- anistan hefur undanfarna daga hert mjög tökin i höfuðborginni, Kabúl. Hefur verið lýst yfir neyð- arástandi, komið á útgöngubanni og þeir ráðherrar í stjóminni, sem ekki voru í stjóraarflokknum, hafa nú misst embætti sín. 39 manns hafa verið handteknir í borginni, sakaðir um undirróðurs- starfsemi, að sögn sovésku frétta- stofúnnar TASS. Fréttastofan hafði eftir afgönsk- um heimildarmönnum að öryggis- sveitir hefðu m.a. lagt hald á 250 kg af sprengiefni og um 150 jarð- sprengjur, sem mennimir 39 hefðu haft í fórum sínum. TASS bætti því við að mikil spenna ríkti í borginni. Ennfremur sagði fréttastofan að mujahedin-skæruliðar hefðu varpað sprengjum á borgina Gardez og virk- isborgina Khosk í austurhluta lands- ins. Fjöldi hermanna og óbreyttra borgara hefði særst. Afganski stjóm- arherinn hefði gert sprengjuárásir á stöðvar skæruliða í Parwan-héraði, norður af Kabúl, og fellt 10 skæru- liða. Fulltrúar sjö stærstu skæruliða- hreyfinganna, sem beijast gegn Kab- _ úlstjóminni, ákváðu í gær að láta 14 manna nefiid, tvo frá hverri hreyf- ingu, gera tillögur um skipan bráða- birgðastjómar í Afganistan. Tíu daga viðræður á sérstakri ráðstefiiu, shura, afganskra múslima í Pakistan hafa einkennst af þrætum og árang- ur enginn orðið. Ráðstefna Flutningar og vörustjórnun Eru flutningar til og frá íslandi hagkvæmir? Höfum við tileinkað okkur nýjustu möguleika flutn- ingatækninnar? Hamlar núverandi flutningatækni framþróun í markaðssetningu og vörustjórnun? Dagskrá: 13.10 Kynning ráðstefnu REYNIR KRISTINSSON, FORMAÐUR HAGRÆÐINGAFÉLAGS (SLANDS 13.15 Setning ráðstefnu STEINGRÍMUR i. SIGFÚSSON, SAM- GÖNGURÁÐHERRA 13.30 Notkunarmöguleikar á að- gerðarannsóknum í ísl. fyrirtækjum SNJÖEFUR ÓLAFSSON, FORMAÐUR AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAGS (SL. 13.50 Flutningar og birgðastýring INGJALDUR HANNIBALSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRt ÚTFLUTNINGSRÁÐS iSLANDS 14.15 Skipulag flutninga og drerfi- kerfis REINAR LARSSON, VICE PRESIDENT, INTERNATIONAL BUSINESS LOG- ISTICS 15.00 Kaffihlé 15.20 Flutningar á heimsmarkaði og möguleikar íslendinga JÓHANNES EINARSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI ÞRÓUNARSVIÐS CARGOLUX 16.00 Þjónusta og stefna Flugieiða hf. SIGMAR SIGURÐSSON, FORSTÖÐU- MAÐUR FLUGFRAGTAR 16.15 Þjónusta og stefna Eim- skipafélags íslands hf. THOMAS MÖLLER, FORSTÖÐUMAÐ- UR LANDREKSTRARDEILDAR 16.30 Stutt kaffihlé 16.40 Viðhorf og reynsla fulltrúa 5 fyrirtækja Reynir Sigmar 17.20 Paliborðsumræður:Almenn- ar umræður og samantekt á niður- stöðu. Umræðustjóri: páll jensson, PRÓFESSOR HÁSKÓLA ÍSLANDS 18.15 Ráðstefnulok RÁÐSTEFNUSTJÓRI ER PÁLL KR. PÁLSS0N, FORSTJÓRI IÐNTÆKNI- STOFNUNAR ÍSLANDS. Steingrímur Thomas Eftir ráðstefnuna verða sýnd myndbönd um starfsemi FEDERAL EXPRESS fiutn- ingsfyrirtækisins (sem á Flying Tigers) og CARG0LUX, fyrir þá sem áhuga hafa. Ráðstefnan er haldin miðvikudaginn 22. febrúar á Hótel Sögu, ráðstefnusal A. Ráðstefnugjald er kr. 2.400,- og öllum heimil þátttaka. Þátttakendur eru vinsamleg- ast beðnir um að greiða gjaldið á ráðstefnunni. Skráning þátttakenda er í sima •33666. HAGRÆÐINGAFELAGISLANDS AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.