Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 19 Samtök evrópskra flugfélaga: Sameinuð flugumferðarstjóm? Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Margaret Thatcher og Helmut Kohl svara spurningum blaðamanna í Frankfurt í gær. Reuter SAMTÖK flugfélaga í Evrópu (AEA) kynntu fyrir blaðamönnum í gær skýrslu um flugumferðar- stjórn í Evrópu. Forstjórar flugfé- laganna sem Qölluðu um skýrsl- una á fundi f sfðustu viku, sam- þykktu að gefa á næstu mánuðum út ítarlega úttekt á kostum og göllum þess að sameina alla flug- umferðarsfjóm f Evrópu. í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári seinkaði 19% af öllu áætl- Fundur Helmuts Kohls kanslara og Margaret Thatcher: Frekari viðræður boðaðar um endumvjun kjamavopna Fninlffíirt Ronf er Frankfiirt. Reuter. TVEGGJA daga fundi Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, og Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, lauk f gær. Á blaðamannafundi sem boðað var til af þessu tilefhi ftrekuðu leiðtogam- ir báðir að endurnýja þyrfti skammdrægar kjaraorkueldflaugar af Lance-gerð f Vestur-Evrópu og boðuðu frekari viðræður f aprílmánuði um framkvæmd áætlunar f þessa vem áður en leiðtogar ríkja Atlants- hafsbandalagsins koma saman til fundar f Bmssel f maf. Vestur- þýskir ráðamenn hafa lýst yfir því að unnt sé að fresta endumýjun- inni fram til ársins 1992 en Bretar og Bandarfkjamenn hafa hvatt til þess að bindandi ákvörðun um enduraýjun þessa hluta kjarnorkuheraf- lans verði tekin á þessu ári. Ekki tókst að jafiia ágreining þennan en Thatcher og Kohl kanslari lögðu áherslu á að viðræðumar, hinar fyrstu sem þau eiga frá árinu 1986, hefðu treyst samskipti rfkjanna. Margaret Thatcher tjáði blaða- mönnum að stjómir ríkjanna tveggja væru sammála um nauðsyn traustra og áreiðanlegra vama sem væru í senn grundvöllur fælingarstefnu NATO og stefnu bandalagsins í af- vopnunarmálum. „Pólitísk samstaða og öflugur herafli er forsenda fyrir jákvæðum samskiptum og samvinnu ríkja austurs og vesturs og gmnd- völlur afvopnunar og viðræðna um takmörkun vígbúnaðar,“ segir sam- eiginlegri lokayfírlýsingu leiðtog- anna. I henni er lokaályktun leið- togafundar NATO frá því á síðasta ári ítrekuð og segir að endumýja beri Lance-eldflaugar, sem flestar eru staðsettar í Vestur-Þýskalandi, þar sem „það er nauðsynlegt". Var þessi niðurstaða túlkuð sem sigur fyrir Kohl en hann hefur átt í vök að veijast á heimavelli þar eð skoð- anakannanir sýna að mikill meiri- hluti manna í Vestur-Þýskalandi er andvígur því að nýjum eldflaugum verði komið fyrir í stað Lance-flaug- anna. í máli Kohls kanslara kom fram að hann hefði hvatt Thatcher til að samþykkja að skammdræg kjam- orkuvopn í Evrópu yrðu ekki undan- skilin í hugsanlegum viðræðum aust- urs og vesturs um niðurskurð vopna í álfunni. Er Thatcher var spurð hvort hún hygðist láta af yfirlýstri and- stöðu sinni við hugmynd þessa sagð- ist hún ekki trúa á „kraftaverk". „í stjómmálum er mikilvægt að sýna staðfestu og samkvæmni. Það er fátítt, því miður allt of sjaldgæft, að það sé gert en það er mjög árang- ursríkt," bætti hún við. Blaðamenn spurðu breska forsætisráðherrann hvort hún teldi almennar vinsældir Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga í Vestur-Þýskalandi áhyggju- efni. „Ég líð ekki fyrir þær og það gerir herra Kohl ekki heldur," sagði Thatcher. unarflugi á skemmri og meðallöng- um flugleiðum yfir Evrópu vegna umferðarþunga. Áætlað er að vegna þessa tapist fimmtíu þúsund flug- stundir á ári en það samsvarar af- köstum tuttugu flugvéla. Af hveijum tíu seinkunum má rekja sjö til ófull- nægjandi aðstöðu á flugvöllum og við flugumferðarstjóm. Bent er á að flugstjómarsvæði í Evrópu séu 42 og þau notist við 22 mismunandi kerfi. Flugumferðarstjóramir geti talað saman á ensku en tölvumar séu ekki samhæfanlegar. Möguleg lausn sé að fækka flugstjómarsvæðum og samræma alla tækni jafnframt því sem komið yrði á fót sameiginlegri stjómstöð fyrir alla Evrópu. Það sé í rauninni óviðunandi að leggja niður landamæri á jörðu niðri eins og stefnt er að með hinum sameiginlega mark- aði ríkja Evrópubandalagsins árið 1992 en láta þau halda sér í 30.000 feta hæð. Bent hefur verið á að Bandaríkin, sem eru nánast tvöfalt viðlendari en Evrópa, komist af með 20 flugstjómarmiðstöðvar. Rúmenía: Njósnafor- ingiflýrland Bonn. Reuter. HÁTTSETTUR foringi í leyni- þjónustu Rúmenfu, Livio Turcu, hefiir flúið til Vestur-Þýskalands, að sögn dagblaðsins Die Welt. Turcu stjómaði þeirri deild leyni- þjónustunnar er fékkst við njósnir í þýskumælandi löndum. Blaðið segir leyniþjónustumanninn hafa gefið sig fram við fulltrúa vestur-þýsku leyni- þjónustunnar, BND, er hann var á ferðalagi í suðurhluta landsins. Vest- ur-þýsk yfirvöld hafa ekkert viljað segja um málið. FÆRJ_BAN_DJr MÓTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER T O N L E K A R ÍHÁSKÓLABÍÓI laugardagiiui 25. febrúar kl. 5. Undirleikari Lára Rafnsdóttir íslensk, skandinavisk og ítölsk lög og aríur. Aögönguiniöasala í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.