Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjöm Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sfmi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið.
Lögin ráðherrar
og dómstólar
Fyrir skömmu lýsti Ólafur
Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, yfir því, að
nægilegt væri að frumvörp
kæmu fram á Alþingi til að
líta bæri á þau sem lög. Þetta
gerðist í sjónvarpsumræðum
um lánskjaravísitöluna og þá
ákvörðun að breyta henni með
launavísitölu. Nú hafa lög-
fræðilegir ráðunautar lífeyris-
sjóðanna komist að þeirri nið-
urstöðu, að ástæða sé tii að
efast um lögfræðilegar for-
sendur ákvörðunarinnar um
lánskjaravísitöluna. Þá hefur
komið í ljós á fjármálamarkað-
inum, að þar hefur skapast
óvissa vegna þess að krukkað
var í vísitöluna og þrengir nú
að hinu opinbera húsnæðis-
lánakerfí. Kann að koma til
málaferla vegna ákvarðana
stjómvalda í þessu efni. Þar
til þau mál eru til lykta leidd
ríkir óvissa sem kann að vera
mörgum dýrkeypt.
Fjármálaráðherra sem nú
situr gerði sér lítið fyrir í sam-
vinnu við flokksbróður sinn
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, og afturkallaði
frá Hæstarétti mál, sem þang-
að hafði verið áfrýjað vegna
ágreinings út af uppsögn
fræðslustjóra í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Um þessa
ráðstöfun ráðherranna hafa
orðið töluverðar umræður og
sýnist sitt hveijum. Meginat-
riði gagniýninnar á hendur
ráðherrunum vegna þessa
máls er, að hér hafí verið deilt
um grundvallaratriði og þess
vegna eðlilegt að æðsti dóm-
stóll landsins fengi tækifæri
til að segja síðasta orðið um
það. Ráðherramir vom sem sé
andvígir því.
í grein hér í blaðinu í gær
gagnrýnir Ammundur Back-
man, lögfræðilegur ráðunaut-
ur fjármálaráðherra og
menntamálaráðherra, Morg-
unblaðið fyrir að hafa and-
mælt ákvörðun ráðherranna
um að falla frá áfrýjun í
fræðslustjóramálinu. Rök hans
eru helst þau, að þrír valin-
kunnir menn hafí kveðið upp
dóm í málinu í bæjarþingi
Reykjavíkur og það hefði tekið
Hæstarétt eitt til tvö ár að
komast að niðurstöðu, á meðan
hefði ríkt „sama ófriðar-
ástandið í þessum málaflokki".
Hæfni þeirra sem kváðu upp
undirréttardóm þennan skal
ekki dregin í efa, nema síður
sé. Hún breytir hins vegar
engu um þá staðreynd, að í
landinu eru tvö dómsstig og
sum mál em beinlínis þess
eðlis, að þau eiga að fara um
þau bæði; fræðslustjóramálið
er í flokki slíkra mála. Það er
hrein tylliástæða að bera því
við, að Hæstiréttur þurfí eitt
til tvö ár til að komast að nið-
urstöðu. Hér vom engir hags-
munir í húfí, sem kröfðust
óvenjulega skjótrar niður-
stöðu.
Ef litið er á röksemdir lög-
fræðilegs ráðunautar fjár-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra í fræðslustjóramálinu
í ljósi þess, sem nú er að ger-
ast varðandi lögfræðileg við-
horf til nýju lánskjaravísi-
tölunnar og þau ummæli fjár-
málaráðherra, að framlögð
fmmvörp jafngildi lögum,
mætti hæglega komast að
þeirri niðurstöðu að álit
tveggja virtra lögmanna kippti
lagagmnni undan hinni nýju
vísitölu. Skyldi ríkisstjómin
fallast á þá niðurstöðu? Ætli
hún telji ekki æskilegt, að úr
þessum lögfræðilega ágrein-
ingi sé leyst af dómstólunum,
jafnvel sjálfum Hæstarétti?
Hugur almennings til þess,
að viðkvæmum ágreiningsmál-
um sé skotið til dómstóla, kom
glögglega í ljós, þegar Gallup
leitaði álits á málaferlum Flug-
leiða við Verslunarmannafélag
Suðumesja. Undir forystu for-
kólfa BSRB og ASÍ átti og á
kannski enn að beita Flugleið-
ir viðskiptaþvingunum, vegna
þess að félagið skaut ágrein-
ingsefni vegna framkvæmdar
á verkfalli til dómstóla. Um
60% aðspurðra studdu máls-
höfðun Flugleiða og höfnuðu
þeirri leið viðskiptaþvingana
og hótana, sem forkólfar
BSRB og ASÍ vilja fara.
Dómstólamir hafa mikil-
vægu hlutverki að gegna. Aft-
urköllun fræðslustjóramálsins
frá Hæstarétti og aðförin að
Flugleiðum vegna málskots
þeirra eru annað hvort van-
traust á dómstólunum eða eig-
in málstað. Ef ráðherrar og
forystumenn verkalýðssam-
taka vantreysta dómstólum
þjóðarinnar til að komast að
réttsýnni niðurstöðu eiga þeir
að seecja það hreint út.
Staðfestuleysi í
stj ómarráðinu
eftír Þorvald
Gylfason
Þrálátur efnahagsvandi þjóðarinnar
hefur haft margvíslegar afleiðingar
fyrir daglegt líf í landinu á liðnum
árum umfram það, sem augljóst er.
Ein þeirra varðar verkaskiptingu milli
ráðherra og málflutning þeirra gagn-
vart almenningi. Efnahagsmál hafa
gnæft svo yfír önnur mál í þjóðfélags-
umræðunni, að það hefur komið í hlut
forsætisráðherra hveiju sinni að vera
verkstjóri og helzti talsmaður ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum. Þessu
ti.l staðfestingar heyrir Þjóðhagsstofn-
un beint undir forsætisráðuneytið.
Óvenjuleg verkaskipting
Þessi skipan mála hér er óheppileg
að ýmsu leyti. Ef forsætisráðherrann
er efnahagsmálaráðherra í reynd, þá
er hætt við því, að önnur mikilvæg
mál falli í skuggann eða séu beinlínis
látin reka á reiðanum. Ef forsætisráð-
herrann er upptekinn af eilífu klúðri
í efnahagsmálum, þá er ekki líklegt,
að vel geti tekizt til um landstjómina
að öðru leyti, sem hann ber þó höfuð-
ábyrgð á. Þessi verkaskipting tíðkast
ekki í nálægum löndum nema í neyðar-
ástandi. Venjan er sú, að forsætisráð-
herra sé verkstjóri ríkisstjómar inn á
við og talsmaður hennar út á við um
brýnustu þjóðmál, en einhver annar,
til dæmis fjármálaráðherra, sé oddviti
ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum.
Hirðuleysi ríkisvaldsins undangeng-
in ár um ýmis brýn mál, sem varða
atvinnuvegi, menntun og menningu
þjóðarinnar til dæmis, er kapítuli út
af fyrir sig. Málefni atvinnuveganna
komast yfirleitt ekki á dagskrá, nema
þegar þeir eru á hvínandi kúpunni.
Kennarar eru orðnir að láglaunastétt,
þannig að mikil og langvinn hætta
vofír yfír öllu skólastarfí í landinu
vegna ónógs og ófullnægjandi kenn-
araliðs. Margar helztu menningar-
stofnanir okkar búa við smánarlega
þröngan kost, þegar ríkidæmi þjóðar-
innar og þróttmikið menningarlíf í
landinu eru höfð í huga. Um þetta og
margt annað mætti hafa miklu lengra
mál. Vandinn er sá, að vanrækslu-
syndaregistur ríkisvaldsins heldur
áfram að lengjast, meðan því tekst
ekki að ná tökum á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Þess vegna meðal annars
má það ekki dragast öllu lengur, að
stjómvöld leysi verðbólguvandann. Þá
fyrst fá þau vinnufrið til góðra verka.
Og þá fær almenningur loksins lang-
þráðan frið fyrir eilífu þrefí um efna-
hagsmál.
Kúvending
Enn virðist stefna í einhveija bið
eftir þeim friði. Núverandi ríkisstjóm
hefur hrakizt af réttri leið og markað
nýja stefnu í vaxta- og verðtiygging-
armálum. Þó hafa engir óvæntir at-
burðir gerzt og engar nýjar upplýsing-
ar borizt, sem gefa tilefni til þessarar
kúvendingar. Það, sem hefur gerzt,
er einfaldlega, að aðhaldsstefna
stjómvalda í vaxtamálum og gengis-
málum er (eða var) byijuð að bera
tilætlaðan árangur. Þetta má til dæm-
is ráða af því, að útgjöld þjóðarinnar
stóðu í stað á síðasta ári, en höfðu
þanizt út um næstum þriðjung að
raungildi árin þijú næst á undan.
Þenslan á vinnumarkaði rénaði að
sama skapi, eins og að var stefnt.
Verðbólgan hjaðnaði með minnkandi
þenslu í skjóli verðstöðvunar. Samt
hefur ríkisstjómin nú ákveðið að snúa
blaðinu við. Stefnubreytingin stuðlar
óhjákvæmilega að áframhaldandi
verðbólgu, jafnvel þótt viðnám gegn
verðbólgu sé efst á stefnuskrá stjóm-
arinnar, og þjónar sérhagsmunum
þeirra, sem hagnast á áframhaldandi
verðbólgu á kostnað almennings.
Vaxtalækkun
„með handafli“
Hin nýja vaxtastefna ríkisstjómar-
innar felur það í sér, að vextir verði
knúnir niður „með handafli", eins og
það er orðað. Þetta þýðir það, að
Seðlabankinn verður skikkaður til þess
að prenta meiri peninga handa ríkis-
sjóði og viðskiptabönkunum, einfald-
lega vegna þess að það er ekki hægt
að lækka vexti einhliða til lengdar
nema með því að prenta peninga.
Peningaprentun er verðbólguráðstöf-
un, eins og allir vita. Því hefur að
vísu stundum verið haldið fram, að
vaxtalækkun dragi úr verðbólgu með
því að minnka ijármagnskostnað fyrir-
tækja. Það er hálfur sannleikur og
varla það. Hitt er miklu þyngra á
metunum, að einhliða vaxtalækkun
eykur ásókn í lánsfé og kyndir undir
verðbólgu með því móti. Um þetta em
næstum allir hagfræðingar á einu
máli. Einmitt þess vegna hefur ríkis-
stjómin skirrzt við því að lækka vexti
„með handafli" undanfarin ár.
Eina raunhæfa leiðin til þess að
lækka vexti og verðbólgu samtímis
nú er að draga úr ríkisútgjöldum í
víðum skilningi og meðfylgjandi lána-
sláttu ríkisins eða þá að hækka skatta
og afnotagjöld af opinberri þjónustu.
Ríkisstjómin treystir sér að því er virð-
ist ekki til þess að fara þá leið, jafn-
vel þótt skattar hafí hækkað og fíár-
lög í þröngum skilningi hafi verið af-
greidd hallalaus frá Alþingi, enda
stefnir nú í stórauknar lántökur ríkis-
ins innan lands og utan og vaxandi
verðbólgu af þeim völdum á þessu
ári, þegar verðstöðvun lýkur. Á sama
tíma birtast fréttir í blöðum af fyrir-
hugaðri byggingu nýs alþingishúss,
sem á að verða 200 fermetrar að flat-
armáli á hvem þingmann og kosta
40 milljónir króna á hvem þingmann
auk annars. Þessi kostnaður nemur
40.000 krónum á hveija fjögurra
manna flölskyldu í landinu.
Breyting lánskjara-
vísitölunnar
Afstaða ríkisstjómarinnar til verð-
tryggingar sparifjár er á sömu bókina
lærð. Nú hefur lánslq'aravísitölunni
verið breytt á þann veg, að það er
ekki lengur hægt samkvæmt lögum
að tryggja sparifé að fullu gagnvart
verðbólgu. Þetta er að mínum dómi
einhver óviturlegasta stjómvalds-
ákvörðun, sem hefur verið tekin hér
á landi um árabil, og er þá langt jafn-
að. Þá á ég ekki fyrst og fremst við
það, að ríkisstjómin hefur rift samn-
ingum einstaklinga og fyrirtækja aft-
ur í tímann og kallað yfír sig lögsókn
úr ýmsum áttum með því móti. Hitt
er jafnvel enn alvarlegra, að ríkis-
stjómin dregur með þessu mjög úr
líkum til þess, að henni takist að vinna
bug á verðbólguvandanum.
Ríkisstjóm, sem hefur viðnám gegn
verðbólgu efst á stefnuskrá, á að hlúa
að spamaði almennings með öllum
tiltækum ráðum einfaldlega vegna
þess, að aukinn innlendur spamaður
er forsenda þess, að hægt sé draga
úr verðbólgu og erlendum skuldum.
Þegar verðbólguvandinn hefur verið
leystur, verður tímabært að hyggja
að nýrri skipan verðtryggingar og
skattlagningar sparifjár, fyrr ekki. Ein
helzta uppspretta verðbólgunnar hér
gegnum tíðipa hefur einmitt verið
skeytingarleysi stjómvalda um spam-
að almennings og skilningsleysi þeirra
á gildi spamaðar fyrir viðnám gegn
bæði verðbólgu og óhóflegri skulda-
söfnun erlendis. Ennþá virðist eima
eftir af þeirri hugmynd, jafíivel í sjálfu
stjómarráðinu, að sparifé almennings
sé hálfgerður ránsfengur, sem stjóm-
völd geta gengið að hvenær sem er.
Efling sparnaðar
Virðingarleysi stjómvalda fyrir
sparnaði fjölskyldna og fyrirtækja
hefur ekki riðið við einteyming á liðn-
um ámm. Ríkisvaldið hefði undir eðli-
legum kringumstæðum átt að stuðla
að því með lagasetningu fyrir löngu,
að við íslendingar éignuðumst heil-
brigðan og öflugan verðbréfamarkað
og einnig hlutabréfamarkað eins og
aðrar siðaðar þjóðir á sama þróunar-
stigi. Þvert á móti hafa ráðherrar í
ríkisstjóm fárazt yfír verðbréfavið-
skiptum I tíma og ótíma og reynt að
gera þau tortryggileg á ýmsan hátt
án þess að sýna nokkum skilning á
Dapurleg dæmi
eftirDavíð Oddsson
borgarstfóra
Margur hefur fyllst megnum
óhugnaði við fréttir, sem að utan
hafa borist um viðbrögð trúarhópa
og jafnvel heilla þjóða og fyrirsvars-
manna þeirra með morðhótunum
vegna útkomu bókar, sem þeim
mislfkar. Er engu Ifkara en miðalda-
myrkrið sé enn svartara en nokkum
óraði fyrir. Atburðir, sem við fylgj-
umst með hér heima, eru sem betur
fer af annarri og ólíkri stærðar-
gráðu. En engu að síður eru þeir
örlítil grein af sama meiði, sama
ofstækið, sama myrkvun hugans.
Mönnum brá óneitanlega við að
fylgjast með viðbrögðum forsvars-
manna stórra launþegasamtaka, er
ákveðið var að fá úr skorið með dómi,
hver væri réttur félaga og fyrirtækja
við tilteknar aðstæður f vinnudeilum.
Ekki var látið sitja við að snúa upp
á sig og móðgast af hálfu þessara
samtaka heldur vom hafðar uppi hót-
anir um að misnota samtök almenn-
ings til þess að kúga viðkomandi fyrir-
tæki til að falla frá að leita úrlausnar
dómstólanna. Ég hef naumast séð
forsvarsmenn launþegasamtaka f
réttarríki leggjast lægra en þeir hafa
gert hvað þetta mál varðar. Viðbrögð
Samvinnuferða/Landsýnar vom einn-
ig dapurleg.
Sama hugsunin og hjá hótandi
verkalýðsforingjum kom upp f félagi
leikstjóra, er einn virtasti listamaður
landsins, Helgi Skúlason, viðhafði
ummæli, sem forráðamönnum þess
félags mislfkaði. Formaður félagsins
kom í útvarp og lýsti því yfír, að
reynt yrði að leita leiða til að koma
í veg fyrir að þessi virti listamaður
fengi að fást við leikstjóm f iandinu.
Davíð Oddsson
Þessi tvö fslensku dæmi em merki
um ofstæki og miðaldamyrkur, sem
flestir héldu að tilheyrði liðnum tíma
ellegar fjarlægum ríkjum og bregður
mönnum þvf illa við að sjá glitta í
slíkt hér á landi.