Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 40
40
MORGÍUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
Stöðvarflörður og Breiðdalsvík
Á Stöðvarfirði eru 355 íbúar og 60 til 70 þeirra eru atvinnulausir. Á Breiðdalsvik búa um 370 manns og um 40 þeirra eru á atvinnu-
leysisskrá.
Hugmynd um samruna ftysti-
húsanna varpað fyrir róða
HUGMYND um samruna Hraðfrystihúss StöðvarQarðar hf. og
Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. hefúr verið varpað fyrir róða
en Atvinnutryggingarsjóður átti frnxmkvæðið að þessum hugmynd-
um, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækjanna. í gangi eru viðræð-
ur um þann möguleika að fyrirtækin reki sameiginlegar stoðdeild-
ir, það er að segja neta- og vélaverkstæði, valmjölsverksmiðju
og skrifstofúr, og fyrirtækið Framleiðni sf. var fengin til að
kanna hagkvæmni þess. Hugmyndir eru uppi um að skrifstofúrn-
ar og netaverkstæðið verði á Stöðvarfirði en mjölverksmiðjan
og vélaverkstæðið á Breiðdalsvik.
Guðjón Smári Svavar
Lárus
Björn Hafþór
Öll vinnsla hjá Hraðfrystihúsi
Stöðvarfjarðar og Hraðfiystihúsi
Breiðdælinga liggur niðri, nema*
saltfískverkun á Breiðdalsvík og
harðfískverkun á Stöðvarfirði. A
Stöðvarfirði eru 355 íbúar og þar
af eru 60 til 70 atvinnulausir. Á
Breiðdalsvík búa um 370 manns
og um 40 þeirra eru á atvinnuleys-
isskrá, þar af 6 trillukarlar.
„Fengrim þriggja mán-
aða greiðslustöðvun"
„Við fengum greiðslustöðvun
til þriggja mánaða 22. nóvember
síðastliðinn og hún hefur verið
framlengd um tvo mánuði. Öllu
starfsfólki fyrirtækisins var sagt
upp störfum 1. desembersíðastlið-
inn og öll vinnsla liggur niðri
nema harðfískverkun," sagði
Guðjón Smári Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfystihúss
Stöðvarflarðar, í samtali við
Morgunblaðið.
„Þegar allt var á fullum dampi
hjá fyrirtækinu unnu hjá því 50
til 60% af útivinnandi folki á
Stöðvarfirði og þá voru unnin þar
rúmlega 100 ársverk. Allt atvinn-
ulíf á staðnum hefur því lamast
og fólk er mjög áhyggjufullt. Við
sjáum ekki fram á að geta unnið
aflann sjálfír fyrr en rekstrar-
grundvöllurinn hefur verið bætt-
ur.
Fyrirtækið á tvo togara, Álfta-
fell og Kambaröst, en við erum
með Alftafellið i sölu. Kambaröst-
in hefur siglt með aflann en afli
Álftafellsins hefur farið í gáma.
Hraðfrystihús Eskifjarðar og
Kaupfélag Héraðsbúa voru með
hugmyndir um að kaupa skipið
fyrir 185 milljónir króna en hættu
við það. Við kaupum ekki annað
skip í staðinn fyrir Álftafellið,
þannig að eftir söluna þarf ekki
eins margt starfsfólk og áður við
vinnslu og þjónustu:
Nú er verið að kanna hag-
kvæmni þess að Hraðfrystihús
Stöðvarfjarðar og Hraðfiystihús
Breiðdalsvíkur reki sameiginlegar
stoðdeildir, það er að segja neta-
og vélaverkstæði, skrifstofuhald
og beinavinnslu. Það er verið að
tala um að skipta þessu jafnt á
milli fyrirtækjanna og það eru
uppi hugmyndir um að skrifstofur
og netaverkstæði verði á Stöðvar-
fírði en vélaverkstæði og valmjöls-
verksmiðja á Breiðdalsvík.
Það var mjög góð útkoma á
saltfiskverkuninni hjá okkur. Það
var því mikill skellur fyrir okkur
þegar saltfískverkunarhúsið
brann í haust.
Það var þokkaleg útkoma hjá
fyrirtækinu árið 1986 og fram á
mitt árið 1987. Síðan hefur sigið
hægt og sígandi á ógæfuhliðina.
Ytri skilyrrði eru aðalorsökin fyrir
því. Raungengi krónunnar hækk-
aði, vextir hækkuðu, afurðaverð
lækkaði og dollarinn féll. Mér
fínnst ábyrgð stjómvalda vera
mikil á því slæma ástandi sem er
hjá mörgum ftystihúsum núna.
Hraðftystihús Stöðvaifyarðar
varð til við samruna fímm fyrir-
tækja árið 1976. Fyrirtækin voru
Framkvæmdir við nýjan grunnskóla á Breiðdalsvík hófúst fyrir
10 árum en hann er nú einungis fokheldur.
Saltfiskverkunarhús Hraðfrystihúss Stöðvarfj arðar hf. brann í haust.
Varðarútgerðin hf., sem átti bát
og saltfískverkun, Álftafell hf.,
sem átti samnefndan bát, Steðji
hf., sem var með síldarsöltun,
saltfískverkun og lítils háttar
frystingu, Saxa hf., sem átti
bræðslu, og Hraðfrystihús Stöðv-
arfjarðar, sem stofnað var árið
1946,“ sagði Guðjón Smári Agn-
arsson.
„Tæplega 50% atvinnu-
leysi á Stöðvarfirði“
„Á Stöðvarfirði eru 60 til 70
manns atvinnulausir en hér eru
um 150 manns á vinnumarkaðin-
um á vetuma, þannig að atvinnu-
leysið er tæplega 50%. Um 70%
íbúanna byggja afkomu sína á
einn eða annan hátt á fiskveiðum
og vinnslu sjávarafurða," sagði
Bjöm Hafþór Guðmundsson sveit-
arstjóri Stöðvarhrepps. „Öllu
starfsfólki saltfiskverkunarinnar
Færabaks, um 20 manns, var sagt
upp störfum 10. janúar síðastlið-
inn og öllu landverkafólki Hrað-
frystihúss Stöðvarfjarðar, um 50
manns, var sagt upp störfum 1.
desember síðastliðinn.
Stöðvarhreppur á 30 til 40%
af hlutafé Hraðfrystihúss Stöðv-
arfjarðar. Hreppurinn hefur eign-
ast þetta hlutafé bæði með bein-
um framlögum og með því að
breyta skuldum í hlutafé. Tekjur
sveitarfélagsins voru verulega
góðar, ekki síst af fiystihúsinu
sem hefur greitt helminginn af
fasteignagjöldunum. Það fór hins
vegar að síga mjög á ógæfuhliðina
í október síðastliðnum og óvíst er
um innheimtu fasteignagjalda af
frystihúsinu á næstunni. íbúðar-
húsnæði hér er verðlítið og sumir
em famir að huga að því að koma
sér á vertíð annars staðar.
Með því að stöðva allar fram-
kvæmdir á vegum Stöðvarhrepps
tel ég að hann komist áfallalítið
út úr þessum erfíðleikum.
Skammtímaskuldir hreppsins
voru í árslok 1987 14 milljónir
króna, langtímaskuldir 12 milljón-
ir króna, veltufjármunir tæpar 10
milljónir króna, langtímakröfur
tæpar 5 milljónir króna og bók-
fært eigið fé var yfír 40 milljónir
króna.
Framkvæmdir við nýjan grunn-
skóla hófust árið 1983 og hann
er nú fokheldur. Þijár kennslu-
stofur í kjallara skólans voru tekn-
ar í notkun í janúar síðastliðnum
og nýr leikskóli var tekinn í notk-
un í fyrravor. Unnið var við dýpk-
un á höfninni í fyrrasumar en
ekki tókst að ljúka því verki. í
höfninni eru bundnar hátt í 100
milljónir króna á núvirði.
Orsakimar fyrir slæmri stöðu
Hraðfiystihúss Stöðvarfjarðar em
fyrst og fremst hár fjármagns-
kostnaður, svo og að gengi krón-
unnar var haldið föstu á meðan
innlendur kostnaður hækkaði.
Fyrirtækið hefur ef til vill lagt
upp með of mikinn skuldabagga
þegar það var stofnað árið 1976.
Vélarbilanir í Álftafellinu hafa
einnig verið fyrirtækinu þungur
baggi. Skipið var lengt þegar
nýrri vél var komið fyrir f því og
þá var það frá veiðum í sex eða
sjö mánuði.
Mér fínnst að ræða megi sam-
einingu Stöðvarhrepps og Breið-
dalshrepps hvenær sem er og
óháð því hvort Hraðftystihús
Stöðvarflarðar og Hraðfiystihús
Breiðdælinga reki sameiginlegar
stoðdeildir. Ég er hlynntur þeirri
hugmynd og það lá strax fyrir
að algjör sameining þeirra gekk
ekki upp. Ef hins vegar Hrað-
frystihúsi Stöðvarfjarðar tekst
ekki að komast út úr þessari
greiðslustöðvun, blasir gjaldþrot
þess við og óvissan um það hvort
stjómvöld vilja leyfa okkur að lifa
hér áfram kvelur okkur mest. Ég
reyni þó að vera bjartsýnn," sagði
Bjöm Hafþór Guðmundsson.
„Sjáum möguleika á að
spara í yfírbyggingu“
„Menn hafa varpað frá sér hug-
myndum um algjöra sameiningu
Hraðfiystihúss Breiðdælinga og
Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar,"
sagði Svavar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfystihúss
Breiðdælinga. „Við sjáum þó
möguleika á að spara í yfirbygg-
ingu og verið er að skoða hag-
kvæmni þess að fyrirtækin reki
sameiginlegar stoðdeildir.
Við hættum vinnslu í frystihús-
inu þegar síldarfrystingu lauk 10.
desember síðastliðinn. Þar voru
35 heilsdagsstörf og óvíst er hve-
nær fiystingin fer aftur í gang.
Við emm einungis með saltfísk-
verkun núna og hjá okkur vinna
um 15 manns.
Allur skrapfiskur, sem togarinn
okkar Hafnarey veiðir, fer í gáma
en þorskurinn í salt. Verið er að
smíða fyrir okkur nýjan togara í
Póllandi, Andey SU 210, og það
á að afhenda skipið um næstu
mánaðamót. Við seldum Sanda-
fell til Eyrarbakka og Stakkavík
ÁR fer út í staðinn fyrir Andey.
Upphaflega átti Andey að verða
rækjuskip og það átti að afhenda
í nóvember síðastliðnum. Síðan
var ákveðið að fullvinna bolfisk í
togaranum.
Eigendur Hraðfrystihúss Breið-
dælinga eru Kaupfélag Stöðfirð-
inga, Sambandið, Breiðdalshrepp-
ur og einstaklingar á staðnum,"
sagði Svavar Þorsteinsson.
„Við sitjum með
galtóman kassa“
„Erfið staða frystihússins kem-
ur niður á sveitarfélaginu," sagði
Lárus Sigurðsson oddviti Breið-
dalshrepps. „Við sitjum með gal-
tóman kassa en getum ekki geng-
ið hart að ftystihúsinu, því þá
myndum við tapa enn meiru. Erf-
iður rekstur þess leiðir einnig af
sér minni atvinnu og þar af leið-
andi minni staðgreiðslu skatta.
Það verður að skapa grundvöll
fyrir áframhaldandi rekstri fyrir-
tækja, éins og Hraðfrystihúss
Breiðdælinga, og það þolir enga
bið.
Það hefur ekki farið fram nein
sérstök umræða að undanförnu
um sameiningu Breiðdalshrepps
og Stöðvarhrepps og ég er per-
sónulega þeirrar skoðunar að tvö
til þijú kjörtímabil tæki að kanna
grundvöllinn fyrir sameiningu
þeirra.
Frá árinu 1985 hafa
framkæmdir við nýja vatnsveitu
verið langstærsta verkefni Breið-
dalshrepps. Einnig hafa fram-
kvæmdir við nýjan grunnskóla
verið okkur þungar í skauti en
bygging hans hófst fyrir 10 árum.
Skólinn er hins vegar einungis
fokheldur og það voru engar
framkvæmdir við hann í fyrra.
Skólinn var teiknaður fyrir 80
böm en nú eru einungis 38 böm
í gamla grunnskólanum, Staðar-
borg, og í Breiðdalshreppi fæddist
ekkert bam í fyrra. Nýi skólinn
er á milli 1.200 og 1.300 fermetr-
ar en gert er ráð fyrir félagsað-
stöðu í honum.
Skólabyggingin og uppbygging
hafnarinnar eru stærstu verkefnin
á næstu áram. Höfnin er opin
fyrir öllum veðram og togarar
okkar og stærri bátar hafa þurft
liggja inni á Reyðarfirði yfir jól
og áramót. Einnig hefur þurft að
taka upp fjórar trillur af átta sem
gerðar eru út héðan," sagði Lárus
Sigurðsson.