Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 33 Minning: Bjami Sigurðsson - loftskeytanmður Fæddur 19. júní 1929 Dáinn 15. febrúar 1989 Bjarni Sigurðsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1929. Foreldrar hans voru hjónin Anna Bjamadóttir frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd og Sigurður Bjamason stýri- maður frá Móakoti á Vatnsleysu- strönd. Þau hjónin áttu aðeins 2 böm, Elínu, móður okkar, og Bjama. Bjami átti í bamæsku við alvar- leg veikindi að stríða frá 3ja til 7 ára aldurs og þurfti hann að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. 7 ára gamall missti hann föður sinn, sem barist hafði um árabil við þeirra tíma nærri ólæknandi sjúkdóm. Við systkinin höfum heyrt mömmu segja frá því þegar þær mæðgumar fóru á milli sjúkrahúsa til þess að heimsækja afa og Bjama. Þessi veikindi Bjama, á unga aldri, hafa sjálfsagt átt sinn þátt í að móta hann. Eftir gagnfræðapróf fór hann til Englands til náms. Bjami lauk prófi sem loftskeytamaður frá Air Service Training Ltd. í Englandi árið 1955. Hann starfaði síðan sem loftskeytamaður á hinum ýmsu skipum innlendum og erlendum allt til dauðadags. Bjami var feiminn og fáskiptinn að eðlisfari. Hann las mikið, fylgd- ist vel með fréttum og var óvenju fróður um samtíma sinn. Ríkir þættir í fari hans vom samvisku- semi, trúmennska, sterk réttlætis- kennd og fastmótaðar skoðanir. Einkenndu þessir þættir störf hans alla tíð. Ef hann tók eitthvað að sér var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði lokið því. Að fresta eða að gleyma var ekki til í fari hans. Bjami kvæntist ekki og var bam- laus. Nú er elsku Bjami frændi dáinn. Okkur setur hljóð. Við vissum að Bjami hafði veikst skyndilega um borð í skipi sínu, Hofsjökli, en að hann myndi skilja þar við nú, hvarfl- aði ekki að okkur. í raun var Bjami eini „frændi" okkar og jafnframt eina systkini mömmu. Þau okkar sem eldri em muna fyrst eftir Bjama á heimili ömmu okkar að Njarðargötu 31 á meðan hennar naut við. Eftir það eignaðist Bjami íbúð að Austurbrún 4 í Reykjavík, en þrátt fyrir það var heimili hans í seinni tíð að mestu hjá foreldmm okkar að Fögmkinn 9, Hafnarfirði, þegar hann var ekki á sjónum. Það er skrítið að hugsa til þess að heyra veðurskeyti frá Hofsjökli og hvenær von er á skipinu til landsins en eiga ekki von á Bjama frænda. Minningamar hrannast upp í hugum okkar, ófá kvöld í gamla daga sat fjölskyldan með erlenda vömlista og valdi fatnað, hjól, leik- föng eða það sem þurfti, því Bjami frændi var boðinn og búinn að kaupa fyrir okkur erlendis það sem hugurinn gimtist. Við sögðum oft að það væri munur að hafa skip í fömm. Tilhlökkun okkar systkin- anna jókst þá dag frá degi er við fylgdumst með veðurskeytum sem Bjami sendi frá skipinu og við heyrðum að það nálgaðist landið. í hinstu för sinni keypti hann rússn- eskar trédúkkur handa þeirri yngstu í fjölskyldunni og komu þær m.a. í ljós í farangri hans. Svona var Bjami frændi, hann var stöðugt með hugann við okkur, krakkana hennar Ellu systur og Trausta og síðar bamaböm þeirra. Hvað sem við tókum okkur fyrir hendur reyndi hann eftir mætti að styðja okkur, hann var alltaf einn af okkur í Fögmkinninni. Bjami frændi var greiðvikinn við fleiri en okkur sem næst honum vom. Margir nutu góðs af örlæti hans. Bjami frændi var trúrækinn maður, hann trúði því að þegar ein hurð lokaðist myndi önnur opnast. Hann hafði margsinnis háð þrautir og kannski oftar en við hin staðið við dauðans dyr. í tvígang hafði skip sokkið sem hann var skipveiji á en í bæði skiptin varð mannbjörg, tími Bjama frænda var ekki kominn fyrr en nú. Það er okkur huggun harmi gegn að þegar kallið kom var elsku Bjami með vinum sínum um borð í Hofs- jökli. Samstarfsmenn hans þar hafa í gegnum tíðina reynst honum framúrskarandi og meðal þeirra leið honum vel. Fyrir það viljum við fjölskylda Bjama þakka áhöfninni á ms. Hofsjökli. Sigfínnur Pálsson Stórulág - Minning Fæddur 16. aprU 1916 D&inn 22. janúar 1989 Sunnudaginn 22. janúar lést tengdafaðir minn, Sigfinnur Páls- son, bóndi, Stómlág, Nesjahreppi. Hann var jarðsunginn 28. janúar við mikið Qölmenni, svo sem vænta mátti. Minnisstæður og sérstæður per- sónuleiki er horfinn. Nú sest ég ekki framar við rúmið hans og hlusta á hans skemmtilegu frásagn- ir. En minningin um hann mun lifa áfram. Ég átti því láni að fagna að kynnast og giftast elsta syni þeirra öðlingshjóna Sigurbjargar og Sigfinns. Frá því ég kom fyrst á heimili þeirra fann ég mig þar vel- komna. Hann var þá sjúkur orðinn. Svo kjarkaður og dugmikill var tengdafaðir minn að á hestbak fór hann bæði sjúkur og kvalinn. Um tíma vomm við farin að trúa því að hann ætlaði að yfirstíga sjúk- dóminn, sem þó að lokum yfirbug- aði þennan frábæra mann. A rausn- arheimili þeirra hjóna vom allir velkomnir. Við alla gat Sigfinnur talað jafnt íslendinga, útlendinga, svarta sem hvíta. Allir áttu í það minnsta að fá kaffí og meðlæti, og helst haldgóðan mat. Nærri má geta að nokkuð hefur þurft að vera til bæði matur og drykkur hjá tengdamóður minni. Ekki tók hún síður á móti gestum og gangandi. Ekkert var sjálfsagðara en að við, tvær og stundum þijár vinkonur, stormuðum inn i bæ og nærðum okkur áður en við fómm á hestbak. Sigfinnur taldi ekki eftir sér að leyfa okkur að skreppa á bak og væri þess nokkur kostur kom hann út með okkur. Oft fékk ég að njóta þess hve frábær frásagnarmaður hann var. Hann var óþijótandi bmnnur og heill hafsjór af fróðleik. Allar hans skemmtilegu frásagnir af jöklaleiðangursmönnum, Sigurði Þórarinssjmi og fleirum, og allar þær ferðir sem hann feijaði fólk yfir ár og fljót urðu eins og ævin- týri, og svo skemmtilega sagt frá að ekki gleymist. Mér er minnis- stætt eitt atvik frá síðastliðnu sumri. Hann var þá mikið veikur, en var samt niðri hjá okkur þegar þetta var. það var bankað uppá og úti fyrir stendur Þjóðveiji sem ekk- ert af okkur yngra fólkinu skildi. Tengdafaðir minn staulast þá fram, kallar svo á okkur og segin „Þið fylgið manninum upp í land og vísið honum á gott tjaldstæði í skjóli." Helst áttum við að tjalda fyrir bless- aðan túristann, en við emm víst ekki eins greiðasöm og tengdafaðir minn var. Ekki var óvanalegt að fólk, sem tjaldaði í þessu fallega landi þeirra Stómlágarhjóna, kæmi inn í kaffí eða mat eftir því sem við átti. Og þá var nokkuð víst að Sigurbjörg átti ávallt eitthvað nær- andi og gott. í fyrrasumar komu bæði bróðir minn, mágkona, þijú böm þeirra og tengdaforeldrar hans í heimsókn. Við fómm einn daginn að veiða á stöng í vatni sem heitir Þveit og liggur að landi Stómlágar. Ég brá mér heim í bæ, og þá var Sigurbjörg að baka kleinur. Ekki var við annað komandi en að drífa alla heim í heitt súkkulaði, kaffi og gott meðlæti. Þetta ásamt svo mörgu öðm er mér minnisstætt. Það næst besta var ekki nógu gott aðeins það besta. Þó við hjónin komum oft að Stómlág þá finnst mér það aldrei of oft. Það era sann- arlega demantar, sem falla á leið okkar, að fá að kynnast svo indælu fólki, sem þeim hjónum. Erfiðum veikindum og miklu kvalastríði er lokið, fyrir það ber að þakka. En við emm öll svo eigin- gjöm að við vildum gjaman hafa hann lengur hjá okkur, og þá frískan og hressan sem fyrr. Ég sakna hans innilega. Ég veit hann fylgist með okkur úr fjarlægð og gleðst yfir öllu góðu. Ég votta elskulegri tengdamóður minni og öllum þeim, sem honum vom kærir innilega samúð mína. Rúna Kronsœr, krossar og kistuskreytingar. (P Sendum um aUt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álíhcimum 74. sími 84200 Við trúum því að þessi skilnaðar- stund hér sé dagur samfunda á æðri stigum, en þar munu taka opnum örmum á móti Bjama frænda foreldrar hans og frændfólk sem á undán er gengið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Auður, Anna Kristín, Sigrún og Óskar Lárus. Þá er lokið síðustu ferðinni hjá Bjama Sigurðssyni loftskeyta- manni. Hann lést um borð í ms. Hofsjökli þann 15. febrúar sl. Bjami fæddist í Reykjavík 19. júní 1929. Foreldrar hans vora Sigurður Bjamason og Anna Bjamadóttir, sem látin em. Á unga aldri þurfti Bjami að gangast undir stóra að- gerð, vegna berkla og átti hann í þeim veikindum lengi. Hann lauk gagnfræðaprófí og síðan hélt hann til Englands og lauk prófi í loft- skeytafræðum frá Air Service Training Ltd. árið 1955. Hans lífsstarf var loftskeytamaður og þá lengstan tíma hjá Jöklum hf., auk annarra innlendra og erlendra skipafélaga, sem hann starfaði hjá. Bjami var ókvæntur og bamlaus, en síðustu árin átti hann við veik- indi að stríða, en gegnum tfðina naut hann frábærrar umönnunar systur sinnar og mágs, sem hann dvaldi hjá í fríum og meðan dvalist var í höfri. Alltaf var Trausti mágur komin að skipi, til þess að keyra Bjama heim, hvort sem það var að nóttu eða degi. Bjami Sigurðsson var háttvirtur maður, sem aldrei lagði til neins að fyrra bragði, en hafði sínar ákveðnu skoðanir á málum og atburðum líðandi stundar, endá traustur sjálfstæðismaður alla sína tíð. Við skipsfélagar söknum vinar á stað og að leiðarlokum sendum við þakklæti fyrir frábæra viðkynn- ingu og vináttu og allt létta skraf- ið, sem við áttum saman í borðsaln- um og í brúnni á Hofsjökli, um menn og málefni gegnum árin. Ég sendi systur hans og mági og öðmm ættingjum samúðarkveðjur. Helgi Guðjónsson t Ástkær sonur okkar og bróðir, DAÐI SIGURVINSSON, BJarnhólastfg 19, Kópavogl, verður jarðsunginn fré Kópavogskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Krlstfn Relmarsdóttlr, Sigurvin Einarsson, Erna Sigurvinsdóttlr. t Faðir minn, tengdafaðir og stjúpfaöir okkar, ÓSKAR BERGMANN TEITSSON, Vfðidalstungu, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00. Upplýsingar í sfma 41839. Ólafur B. Óskarsson, Brynhildur Gfsladóttlr, Elfn Ólafsdóttlr, Blma Ólafsdóttlr. t Systir mín og fósturmóðir okkar, EINARA GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, áður tll heimills f Köldukinn 18, Hafnarflrði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10.30. Banadlkt BJörnsson, Elfn Benediktsdóttlr, BJöm Benediktsson, Guðbjörg Benedlktsdóttir. BJÖrn Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR frá Þlnghóll, Hátúnl 8, sem lést sunnudaginn 12. febrúar sl., verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni við Hringbraut kl. 11.30 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 12.30 sama dag. Eyþór Steinsson, Sigrún Inglbergsdóttlr, Jóhann B. Stelnsson, Hlldur Magnúsdóttir og sonarsynir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STEINDÓR INGIMAR STEINDÓRSSON bifreiðastjórl, Strandasell 9, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö Land- spftalans. Stelndór I. Steindórsson, Sólveig Sigurjónsdóttlr, Ellert K. Stelndórsson, Rannvelg Elnarsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.