Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 4
4 » M ) < 'i ‘ •' í -* ! y ■ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Lending Amarflugsþotu 27. janúar: Tökum þessa málsmeð- ferð upp við ráðherra - segir Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs „VIÐ ætium að taka alla meðferð þessa máls upp við ráðherra. Hun hefur verið mjög ámælisverð og miðað við þær upplýsingar, sem ég hef, stenst niðurstaða Loftferðaeftirlitsins ekki,“ sgði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Araarflugs. Loftferðaeftirlitið telur ákvörðun flugsfjóra Amarflugsþotu þann 27. janúar sl. um aðflug og lendingu á Keflavíkurflugvelli orka tvímælis með tilliti til aðstæðna. I skýrslu Loftferðaeftirlits Flug- málastjómar kemur fram, að hliðar- vindur á Keflavíkurvelli hafi verið meiri en svo að heimilt væri að lenda, miðað við bremsuskilyrði. Vindhraði hafi verið 31 hnútur, en mátt vera 15. Þá hafi flugvélin verið komin undir eðlilegan aðflugshalla í að- fluginu, eða niður í 200 feta hæð, þar sem hún hefði átt að vera í 600 fetum. „Þetta er allt hið versta mál,“ sagði Kristinn. „í fyrsta lagi var það tekið upp í flugráði, sem er ekki rétt- ur vettvangur og þar með lak það út í alla Qölmiðla. Svona mál eru rann- sökuð í annarri hverri viku án þess að fréttnæmt teljist. Við getum ekki annað séð en að þetta hafi verið áróð- ur. Yfirleitt er öll umflöllun um svona mál trúnaðarmál. í annan stað er margt óútkljáð í þessari skýrslu loft- ferðaeftirlitsins. Framburði flug- stjórans, sem er yfirflugstjóri okkar, mjög traustur, reyndur og varfærinn, ber ekki saman við þessa skýrslu og þar virðist ýmislegt þurfa að athuga betur. Ég hef unnið með þessum manni í alllangan tíma og við hjá Amarflugi treystum hans ummæl- um.“ Kristinn sagði að ummæli flug- stjórans stönguðust á við niðurstöðu Loftferðaeftirlitsins til dæmis hvað varðaði hliðarvind og bremsuskilyrði. „Það þarf að fara ofan í vissa hluti í þessari skýrslu og vinna þá betur. Mínar upplýsingar eru þannig fengn- ar að ég treysti þeim og við höfum gefið mjög skýr fyrirmæli til áhafna og allra þeirra sem vinna að öryggis- málum í félaginu, að flárhagur fé- lagsins komi ekki öryggismálum við og ekki skuli að neinu leyti slaka á öryggiskröfum." Kristinn sagði að Amarflug hefði alltaf átt mjög gott samstarf við Loftferðaeftirlitið og þó farið væri fram á að ákveðnir hlutir í skýrsl- unni væru skoðaðir betur þyrfti það ekki að skaða samstarfið. „öll með- ferð málsins, til dæmis hvemig því var lekið í flölmiðla, er hins vegar mjög vítaverð og við munum taka þetta upp við ráðherra. Það er ekki ljóst hveijar kröfur okkar verða, við emm að vinna að þessu rnáli." VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: I t Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR í DAG, 22. FEBRÚAR YFIRUT I QÆR: Um 800 km suður af (slandi er vaxandi 980 mb lægð, sem hreyfist norðaustur. Yfir Norður-Grænlandi er 1015 mb hæð. SPÁ:Norðaustanátt allhvöss eða hvöss á Suðausturlandi en hæg- ari í öðrum landshlutum. Snjókoma eða slydda ó Suöur- og Austur- landi, él norðanlands en þurrt vestanlands. Frost 0-4 stig víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðanátt og frost um allt land. Él á norðanverðu landinu en þurrt og víða léttskýjað syðra. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk httl 0 +4 veóur hálfskýjaó snjóél Bergen 2 tkúr Helsinki 3 léttskýjsð Keupmanneh. 8 hálfakýjaó Narssarssuaq +26 léttakýjaó Nuuk +13 alskýjaó Osló 6 lóttskýjaó Stokkhólmur 5 léttskýjaó Þórshöfn 2 haglél Algarve 16 skýjaft Amsterdam 8 léttskýjað Bercelona 13 mlttur Berttn 7 •kýjaó Chlcago +6 snjókoma Feneyjtr 6 aúld Frsnkfurt 7 skýjað Qlasgow 6 úrkoma Hamborg 6 hálfskýjað Us Palmas 19 Mttskýjað London 9 lóttskýjsö Los Angeles 10 Þokumóða Lúxamborg 5 (kýjaó Madrfd 12 Þokumóðe Malaga 15 altkýjað MaHorca 17 •kýjaö Montreel 1 snjókoma NewYork 6 rlgning Ortendo 21 akýjeð Porís 6 rigning Róm 14 akýjað Ssn Diago 11 þokumófta Vln 3 alskýjafi Washtngton 4 rignlng Winnipeg +14 alskýjað Fyrsta opnan afþremur með myndum Ragnars Axelssonar í Life. THEARCTIC HUNTERS Sex síður í Life eftir íslenzkan ljósmyndara Frá ívari Guðmunduyni fréttaritara Morgunbiaðsins í Washington. I marshefti bandariska tímarit- isins Life, sem kom á markað- inn f gær, eru sex heilsíður með ljósmyndum frá Grænlandi eft- ir Ragnar Axelsson, en mynd- irnar voru teknar f Grænlands- ferð blaðamanna Morgunblaðs- ins Árna Johnsen og Ragnars Axelssonar til nyrstu byggða f heimi á Thulesvæðinu á Græn- landi. Myndimar, sem allar eru svart- hvítar, eru af daglegu lífi Græn- lendinga við veiðar á skinnbátum sínum, í tjöldum og af flölskyldu á heimili sfnu. Heilsfða sýnir ógn- vekjandi skriðjökulsveggi. Textann með myndunum skrif- ar Claudia Glenn Dowling, en hann er m.a. unninn upp úr grein sem Ámi Johnsen skrifaði um ferð þeirra Ragnars Axelssonar til Thule á síðasta ári, en fyrsta grein úr ferð þeirra birtist fyrir nokkm í Morgunblaðinu. Blaðamenn Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson og Árni Johnsen, klæddir í heimskautabúning Thulebúanna á haflsnum norðan við Grænland. Reykjanesskipin selja mest erlendis SKIP og bátar seldu f janúarmán- uði sfðastliðnum 3.732 tonn af fsuðum botnfiski á erlendum mörkuðum. Skip frá Reykjanesi að Reykjavík meðtalinni eiga drýgstan þátt í fsfisksölunni, tæp- an helming og Austfirðingar eiga tæpan Qórðung heildarinnar. Reykjanesskipin eiga svo megnið af karfasölunni. Ekkert skip frá Norðurlandi eystra seldi afla sinn erlendis á þessu tfmabili. Það er Fiskifélag íslands, sem hefur tekið saman þessar upplýsing- ar og skipt skipunum eftir landsvæð- um. 6 reykvísk skip seldu alls 954 tonn erlendis á þessu tímabili, eitt skip frá Hafnarfirði seldi erlendis og §ögur frá Suðumesjum. Samtals nam sala þessara skipa 1.617 tonn- um, 545 af þorski og 862 af karfa. Heildarþorsksala með þessum hætti var í mánuðinum 1.846 tonn og af karfa seldust 1.180 tonn. 7 Aust- fjarðaskip seldu 9 sinnum f Þýzkal- andi og Bretlandi samtals 982 tonn, Qögur skip af Suðurlandi seldu 475 tonn, flögur af Norðurlandi vestra 363, eitt af Vesturlandi, 184 og eitt af Vestflörðum, 111 tonn. Alls seldu skipin f 30 sölutúrum 3.732 tonn að verðmæti 326,3 millj- ónir króna, 87,45 krónur að meðal- tali á hvert kíló. í janúar f fyrra voru sölutúrar 20, magn samtals 2.533 tonn að verðmæti 193,1 milljón króna. Meðalverð var 76,26. Þorsk- salan hefur aukizt úr 711 tonnum f 1.846 og karfasala úr 970 í 1.180. Á móti þessari aukningu kemur tölu- verður samdráttur í útflutningi á gámafiski svo heildarsala á fsuðum botnfiski erlendis hefur aðeins aukizt um nálægt 8% eða tæp 500 tonn. Fjarkamótið: Balasjov enn efstur TVEIR efstu mennimir á Fjarka- mótinu f skák, Balasjov og Eing- orn, gerðu jafritefli í 7. umferð mótsins sem tefld var f gær- kvöldi. Balasjov er því enn efstur á mótinu með 5 vinninga. í öðru sæti eru þeir Eingora og Helgi Ólafsson með 4,5 vinninga. Úrslit í 7. umferð urðu annars að jafntefli gerðu þeir Helgi og Jón L. Ámason, Watson og Hodgson, Hann- es Hlífar Stefánsson og Margeir Pétura8on. Karl Þorsteins vann Sæv- ar Bjamason og Sigurður Daði vann Björgvin Jónsson. Skák þeirra Þrast- ar Þórhallssonar og Tisdall fór f bið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.