Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 23
MORGUNB*liÁÍ)IÐ MIÐVIKuÚagÚr 22. UÉBRtJAR 1989 23 Þorvaldur Gylfason því, að það uppbyggingarstarf, sem hefiir verið unnið á verðbréfamarkaði hér síðustu ár, hefur átt mikinn þátt í því að efla spamað í landinu þrátt fyrir ýmsa uppvaxtarkvilla og hefur dregið með því móti úr verðbólgu og skuldasöfnun erlendis. Sama skiln- ingsleysi og sama sérhagsmunahyggja þröngsýnna stjómmálamanna hafa staðið í vegi fyrir umbyggingu banka- kerfisins. Það er sama saga. Reynslan ber vitni. Aður en verð- tryggingu sparifjár var komið á, áttu spariíjáreigendur fárra kosta völ og töpuðu mjög miklu fé á viðskiptum sínum við ríkisbankakerfið vegna mik- illar verðbólgu og neikvæðra raun- vaxta. Skuldarar auðguðust að sama skapi. Feiknamikið fé var flutt með þessu móti frá fjölskyldum til fyrir- tækja. Ríkissjóður afiaði fjár til þarfa sinna með seðlaprentun og erlendum lántökum fyrst og fremst, en ekki með útgáfu ríkisskuldabréfa innan lands nema að tiltölulega litlu leyti, enda var ekki til öflugur markaður, þar sem slík bréf og önnur gátu geng- ið kaupum og sölum. Þessi vanþroski bankakerfisins kynti undir verðbólgu og viðskiptahalla gagnvart útlöndum, bæði vegna þess að sparifjáreigendur sáu sig neydda til að eyða og spenna í stað þess að spara og líka vegna þess að hallarekstur ríkisins krafðist miklu meiri - peningaprentunar og skuldasöfnunar f útlöndum en ella hefði þurft. Þetta hefur breytzt. Nú hefur almenningur í landinu átt þess kost í nokkur ár að eiga sparifé í friði. Nú stendur ríkið straum af út- gjöldum sínum með útgáfu spariskír- teina í miklu ríkari mæli en áður og minni peningaprentun eftir því. Hvort tveggja hefur stuðlað að betra jafn- vægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þess vegna er það ekki hyggilegt af hálfu ríkisstjómarinnar að ætla sér nú að knýja vexti niður „með hand- afli“ og draga jafnframt úr verðtrygg- ingu sparifjár, áður en verðbólgan hefur verið lögð að velli. Verðlagseftirlit Þetta er ekki allt. Fastgengisstefn- an, sem hefur verið kjölfestan í að- haidsstefnu stjómvalda undangengin ár, er rokin út í veður og vind. Ríkis- stjómin leggur nú höfuðkapp á strangt verðlagseftirlit að lokinni verðstöðvun. Þetta er fásinna. Verð- lagseftirlit er löngu úrelt viðnámsað- gerð gegn verðbólgu. Það tíðkast hvergi lengur, svo að heitið geti, nema í löndum Austur-Evrópu og öðrum kommúnistalöndum. Verðlagseftirlit eitt sér hefur yfirleitt ekki önnur áhrif á verðbólgu en þau, að það leynir henni um tíma, svo að stjómvöld sljóvgast á verðinum, og verðbólgan rýkur svo upp aftur fyrr en varir. Trúlega hefur engin vestræn þjóð meiri reynslu af misheppnuðu verð- lagseftirliti en einmitt við. Verðlags- eftirlit er yfírleitt ekki annað en gríma, sem stjómvöld nota til að reyna að dylja máttleysi sitt í efnahagsmálum. Allar grímur falla að lokum. Þannig ber allt að einum brunni. Ríkisstjómin leggur höfuðáherzlu á efnahagsaðgerðir, sem kynda undir áframhaldandi verðbólgu og skulda- söfnun í útlöndum eftir allt, sem á undan er gengið. Er þetta það, sem þjóðin vill? Höfundur erprófessor fhagfræði við Háskóla Islands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON Vegnr fisksins á borð bandarískra neytenda FISKNEYSLAN eykst enn í Bandarikjunum og er ástæðan aðal- lega sú, að því er almennt trúað, sem læknavísindin hafa sannað, að fískur sé hollur og geti forðað mönnum t.d. frá hjartasjúk- dómum. En vegir físksins á borð Bandaríkjamanna eru oft marg- víslega krókóttir. Á dögunum birti stórblaðið Washington Post grein um þetta efiii eftir Carole Sugarman, sem hefír rakið ferð- ir fisksins hér í Bandaríkjunum úr sjónum i pottinn á einkar fróðlegan og skemmtilegan hátt. Eftirfarandi er tilraun til að endursegja söguna. 33,50 krónur uppúr sjó, en 274,50 kr. í kjörbúðinni Höfundur skýrir m.a. hvemig á því stendur, að fiskpundið, sem kostaði 33,50 kr. uppúr sjó, var verðlagt á kr. 274,50 f kjör- búðinni, þar sem neytandinn keypti fiskinn í matinn. Sagan hefst á því, að þorskurinn er flak- aður og flakinu síðan dýft í salt vatn og vafið plastumbúðum. Þá er það sett í pappaöskju og flutt samdægurs í kælibifreið í geymsl- una þar sem kjörbúðin geymir matvælin. Fiskflutningar eru vandasamt verk og endalaust kapphlaup við tímann. Til dæmis er talið, að þorskflök, sem geymd em við frostmark, haldist óskemmd í 14 daga en séu þau geymd við 5 gráða hita minnkar geymsluþolið um helming. Það er ekki óalgengt, að fiskur fari um hendur fímm eigenda frá því að hann er dreginn úr sjó og þar til hann er seldur í kjörbúð- inni. Verðlagning á þorski í Boston „Þegið þið, strákar!" heyrist sagt með greinilegum Boston- hreim. Þetta er kl. 6.30 að morgni dags á fiskmarkaðinum f Boston. Þama er saman kominn um það bil 20 manna hópur til að bjóða í afla nokkurra báta, sem komu að eftir viku úthald á Georgs- banka, elstu og gjöfulustu fiski- miðunum við strendur Nýja Eng- lands. Frá Boston er fiskurinn fluttur um öll Bandaríkin en að auki eru Qórir aðrir fískmarkaðir í Banda- ríkjunum, sem talandi er um: New Bedford í Massachusetts, New York, Portland f Maine og Honol- ulu á Hawaiieyjum. í Boston bjóða menn í fískinn óséðan. Fiskiðjuver og fiskfram- leiðendur kaupa físk, sem þeir hafa aldrei augum litið. Á töflu, sem sést hvaðan sem er f salnum, eru birt nöfn þeirra báta, sem komu úr róðri um morguninn, fisktegundir og aflamagn hvers báts. Kaupendurnir eru gamlir jaxlar, sem kunna lagið á hlutun- um og vita hvað þeim er ætlað að gera. „Óll ýsan er til sölu,“ segir uppboðshaldarinn til að byrja með. Það er byijað að bjóða í ýsuna. Fyrsta boðið er 1 doilari og 50 cent (77 ísl. kr.) á pundið og er slegið á 1,75 (90 ísl. kr.). Það er þriggja mínútna tími veitt- ur til að bjóða í hveija fisktegund og síðan er hringt og boðin stöðv- uð. Þorskurinn frá Kanada kemur til sögunnar Öllum leikur hugur á að vita hve miklum físki hefir verið land- að í öðrum verstöðvum á Nýja Englandi enda er það venjan, að menn fari ofan um miðjar nætur til að ganga úr skugga um það. En það sem var meira um vert voru fregnir af afla dagsins og fiskverðinu í Kanada. Hvort tveggja hefír gríðarmikil áhrif á verð og sölu frá heimabátum. Nærri því 60 prósent af öllum botnfiski, sem neytt er í Banda- ríkjunum, þ.e. þorski, ýsu, flat- fiski o.s.ftv., er upphaflega landað í Kanada, fyrst og fremst í Nova Scotia og Nýfundnalandi. Fiski- mið við strendur Bandaríkjanna eru fyrir löngu nærri þurrausin af þessum fisktegundum. Þessi kanadfska framleiðsla er flutt á landi og sjó til Banda- rfkjanna frá austurströnd Kanada en sökum þess að gengi Banda- ríkjadollara er hærra en þess kanadfska og vegna þess, að framboð á fiski er meira þar en í Bandaríkjunum, er verðið fyrir fiskinn lægra í Kanada en fyrir „bryggjufiskinn" í Bandaríkjun- um. Þar að auki fæst oft 30 daga greiðslufrestur á fiski, sem keypt- ur er í Kanada, og því vilja marg- ir heldur kaupa hann en fískinn af heimabátum. En vegna þess hve flutningur Kanadafisksins tekur langan tíma er fískurinn sjaldan eins góður og sá banda- ríski. Svo að segja öll fískfyrir- tæki f Bandaríkjunum verða fyrr eða sfðar að kaupa físk frá Kanada en mikill hluti hans fer til stórra kjörbúðahringa, að sögn Lee Weddigs, forseta Fiskisam- bands Bandaríkjanna. Tom Morr- is, sölustjóri Empire Fish, segir, að hans fyrirtæki kaupi aðeins um 20 prósent af umsetningunni frá Kanada. Aðrir heildsalar segja sömu sögu. En hitt er staðreynd, að mörg fyrirtæki kaupa sinn fisk frá bandarískum heildsölum, sem keyptu fiskinn frá Kanada. Hér sjá fiskkaupendur sér leik á borði. Dag nokkurn er verð á Boston- uppboðinu 70 cent (36 ísl. kr.) pundið, en fiskurinn sem er flutt- ur landleiðina frá Kanada 50 cent (26 ísl. kr) pundið. Vegna þess að þannig stendur á þennan morg- un, að það er talsvert framboð af Kanadafiski, er engin ástæða til að rífast um þann bandaríska. Og þess vegna er ef til vill ekki slegist um fískinn á Boston- uppboðinu þann daginn. Og þá er leikinn annar leikur. Fiskiðjuversforstjóri, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði mér að þegar hann vissi, að hann þyrfti að kaupa fisk frá Kanada, þá bytjaði hann á að bjóða í fisk á Boston-uppboðinu þótt hann ætlaði ekki að kaupa neitt. Það gerði hann eingöngu til að hleypa verðinu upp fyrir keppinautunum. Annar fiskkaupmaður segir frá því, að sjómenn komi sér saman um áður en þeir fara í róður að nota dulmál er þeir rabbi saman í talstöðinni um afla dagsins. T.d. á þessa leið: Þegar við segjum að við séum að fá ufsa þá meinum við ýsu. Ef við segjum, að við séum búnir að fá 150 pund, þá meinum við 1500. Og verðlagningin á fískinum getur verið dálftið flókin. Þótt heildsalinn hafí keypt á 67 cent pundið á uppboðinu er ekki geng- ið út frá því verði þegar hann selur í kjörbúðina. Kjörbúðin verð- ur að ganga frá fiskverðinu allt að því viku áður en fiskurinn er á boðstólum í versluninni, því kjör- búðin auglýsir fiskverðið nokkrum dögum fram í tímann í dagblöðun- um. Þá er það að athuga, að þegar heildsalinn keypti á 67 cent var það verðið fyrir óflakaðan fisk. Þegar fiskurinn hefir verið flakað- ur er vegur flakið í mesta lagi Vs af heilum fiski. Heildsalinn fékk 3 dollara (150 krónur) fyrir pund- ið, sem hann seldi til kjörverslun- arinnar, sem aftur seldi neytand- anum á 5,49 dollara, (274,50 kr.) eða með 83 prósent álagi. Fulltrúi kjörbúðarinnar sagði blaðamanninum „að Iqörbúðin. ræddi ekki opinberlega um álagn- ingarstefnu sína,“ en sagði þó: „Alagningin er í réttu hlutfalli við kaupverðið og kostnaðinn við að koma vörunni í hendur notan- dans." Þorskurinn kemur í kjörbúðina Það eru nú tveir dagar liðnir frá því að þorskurinn, sem minnst var á í upphafí þessarar frásagn- ar, var flakaður. Hann hafði þá ef til vill legið í viku í lest bátsins áður en hann komst á uppboðið í Boston. Það eru enn átta dagar eftir af geymsluþoli fisksins. Að- eins eitt skref er eftir á hinni löngu og krókóttu leið þorsksins á borð bandarískra neytenda. Það er eftir að koma fískinum í pott- inn eða á pönnuna, eftir því hvem- ig á að matreiða fiskinn. Það var öðruvísi og einfaldara í mínu ungdæmi í Reykjavík að ná í soðið. Við strákamir fómm niður á Elíasarbryggju eða Stein- bryggjuna og jafnvel Zimsens- bryggju, sem nú eru allar löngu horfnar, í Reykjavíkurhöfn, þegar karlamir komu að. Þeir gáfu okk- ur físk með glöðu geði, ef við báðum þá um það. Við fórum með fiskinn heim til mömmu, sem sauð hann í kvöldmatinn ef því var að skipta. Það var ekki talað um geymsluþol I þá daga. Ef svo vildi til, að fiskurinn var ekki soðinn samdægurs, þá var það siginn fiskur, sem var á borðum einhvem tíma í náinni framtíð og það var jafnvel betra að fá fiskinn þannig og því lengur, sem hann hafði staðist „geymsluþolið". Síðan kom Guðmundur Grímsson til sögunn- ar og fór með handvagninn sinn víða um bæinn hlaðinn glænýjum fiski og kallaði til húsmæðranna: „Glæný ýsa — Syndir heim. Má eg stinga í hana, frú.“ Þar á eftir komu Jón og Steingrímur og Fisk- höllin til sögunnar. Hvemig menn ná sér í soðið í Reykjavík í dag vita aðrir betur en sá sem þetta ritar. En það fer ekki hjá því, að stundum er hugsað til karlanna við Elíasarbryggju og signu ýsunnar góðu, sem var af þeirra rausn. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins í Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.