Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐÍÐ
MÍÐVÍKIÍDAGUk 22. FEBkÚAR 1989
Veitingahús:
Bjórinn verður á 150-200 krónur
Ari Skúlason
„Vegna þess að mér
býður í grun að ríkis-
stjórain geri sér ekki
fyllilega grein fyrir
hvað hún er að boða í
þessu sambandi vil ég
upplýsa hana um hvað
tillögur hennar þýða
fyrir nokkra hópa inn-
an ASÍ.“
menn) hafa horft til baka aftur til
ársins 1983 hafa þeir yfirleitt verið
sammála um að kjaraskerðingin þá
hafi verið allt of mikil. Með þessum
yfirlýsingum ríkisstjómarinnar
verður ekki annað séð en að hún
stefni í sömu átt og á árinu 1983
og kannski lengra. Það er ekki von
að betur gangi í efnahagsstjóm hér
á landi en raunin er ef stjómvöld
halda áfram að staglast á þeirri
meginfirru að það sé hægt að leysa
allan vanda með því að ganga á
hlut launafólks.
Kaupmáttarrýrnun vegna
tillagua ríkisstjórnarinnar:
Hreint Hœsti
tfmak. Verkamenn: taxtí Rýmun
Byggingarvinna 262 246 6,1%
Hafnarvinna 290 275 5,0%
Verks.vinna 296 253 14,5%
Bifreiðastjórn 309 261 15,5%
Verkakonur:
Verksmvinna 260 253 2,7%
Eldhús/mötuneyti 271 242 10,9%
Ófagl. v. kjötiðn 270 228 15,4%
Iðnaðarmenn:
Málmsmiðar 441 325 26,4%
Trésmíðar 461 362 21,5%
Bifvélavirkjar 508 325 36,1%
Rafvirkjar 461 279 39,5%
Alm. afgrst., karlar 304 261 14,3%
Alm. afgrst., konur 277 261 5,9%
Alm. skrifrtst, karlar 647 328 40,1%
Alm. skri&t, konur 404 328 18,9%
Höfúndur er hagfræðingur ASÍ.
Eyrarbakki:
Nýir eigend-
ur Olabúðar
Eyrarbakka.
ÁRSÆLL Ársælsson kaupmaður
á Selfossi tók við söluskála Olís
á Eyrarbakka í byrjun desember
og rak hann undir nafninu Sæla-
búð fram að síðustu mánaðamót-
um.
Nú hafa nýir aðilar, Aðalheiður
Sigfúsdóttir og Ási Markús Þórðar-
son, tekið við rekstri skálans og
reka hann undir nafninu Ás-Inn.
Þau hafa þegar breytt ýmsu innan-
dyra og hyggjast selja samlokur,
pylsur og hamborgara, auk annars
sjoppuvamings. Hafa þau útbúið
borð og sæti fyrir viðskiptavini en
slíkt var þar ekki áður.
Ólabúð, sem stofnuð var árið
1925 skipti einnig um eigendur um
síðustu mánaðamót. Hjálmar
Gunnnarsson málarameistari og
kona hans, Guðrún Melsteð, hafa
keypt verslunina og reka hana und-
ir sama nafni. Þess má geta að
allar innréttingar í Ólabúð eru
óbreyttar frá fyrstu tíð.
■■■.......... — Óskar
EINN BJÓR, framreiddur í
flösku eða dós, mun kosta á
bilinu 150 til 200 krónur á veit-
ingahúsum samkvæmt álagn-
ingarreglum og áætluðu bjór-
verði frá ÁTVR.
Leyfileg álagning veitingahúss-
ins er 50% þegar áfengi er borið
fram í heilum eða hálfum flöskum,
að sögn Ólafs Walters Stefánsson-
ar hjá dómsmálaráðuneytinu, og
gilda sömu reglur um bjór og ann-
að áfengi. Að auki má veitingahú-
sið leggja á þjónustugjald, sem er
algengast 15%. Loks bætist 25%
söluskattur á í lokin. Sé framreitt
í minni skömmtum má leggja 80%
á innkaupsverðið.
Áætlað útsöluverð erlendra
bjórtegunda hjá ATVR er 100-115
krónur hver dós. Innlendur bjór á
að kosta minna en 100 krónur.
Veitingahús sem selur bjór í dós
eða flösku og sami bjór kostar 100
krónur hjá ATVR, má þar af leið-
andi selja hann á 172,50 krónur.
Verðið skiptist þannig, að inn-
kaupsverð veitingahússins án
söluskatts er 80 krónur. Við það
bætast 40 krónur sem er álagning
veitingahússins, 18 krónur sem er
þjónustugjald og loks söluskattur,
34,50 krónur.
Kosti bjórinn 115 krónur hjá
ÁTVR fæst með sams konar reikn-
ingi að veitingahúsið má selja
þann bjór á 198,40 krónur. 90
króna bjór hjá ÁTVR mun hins
vegar kosta um 155 krónur á veit-
ingahúsi, reiknað með sama hætti.
Ekki liggja fyrir tölur um verð
á bjór sem afgreiddur verður úr
krana og seldur í einstökum glös-
um hjá veitingahúsum. Ljóst er
þó að sá bjór ber 80% álagningu,
að sögn Olafs Walters. A móti
hærri álagningu kemur að inn-
kaupsverð er lægra og því ekki
víst að miklu muni á endanlegu
verði til neytandans.
SPARIABOT
ÚTVEGSBANKANS
Reglubundinn sparnaður með Spariábót
Útvegsbankans hækkar ávöxtun peninganna
þinna um tvö vaxtastig þegar í stað!
Útvegsbankinn auðveldar þér leiðina til sparn-
aðar með sérstakri Spariábót. Þú leggur
minnst 5000 krónur mánaðarlega inn á Ábótar-
reikning og við hækkum Ábótina strax upp um
tvö vaxtastig.
Þekking okkar og þjónusta hefur byggt grunn-
inn að Ábótarreikningi Útvegsbankans. Það er
ef til vill full mikið að líkja Ábótinni við veraldar-
undrin sjö. En eitt eiga pýramídarnir og Ábótin
sameiginlegt:
Þau hafa staðist tímans tönn.
úo
oq
Útvegsbanki Íslands hf
Þar sem þekking og þjónusta fara saman