Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 5 Vetrarleiðangri Ama Fríðríkssonar lokið: Sjaldan jafin slæmt veður á öllum miðum HINUM árlega vetrarleiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðriksson- ar hringinn i kringum landið er nú lokið en hann hófst 2. febrúar. Leiðangrar þessir hafa staðið yfir siðan 1969 og segir Svend Aage Malmberg leiðangursstjóri að sjaldan hafi þeir lent í jafii slæmu veðri á öllum miðum við landið og nú. Leiðangrinum átti að ljúka 15. febrúar en vegna veðursins lauk honum ekki fyrr en i gærdag. Markmið þessar leiðangra hefur verið að kanna ástand sjávar, hita og seltu. Að sögn Svend Aage Malmberg var árferðið mjög kalt og hvergi örlaði á hlýjum sjó fyrir norðan og austan land. Kalt árferði hefur áhrif á vöxt og viðgang fiski- stofna, það er dregiir úr þeim. Á móti kemur að næg fæða er nú í sjónum samanber hin mikla loðnu- ganga í vetur. Að sögn Svend Aage er 1989 kalt ár svipað og 1988 var. Hins- vegar voru árin 1984-1987 hlý ár. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson. Lánskjara- vísitalan hækkar um 1,25% 1. mars Lánskjaravísitalan fyrir mars- mánuð verður 2.346 stig, sam- kvæmt útreikningum Seðla- bankans. Lánskjaravísitalan nú í febrúar er 2.317 stig. Hækkun- in 1. mars verður því 1,25%. Breytingar á lánskjaravisitölu, umreiknaðar til árshækkunar, hafa verið 16,1% síðasta mánuð, 13,3% síðustu þijá mánuði, 8,3% síðustu sex mánuði og 19,2% síðustu tólf mánuði. Kópavogur: Dagvistar- gjöld hækk- uð um 20% BÆJARRÁÐ Kópavogs hefiir samþykkt að hækka dagvistar- gjöld um 20% að meðaltali frá og með 1. mars næstkomandi. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra, greiða foreldrar barna á dagvistarstofhunum f Kópavogi um 28% af heildarkostn- aði við hvert barn en stefnt er að því að það verði 37%. Upphaflega var sótt um hækkun gjaldanna frá og með 1. febrúar en vegna verðstöðvunar var henni synj- að. Hækkunin, sem tekur gildi 1. mars er sem hér segir Dagheimilis- gjald fyrir bam í forgangshóp er nú kr. 5.600 á mánuði en verður kr. 6.700, hækkar um 19,6% og almennt dagheimilisgjald er nú kr. 9.300 á mánuði en verður kr. 11.200, hækk- ar um 20,4%. Leikskólagjald fyrir 4 klukku- stundir er nú kr. 4.100, verður kr. 4.900, hækkar um 19,5%, gjald fyrir 4 V2 klukkustund er nú kr. 4.550 en verður 5.500, hækkar um 20,9% og gjald fyrir 5 klukkustundir er nú kr. 5.100 en verður kr. 6.100, hækk- ar um 19,6%. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjar- ins er gert ráð fyrir að dagvistar- gjöld hækki þrisvar á árinu. Fyrsta hækkun verði nú 1. mars, næsta í sumar og sú þriðja I haust. Svíþjóð: 15-30 fyrir- spumirádag um atvinnu Milli 15 og 20 fyrirspumir um atvinnumöguleika beraat nú dag- lega tíl starfsmanna sænska sendi- ráðsins i Reykjvík. Að sögn sendi- ráðsmanna eru þetta íslendingar sem margir hveijir vilja komast í hvaða vinnu sem er og margir segjast hafa i hyggju að flytja búferlum til Sviþjóðar. Þessi fyr- irspurnahrina hófst á síðasta sumri, en stigmagnaðist og náði hámarki upp úr áramótum og fram til þessa dags. Starfsmenn sendiráðsins sem hafa allt að 15 ára starfsreynslu að baki hér á landi sögðu að þetta væri lang stærsta hrinan sem komið hefði, en talsvert hefði verið spurt á árunum 1976 til 1977 og svo aftur 1981 til 1982. Þjónusta sú sem sendiráðið getur látið í té er einungis fólgin í að veita almennar upplýsingar, heim- ilsföng og ráðgjöf. Hjá starfsfólki sendiráðsins feng- ust þær upplýsingar, að erfitt sé að fá húsnæði í Svíþjóð, en gott að fá vinnu og stæðu þeir best að vígi sem besta sænskukunnáttuna hefðu. ís- lendingar þurfa ekki atvinnuleyfi í Svíþjóð. " f 1 i 11 í I ' 5 ! M 11 B i I i f* 1.1 Hefurþig aldreilangað tilað reyna eitthvað nýtt, kynnastöðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Um páskana liggurleiðin til Thailands, í nítján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allantímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrren i Bangkok. Þar verður gist í fjórarnæturá fyrsta flokks hóteli, HótelAsia. Boðið verðurupp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgar og nágrennis, t.d. á fljótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbúddans. Vib fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 24. mars fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thaiiands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvalið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Mea-Ping, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjóð frá gjörólíkri hlið. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 12 nætur á hinu spánnýja lúxushóteli DusitResort. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda af nógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið hitastigið 23-30gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú getur meira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. Iþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhvern tíma afturl Verð i tvíbýli kr. 104.900,- 120.800,- veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þérbjóðast i Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósaniegt á þessum tíma, Verð í einbýli kr. Innifalið í verði erflug, gisting með morgunverði, íslenskfararstjórn og allur akstur í Thailandi. Brottför: 19. mars. Heimkoma: 6. apríl. Fararstjón: Svavar Lárusson. Hægterað framlengja dvöl í Singapore. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12-S91-69-10-10 • Suðurlandsbraut 18-391 -68-91 -91 Hótel Sögu við Hagatorg • S 91 -62-22-77 • Akureyri: Skipagötu 14 -S 96-2-72-00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.