Morgunblaðið - 22.02.1989, Page 14

Morgunblaðið - 22.02.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Helgi Hálfdanarson: Merkingar orðanna Talsvert hefur verið rætt um „vemdun íslenzkrar tungu" að undanfömu. Með vemdun er þá yfirleitt átt við það, að málinu sé í lengstu lög forðað frá þeim breytingum, sem torveldað gætu skilning nýrra kynslóða á máli þeirra sem gengnar eru. Að sjálf- sögðu má ekki miskilja orðið mál- vemd á þann veg, að málið eigi ekki að laga sig að nýjum þörfum á hverri tíð. Eðlilegur og sífelldur vöxtur málsins er einmitt eitt hið mikilvægasta viðfangsefni mál- vemdar. Hitt er skaðlaust, að ís- lendingar fyrri alda gætu ekki umsvifalaust skilið orðin bíll og tölva, ef það skyldi hvarfla að þeim að tína saman kjúkumar og rísa úr gröf. Það sem öðm fremur varðar vemdun tungunnar er varðveizla beygingakerfis, setningagerðar, hljóðkerfis, og ekki sízt varðveizla sjálfs orðaforðans og hefðbund- innar merkingar hvers orðs. Ef merkingar orða fara að riðlast að ráði, gæti fátt orðið fremur til þess að ijúfa þá tímasamfellu málsins, sem brýnast alls er að vemda. Þess ber vitaskuld að minnast, að íhöfti orðs getur aukizt eða breytzt, þó að merking þess teljist hin sama eftir sem áður. Til dæm- is hefur hið foma orð vagn ekki breytt um merkingu, þó að því hafí bætzt tiyllitæki með drifí á öllum, til viðbótar við hafrakerm Þórs. Sum orð era þeirrar ábyrgðar í málinu, að við merkingu þeirra verður ekki hróflað án voveiflegra afleiðinga, og við notkun þeirra er sérstakrar varúðar þörf. I svip- inn hef ég í huga orð, sem nýlega var notað á opinbemm vettvangi á mjög varhugaverðan hátt. Þar á ég við lýsingarorðið ódrengileg- ur. En það var við haft vegna deilu sem upp kom út af leiksýn- ingu. Aðalleikarinn lét svo um mælt í útvarpsviðtali, að leikstjór- inn hafí ekki verið vanda sínum vaxinn, og hafði um það býsna stór orð, svo sem að hann hafí ekki á löngum leikferli sínum kynnzt öðm eins getuleysi til leik- stjómar. Af þessu tilefni sam- þykkti félag leikstjóra ályktun, þar sem ummæli leikarans vom kölluð „ódrengileg", og var síðan gefíð í skyn, að honum yrði vikið úr félagi sínu. Þama var ekki lítið sagt. Hvort sem ummæli leikarans um vinnu- brögð leikstjórans vom makleg eða ekki, var þetta orðbragð sýnu alvarlegra. Orðið drengskapur hefur til þessa haft mjög ákveðna og mikilvæga merkingu, sem á vissan hátt má teljast lögvemduð, um heiður manna, þá mannkosti sem dýrmætastir em, allt það sem hveijum manni er helgast í sínu eigin fari, svo að í eiðtöku verður ekki lengra jafnað. Að sínu leyti er orðið ódreng- skapur jafti-afdráttarlaust á gagnstæðan veg. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir ódrengur. hrakmenni, svikull maður og óvandur að meðulum. Þessi orðskýring er í samræmi við það, að ódrengileg kallast þau ummæli sem níða saklausan mann á bak, svíkjast aftan að honum með niðrandi ósannindum. Sá sem fyrir því verður, á þess engan kost að bera af sér róginn, enda veit hann ekki af honum. En um hvað fjallaði ályktun leikstjórafélagsins? Var þar um að ræða tilhæfulausan rógburð leikarans við forráðamenn leik- hússins á bak við leikstjórann sjálfan? Öðra nær. Hann svaraði spumingum fréttamanns, ekki með fláráðum laumuskap, heldur upp í eyran á allri þjóðinni. Og þar hélt hann ekki fram neinu sem hann vissi að væri ósatt, heldur sagði aðspurður hvorki meira né minna en það sem hann taldi rétt vera og leikstjóranum er í lófa lagið að leiðrétta samkvæmt sínu viðhorfi hvar og hvenær sem vera skal, ef honum þykir ástæða til. En var ásökun leikstjórans rétt- mæt? Hver sker úr því? Það ligg- ur í augum uppi, að leikarinn gat ekki lýst yfir öðm en sínu eigin mati á máiavöxtum. Og þar er um að ræða mat, sem aldrei getur orðið annað en huglægt, eins og jafnan þegar fjallað er um list. Sá fyrirvari með ummælum hans liggur í hlutarins eðli. Þó að blaðamaður segði í leik- dómi, að frammistaða tiltekins leikara í tilteknu hlutverki hafí verið afleit, þætti víst engum ástæða til að reka þann blaða- mann úr félagi leikdómara af þeim sökum, enda þótt hann gæti með engu móti sannað ummæli sín. Til þess ætlast heidur enginn, því ljóst er að dómur hans var hug- lægur og gat ekki annað verið. Eigi að síður hafa manni oft og tfðum blöskrað ámóta leikdómar; en það er önnur saga. Það skal og játað, að ummæli leikarans þóttu mér fiirðu stórorð. En það breytir engu um það, að ég tel ályktun leikstjórafélagsins vítavert hneyksli vegna skelfílegr- ar misnotkunar á orðinu „ódrengi- Iegur“. Auðvitað kemur mér ekki við, hvað leikarar kunna að segja hver um annan í tilfínningaríkum deil- um um sína eigin list, né heldur hvað þeir álykta á fundum meðan bráðar em blóðnætur. En hitt kemur öllum íslendingum við, hvemig farið er með merkingar fslenzkra orða, ekki sízt þeirra orða sem hvað mest eiga undir sér. Ætlar ríkisstjórnin að endurtaka kjara- skerðinguna frá 1983? eftirAra Skúlason Boðskapur ríkisstjórnarinnar í launamálum í yfírlýsingu ríkisstjómarinnar um efnahagsmál sem birt var á Alþingi þann 6. febrúar sl. segir eftirfarandi m.a. um launamál: „Skynsamlegasta leiðin til þess að draga úr heildarlaunakostnaði er að slíkar yfírborganir hverfí og umsamdir kauptaxtar ráði launa- greiðslum." Nú kann sumum að þykja þetta gáfulega mælt, og eflaust em þeir til sem fínnast launaskrið á þenslu- tímum hafa verið allt of mikið. Það er rétt að ein orsök launaskriðs undanfarinna ára hefur verið mikil þensla. Atvinnurekendur hafa verið í þeirri aðstöðu að geta yfirboðið fólk og keypt það hver frá öðram. En það er önnur orsök fyrir launa- skriðinu, sem er ekki síður mikil- væg: Umsamdir kauptaxtar hér á landi hafa verið og em skammar- lega lágir. Menn em yfírleitt sam- mála um það að það sé ekki hægt að lifa af kauptöxtunum einum sér, jafnvel þótt tvær fyrirvinnur séu á hveiju heimili. Til þess að ná endum saman hefur fólk annaðhvort orðið að knýja fram yfírborganir, sem hefur komið af stað launaskriði, eða vinna óhóflega langan vinnudag. Kjörin hafa þegar rýrnað mikið Samhliða samdrætti í efna- hagslífínu hefur vinnutími styst. Minnkun yfírvinnu kemur mjög illa við fólk sem hefur byggt afkomu sína á mikilli yfírvinnu. Að fara úr 50 tíma vinnuviku niður í 40 tíma getur hæglega þýtt gjaldþrot heim- ila ef skuldbindingar em miklar. Kaupmáttarskerðing vegna vinnu- tímastyttingar hefur komið ofan á þá kaupmáttarskerðingu, sem hefur orðið vegna þess að verðlag hefur hækkað um 10,5% meira en laun frá því í júní í fyrra. Nýjar tillögur ríkisstjórnar Ríkisstjómin telur skynsamleg- ast að greidda kaupið verði fært niður að kauptöxtunum í stað þess að þær verði settar inn í taxtana eins og ASÍ hefur alltaf lagt til. Vegna þess að mér býður í gmn að ríkisstjómin geri sér ekki fylli- lega grein fyrir hvað hún er að boða í þessu sambandi vil ég upp- lýsa hana um hvað tillögur hennar þýða fyrir nokkra hópa innan ASÍ. Miðað er við greitt kaup eins og það var á höfuðborgarsvæðinu á 3. ársfjórðungi 1988 og þá kaup- taxta sem þá giltu, og gilda raunar enn. Til þess að einfalda málið miða ég við hæstu kauptaxta sem fínnast í hveiju tilviki, en auðvitað er langt frá því að allir launþegar séu á hæstu töxtum. Þennan samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu. 40% kjaraskerðing bifreiðastjóra Eins og sjá má á töflunni yrði um mikla kjaraskerðingu að ræða hjá sumum hópum, eða allt að 40%. Þessi kjaraskerðing kæmi því ofan á rúmlega 10% kaupmáttanýmun frá því í júní og kaupmáttarrýmun- ar vegna styttri vinnutíma. Dæmi: Vinnutími bifreiðastjóra hefur styst um 5 tíma, sem þýðir 13% tekju- skerðingu. Kaupmáttarhrap frá því í júnf er 10,5% og ef yfírborgun yrði tekin af hyrfu 15,5%. Samtals erþví kjaraskerðingin 39%. Erþetta það sem menn vilja? Er verið að stefha að nýju misgengi? Þegar menn (líka stjómmála- Bandarísk píanótónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Alan Mandel pfanóleikari kom fram á vegum Myrkra músfkdaga sl. sunnudag f Norræna húsinu og flutti bandaríska píanótónlist. Verkin vom Toccata nr. 2 eftir George Antheil, Sónata nr. 5 eftir Siegmeister, Sónata op. 50 eftir MacDowell og Concord-sónatan eft- ir Ives. Bæði toccatan eftir Antheil og sónatan eftir Siegmeister em mjög hlaðnar tónsmíðar og yfirdrifínn leikur Mandels hefur trúlega aukið nokkuð á hvfldarlaust offlæði verk- anna. Það var skemmtileg tiibreytni að heyra fímmtu sónötuna eftir rómantfska tónskáldið McDowell. Frá fímmtán ára aldri stundaði hann tónlistamám í Evrópu og 27 ára snýr hann aftur til Banda- rfkjanna og sest að í Boston. Hann mun fyrst hafa reynt að semja tón- verk byggð á „ragtime” og jafnvel notað indfánastef, eins og t.d. f hljómsveitarverki frá 1892 er hann neftidi „Indfána-svftu“. Ekki mun hann hafa gert fleiri tilraunir til að skapa það sem kalla mætti bandaríska tónlist en lagt sig eftir þeim rómantfsku viðhorfum er Liszt og aðrir evrópskir tónhöfundar á seinni hluta 19. aldar vom upptekn- ir af. Þrátt fyrir augljós evrópsk áhrif er tónlist McDowelIs sérstæð og jafnvel lagferlið á tíðum nokkuð amerískt. Sfðasta verkið var svo risa- sónatan „Concordia" eftir Charles Ives. Verkið er með því erfiðasta, sem ritað hefur verið fyrir pfanó og Ives kallaði það sónötu, af þvf að hann fann ekki betra nafn. Kafl- ar verksins era §6rir og nefndir eftir bandarískum skáldum, Emer- son, Hawthome, Alcott og Thoreau. Emerson-kaflann á flyfjandinn að leika meira eða minna aJf geðþótta, eða eftir þvf skapi sem hann er f þá stundina, sem gæti verið álfka breytilegt og áhrifin af því að lesa ritgerð eftir Emerson, annaðhvort við sólarlag eða sólamppkomu. í Haowthome-kaflanum á að nota spýtu, er nær yfir tvær áttundir, til að leika með henni hljómklasa. Alcott-kaflinn hefst á tilvitnun í „fimmtu Beethovens", vegna þess að böm skáldkonunnar vom sífellt að æfa tónverk eftir Beethoven. Thoreau-kaflinn endar á samleik flautu, þvf það hefði Thoreau óskað sér. Concord-sónötuna samdi Ives á árunum 1909 til 1915 og var verk- ið gefíð út árið 1920 en fyrst leikið opinberíega árið 1938 af John Kir- patrick. Með verkinu fylgdi greinar- gerð og tileinkar höfundurinn þeim ritgerðina „sem ekki þola tónlistina og tónlistina þeim sem ekki þola ritgerðina". Þeim sem þpla hvomgt tileinkaði hann bæði ritgerðina og tónverkið. Þetta em orð manns sem gengur f berhögg við ríkjandi hug- myndir og það tók Bandaríkjamenn langan tfma, að átta sig á að Ives var snillingur en ekki sérvitringur. Leikur Alan Mandel var yfir- þyrmandi áhrifamikill og sérstak- lega skemmtilegt að heyra þennan hljómborðssnilling leika eins and- stæð verk og Concord og sónötu McDowells. Flautustefið flutti Kol- beinn Bjamason. Jón Leifs Á vegum Tónskáldafélags ís- lands (Myrkir músíkdagar) og Tónleikanefndar Háskóla íslands vom haldnir merkilegir tónleikar sl. laugardag f Norræna húsinu. Flutt vom eingöngu verk eftir Jón Leifs og einnig fyrirlestur sem Hjálmar H. Ragnarsson flutti og fjallaði um ýmis tæknileg atriði er einkenna tónverk Jóns Leifs. Fyrirlestur Hjálmar var og stuttur til honum gæfíst tími til að gefa nokkra heildarmynd af tónsmíða- tækni Jóns, en það sem fram kom var sérlega athyglisvert. Athug- andi væri að Hjálmar, sem mun hafa farið fræðilega yfir fleiri verk Jóns en kom fram f nefndum fyrirlestri, héldi almennan fyrir- lestur um þennan merka frum- kvöðul fslenskra tónsmfða, sem Jón Leifs var. Á eftir fyrirlestrinum fluttu Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanó- leikari sjö sönglög Jóns, þijú við texta úr Hávamálum, tvö við kvæði eftir Jóhann Jónsson og við tvö þjóðkvæðastef eftir Sigurð Grímsson. Síðast var fluttur kvintett op. 50 en þar stóðu að verki Bemharður Wilkinson, Ein- ar Jóhannesson, Hafsteinn Guð- mundsson, Helga Þórarinsdóttir og lnga Rós Ingólfsdóttir. í rauninni vom þessir tónleikar að nokkm áminning til íslenskra tónlistarmanna og þá ekki síst flytjenda og þeirra opinbem stofn- ana er að nokkm einoka allan tónlistarflutning hér á landi, að ýmislegt sé ógert, svo saga Jóns Leifs sé sögð með þeim hætti er sæmir þessum frumlega lista- manni og ekki síst, eins og Hjálm- ar H. Ragnarsson benti á, að Is- lendingar kunni að þakka fyrir þá rausn að hafa átt jafti milrinn listamann sem Jón Leife. Flytjendur gerðu margt mjög vel og til að nefna eitthvað, var undirieikur Jónasar Ingimundar- Jón Leifs sonar í sönglögunum mjög góður. Söngur Kristins var ágætur en hann á að geta flutt þessi áhrifa- miklu lög mun betur, sé miðað við það sem hann hefur oft áður gert, bæði sönglega og f túlkun. Kvintettinn op. 50 er í þremur þáttum og var flutningurinn í heild nokkuð góður, nema helst í miðkaflanum (Funébre, Adagio), sem trúlega er ekki auðvelt að leika, þó hægferðugur sé. Síðasti kaflinn (Scherzo) var ágætlega leikinn en undirritaður hefur þá tilfinningu fyrir þeim verkum Jóns, sem byggð era á „rímna- taktinum", að þau séu ekki leikin í „réttum" hraða. Gaman hefði verið að heyra skersóið leikið mun hraðar, allt að því tvöfalt hraðar, sem vissulega breytti miklu. Nokkuð vantar á að ísienskir tónlistarmenn hafí verk Jóns Leife á verkefiiaskrá sinni og er ljóst að hér þarf að vinna betur, ef tónlist Jóns á að vera íslenskum tónlistarmönnum töm og leikandi í hendi. Þar verða m.a. tónlistar- skólamir að skera upp herör og leggja t.d. áherslu á að lengra komnir nemar æfí og greini verk Jóns. Hér er verk að vinna og ber að þakka formanni Tónskáldafé- lags íslands, Hjálmari H. Ragn- arssyni, fyrir óþreytandi áhuga hans á starfí og list Jóns og von- andi marka þessir tónleikar þau þáttaskil, að íslenskir tónlistar- menn taki til hendi og fari að æfa og flytja tónverk Jóns Leifs að staðaldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.