Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 72. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 31. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarumleitanir í Nicaragua: Bush mæiist til þátt- töku Sovétleiðtogans Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur sent Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtoga bréf og hvatt hann til að taka þátt í friðarumleitunum í Nic- aragua, að sögn Marlins Fitzwaters, talsmanns Bandaríkjaforseta. Var frá þessu skýrt í Washington í gær en í síðustu viku komust Bush og forystumenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi að samkomulagi um fjárstuðning við kontra-skæruliða sem beijast gegn stjórninni í Nic- aragua er nýtur stuðnings Sovétmanna og Kúbveija. „Forsetinn vill að Sovétmenn beiti áhrifum sínum í Nicaragua til að stuðla að friðsamlegri lausn mála í landinu," sagði Fitzwater, „hann hefur gert Gorbatsjov Sovétleiðtoga grein fyrir sinni hlið mála.“ Gorbatsjov er væntanlegur í opin- bera heimsókn til Kúbu á sunnudag þar sem hann hittir Fidel Castro, leiðtoga landsins, að máli. Banda- ríkjamenn segja að stjórnvöld í Land-dagur í Israel: Dræm þátt- taka víðast Kafr Kana, Gaza. Reuter. ÞRÍR Palestínumenn féllu í átök- um við ísraelska hermenn og að minnsta kosti 33 særðust á Vest- urbakkanum og á Gaza-svæðinu í gær. Þá minntust arabar þess að 13 ár eru liðin frá því að sex kynbræður þeirra voru myrtir af ísraelskum leyniþjónustumönnum er þeir mótmæltu hernámi ísraela á landsvæði araba, er hann síðan kallaður land-dagurinn. Yfir 5.000 ísraelskir lögreglu- menn og hermenn voru sendir til herteknu svæðanna en liðsaflinn hélt sig fyrir utan bæjarmörk í sam- ræmi við samkomulag sem ísraelsk stjómvöld gerðu við þorpsleiðtoga. Flestir hinna 700.000 araba sem búsettir eru í ísrael hundsuðu til- mæli leiðtoga Palestínumanna um að þeir tækju þátt í uppreisninni gegn hernámi ísraela. Moskvu beiti áhrifum sínum á Kúbu til að ná ítökum í þessum heims- hluta og að þau beini nú sjónum einkum að Nicaragua. Fitzwater sagði að sér væri ekki kunnugt um að svar hefði borist frá Gorbatsjov. Það myndi bæta sambúð stórveldanna enn frekar ef jákvætt svar bærist. Á þriðjudag hvatti Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, Gorb- atsjov til að stuðla að bættri sambúð ríkjanna og nota til þess fyrstu heim- sókn sína til Kúbu. Hann mæltist til þess að Sovétmenn drægju úr stuðningi sínum við stjómvöld á Kúbu og í Nicaragua. Lögreglumenn standa vörð við innganginn í moskuna í Brussel. Þar voru forstöðumaður aðstoðarmaður hans skotnir til bana á miðvikudag. Reuter hennar og Morð á yfirmanni moskunnar í Brussel: Orðrómur um innbyrðis mis- klíð múhameðstrúarmanna Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Reuter. LÖGREGLAN leitaði í gær að morðingja Abdullahs al-Ahdals, æðsta manns stærstu mosku í Belgíu, sem á miðvikudag fannst myrtur ásamt aðstoðarmanni sínum, Salim Bahri. Að sögn embættismanna hafa belgisk yfirvöld aukið öryggisgæslu við flugvelli og landamæri og auk þess farið þess á leit við lögregluyfirvöld erlendra ríkja að eftirlit við landamæri þeirra verði hert. Flestir hallast að því að Ahdal, sem var Saudi-Arabi og leiðtogi múslima í Benelúxlöndunum þrem- ur, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, hafi verið myrtur vegna hófsamrar afstöðu sem hann tók til Salmans Rushdies, höfundar bókarinnar Söngvar Satans. Khomeini erki- klerkur í íran hefur hvatt múslima hvarvetna í heiminum að ráða Rush- die af dögum. í belgískum dagblöð- um var á hinn bóginn greint frá því Mengunarslysið í Alaska: Ottast verulegt tjón á lífnkinu Valdez. Reuter. í GÆR var hafist handa við að hreinsa upp olí- una, 240.000 föt, sem Iak I sjóinn þegar olíuskip- ið Exxon Valdez strandaði við Prins William- sund í Suður-Alaska. Er hér um að ræða mesta mengunarslys í Norður-Ameríku frá upphafi. Rúmlega 500 manns vinna við að þrífa upp olíu- brákina, sem teygir sig 65 km langa leið suður eft- ir Prins William-sundi í átt að Alaskaflóa. Frank Iarossi, forstjóri skipadeildar Exxon, sagði, að ekk- ert yrði til sparað við verkið en viðurkenndi hins vegar, að tilraunir til að halda brákinni innan ákveð- inna marka hefðu mistekist. í Alaskaflóa og Prins William-sundi eru mjög auðug fiskimið og Alaskabúar óttast, að mengunin eigi eftir að vinna lífríkinu mikið tjón og þar með afkomu þeirra. Hefur reiði manna ekki síst beinst gegn Exxon-olíufélaginu og er talið, að slysið geti haft veruleg áhrif á olíuvinnsluna í Alaska. Þegar olíuleiðslan var lögð þvert yfir Alaska fullyrtu olíufé- lögin, að af henni og flutningunum frá Valdez staf- aði engin hætta. Reuter Olíuútskipun er aftur hafin í Valdez-höfii en henni var lokað þegar olíuskipið strandaði. í gær að fulltrúar nokkurra múha- meðstrúarsöfnuða í Belgíu staðhæfi að morðin tengist á engan hátt Rushdie-málinu, heldur hafi inn- byrðis deilur múslima um sameigin- legan leiðtoga verið undirrót ódæðis- ins. Ahdal var myrtur á skrifstofu sinni að afloknum fundi í moskunni þar sem reynt var að lægja öldur meðal múslima vegna ummæla Ah- dals um Rushdie-málið. í skrifstof- unni lá einnig lík aðstoðarmanns hans, Salims Bahris. Þeir höfðu báð- ir verið skotnir í höfuðið af stuttu færi með skammbyssu. „Allt bendir til þess að einn mað- ur hafi verið að verki og að fórn- arlömbin hafi þekkt ódæðismann- inn,“ sagði Raymond Bossuyt, tals- maður belgíska ríkissaksóknarans. „Ahdal lét orð falla um Rushdie fyr- ir tveimur vikum þar sem hann nefndi hann guðlastara en engu að síður tók hann hófsamari afstöðu til rithöfundarins en Khomeini erki- klerkur. Síðar bárust honum morð- hótanir," sagði Bossuyt. Ahdal hafn- aði lögregluvemd sem belgísk yfir- völd buðu honum eftir að honum bárust hótanimar. Alls búa um 250.000 múhameðs- trúarmenn í Belgíu og em flestir þeirra súnnítar frá löndum Norður- Afríku, einkum Marokkó, og um fjórðungur þeirra er frá Tyrklandi. Saudi-Arabar em fjárhagslegir bak- hjarlar trúarsöfnuða múslima í Ben- elúxlöndunum og staðhæfingar nokkurra leiðtoga múhameðstrúar- manna í belgískum dagblöðum ganga í þá vem að Marokkómenn hafi verið ósáttir við að Saudi-Arabi gegndi leiðtogaembætti múslima í löndunum. Skömmu eftir að líkin fundust hljóp ekkja Ahdals út úr moskunni með byssu á lofti og hótaði að skjóta fréttamenn á staðnum. Lögreglu- menn yfirbuguðu konuna og tóku hana í sína vörslu. Stuttu síðar var hún látin laus. Kvarts frá Grænlandi: Verða famigjöld lækkuð? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landssijórnin vinnur að þvi að ná fram farmgjalda- lækkun hjá skipaútgerð Grænlandsverslunarinnar svo hagkvæmt verði fyrir íslensk og dönsk fyrirtæki að flytja inn kvarts frá Suður-Grænl- andi. íslenska vegagerðin hefúr sýnt áhuga á kaupum á kvartsi en há farmgjöld frá Narsaq í Suður-Grænlandi hafa staðið viðskiptunum fyrir þrifurn. Formaður grænlensku landstjóm- menn Grænlandsverslunarinnar arinnar, Jonathan Motzfeldt, sem lækkuðu farmgjöldin. jafnframt er formaður hráefnanefnd- ar landsstjómarinnar, sagði að Kvarts er steintegund sem finnst afloknum fundi í Kaupmannahöfn í miklu magni á Grænlandi. Ending um hráefnisvinnslu á Grænlandi, að malbiks eykst umtalsvert þegar teikn væm á lofti um að forsvars- kvartsi er blandað við það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.