Morgunblaðið - 31.03.1989, Side 5

Morgunblaðið - 31.03.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 5 Bifreiðatryggingar: Hækkanir á bilinu 10-58% Jeppar og sendibílar flokkast nú eins og fólksbílar MJOG ER mismunandi hve mik- ið ábyrgðartryggingar bifreiða hækkuðu mikið á milli ára, sam- kvæmt verðskrám tryggingafé- laganna. Vegið meðaltal hækk- ana er 20%, en tryggingar fyrir einstakar gerðir bíla hækka allt frá 10% upp í 58%. Minnst hækka bflar til útleigu og krana- bílar, um 10%, en jeppar á lands- byggðinni hækka mest, um 58%. Astæðumar era að við endur- mat áhættu kom í ljós að hún var tiltölulega lítil fyrir bíla- leigubíla og kranabíla og jeppar hækka svona mikið vegna þess að nú eru þeir ekki lengur í sérstökum áhættuflokki, heldur flokkaðir á sama hátt og fólks- bílar, að sögn Hreins Berg- sveinssonar hjá Samvinnutrygg- ingum. „Jeppar og sendibílar voru áður í sérstökum áhættuflokki, en þar sem notkun þeirra er í engu frá- brugðin notkun fólksbíla í dag hef- ur áhættuflokkun þessara bíla ver- ið samræmd," sagði Hreinn. Bílum er skipt í þijá áhættu- flokka. í fyrsta flokki eru minnstu bílar með vélar upp í 1.200 rúm- sentimetra að slagrúmmáli. I öðr- um flokki frá 1.201 upp í 2.300 rúmsentimetra og í þriðja flokki eru stærstu bílar og með vélar- stærð 2.301 rúmsentimetra og yfir. Ábyrgðartrygging bíla í fyrsta flokki hækkaði um 24%, í öðrum flokki um 16% og í þriðja flokki um 24%. Hreinn Bergsveinsson sagði að bílar í öðrum flokki hafi komið best út við mat á breyttri áhættu og þess vegna hækkað minnst. Við endurmat varð niðurstaðan sú, varðandi einStök notkunarsvið bíla, að ábyrgðartrygging bíla- leigubíla og kranabíla hækkar um 10% vegna minnkandi áhættu. Dráttarbílar hækka um 24% og leigubílar um 30%. „Þetta verður að vera svona mismunandi. Ef við ætlum að meta áhættu, þá verðum við að taka til- lit til reynslunnar," sagði Hreinn. „Það kemur hins vegar .í ljós við þetta endurmat að menn hafa ver- ið furðu getspakir í upphafi þegar skipt var í flokka." Áhættusvæði eru nú tvö og var breytt í fyrra frá þremur svæðum. Svæði eitt eru höfuðborgarsvæðið, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Keflavík, Akureyri og Eyjafjarðar- sýsla og loks Keflavíkurfiugvöllur. Ragnar Ragnarsson hjá Trygg- ingaeftirlitinu segir að til sé skil- greining á áhættusvæði fjögur, sem er ekki eiginlegt svæði, heldur ákveðnir bílar svo sem tankbílar og áætlunarbílar. Flokkun í svæði fer í reynd eft- ir gamla bílnúmerakerfinu, segir Ragnar, þar sem farið er eftir lög- heimili bíleigenda. Hins vegar seg- ir hann að unnið sé að því að koma á nýju flokkunarkerfi sem miðist við póstnúmer. Þegar það kerfi komist í gagnið sé hægt að greina á milli dreifbýlis og þéttbýlis með tilliti til mismunandi áhættu. Slysatrygging ökumanns hefur einnig hækkað, um 34%. Að henni viðbættri hafa heildartryggingar- gjöld fyrir jeppa á áhættusvæði tvö, það er í dreifbýli, hækkað um 65,8%. Hafi bifreiðaeigandi skipt um lögheimili og færst á svæði eitt, hækka tryggingagjöld hans sem nemur mismun á svæðunum auk hinnar almennu hækkunar trygginganna, að sama skapi lækka gjöld hans við að flytja af svæði eitt. Krónan úr húðuðu stáJi NÆSTU daga verður látin í umferð 1 krónu mynt með breyttu málminnihaldi. Frá gjaldmiðilsskiptum 1981 hefur krónumynt verið slegin úr kop- ar/nikkeli, en krónur með ártal- inu 1989 og þær sem síðar kunna að verða slegnar verða úr nikk- elhúðuðu stáli. Útlit og stærð nýju krónunnar er að öllu leyti óbreytt frá því sem verið hefur, en hún er aðeins létt- ari eða 4,0 gr. í stað 4,5 gr. áður. Hins vegar er hún mun ódýrari í framleiðslu og kostar nú um kr. 1,20 stk., en væri um 40% dýrari með óbreyttu málminnihaldi. í frétt frá Seðlabankanum kem- ur fram að eldri krónumynt heldur áfram gildi og verður jafnhliða í umferð. Erfitt að fá gönguskíði Von á nýjum sendingum GÖNGUSKÍÐI, bindingar og skór eru víða uppseld í verslun- um í Reykjavík en von er á nýj- um sendingum næstu daga. Kjartan Guðmundsson verslun- arstjóri í Sportval sagði að óvenju- lega mikil sala hefði verið á gönguskíðum fyrir páska. Þurftu margir frá að hverfa og bíða næstu sendingar. „Þetta er orðinn svo langur tími sem við höfum haft samfelldan snjó í borginni og margir hafa sést á gönguskíðum og þá vakið áhuga annarra á að reyna og ekki má gleyma að pásk- arnir voru snemma í ár en ég hef trú á að það verði nægur snjór út apríl þó að rigni næstu daga,“ sagði Kjartan. Sagði hann að von væri á nýrri sendingu með flugi frá Danmörku en þar er nóg til af skíðum í snjóleysinu. Að sögn Amórs Guðbjartssonar verslunarstjóra í Útilífi eru gönguskíðin til í flestum stærðum en hörgull er á bindingum og skóm. „Við eigum eitthvað af þessu öllu en okkur skortir aðallega bindingar og verður bætt úr því,“ sagði hann. „Það er greinilega aukinn áhugi fyrir gönguskíðum núna þegar snjór er yfir öllu og ekki má gleyma því að fólki leiðist að standa í löng- um biðröðum við skíðalyfturnar. Það vill þá frekar ganga þegar mest er að gera í lyftunum." PHILIPS býöur þessa fullkomnu samstæðu á sérstæöu veröi í tilefni ferminga. - Geislaspilari, plötuspilari, tvöfalt snældutæki, útvarps- viötæki, magnari og tveir hátalarar. - PHILIPS er brautryöjandinn í gerö geislaspilara; gæði, frágangur og útlit í sérflokki. • Geislaspilari. 20 laga minni, fullkominn lagaleitari ásamt fínstillingu, stafrænn gluggi. Tekur bæöi 5 og 3ja tommu diska. • Plötuspilari. Hálfsjálfvirkur, 2ja hraöa, 45 og 33 snúninga. • Útvarpstæki. Stafrænt meö 10 stööva minni. FM sterio/mono. Sjálfvirkur leitari og fínstilling á hverri bylgju. • Tvöfalt snældutæki. Hámarks hljómgæði. Sjálfvirk stöövun viö enda á snældu. Teljari. Pása. sjálfvirk upptökustilling. • Magnari. 2x40 músik-Wött. Grafiskurtónjafnari. Hljómstilling á sleða. Steriójafnvægi á sleöastillingu. Stungur fyrir hljóönema og heyrnartól. • Hátalarar. Stafrænir, 40 músík-Wött. Fermingin hljómar betur með PHILIPS. Heimillstæki hf Sætum 8 • Krtnglunnj SIMI69 15 15 SIMI69 1520 (/cd e'iUMSveájyœ/téegA i saftouttíjUin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.