Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 7 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNKS BRAGADÓnTR Erfíðleikar Sambandsins aukast dag frá degi: SIS þreifar fyrir sér með sölu á sínum hlut í Samvinnubankanum Viðræður við Landsbankann hafíiar - Mikil andstaða innan SÍS og Samvinnubankans MEIRIHLUTI stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga vill nú kanna hvort það geti selt Landsbanka Islands sinn hlut í Samvinnubank- anum, en þar á SÍS hreinan meirihluta, eða 53%. Viðræður við Lands- banka eru hafnar, en viðmælendur Morgunblaðsins hafa misjafnlega mikla trú á að samningar geti tekist. Reyndar munu ákveðnir Lands- bankamenn vera með miklar efasemdir um ágæti þess að kaupa Sam- vinnubankann, þar sem þar með yrði Landsbankinn aðalviðskiptabanki meginþorra samvinnulyrirtælga í landinu. Guðjón B. Ólafsson for- stjóri Sambandsins hefúr sjálfúr greint frá því að taprekstur sam- vinnufyrirtækja í landinu á liðnu ári hafi verið nálægt tveimur milljörð- um króna, þannig að Landsbankamenn efast margir hveijir um ágæti þess að festa sér Samvinnubankann. SÍS leitar nú allra leiða til þess að losa um fjármagn, til þess að greiða niður skuldir sínar, þar sem Qármagnskostnaður fyrirtækisins er að sliga reksturinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þessi möguleiki verið alllengi til umræðu innan Sam- bandsins, en hann hefur ávallt verið mjög umdeildur. Viðræður við Landsbankann eru nýhafnar, og eru raunar enn á könnunarstigi. Sam- kvæmt mínum heimildum ákváðu forsvarsmenn Sambandsins að fara út í þessar viðræður án þess að ráðg- ast um þær við aðra hluthafa Sam- vinnubankans, og í samtölum við aðra hluthafa bankans fékkst þetta staðfest. Ymist var að hluthafar höfðu ekki heyrt á þessar viðræður minnst, eða þeir höfðu haft óljósar fregnir af þeim. Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvarsmenn Sambandsins hafi gengist inn á að þessi möguleiki yrði kannaður, þótt þeim sé þvert um geð að Sambandið hætti afskiptum og þátttöku í bankarekstri. Þeir vilji ein- ungis að þessi leið verði farin, megi það verða til þess að koma rekstri SÍS á réttan kjöl. Þeir sem eru andvígir sölu Sam- bandsins á hlut þess í bankanum, benda á að eignasala sé aðeins skammtímalausn, en hún leysi engan rekstrarvanda. Grundvallarupp- skurður á skipulagi og rekstri Sam- bandsins verði að koma til í kjölfar þess að skammtímavandamál verði leyst. Auk þess segja þeir að þegar samvinnuhreyfíngin hafi verið stofn- uð þá hafi markmiðið með innláns- deildunum verið að styrkja fjárhags- hlið mála. Fari Sambandið að selja bankann vegna eigin vanmáttar og einkabankamir í kjölfar þess að sam- einast, breikki nú enn bilið á milli samvinnuhreyfingarinnar og einka- framtaksins. Allur samvinnurekstur í landinu hljóti að verða í bráðri hættu í framtíðinni, verði hér ein- göngu ríkisbankar og einn öflugur einkaframtaksbanki. Þessir menn gera því skóna, að ef Landsbanki kaupi Samvinnubankann muni það hleypa nýju blóði í sameiningarvið- ræður Verslunarbanka og Iðnaðar- banka og flýta fyrir kaupum þeirra á Útvegsbankanum. Innan samvinnuhreyfingarinnar eru mjög margir andvígir því að bankinn verði seldur. Þessir menn segja sem svo, að sé Sambandinu það knýjandi nauðsyn að losa um fjármagn og selja sinn hlut í bankan- um, þá ætti fyrst að kanna það hvort samvinnuhreyfingin sjálf gæti átt bankann, áður en „hlaupið sé í fang Landsbankans". Hluthafar Samvinnubankans eru mjög margir, eða nálægt 1.500. Eins og áður segir á Sambandið hreinan meirihluta, eða 53%. Fyrirtæki innan Sambandsins og tengd því eiga um 15% hlut samanlagt og ýmis kaup- félög í landinu eiga um 15%, saman- lagt. Þau 17% sem eftir eru skiptast milli mörghundruð einstaklinga. Aðalfundur Samvinnubankans verður haldinn næstkomandi fimmtudag, þann 6. apríl, og þá er búist við að þessi mál komi til um- fjöllunar. Afkoma bankans var vel viðunandi á síðastliðnu ári. Hagnaður varð 72 milljónir króna og innlán jukust um 23%, en meðalinnláns- aukning innlánsstofnana var 23,6%. Hlutafé bankans var 348 milljónir króna um áramót, en er örlítið meira nú, þar sem bankinn hefur heimild til þess að auka hlutaféð um 200 milljónir króna og hefur eitthvað þegar verið selt. Stjórnendur bankans eru þokka- lega ánægðir með afkomu bankans á síðastliðnu ári, samkvæmt mínum heimildum, þvf bankinn hefur verið að vinna sig út úr þeim örðugleikum sem dundu á honum þegar Kaupfélag Svalbarðseyrar varð gjaldþrota. Fjármagnskostnaður Sambands- ins er geysilegur. Taprekstur síðast- liðins árs var milli 800 og 1.000 milljónir króna, eftir því sem næst verður komist, og reksturinn það sem af er þessu ári hefur gengið mjög illa. Líklega hafa tapast nálægt eitt- hundrað milljónir króna á mánuði aðjafnaði. Stjórnendur Sambandsins standa því frammi fyrir þeirri stað- reynd að eigið fé fyrirtækisins brenn- ur upp og er það nú komið niður í um 20%. Þá hefur kostnaður við nýbyggingu Sambandsins farið úr öllum böndum. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að húsið myndi kosta um 220 milljónir króna, en nú hefur sú tala meira en tvöfaldast. SÍS reynir fleira til þess að losa um fjármuni, því m.a. vill það selja eignarhlut sinn í Osta- og smjörsöl- unni. Ekki hafa samningar heldur tekist á þeim vettvangi, þar sem SÍS krefur mjólkursamlögin um meira en 100 milljónir króna fyrir sinn hlut, en þau eru ekki reiðubúin að greiða meira en 50 milljónir króna. Hafa aðilar komið sér saman um að setja ágreiningsefnið í gerðardóm, sem skipaður verður einum fulltrúa frá hvorum, auk oddamanns, sem báðir geta sæst á. Sambandsstjómarfundur verður haldinn í næstu viku og má búast við að öll þessi mál verði til umfjöllun- ar, þótt ekki liggi fyrir hvort stefnu- markandi ákvarðanir um framtíð Sambands íslenskra samvinnufélaga verði teknar þar. Ertu i bílahugleiðingum? SAFIR Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubíll á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hérá landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Veréfn 'J'S-OOO,. opið 9-18, laugard. 12-16. Bifreiðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. EYDDUEKKI TÍMAÞÍNUM í BIÐRÖÐUM NOTFÆRÐU ÞÉR ÓDÝRU FARGJÖLDIN í SUMAR MEÐ ARNARFLUGI TIL AMSTERDAM..................KR. 14.330.- Brottför 6. apríl. Heimkoma 9. apríl MEÐ FLUGLEIÐUM TIL LUXEMBORGAR......................KR. 14.670.-** TIL KAUPMANNAHAFNAR........ KR. 16.900.-** MEÐ SAS TIL KAUPMANNAHAFNAR...................KR. 16.900.-** Við bjóðum fjölda góðra bílaleigubíla þar sem allt er innifalið, og besta úrvalið af fyrsta flokks sumarhúsum og íbúðum víðs vegar í Evrópu. LEITAÐU ÞVÍ EKKI LANGT YFIR SKAMMT ÞEGAR ÞÚ ÆTLAR AÐ FERÐAST - KOMDU TIL OKKAR OG SJÁÐU HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞIG. OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-14. FERÐASKRIFSTOFAIM SAGA, SUÐURGÖTU 7 - SÍMI 62 40 40 “Lágmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 21 dagur; kaupa þarf gistingu og/eða bílaleigubíl með fargjaldinu. SQCp FLUGLEIDIR^mr /////£AS * 4RNARFLUG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.