Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 11
11
__________________ (;;MQR6!U?ýlBLiAÐlD TOgTUDAqUR;31. MAR2 Æ-9,89
Samviska þjóðarínnar
eftir Vestarr
Lúðvíksson
Á hvaða mælikvarða ætli sam-
viska íslensku þjóðarinnar sé stödd
í dag!?
Forsætisráðherra birti á liðnu ári
þann gleðiboðskap, að íslenska þjóð-
in væri sú hamingjuríkasta í heimi,
samkvæmt könnun; þetta voru mjög
athyglisverð tíðindi!
Það fór um mann á dögunum að
sjá og heyra viðtal við starfsmenn
Stálvíkur, sem komnir eru vel yfir
miðjan aldur, upplýsa okkur um —
að ekkert blasi við þeim annað en
atvinnuleysi, í fyrsta skipti á ævinni,
sagði starfsmaðurinn, nema menn
leiti sér atvinnu erlendis.
í Morgunblaðinu í dag, sunnudag
5. mars 1989, hugsar formaður
Borgaraflokksins, Júiíus Sólnes, lét
ekki plata sig inn í núverandi stjóm-
armynstur, eða öllu heldur stjórnar-
ste&iu vonleysisins, sem nú á að
framfylgja.
Forveri Júlíusar í embætti for-
manns gaf tóninn með eftirminni-
legri sviðsframkomu á Alþingi, sem
minnti mann helst á Nikitu Krústj-
off, foringja Sovétríkjanna, þegar
hann forðum daga lamdi skóinn sinn
í borðið á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, honum var hreinlega nóg boð-
ið þá.
Þetta kalla ég
að hugsa upphátt
Það er sorgleg staðreynd að vel
rekin fyrirtæki í málmiðnaðinum sé
gert ókleyft að starfa eðlilega í landi
okkar. Einn vinur minn af gamla
skólanum, sem á og rekur eitt virt-
asta fyrirtæki í þessari iðngrein,
Ijáði mér klökkur að hann væri
knúinn til þess að segja upp 6 mönn-
um úr sínu starfsliði, vegna þess
hörmungarástands sem málmiðnað-
inum er búin í dag og Júlíus Sólnes
lýsir svo lifandi og eftirminnilega í
grein sinni. Undirritaður vonar bara
að Júlíus dæmi ekki alla bankamenn
eins, heldur snúi sér að þeim verk-
efnum með viðskiptaráðherra að
skapa forsendur fyrir stofnun öflugs
viðskiptabanka, sem verði þess um-
kominn að styrkja og veita íslensk-
um iðnaði eðlilega fyrirgreiðslu.
Svona getum við skoðað allt svið-
ið.
Fjármálaráðherra fer með offorsi
á hendur læknastéttinni í landinu,
með umræddan spamað í huga.
Eflaust eru flestir læknar okkar það
bjargálna að þeir séu full færir um
að sjá sínum farborða, og er það
vel. En við skulum ekki gleyma því
að ein forsenda þess að hér lifir
heilbrigt fólk í heilbrigðu landi sé
meðal annars sú, að vel sé búið að
heilbrigðiskerfínu, þannig að það sé
í stakk búið að viðhalda þekkingu
og þjónustu við landsmenn.
Eflaust á íjármálaráðherra ekki
náðuga daga með „öfugan“ ríkissjóð
á bakinu, en hann er þegar búinn
að nefna nokkur ágæt dæmi til úr-
lausnar, m.a. að koma í veg fyrir
hverskonar brask og undandrátt í
sambandi við gjaldþrot fyrirtækja,
þar er höfundur þessara hugleiðinga
honum rrgög sammála.
Félagsmálaráðherra Jóhanna
Sigurðardóttir hefur greinilega bein
í nefinu. Hún hótar að segja af sér
ráðherradómi við þinglausnir í vor,
fái hún ekki samþykktar nauðsyn-
legar breytingar á sprungnu hús-
næðiskerfi.
Jóhanna er án efa einn okkar
allra hæfasti stjómmálamaður í
dag, sannur kvenskörungur.
Undirritaður „frétti“ af nýlegu
dæmi þess að einn hinna fjölmörgu
umsækjenda hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins á annað ár, fékk synjun
fyrir því að komast í „forgangs-
hóp“, vegna einhverra tilvitnanna í
reglum, sem þó alls ekki hafa við
rök að styðjast í umrædda máli. Það
virðist vera að stofnunin geri sér
ekki nógsamlega grein fyrir upplýs-
inga- og leiðbeiningastarfinu, gagn-
vart fáfróðum umsækjendum í
frumskógi reglna. Utan á hinu
fræga umslagi með synjunarbréfínu
stóð með prentaðri frímerkjamerk-
ingu: „Kapp er best með forsjá"!
Það skyldi þó ekki vera túlkun stofn-
unarinnar að um „ofurkapp" sé að
ræða þegar fólk er að reyna að
komast í eigið húsnæði til þess að
losna við okurleigu.
Það kæmi mér ekkert á óvart að
ein 80-90% leigjenda húsnæðis í
þessu landi skrifi undir skattskýrsl-
ur sínar með „drengskap" og von-
andi samvisku, vegna þess að þjóð-
félagsgerðin er þannig löguð — að
leigjandinn og eigandinn sjái „gagn-
kvæman ávinning" í því að „stela“
þannig undan skatti! Þetta er örugg-
lega einn streituvaldur margra í
þessu landi.
Það væri fróðlegt að fá 1 stykki
prófmál fyrir dómstólum úr þessum
málaflokki, þar sem fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs væri
sækjandi og eigendur/leigjendur
yrðu veijendur ...
Undirritaður las Rómarsáttmál-
ann á sínum tíma, fyrir meira en
tuttugu árum síðan. Þar er meðal
annars fjallað um sameiginlegan
vinnumarkað bandalagsins. Það
gleður undirritaðan að sjá að höf-
undur Reykjavíkurbréfs er honum
sammála í þessu máli.
Ég er hræddur um að það falli
Islendingum vel í geð að búa við
varanlegt atvinnuleysi og máske
eiga yfír höfði sér líf farandverka-
mannsins, að leita þangað sem
vinnu er að fá, í það og það skiptið
innan bandalagsins.
Við eigum auðvitað, eins og fram
kemur í grein Júlíusar Sólnes, að
styrlqa okkar eigin atvinnuveg og
meðal annars í því sambandi — stór-
bæta samgöngumálin, eins og
Færeyingar m.a. eru búnir að gera
og Júlíus nefnir varðandi Þýskaland.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, fer með kórrétt mál, þegar
hann lýsir því hispurslaust yfír að
yfírvofandi atvinnuleysi í stórum
stíl sé ekkert annað en pólitísk
ákvörðun. Þetta er kaldur veruleiki,
ekkert annað.
Þó að við séum smáir á heims-
mælikvarða, hvað fólksfjölda varð-
ar, erum við íslendingar samt stór-
'ir. Við höfum tekið í arf eitt auðug-
asta land frá móður náttúru. Við
sjáum þennan kraft í lífi og starfí
okkar ástsæla forseta lýðveldisins,
framgöngu landsliðsins okkar í
handboltanum, skáksnillinga á
heimsmælikvarða, fallegustu konu
í heimu, sterkasta mann í heimi,
flugmenn og lækna, með þeim bestu
í heimi, að ógleymdum sjómönnun-
um okkar, sem vinna hin vandasöm-
ustu og erfiðustu verk við mjög erf-
iðar aðstæður víða.
Vinir mínir, félagar og sveitungar
á Bakkafirði, fengu heldur betur að
finna fyrir þessu sinnuleysi stjóm-
valda nú á dögunum, þegar móðir
náttúra minnti á sig og lét harða
vinda leika á landann. Bakkfirðing-
ar misstu þá einu aflavonina á þess-
um árstíma, þegar stærsta bátnum
þeirra var fómað á altari hafnleysis
við blástur móður náttúra. Þessi
bátur aflaði um 500 tonna á liðnu
ári, sem gaf af sér einar 16 milljón-
ir króna. Þetta var fjórði báturinn
sem þannig ferst innan nýja hafnar-
garðsins, á tiítölulega stuttum tíma.
Aðeins fyrir þennan eina bát Sif
NS þurfa tryggingamar að greiða
einar 21 eða 22 milljónir í bætur.
Væri ekki meira vit í því að setja
þetta tryggingarfé sem svona fer
strax í upphafi í það að klára um-
ræddan hafnargarð, sem er /s af
væntanlegri höfn, þar sem flotinn á
RESTAURANT
S ( M I 17 7 5 9
Síldarvagninn
+ B-matseóill
alla virka daga
VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK
að geta verið óhultur. Mér var tjáð
að 2. áfangi muni kosta einar 26
milljónir, svona er opinbera fé sóað
vegna stefnuleysis og getuleysis
stjómvalda. Ráðherrar samgöngu-
mála ættu að sjá sóma sinn í því
að ljúka slíkum verkefnum. Þeir
virðast ekki sjá hagkvæmni í því
að ljúka slíkum framkvæmdum þeg-
ar byrjað er á þeim. Hefði Bakka-
tjörður, með nokkur af okkar bestu
fískimiðum, bæði í flóanum og und-
ir Langanesi verið staðsettur í Fær-
eyjum, væri fyrir löngu búið að
koma þar upp alvöra hafnarmann-
virkjum. Þarna vilja sjómennimir
búa, því stutt er út á miðin og þeir
geta þarna verið í faðmi fjölskyldu
sinnar að kvöldi dags, ef þeim era
sköpuð starfsskilyrði til þess. Þorpið
myndi vaxa hraðbyri á fáum áram.
Það er skömm að máli þessu, að
okkar stjómmálamenn skuli ekki sjá
sóma sinn í því að tryggja öraggar
hafnir handa undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar. Þeim ber skylda til
þess, úr því þeir sjálfír hafa valið
sér það hlutverk að vera með nef
sitt niður í hvers manns koppi, ligg-
ur við að segja.
Ráðherramir skammast orðið út
í heilar atvinnustéttir hér á landi,
en gleyma eigin óheppilegum af-
skiptum af málaflokkum, sem betur
yrði séð fyrir í höndum annarra en
þeirra. Það ætti fyrst og fremst að
vera starf alþingismanna að setja
þjóðinni lög og almennar leikreglur
og síðan að rækta samskiptin við
kollegana í umheiminum.
Við sjáum eitt dæmið, sem er
hvalamálið, þar stendur sjávarút-
vegsráðherra sem klettur upp úr
hafinu og á hann þakkir skyldar
fyrir það. Hitt er allt annað mál,
að maður er ansi hræddur um að
Halldór, þessi annars ágæti og
stefnufasti maður, hefði frekar átt
að kynna málstaðinn á annan hátt.
Jafnvel eins og fram kom nýverið á
ágætis útvarpserindi Magdalenu
Schram, þar sem hún leggur til að
boðið verði upp á samstarf við græn-
friðunga um náttúravemd og rann-
sóknir út á miðunum. Þar gæfist
gott tækifæri fyrir þessa menn, sem
margir hvetjir era vísindamenn, að
sjá með eigin augum hvað mikið er
til af hval, þegar hann er að rífa
og eyðileggja nótina eða trollið. Og
jafnvel fá þá til aðstoðar okkar ann-
ars ágætu sjávarlíffræðingum við
margvíslega útreikninga, hvort
skynsamlega sé nú staðið að veiðum
loðnunnar, sem er ein aðalfæðuteg-
und þorsksins og einnig hvað hval-
urinn borðar nú mikið og beinlínis
er í harðri samkeppni við mannfólk-
ið um nýtingu auðlinda okkar kring-
um landið!!!
Sannleikurinn er einfaldlega sá
að við íslendingar ættum að skamm-
ast okkar all veralega, hvernig við
höfum umleikið gjafír náttúrannar.
Það er tími til kominn að stofnað
verði ráðuneyti umhverfismála og
tekið með festu á þessum málum
öllum.
Við eigum ekki að þola bama-
þrælkun, en þegnskyldu væri gott
að koma á í landinu, þar getur okk-
ar unga fólk, senmma á lífsleiðinni,
tekið þátt í uppgræðslu landsins,
skógrækt og við landgræðslustörf.
Einnig getur unga fólkið tekið að
sér störf í landhelgisgæslunni og
tollgæslunni. Við getum opnað
landið fyrir umheiminum og boðið
heimsbyggðinni í heimsókn, þar sem
vel yrði tekið á móti gestum í hreinu
og fallegu umhverfi og boðið yrði
upp á besta fáanlega hráefni, þar
sem rækt hefur verið lögð á gæðin,
en magnið e’kki aðalatriði.
Að lokum skal Eyjólfí Konráð
Jónssyni þakkað fyrir allt hans starf
Vestarr Lúðvíksson
„Ég er hræddur um að
það falli íslendingum
vel í geð að búa við
varanlegt atvinnuleysi
og máske eiga yfir
höfði sér líf farands-
verkamannsins, að leita
þangað sem vinnu er
að fá, í það og það skipt-
ið innan bandalagsins.“
á sviði samstarfs um nýtingu sam-
eiginlegra auðlinda norðursins. Um
þetta mál þarf að ijalla sérstaklega
seinna.
Ráðherrarnir mega skamma okk-
ar bankamenn og aðra, en þeir verða
að gera sér að góðu gagnrýnisradd-
ir í þeirra garð. Þeir hafa nefnilega
ekki efni á því að vera hörandsárir.
Höfundur erfulltrúií Útvegs-
banka íslands.
NISSAIM
~V\l£utlrurtj
Vió flytjum
Varahlutaverslun okkar verður lokuð í dag, föstudag
vegna flutninganna. Við vonum að lokunin valdi ekki
viðskiptavinum okkar of miklum óþægindum.
Opnum varahlutadeildina mánudaginn 3. apríl í
Sævarhöfða 2 í nýju, glæsilegu húsi.
Enn um sinn verður söludeildin í Rauðagerði.
Nýtt símanúmer á nýjum stað er
67 4000
Ingvar
Helgason hf.