Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 14

Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 14
14 .’-'köRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 H AKAKROS SINN OG HUNDAVAÐH) eftir Jóhannes Helga íslensk málefni, þau sem á þrykk út ganga, hvort heldur er í blöðum eða á bókum, eiga ekki greiða leið til vesturstrandar Noregs þar sem undirritaður elur manninn um þess- ar mundir. Landið er raunar ekki nefnt á nafn heilu misserin fremur en Tristan da Cuncha, nema þá neðanmáls í tengslum við bjór og brennivín og í veðurfréttum ásamt Svalbarða. Engin regla er þó án undantekn- ingar. Ein þeirra er Dagblaðið frá 12. desember, sem elskuleg hjúkr- unarkona bar mér um daginn sem forrétt að frúkosti og pensillíni. Þar var föðurlandið komið í allri sinni dýrð — í gervi Illuga og Hrafns Jökulssona í slagtogi við Pál Vil- hjálmsson — og þó nokkur slagsíða á móðurmálinu ásamt öðru litlu skárra. Eg er að tala um skrif Páls um bók bræðranna, íslenskir nasistar, undir liðnum Menning. Ég hafði svo ekki stautað mig fram úr mörg- um línum í hitakófínu þegar upp vaktist gamalt vísubrot: Einn af að smíða ausutetur og annar hjá honum sat, sá þriðji kom og bætti um betur og boraði á hana gat. Ég þrælaðist þó í fyrstu lotu til loka þriðju málsgreinar í grein Páls. Þurfti samt að hvíla mig þeg- ar ég hafði þrílesið síðustu setningu þriðju málsgreinar, svo hljóðandi: „Viðleitnin" (þ.e. viðleitni sið- menntaðra þjóða til að reyna að skilja hvemig nasisminn náði þeirri lýðhylli sem raun ber vitni) „nær einnig til íslands þar sem Hitlers- menn voru þó ekki annað en fá- mennur hópur sundurlausra ungra karlmanna." (Leturbr. JH). Eg klóraði mér í höfðinu. Gat verið að menn sem skrifa í blöð á Fróni í seinni tíð geri ekki greinar- mun á lýsingarorðunum „sundur- laus“ og „sundurleitur". Þetta hlaut að vera prentvilla. „Hópurinn" hefur a.m.k. tæpast orðið „sundurlaus" fyrr en samtök- in höfðu liðast sundur. Svo mikið er víst að þeir voru ekki úr liði útlimimir á frænda mínum og tilsjónarmanni á þessu tímaskeiði, kaupmanninum á því sem næst hominu á Laugavegi og Barónsstíg. Maðurinn hljóp í vinn- una ofan frá Alafossi á morgnana og til baka að loknum vinnudegi með viðkomu í sundlaugunum, og í matarhléum kýldi hann boxbolta gormstrengdan í gólf og loftplanka, til að styrkja handleggina til jafns við fætuma. Þurfti á hvoratveggja að halda á göngunum undir Þórs- hamrinum og til að hrinda áhlaup- um kommúnista. Mér er þetta allt í bamsminni. Ég var nefnilega yngsti nasistinn, á níunda ári, marséraði hinn hreyknasti undir blaktandi haka- krossinum í skjóli fóstra. En vel að merkja — svona í fram- hjáhlaupi, svo fremi uppgjör Jök- ulssona við íslensku þjóðemis- sinnanna — séu ekki einkaslags- mál, þá áttu þessir íjörkálfar svona álíka mikið sammerkt með Hitleris- manum og Sjálfstæðisflokkurinn með stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víet Nam eða Alþýðubandalagið með innrás Rússa í Afganistan. Liggur í augum uppi. Þjóðemissinnamir vora þrek- miklir ákafamenn sem skára upp herör gegn því sjúklega vonleysi, sem jafnan leggst á sálir manna á krepputímum og erfitt getur reynst að uppræta þótt búið sé að skera fyrir sjálft meinið. Fyrir hitt er ekki að synja að sá málstaður fyrir- finnst ekki, að hann fari ekki alltaf öfugur ofan í lítinn minnihluta sem kemur þannig óorði á annars brúk- legt málefni, tímabundið, ef ekki vill betur. Kunnara en frá þurfti að segja. Eins hitt, að fyrir lang- flesta var hin þýskættaða þjóðem- isstefna ekki annað en tímabundinn farvegur fyrir andóf gegn sálræn- um meinsemdum kreppunnar. Ein- hver pundfet af orku fóra að vísu forgörðum á þramminu og í svipt- ingum á kolabingjum, en sömu menn vora manna fljótastir á vett- vang þar sem höfuðskepnur léku lausum hala, svo sem eldur. Tilsjónarmaður minn varð sér t.d. fljótt úti um hjólhest, ekki samt þannig reiðhjól sem fyrirmenn stigu hofmannlega í gömlu Reykjavík. Nei, nei, þau vora ekki nógu hraðskreið. Hann fékk sér kappaksturshjól, rauðan þramu- fleyg, sem varð þess valdandi að ég skynjaði Reykjavík öðram þræði undan öðra sjónarhomi en önnur böm, nefnilega úr láréttri stellingu — sem böggull í handarkrikanum á branandi kappanum, sem nú var farinn að höndla með kjöt, kæfu og kartöflur. Baráttan við mein- vætti samfélagsins, hveiju nafni sem þeir nefndust, var samt enn í Jóhannes Helgi fullu fjöri. Ef brunaliðið heyrðist þeyta lúðra sína þá skellti hann búðardyranum í lás á auga lifandi bragði og kippti undirrituðum und- ir handlegginn um leið og hann kastaði sér á Rauð — og þá styttist í flörið. Þefvís á borð við síðasta Móhíkanann knúði hann þramu- fleyginn rakleiðis á eldsupptökin, stystu leið yfir gangstéttir og matj- urðagarða, þannig að oftast varð hann á undan branaliðinu á vett- vang og stökk tafarlaust inn í brennandi húsin og kom aftur að vörmu spori gegnum reykslungnar eldglæringar með eitt eða tvö ör- vasa gamalmenni, annað í fanginu, hitt á bakinu, þar næst níðþunga servanta og eikarkommóður, ösl- andi í vantssvelg og hoppandi yfir branaslöngur og blés ekki einu sinni úr nös. Kom fyrir að hann tók að sér yfirstjóm slökkvistarfsins. Orðakast. Láf og fjör og frískir menn — og gaman að vera átta ára. Bærinn var ekki lengur dauður og grámyglulegur. Samstarf okkar félaga fékk samt snöggan endi þegar kappinn hugðist innræta mér göfgi vinnunnar með því að gera mér að vigta kartöflur í punds- poka. Það þótti mér lítill nasismi og sagði nei. Hergangan, silkifán- amir, tramburnar, branaliðið og ferska loftið, það var allt annar metall. Skildi þar með okkur félög- um og hefur hvoragur litið hinn réttu auga síðan. Þannig fór um nasismann minn. Hann koðnaði niður í kartöflumar í kjötbúðinni. En tilsjónarmaðurinn hélt sínu striki og gerðist loðinn um lófana. Skynsamur maður, en undirritaður fór að skrifa bækur, sem orðið er vanþakklátasta starf sem fyrirfinnst á Fróni. Eftir ofangreinar hugrenningar yfir frúkostinum tók ég aftur til við skrifín Páls. Eitthvað meira en hugtakaruglingur hlaut að hanga á spýtunni úr því verið var að senda mér úrklippuna. Svo varð og raun- in. í fjórða dálki fór að grilla í gamalkunn tól bókrýna á Fróni: Klípitöng og sleggju. Páll vitnar í dálkinum í bók Jökulssona og far- ast svo orð í framhaldi af hugleið- ingu um mannkynbótafræði Eiðs S. Kvaran. Páll skrifar: „Eiður S. Kvaran varð ekki morðingi. Hann hafði þó allar for- sendur til þess, trúði á yfírburði hins germanska kynstofns og fyrir- leit aumingja á borð við verkalýðss- krílinn og júðana. Eiður lærði mannkynbótafræði í Þýskalandi og kynnti þessi vísindi fyrir íslending- um. Þó ekki yrði Eiði ýkja ágengt hér á landi vora þeir nokkrir sem gleyptu blekkinguna hráa. í bók- inni er tilfært nöturlegt dæmi af Agnari Kofoed-Hansen, flugmála- stjóra og lögreglustjóra í Reykjavík, sem lagði trúnað á þá fírra að glæpir gangi að erfðum. Agnar meðtók boðskapinn f náms- ferð til Þýskalands á dögum Hitl- ers og Himmlers og í viðtalsbók frá árinu 1981 stendur hann fast á þeirri skoðun að „ísköld vísindi" sanni að bam erfí glæpahneigð frá föður sínum.“ Lýkur tilvitnun í Pál. A hveiju skyldi hann svo byggja ofangreind- an sleggjudóm? Tvær aðrar spurn- ingar era nærtækar: í fyrsta lagi: Hvemig vogar maðurinn sér að víkja með þessum hætti og f þessu samhengi að látnum sæmdarmanni SEM „SKYNLAUS“ SKEPNAN EÐA FÍFL eftir Jens í Kaldalóni Frá öllum klettum og fjöllum þessa lands, hefur hið margtuggna orð kreppa og gjaldþrot bergmál- að, sem einhver dýrðaróður væri, og þá ekki síður að þetta hrópandi bergmál hefur svo kristallast í öll- um fjölmiðlum þjóðarinnar, og máli manna þar á milli, að svo til öll önnur mannanna verk, yfirsjón- ir og agnúar, hafa fallið í skugg- ann, og fokið sem fis um helfrosið hjam í næðingi norðanvinda, og hvergi fest sig í vitundinni hvað til grundvallar liggur öllum þessum gjaldþrotaumþenkingum, sem aldrei nokkum tíma hafa í neinum mæli hrellt þessa þjóð jafn hrika- lega í sögu hennar og tilvera allri, allt frá landnámstíð. En ef þessi kreppa, sem svo mikið er umtöluð, ætti upprana sinn að rekja til harðæris, gras- brests og gróðurleysis, fiskiþurrðar eða eldgosa, væri sök sér að mað- ur fengi botn í upprana hennar, en satt best að segja, í sem stystu máli, er hún algerlega, og í öllu formi, af mannavöldum þessarar þjóðar, og algert sjálfskaparvíti frá fyrsta upprana sínum. Löngu löngu fyrirfram vitandi að ekki yrði hjá komist svo sem að grund- velli hennar lagt var, sem svo langt frá nálgaðist hina minnstu skyn- semi, eða lögmálskenndan bein- harðan raunveraleikann. En ef við færam nú að þreifa ofaní skófnapott þann, sem hin útvöldu stjómvöld hafa verið að hræra í undanfarin ár, þá verður ekki komist hjá að þukla þar um hinar ógeðslegustu branaskófír, sem ekki með neinu móti era svo hreinsaðar frá botninum, að pott- urinn með öllu saman verði ekki svo illa farinn, að ekki megi með öllu henda, hvað stór og veglegur, sem í upphaflegri gerð sýndist glansandi spegilfagur og fínn. Eða gat nokkram lifandi óvitlausum manni til hugar komið, að hægt væri að reka nokkra atvinnustarf- semi eða framleiðslu með 49-60% vaxtaokri og þar að auki verð- bótafé. Af hverri einustu einni milljón króna í stofni eða rekstr- arfé þyrfti að borga 600 þúsund krónur í vexti ár eftir ár. Af einum 5.000 krónum í skuld skyldi eftir eitt ár þurfa að greiða 33 þúsund krónur með dráttarvöxtum og inn- heimtukostnaði. Að 40 þúsund króna skuld skuli vera komin í 220 þúsund krónur eftir 2 ár. Eða hvað svo þegar vanskilaskuldir era orðn- ar tugir eða hundruð milljóna. Hvað á svona bijálsemi að þýða og hveiju þjónar hún í raun og vera? Hvað nálgast það frekar að vera sem „skynlaus" skepna í öllu dagfari sínu, en að láta sér detta í hug, að slíkt og þvílíkt gæti með nokkru móti staðist það raun- hyggjulögmál, sem áskapað er okkur, sem og öllum öðram, eftir að lifa. Eða þegar einn maður á sl. vori var að borga 30 þúsund af húsnæðisskuld sinni, skuldaði hann 31 þúsund krónum meira á eftir en áður. Hver innleiddi slíkan andskota inní fjármálakerfi þjóðar sinnar? Vora það ekki okkar elsku- legu þingmenn, eða hvað? Einhver hlýtur að hafa staðið þar að verki sem valdið hafði. Hveijir vora í þeirri ríkisstjórn á landi hér fyrir síðustu kosningar sem marglýstu þá yfir löngu fyrir þær kosningar, að allt væri að sigla norður og niður og þyrfti skjótra aðgerða við til að lagfæra eymdina alla og volæðið. En renndu sér heldur, sem um lífið væri að tefla, um miðjan vetur, útí kosningar, sem enduðu svo með þeim eindæma skelfing- um, sem öll íslandssagan hafði aldrei orðið vitni að áður, og öllum er í fersku minni. Og hvað hefur ekki riðið við einteyming, ef ekki stjómarfarið síðan, og þó raunar löngu áður Iíka. Hafa ekki alþingis- menn horft uppá það aðgerðarlaus- ir, að sjá allar eða flestallar at- vinnugreinar þjóðarinnar brenna upp til kaldra kola, og hvað getum við komist nær þjóðargjaldþroti en því, að flestöll atvinnufyrirtæki þjóðarinnar fari á hausinn, og 150 gjaldþrotaauglýsingar birtist í einu og sama blaðinu, eða rúmlega hálft annað þúsund á einu ári, en svo leika alþingismenn listir sínar út- um landsbyggð alla nú um hávet- ur, rétt eins og ekkert sé að gera, á fullu þingfararkaupi sínu um háveturinn, en að auglýsa eymd sína og kæruleysi, hlaupandi frá verkum sínum, sem enga bið þola úr að leysa. En hvað er maðurinn annars að Jens Guðmundsson í Kaldalóni „Þarna blasa við, — svo ekki verður um villst, stjórnvaldsaðg-erðir, eða réttara sagt afleið- ingar þeirra gerða í hnotskurn ráðvilltrar sljórnunar landsmál- anna í flestum málum.“ þrugla um? Veit hann ekki, eða hvað, að það var búið að innleiða frelsið heim að hvers manns dyr- um? Veit hann ekki að annar kaup- maðurinn mátti selja sömu vöra- tegundina fyrir 400 krónur, sem hinn seldi á 100 krónur? Veit hann ekki að ekkert er sjálfsagðara en að flytja inn bamaleikföng fyrir allan þann gjaldeyri sem kemur inn fyrir loðnuafla landsmanna? Fjöra- tíu til fímmtíu skip pæla í því öll haust og vetur í hrakviðrum og kulda að fylla sig svo að ekkert stendur uppúr nema í mesta lagi hvalbakurinn og brúin þá að landi er komið til þess eins að kaupa fyrir afurðirnar, eins og þær leggja sig, leikföng fyrir bömin. Það er eitthvað annað en þegar ég var bam að tálga allra fugla líkingar úr ýsubeinum úr soðningunni, eða tálga trébátana úr spýtum til að láta sigla um pollana. En þá vora heldur engin loðnuskip komin í íslenska útgerðarflotann. Og veit hann ekki heldur að nú má flytja inn allt það sem hugurinn girnist, og eitthvað er hægt að hafa uppúr að selja? Eða veit hann ekki að af hverri einni milljón króna sem lögð er inní banka, á fjórði partur- inn að renna inní Seðlabanka ís- lands og geymast þar vaxtalaust, þar til bankamir era orðnir svo blankir að þeir verða að taka það þar að láni með okurvöxtum? En var að furða þótt blessaðir A-flokkaráðherramir yrðu frelsinu fegnir, og gætu í allri ró, og sak- leysi skroppið sem góðir gestir útí fámennið nú um svartasta skamm- degið, þar sem öllum gestum og gangandi er innilega fagnað í þeirri einmanakennd allri sem þar ríkir, færandi fréttir og kostum búið nýmeti af sjómvisku þeirri og ráð- deild í öllum þeim háskasjó sem kveðið er um að ríki nú við allar strendur þessa lands, og brotaöld- urnar hrikti svo við ráðherradyr þeirra, að hveija einustu lýsisglætu verði út að bera til að lægja brim- rótið. Ekki síður þó þar sem í skrokkum þessara höfðingja renn- ur hið kjamaríka höfðingjablóð feðra þeirra og mæðra útaf okkar vestfirsku kjamakvistum, sem af manngildi, reisn og dugnaði lögðu sig alla fram um að vemda lítil- magnann, og bæta sem best þeir gátu kjör hans og umkomuleysi á öllum mannlegum sviðum. Nei, við skulum ekki vanmeta slíka ferðareisu þeirra til huggunar hrelldum sálum í einmanakennd tilvera sinnar útum víðan völl þessa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.