Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 16

Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga um atvinnumál: Sveitarfélögin að sligast undan aðstoð við atvinnulífið Kerfísbundið, tæknivætt rán, segir einn oddvitinn um fjármagnskostnaðinn GÍFURLEGIR fjárhag-scrfiðleikar margra sveitarfélaga urðu aðalum- ræðuefiiið á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga um atvinnumál, sem haldinn var í Reykjavík síðastliðinn miðvikudag. Að loknum framsögu- erindum sté hver oddvitinn, bæjarstjórinn og sveitarstjórinn eftir annan í pontu og lýsti ástandinu heimafyrir. Lýsingar þeirra voru ófagrar: Fyrirtæki, oft burðarásar atvinnulífsins á staðnum, stundum öll fyrirtæki á staðnum, stórskuldug og rekstrarstöðvun í sjónmáli, sum svo illa stödd að þau fá ekki fyrirgreiðslu frá Atvinnutrygginga- sjóði, sveitarfélögin að sligast undan byrðum sem þau hafa tekið á sig til að halda atvinnulífinu gangandi. Sveinbjörn Jónsson oddviti á Suðureyri kallaði fjármagnskostnað fyrirtækjanna „kerfisbundið, tæknivætt rán“. Sveitarsljórnarmennimir gagnrýndu harðlega slaka frammistöðu stjómvalda og aðgerðaleysi gagnvart þessum vandamál- um og tíndu til dæmi um mikinn kostnað í viðskiptum við lánastofiian- ir, jafiit opinbera sjóði sem aðrar. Þeir kröfðust tafarlausra aðgerða og brýndu viðstadda ráðherra. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hóf fundinn með ávarpi. Hann greindi þar frá at- vinnuástandi og lýsti áhyggjum af atvinnuleysi, sem í sumum byggðar- lögum er mun meira en meðaltöl gefa til kynna. Hann sagði tilgang fundarins að leita samstarfs við sveitarfélögin um lausn á þessum málum og kynna þeim hvað ríkið væri að gera og fá fram skoðanir þeirra. Hann þurfti ekki að fara af fundinum án þess að heyra ákveðnar skoðanir sveitarsljómamanna. Ríkið skuldar líka Ingunn Svavarsdóttir oddviti Presthólahrepps tók fyrst til máls í umræðum. „I mínum huga er eink- um tvennt sem þarf að taka á í sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga. Það er annars vegar varðandi rekstur fyrirtækja, að skapa framleiðslufyr- irtækjunum rekstrargrundvöll. Mér virðist það ákaflega óheppilegt að sveitarfélög skuli þurfa að fjár- magna fyrirtækin að meira eða minna Ieyti. Það er í fyrsta lagi með hlutabréfakaupum, í öðru lagi með ábyrgðum á lánum til fyrirtækja og í þriðja lagi með eftirgjöf eða frestun á opinberum gjöldum. Presthóla- hreppur er ágætt dæmi um þetta allt saman. Hreppurinn hefur orðið að fara út í hlutabréfakaup í laxeld- isfyrirtækjunum Árlaxi og Seljalaxi, auk rækjuvinnslunnar Sæbliks, til þess að koma þessum fyrirtækjum á fót. Hann hefur orðið að taka á sig ábyrgðir vegna Iána til Sæbliks sem nú er orðið gjaldþrota og þar með falla nokkrir tugir milljóna á sveitarfélagið. Hreppurinn þarf að gefa eftir aðstöðugjöld og fasteigna- gjöld kaupfélagsins, líklega fimmtíu prósent, vegna greiðslustöðvunar þess. Og Útnes, sem er saltfiskverk- un á staðnum, hefur orðið að semja um greiðsluffest á opinberum gjöld- um fyrra árs. Þá hef ég nefnt öll fyrirtækin á staðnum. Hins vegar vil ég benda á, að það er slæmt að sveitarfélög skuli ekki kjarasamninga að ræða stöðu at- vinnumála. Og það er alveg ljóst að það sem aðilar vinnumarkaðarins munu hafa uppi á borðinu hjá sér næstu daga og vikur er einfaldlega spumingin hvemig á að koma í gang atvinnulífi sem hefur verið stoppað, hvemig á að bjarga fyrirtækjum sem eru við það að loka, hvemig á að skapa fólki vítt og breitt um landið vinnu. Það er að segja þetta sem ég held að við séum öll sammála um að séu grundvallarmannréttindi, að þurfa ekki að framfleyta sér með aðstoð atvinnuleysisbóta eða á ann- fimm milljónir. „Finnst ykkur þetta eðlilegt gagnvart sveitarfélögun- um?“ spurði hann ráðherrana. Allt að fara í rúst Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði var ómyrkur í máli og gagnrýndi stjómvöld harðlega. Hann sagði alveg ljóst að ef ekki verði farið að gera eitthvað í málefn- um framleiðslufyrirtækja, þá þoli sveitarfélagið, Seyðisfjörður, ekki þær byrðar sem það hefur tekið á sig. Hann ræddi sérstaklega erfið- leika sjávarútvegsfyrirtækja og Sveitarstjórnamenn á samráðsfundi um atvinnumál með fulltrúum ríkisvaldsins. Morgunblaðið/Þorkell fá uppgert vegna opinberra fram- kvæmda eins og til dæmis skóla og heilsugæslustöðva. Það hlýtur að vera rökrétt að ríkið stoppi hreinlega af framkvæmdir sem það hefur ekki bolmagn til að greiða sinn hlut í jafnóðum. Við eigum til dæmis, í Presthólahreppi, hlutdeild í tveimur skólum, á Kópaskeri og í Lundi í Öxarfirði. Ríkið skuldar nær tíu milljónir í þeim og þó var fram- kvæmdum við þessa skóla lokið fyr- ir fimm og sex árum." Mannréttindi í húfi „Mér finnst það tímanna tákn,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson formaður Félags sveitarfélaga á Austfiörðum, „að einmitt núna þegar Samband íslenskra sveitarfélaga sér ástæðu til að kalla saman ráðstefiiu um at- vinnumál, þá er meginverkefni verkalýðshreyfingar við mótun Landbúnaður: Endurskoðun rekstrar- og afurðalánagreiðslna Á NÆSTU dögum mun taka til starfa nefhd sem Steingrímur J. Sigfus- son landbúnaðarráðherra hefur skipað til að endurskoða rekstrar- og afurðalánafyrirgreiðslu við landbúnaðinn, en Landsbankinn, Búnaðar- bankinn og Samvinnubankinn hafa ekki séð sér fært að veita sauð- Qárbændum lánsloforð vegna framleiðslu þessa árs. Steingrímur J. Sigfusson segir að rekstrar- og afurðalánafyrirgreiðslu bankamir hafa tengt þessa ákvörðun sína þeirri endurskoðun á afuraða- lánum sem nú er að hefjast. Hann segir að ætlunin hafi verið að skipa eina nefnd sem endurskoðaði afurð- alánakerfið í heild sinni gagnvart öllum atvinnugreinum, en það hafi dregist úr hömlu og endanleg niður- staða f ríkisstjóminni hafí orðið sú að skipa tvær nefndir, annars vegar til að endurekoða rekstrar- og afurð- alánafyrirgreiðslu til iðnaðar og hins vegar til landbúnaðar. „Nefnd sem mun endurskoða við landbúnaðinn er í þann mund að hefja störf, og í beinu framhaldi af því mun ég funda með bönkunum. Vonandi tekst þá að semja um eitt- hvað fyrirkomulag á þessum málum, og ef ekki vill betur til þá að minnsta kosti til bráðabirgða á meðan þessi nefnd er að störfum og þangað til hún skilar af sér. Ég mun þannig leggja á það mikla áherslu að ein- hver lausn finnist á fyrirgreiðslu bankanna til bænda á meðan á starfí nefndarinnar stendur," segir Steingrímur J. Sigfússon. an hátt með aðstoð hins opinbera." Hrafnkell las orðsendingu frá sveitarstjórnamönnum á Austfjörð- um, sem ekki komust á fundinn vegna samgönguerfiðleika. Þar var vitnað til stefnuyfirlýsingar ríkis- stjómarinnar um að tryggja atvinnu. Síðan sagði Hrafnkell: „Það em býsna margir sem em að verða lang- eygir eftir því að sú ríkisstjóm sem nú situr, leysi vanda atvinnulífs vítt og breitt um landið. Næsta ríkis- stjóm á undan gat það ekki og því miður em margir komnir með efa- semdir um að þessari ríkisstjóm ta- kist það. En, það er ljóst að takist ekki að skapa atvinnulífinu þann gmndvöll að fólk hafi vinnu, þá em þeir sem um stjómvölinn halda, hvar sem þeir em, ekki starfi sínu vaxn- ir.“ 20 miiyónir tapaðar „Um síðustu áramót áttum við vel rúmar fjörutíu milljónir útistandandi hjá þessum helstu undiretöðufyrir- tælq'um bæjarins," sagði ísak Óíafs- son bæjarstjóri á Siglufirði. „Staðan núna er sú, að við þurfum að af- skrifa líklega helminginn af þessari upphæð vegna gjaldþrota. Afgangn- um, liðlega tuttugu milljónum, þurf- um við að skuldbreyta í gegnum Atvinnutryggingasjóð. Við emm búnir að skuldbreyta við eitt fyrir- tæki og við höfum verið að reyna að koma þessum Atvinnutrygginga- sjóðsbréfum sem við tókum inn í Ríkisábyrgðasjóð. Þar er mér sagt, af talsmanni Ríkisábyrgðasjóðs, að ef til þess kæmi að þessi bréf verði tekin sem greiðsla inn á viðskipta- reikning okkar, þá verði það ömgg- lega með afföllum. Þess vegna lang- ar mig einmitt að spyija ráðherrana: Er þetta ekki undarleg málsmeðferð, því að Atvinnutryggingasjóður skuldbreytir ekki við okkur nema við tökum skuldir fyrirtækjanna á pari?“ ísak sagði að þegar hitaveita stað- arins þarf að taka lán á næstunni upp á um 54 milljónir króna, þá taki ríkissjóður af þeirri upphæð sagði þá meðal annars: „Ég vil spyija forsætisráðherra landsins: Ef laun þín hefðu ekki hækkað síðustu tvö ár og þú hefðir orðið að taka á þig allar hækkanir sem hafa orðið hér á þessu landi, hvar heldurðu að þú værir í dag? Þú værir efalaust á framfæri Félagsmálastofnunar. Það em hreinar línur. Ég hefði getað sagt þetta við hvem sem er. Af hveiju segi ég þetta? Vegna þess að þetta er staðan sem sjávarútveg- inum á íslandi hefur verið boðin. Tekjur hans hafa nánast ekkert hækkað á þessu tímabili, en hann hefur orðið að taka á sig allar hækk- anir. Og af hveiju var ekki bmgðist við miklu fyrr?“ Síðan sagði Þorvaldur: „Maður er búinn að bíða eftir þessu í eitt og hálft ár að eitthvað verði gert. Þetta er það lítið samfélag, þúsund manns, við framleiðum þarna sjávarafurðir og sköpum gjaldeyri fyrir þjóðina, en þetta er hreinlega allt að fara í rúst. Og þetta er ekki vegna ein- hverra aðstæðna úti í heimi. Þetta er vegna þess að það er magaverkur héma heima hjá okkur og við hljót- um að geta tekið á þessu." Kerfísbundið rán Sveinbjöm Jónsson oddviti á Suð- ureyri við Súgandafjörð lýsti djúp- stæðu vonleysi í baráttu sveitarfé- laga og fyrirtækja á landsbyggðinni við ríkisvald og embættismenn. „Sannleikurinn er í sjálfu sér mjög einfaldur. Það er verið að ræna und- irstöðuatvinnuveg þessarar þjóðar mjög stóram upphæðum. Þær fúlgur mæiast í milljörðum, það er kannski ágreiningur um hvort þeir milljarðar eiga að vera tveir, fimm, tíu, tuttugu eða meira, að minnsta kosti hefur eiginfjáretaða þessarar greinar hm- nið svo undanfarin ár að það er ekki hægt að líkja því við neitt ann- að en rán. Kerfísbundið, tæknivætt rán.“ Sveinbjöm ræddi síðan um Fisk- iðjuna Freyju, sem er stærsta at- vinnufyrirtækið á Suðureyri. Sam- bandið keypti fyrirtækið af heima- mönnum árið 1981 og hefur rekstur- inn gengið „ansi misjafnlega", sagði Sveinbjöm. „Skuldir fyrirtækisins núna við sveitarfélagið em um það bil þijátíu milljónir króna, sem er álíka mikið og allar tekjur sveitarfé- Iagsins á einu ári.“ Hann greindi síðan frá björgunaraðgerðum, niður- fellingu skulda, lánveitingum, hluta- bréfakaupum. „Jafnvel em ýmis ykkar þeirrar skoðunar að við séum orðin rík og glöð á Súgandafirði og séum búin að fá þar ómældar millj- ónir inn á þetta fyrirtæki til þess að hjálpa okkur við reksturinn. Sannleikurinn er sá að það hefur aldrei verið gert annað en að veifa þessari dulu. Þessar ákvarðanir sem hafa verið bornar til okkar, að nú væri búið að samþykkja þetta, þær hafa kveikt vonir í bijóstum okkar um að nú væmm við kannski að eygja það, að þessir peningar sem teknir hafa verið frá sveitarfélaginu ófijálsri hendi, væm kannski ekki glataðir þrátt fyrir allt.“ Sveinbjöm krafðist síðan aðgerða, að stigið verði það skref sem þarf til að tryggja rekstur Freyju og að sveitar- félagið fái skuldimar greiddar. Ef ekki, „ ... þá held ég að það sé ljóst að þetta sveitarfélag veiði fljótlega borið inn á borð hjá Jóhönnu Sigurð- ardóttur.“ Á að fella gengið? Fleiri sveitarstjómamenn tóku til máls og höfðu svipaða sögu að segja. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra svaraði fyrirspum- um og ræddi gagnrýni á ríkisstjórn- ina. „Hér hafa staðið upp ýmsir menn,“ sagði hann, „og farið nokkuð þungum orðum um ástand og horfur og sett fram þá einföldu kröfu að ríkisvaldið skapi rekstrargrundvöll. Ég verð að segja ykkur það, að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með þá kröfu, því að henni hefur ekki verið fylgt eftir. Það hefur enginn til dæmis sagt að skapa beri rekstrar- gmndvöll með því að fella gengið. Af hveiju forðast menn það ef menn telja það vera leiðina? Og ræða þá afleiðingar af gengisfellingu. Ég held að við verðum að krylja þessi mál til mergjar og ræða í fullri hrein- skilni um það hvemig rekstrar- gmndvöllur verður skapaður. Ríkis- stjómin leitar til ykkar, ekki síst til að fá ráð í þeim efnum. Það er vitan- lega alveg ljóst að mjög hefur fjarað undan útflutningsatvinnuvegum á undanfömum ámm, líklega nokkuð mörgum árum.“ Peningavaldið ekki fúst til samstarfs Síðan sagði Steingrímur frá því að gengið hafi fallið um meira en þijátíu prósent á einu ári og spurði í framhaldi af því: „Kemur gengis- felling þeim fyrirtækjum sem svo em orðin skuldsett, eins og ijölmörg fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi, að þeim notum sem menn reikna á hné sér, nánast?" Steingrímur sagði síðan: „Ég held nefnilega að í mjög mörgum tilfellum hafi grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækja verið brostinn fyrir mörgum ámm jafnvel. Og af því að Sveinbjöm rakti hér áðan með Vestfirðina, sem ég þekki líka vel, og ég þekki ekki síst fyrirtækið Freyjuna, þá er það eitt af þeim fyrirtækjum sem ég hef farið að velta fyrir mér upp á síðkastið hvort hafi verið réttlætanlegt þegar maður hefur gengið undir manns hönd að útvega meiri lán til þess fyrirtækis. Gat það fyrirtæki nokkum tíma staðið undir þeim lánum sem því vom veitt? Hófst ekki rekstur þessa fyrirtækis hjá nýjum eigendum þannig að það var í raun ekki fjár- hagsgrandvöllur, var málið leyst í upphafi? Og maður spyr sjálfan sig, af því að Vestfirðir vom séretaklega nefndir, hvers vegna em önnur fyrir- tæki rétt við hliðina sem standa afar vel? Þau em sem betur fer til.“ Steingrímur sagði ekki nóg að krefjast rekstrargmndvallar af ríkis- valdinu og benti á offiárfestingar í sjávarútvegi. Hann lýsti áhyggjum sínum af afföllum af skuldbreytinga- bréfum og fjármagnskostnaði. „Okkur hefur alls ekki tekist að fá það samstarf við peningavaldið í þessu landi sem nauðsynlegt er.“ Steingrímur hvatti menn að lokum til að segja skoðun sína á því til hvaða aðgerða ríkisvaldið ætti að grípa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.