Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
21
Málvísindi:
Eru allar tungurnar
runnar af sömu rót?
Observer
NOKKRIR bandarískir málvísindamenn telja, að nú sé farið að
hilla undir lokalausnina í þessari fræðigrein — endurgerð sjálfs
„móðurmálsins", tungunnar, sem fyrstu mennimir töluðu sín í
milli.
Vitaly Shevoroshkin, prófessor
við Michigan-háskóla, segir, að
mannkynið hafi í fyrndinni verið
eitt að því marki, að það talaði
aðeins eina tungu og fínnst honum
líklegt, að það hafi verið fyrir
100.000 árum. Á þessum tíma var
maðurinn í raun að stíga sín fyrstu
skref í átthögunum í Afríku en
síðan lagði hann undir sig lönd
og álfur og ruddi burt keppinaut-
um eins og Neanderthalsmannin-
um.
Með tíð og tíma greindist
tungan í ólíkar mállýskur, sem
aftur urðu undirstaða nýrra
tungna. Þannig gekk það ár-
þúsundum saman og útkoman er
sú fjölskrúðuga tungumálaflóra,
sem nú er að finna.
Flestir málvísindamenn teija
raunar, að núlifandi tungumála-
flokkar séu svo fjarskyldir ef um
einhvern skyldleika er þá að ræða,
að útilokað sé að finna í þeim ein-
hvem þann samnefnara, sem gefi
hugmynd um „móðurmálið“. She-
voroshkin og skoðanabræður hans
eru þó á öðru máli. Segja þeir,
að nýjustu rannsóknir bendi til,
að allar tungur megi rekja til sjö
frumgerða. Nefna þeir eina þeirra
Nostratic, uppsprettu indó-evr-
ópskra mála, þar á meðal ensku,
þýsku, rússnesku, íslensku og
annarra.
„Nostratic var líklega töluð af
fólki, sem bjó í Miðausturlöndum
fyrir um 15.000 árum,“ segir
Shevoroshkin, „og með nákvæmri
greiningu höfum við endursmíðað
nokkur hundruð orð úr henni, til
dæmis „mi“ fyrir ég eða mig; „tu“
fyrir þú eða þið; „ku“ fyrir hver
og „kerd“ fyrir hart.“
Shevoroshkin og félagar hans
hafa minna rannsakað hinar sex
frumgerðirnar en telja sig þó geta
fundið eða endurgert orð, sem
eigi sér rætur í þeim öllum. Þar
á meðal er „huka“ fyrir auga;
„teli“ fyrir tunga; „ngai“ fyrir ég
og „nyin“ fyrir þú.
mmm #ím
Traktorsgröfur: CAT 428
JCB 3DX
JCB 3DX4
JCB 3DX4
MF 50
CASE 580F
CASE 580G
Veghoflar: CAT 12F
CHAMPION
Jardýtur: CAT D4D
CAT D5B
CAT D6C
CAT D7F
IH TD-8
Hjólaskóflur: CAT 980Ð
CAT 966C
CAT 950
CAT 950B
MICHIGAN 125
MICHIGAN 125
MICHIGAN 175
'87
’80
’82
’87
’82
'81-83
'83-87
'66
'83
'81
'73
'66
'74
'11
’75
'74
’78
’84
’69
’73
’73
Beltagröfur: CAT
CAT
OK
OK
225 '80
225 LC '83
RH-12 '11
RH-6 ’74
ALLAR UPPLYSINGAR HJA SOLUMANNI
IhÍHEKLAHF
I " U Laugavegi 170-174 Slmi 695500
Caterplllar. Cat og Œ eru skrásett vörumerki.
[0 CATERPILLAR
YFIR 40 ARA FORYSTA A ISLANDI
Blomberq
vaskar í
stáli og hvítu.
15 gerðir.
Hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
i__________tó_
Einar Farestveit&Co.hf.
, BOROAWTÚNI28, SÍM116995.
Lelð 4 stoppar vlA dymar
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIRTEINA RIKISSJœS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. I 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS
GREIÐSLU-
ERFIÐLEIKAR
HÚSBYGGJENDA 0G
ÍBÚÐARKAUPENDA
Margir þeirra, sem byggt hafa íbúðarhúsnæði eða
keypt á síðustu árum, þekkja hvað það er að lenda í
greiðsluerfiðleikum; að eiga ekki fyrir afborgunum lána
og þurfa að taka lán til að greiða af eldri lánum.
HELSTU ÁSTÆÐUR
Ástæður greiðsluerfiðleikanna hafa veriö marg-
víslegar. Sumir gátu ekki séð vandann fyrir. Áætlanir
þeirra brugöust vegna aðstæðna sem þeir réðu ekki við.
Allt of margir hefðu hins vegar getað séð erfiðleika sína
fyrir.
BYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA
Stór hópur hefur lent í greiðsluerfiöleikum vegna
byggingar eða kaupa sem ákveðin voru áður en þeir
fengu svar við umsókn sinni um lán frá Húsnæðis-
stofnun. Þetta heitir að byrja á vitlausum enda. Það er
frumskilyrði, að þeir sem þurfa lán hjá stofnuninni, taki
ekki ákvarðanir um byggingu eða kaup fyrr en þeir hafa
fengið senda tilkynningu um afgreiðslutíma láns
(„lánsloforð").
LIFAÐ UM EFNI FRAM
Margir hafa einnig lent í greiösluerfiðleikum vegna
þess að þeir byggðu eða keyptu allt of stórt eða dýrt
húsnæði. Sumir virðast halda að málin bjargist af sjálfu
sér. Sú er sjaldnast raunin, því miður. Það er liðin tíð að
það borgi sig að skulda.
Láttu það ekki henda þig, að eyða mörgum árum ævi
þinnar í erfiðleika og áhyggjur af íbúðarkaupum eða
byggingu sem þú ræður engan veginn við.
FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA
1 ÞESS AÐ ÓSKHYGGJAN EIN FÉKK AÐ RÁÐA.
1 ÞAÐ ER EKKI EFTIRSÓKNARVERT.
fö' RÁÐGIAFASTÖÐ
HUSNÆÐISSIÖFNUNAR