Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 32

Morgunblaðið - 31.03.1989, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDftGUR 31, MARZ 1989 Kveðjuorð: Baldur Þórðarson bóndi, Hjarðarholti Fæddur 15. nóvember 1924 Dáinn 22. mars 1989 Fyrir 30 árum er sjö ára strákur staddur inn á Laugardalsvelli að horfa á kappleik. Hann er Reykjavíkurbam, alinn upp í nýju hverfí þar sem gata og byggingar eru vettvangur leikja. Krakkamir í hverfínu em galsafengnir og snáð- inn er til í ýmislegt sem sumir þeirra eldri nefna jafnvel prakkara- skap. Þó er drengnum um og ó þegar nafn hans er kallað í hátalarakerfíð og hann beðinn að koma í anddyri vallarins. Heima bíður maður vest- an úr Dölum því nú skyldi snáðinn í sveit, sem títt var um Reykjavíkur- böm á þessum ámm. Úttroðinn af súkkulaðistaumm og öðm góðgæti kom undirritaður síðla kvölds með Þráni á flutn- ingabílnum að Hjarðarholti í Dölum. Hjónin Baldur Þórðarson og Anna Markrún Sæmundsdóttir tóku hlý- lega á móti litlum lúnum ferða- langi. Umsamin dvöl var 3 vikur, en varð að mörgum summm, pásk- um og helgum. Stundimar að Hjarðarholti hjá Baldri og Möggu urðu minn besti skóli. Þar opnaðist mér faðmur, sem rúmaði ekki aðeins mig, heldur einnig alla fjölskyldu mína og vini. En nú em tímamót, ekki bara í mínu lífí, heldur svo margra ann- arra, því vinur minn Baldur er horf- inn frá okkur. Baldur var góður maður og einkanlega laginn að laða að sér böm. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að tala við þau og þá ekki síður að hlusta á og fylgjast með litlum skjólstæðingum sínum. Hann var góður faðir og afí, ekki bara sínum börnum og bamabörn- um, heldur öllum börnum. Þar var jafnaðargeð og þolinmæði í fyrir- rúmi. Margar minningar leita í hug mér. Einn fagran sumarmorgun vakti Baldur mig og bað mig að erinda með sér lítilræði. Við dmkk- um saman, söðluðum síðan hesta og riðum upp Hálsinn og niður í Þverdal. Þar var stóð á beit. Hann bendir á tvö trippi og segir að við skyldum skilja þau frá stóðinu og skoða nánar. Þetta var ekki létt verk því aðstoðarmaðurinn var bara 10 ára. En Baldur átti nóga þolin- mæði og þrautseigju. Að lokum tókst okkur að reka trippin til byggða. Þarna eyddi hann dýrmæt- um tíma og hafði ómælt erfíði ein- ungis til að gleðja mig, því hann var að kynna mér laun sumarstarfs- ins, jarpt gæðingsefni. Þetta varð mér mikill happafengur og gleði- gjafí eins og allt það sem Baldur lagði mér til. Elsku vinir mínir frá Hjarðar- holti. Ég og Qölskylda mín sam- hryggjumst ykkur. En við vonum að bjartir tímar séu framundan og biéjum fyrir Önnu Rún. Blessuð sé minning Baldurs. Einar Örn Eftir því sem árin bætast við metum við æ meira gildi þess að hafa kynnst góðu fólki og verið samvistum við það á bemsku og æskuámm. Ég fæ seint fullþakkað forsjóninni og foreldrum mínum að ég skyldi send telpukom í sveit til sæmdarhjónanna Þórðar Jónssonar og Nönnu Stefánsdóttur í Hjarðar- holti í Dölum. Og kynntist þar með fjölmennri fjölskyldu, samhentri og stórri í sniðum, sem ég hef leyft mér að telja vini mína upp frá því, t Ástkær eiginkona mín, móftir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA KARLOTTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrauntungu 58, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 29. mars. Karl Einarsson, Kristján Á. Bjarnason, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Einar Karlsson, Sverrir Karlsson, Birgir Karlsson, Agnes Reymondsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Tómas Tómasson og barnabörn. t JÓHANN PÉTUR GUÐMUNDSSON húsgagnasmfðameistari, Norðurbrún 1, andaðist í Landspítalanum 19. mars síðastliðinn. Jarðarförin hef- ur farift fram í kyrrþey aft ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deild- ar 11E Landspítalanum. Guðrún M. Jóhannsdóttir, Gísti S. Gfslason, Kristfn Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Rafn Sigurðsson, Jens Pótur Jóhannsson, Matthildur Róbertsdóttir, Hólmgeir Þór Jóhannsson, Elfsabet Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn t Eiginkona mín og móðir, SJÖFN A. ÓLAFSSON, Valhöll, Patreksfirði, andaðist fimmtudaginn 23. mars. Jarðsett verður frá Patreks- fjarðarkirkju í dag, föstudaginn 31. mars, kl. 14.00. Guðjón Hannesson, Anna Stefanfa Einarsdóttir. t Systir mín, HÓLMFRÍÐUR SKÚLADÓTTIR, sem andaðist að morgni 24. mars á St. Franciskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 1. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurborg Skúladóttir. t HÉÐINN MARÍUSSON, Túngötu 12, Húsavfk, veröur jarðsunginn kl. 10.30 frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 1. apríl. Helga Jónsdóttir og börnin. t Þökkum auðsýnda sámúð vegna andláts og jarðafarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNAR GESTSSONAR pfpulagningameistara. Rósa Guðmundsdóttir, Gestur Gunnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Katrfn Gunnarsdóttir, Hreiðar Ögmundsson, Auður Gunnarsdóttir, Hannes Jónsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, BOGA VIGGÓS BOGASONAR, Varmadal, Rangárvöllum. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki á Ljósheimum, Selfossi. Valgerður Bogadóttir, Sigrfður Bogadóttir og vandamenn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúö við andiát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU BJARNADÓTTUR, Ásgarðsvegi 5, Húsavfk. Óskar K. Þórhallsson, Elfsabet M. Jóhannsdóttir, Hörður Þórhallsson, Ólöf H. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar foreldra okkar, LIUU SIGURÐARDÓTTUR OG MAGNÚSAR JÓNSSONAR, áður Hásteinsvegi 58, Eyjahrauni 7, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson, Sigrfður Magnúsdóttir, Bragi Steingrímsson, Arngrfmur Magnússon, Þóra Hjördfs Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför THEODÓRS KRISTJÁNSSONAR, HÖFÐAHOLTI 4, Borgarnesi, Eiginkona, börn og systir. þótt samgangur hin seinni ár hefði mátt vera meiri. Það var ævintýri líkast að koma í Hjarðarholt vorið 1951. Húsið svo reisulegt að mér fannst þar hlytu að komast fyrir hundrað manns, og fyrstu dagana var ég einatt að rekast á nýtt og nýtt fólk og flest virtist það vera rauðhært. Smátt og smátt lærði ég að þekkja öll þessi andlit og sumrin með Hjarðar- holtsijölskyldunni og margar stund- ir aðrar með henni eru þær bestu í minnisskríninu. Ég kom mér upp afbrigði af norðlenskum framburði til að vera eins og þau og var nær því þessi sumur en í annan tíma að verða framsóknarmaður. í þess- um hópi fór Baldur aldrei með háv- aða, enda enginn gaspursmaður. wEn það segir best söguna um hann, hvemig hann talaði við böm. Hann þurfti ekki að búa sér til neitt bamaviðmót, hann bara talaði við mig eins og fullorðna mann- eskju, og hann gerði til mín kröfur en stríddi mér aldrei né ávítaði þótt ég gerði vitleysur af því að ég kunni ekkert tii verka eða stóð mig ekki alltaf í snúningunum. Fyrir það við- mót sem hann sýndi mér þá og síðar hef ég alltaf verið þakklát og mér hefur þótt vænt um hann. Baldur Þórðarson fæddist í Litla-Gerði í Giýtubakkahreppi, en þar höfðu foreldrar hans byrjað búskap, næst elstur ijögurra sona sem þau eignuðust á árunum í Litla-Gerði. Elstur var Þráinn og síðar bættust í búið Ingvi og Hjalti. Árið 1930 fluttust Þórður og Nanna með strákana ijóra að Hléskógum í sömu sveit. Þar bjuggu þau til 1944 og eignuðust einkadótturina Friðgerði Önnu og synina Stefán og Andrés. Þá tóku þau sig upp og fluttu búferlum í Hjarðarholt. Þóröur Jónsson var mikill og merkilegur bóndi á sinni tíð og hann hafði ekki fyrr komið undir sig og §ölskylduna fótunum í Hjarðarholti en hann byijaði rækt- unarframkvæmdir í stómm stíl. Hjarðarholt varð fjárflesta jörð í Dölum og þar var byggt og búið eins og sæmir á slíku setri, þar sem hver þúfa á sér sögu. Fjölskyldan vann ugglaust öll að þessu, en eins og gengur tíndust ungamir úr hreiðrinu svona eftir þvi sem á leið. En mikið sem þeir sóttu alltaf heim í Hjarðarholt og alltaf vom að bæt- ast við nýir og nýirí íjölskylduna. Baldur og Hjalti tóku við búskapn- um með föður sínum og svo alveg eftir fráfall Nönnu, stoð allra og stytta sem í Hjarðarholt komu eða þar vom. Fráfall Nönnu var Þórði þungbært og tíminn græddi aldrei þau sár, en hann gat altjent fagnað því að synir hans vom honum eng- ir eftirbátar við búskapinn. Nokkm fyrir andlát Þórðar 1967 festi Hjalti kaup á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal og flutti þangað með sínum. Baldur og Qölskylda hans sátu Hjarðarholt áfram af myndarbrag. Hin seinni ár hefur yngsti sonur Baldurs verið aðalbóndinn, eftir að faðir hans veiktist af hjartasjúkdómi. Á jóladag 1956 giftist Baldur Önnu Markrúnu Sæmundsdóttur, frá Teigi í Hvammssveit. Þau eign- uðust bömin Þórð, Gisla, Nönnu, Guðjón og Björku. Baldur Þórðarson var ekki allra, en þeim tryggur og hlýr sem náðu vinfengi hans. Hann hafði viturt hjarta og þétt handtak, ekki hávær brandarakall, en hnyttinn og orð- heppinn í þeim hópi sem hann undi sér í. Hann var vænn maður í bestu merkingu orðsins. Öll þessi kvöld og allir þessir dagar em löngu liðnir; þegar við sátum mörg og glöð við eldhús- borðið í Hjarðarholti og Baldur sagði frá á þennan kímilega hátt sem varð mér bami minnisstæður. Við fætur hans hundurinn Skuggi, sem dró dám af eiganda sínum, seintekinn, en varð vinur að lokum. Og hjá Hjalta lá Hringur. Og svo var skrafað og hvað mikið var nú hlegið þá og oftast endranær. Þessi kvöld og margar aðrar Dalastundir em dýrmætur hluti minninga minna og fyrir þær er þakkað af alhug. Ég sendi konunni hans, bömum, systkinum og öllum þeim sem þótti vænt um hann samúðarkveðjur. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.